Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.02.2015, Page 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.02.2015, Page 40
Tíska AFP *Fatahönnuðurinn Anthony Vaccarello hefur verið ráðinntil starfa hjá ítalska tískuhúsinu Versace. Anthony mungegna starfi listræns stjórnanda Versus Versace sem erundirlína Versace ætluð yngri kúnnum. Anthony Vaccar-ello hannaði áður bæði fata- og aukahlutalínu fyrir VersusVersace sumarið 2015 og sló þar heldur betur í gegn. Anthony mun nú hanna bæði kvenfata- og herralínur Versus Versace. H vað er það sem heillar þig við tísku? Mér finnst tíska alveg ótrúlega áhugavert fyrirbæri, hvernig eitthvað getur verið súperflott á einum tíma- punkti og hrikalega hallærislegt á öðrum. Hvernig tíska getur breytt hugs- uninni okkar og þjálfað augað í að finnast eitthvað fallegt eða ljótt. Tíska getur líka sagt svo mikið og fólk getur notað tísku til þess að segja svo mikið. Það er ómögulegt að vera ekki með „statement“ þegar kemur að tísku, ef þú ert nakin þá er það ákveðið „tískustatement“. Ef þú þyrftir aldrei að kíkja á verðmiðann, hvaða flík eða fylgihlut myndirðu kaupa? Ég held að ég myndi kaupa mér einhvern sjúkan pels, sem ég sæi fram á að fá aldrei leið á og gæti gengið í á veturna þangað til ég dey. Áttu þér uppáhaldshönnuð? Ég skipti um skoðun í hvert skipti sem tískuvikan er í gangi. Þeir sem eiga samt alltaf stað í hjarta mínu eru Alexander McQueen, Hubert Givenchy, Halston, Rei Kawakubo, Stella McCartney og Drees Van Noten. Ég kaupi hins vegar mest frá Filippu K, Won Hundred og Cos. Hvað er þitt uppáhaldstískutrend þannan veturinn? Ég get ekki beðið eftir því að slabbið fari svo ég geti farið að vera í strigaskóm aftur alla daga. Ég á samt eftir að sakna húfunnar sem ég er búin að vera með á hausnum síðan í byrjun október. Áttu þér eitthvert gott stef, ráð eða mottó þegar kemur að fatakaupum? Ekki kaupa hræódýr föt. Það að föt séu hræódýr þýðir einfaldlega að þau endast ekki lengi, eru ekki vel hönnuð, eru gígantískt fjöldaframleidd og þú veist ekkert hvaða mann- eskja eða náttúra er búin að líða fyrir það að þau séu svona ódýr en líklega er það hvort tveggja. Ég er sjálf að reyna að venja mig af þessari kaupgleði og það hefur gengið ágætlega. Mér þykir miklu vænna um þau föt sem ég hef hugsað mikið um og pælt í notagildi á til þess að réttlæta verðmiðann sem á fullkomlega rétt á sér oftar en ekki. Hvert er þitt eftirlætistískutímabil og hvers vegna? Tíðarandalega séð elska ég þriðja áratuginn því þá nenntu konur ekki lengur þessu lífstykkjabulli og fóru að dansa tryllta dansa. Fag- urfræðilega séð elska ég framtíðina. Mér finnst fátt skemmtilegra en að horfa á framtíðarbíómyndir og skoða fatnaðinn í þeim. Hvernig myndir þú lýsa þínum fatastíl? Afslappaður, stíl- hreinn og skandinavískur. Ég vel gæði umfram magn og kaupi mér föt í klassískum litum, svörtum, gráum og ljós- um. Ég elska munstur en á mjög erfitt með að kaupa mér munstruð föt því ég fæ oftast leið á þeim frekar fljótt. Ég er alltaf að minnka og minnka fataskápinn minn og kom- ast bet- ur að því hvað virkar fyrir mig og hvað ekki. Ég er búin að þjálfa upp sterkt innsæi hvað varðar hvað ég nota og hvað ekki. Hvað kaupir þú þér alltaf þótt þú eig- ir nóg af því? Buxur sem kærastinn minn kallar rónabuxur. Frekar víðar og mjög þægilegar buxur með teygju neðst. Ég þakka fyrir það á hverjum degi að vera ekki að vinna á skrifstofu þar sem ég þyrfti að uppfylla reglur um klæðnað, mér finnst það vera brot á mannrétt- indum að þurfa að klæða sig svona upp alla daga. Hvaða þekkta andlit finnst þér með flottan stíl? Samkvæmt instagramminu mínu eru það Miroslava Duma, Pernille Teisbaek og Olivia Palermo. Svo er Tilda Swinton flottari en allt. Áttu þér uppáhaldsflík eða -fylgihlut? Fölbleika Stellu McCartney- blazerinn minn sem ég keypti notaðan en samt nýjan á spottprís í New York, refapelsinn minn sem ég keypti af pínulítilli og mjög svo æstri músl- imakonu í París og glimmersamfest- ing sem ég saumaði mér fyrir út- skriftina mína úr Listaháskólanum. Svo er ég alltaf með þríhyrnt háls- men sem ég fékk frá kærastanum mínum, ég gæti alveg eins verið með þríhyrning húðflúraðan á bringuna því það er alltaf þar. BROT Á MANNRÉTTINDUM AÐ KLÆÐA SIG UPP ALLA DAGA Ragna segir tísku geta breytt hugsun okkar og þjálfað augað í að finnast eitthvað fallegt eða ljótt. Morgunblaðið/Kristinn Best að vera í strigaskóm RAGNA SIGRÍÐUR BJARNADÓTTIR, AÐSTOÐARHÖNNUÐUR HJÁ EYLAND OG STARFSMAÐUR VERSLANANNA GK REYKJAVÍK OG SUIT, ER MEÐ FREMUR AFSLAPPAÐAN STÍL OG VELUR GÆÐI UMFRAM MAGN VIÐ FATAKAUP. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Ragna elskar framtíðarbíómyndir og að skoða fatnaðinn í þeim. Klassískur og hlýr pels er ofarlega á óskalista Rögnu. Miroslava Duma hefur ein- stakan fatastíl. Verk breska fatahönnuðarins Alexanders McQueens eru í miklu eftirlæti hjá Rögnu. Anthony Vaccarello hannar fyrir Versus Versace

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.