UTBlaðið - 03.03.2007, Side 26

UTBlaðið - 03.03.2007, Side 26
6 Viðskiptavinum spöruð sporin Sérstök áhersla verður lögð á þróun rafrænnar þjónustu hjá Tryggingastofnun á árinu 007 með einkunnarorðin þjónustu, hagræðingu og öryggi að leiðarljósi. Stefnt er að því að viðskiptavinir geti sinnt flestum erindum sínum við Tryggingastofnun á Netinu í stað þess að leggja leið sína á þjónustustaði. Starfsemi Tryggingastofnunar snýst um að halda utan um umfangsmikið og flókið almannatryggingakerfi. Málaflokkarnir skiptast í megindráttum í lífeyristryggingar, sjúkratryggingar og hjálpartækjaþjónustu. Þjónustan snýr bæði að almennum viðskiptavinum og heilbrigðisstarfsmönnum um allt land en teygir auk þess anga sína um allan heim. Starfsmenn Tryggingastofnunar þurfa að takast á við síbreytilegar aðstæður og áreiti frá umhverfinu. Fljótt og örugglega þarf að bregðast við laga- og reglugerðarbreytingum frá Alþingi. Viðskiptavinum stofnunarinnar hefur fjölgað langt umfram íbúa landsins undanfarin ár. Árið 2005 námu útgjöld stofnunarinnar til almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar 52,6 milljörðum kr. eða um 17% af útgjöldum ríkissjóðs. Umfangsmikil þjónusta Á hverjum degi koma mörg hundruð manns í þjónustumiðstöð Tryggingastofnunar í Reykjavík, aðrir hringja í þjónustuver, senda fyrirspurnir í tölvupósti eða heimsækja umboð stofnunarinnar um land allt. Stefnt er að því að opna þjónustuveitu á vefnum fyrir almenning sem tryggir viðskiptavinum betri upplýsingar um eigin málefni, meira jafnræði í aðgengi að þjónustu, styttri afgreiðslutíma og þjónustu allan sólarhringinn. Rannsókn sem Gyða Halldórsdóttir vann árið 2005 í samstarfi við Tryggingastofnun bendir til að almenningur muni nýta einkaaðgang að þjónustu Tryggingastofnunar á Netinu. Nýr og fjölbreyttari vefur Nýr vefur var opnaður á www.tr.is í desember sl. Við smíði hans var horft til vaxandi mikilvægis vefsins sem samskiptatækis og þjónustuveitu. Þjónustan, sem viðskiptavinir TR geta sótt á vefinn, verður smám saman fjölbreyttari. Auk eyðublaða, sem um nokkurra ára skeið hefur verið hægt að sækja á vefinn, eru umsóknir um evrópska sjúkratryggingakortið fullkomlega rafrænar. Á vefnum er einnig reiknivél þar sem einstaklingar geta áætlað lífeyrisgreiðslur út frá persónulegum forsendum. Sérstök verkfæri til að bæta aðgengi mismunandi hópa að vefnum eru ýmist þegar á vefnum eða verða það innan skamms. Stillingar.is gera fólki kleift að breyta letri og lit á síðunni eftir eigin höfði. Efni á vefnum er lesanlegt með skjálesurum fyrir sjónskerta og fólk með leserfiðleika. Á næstu mánuðum munu netsamtöl við þjónustufulltrúa standa viðskiptavinum til boða. Unnið er að vottun vefsins á aðgengi fyrir fatlaða á árinu 2007. Samskipti við heilbrigðisstarfsfólk Unnið er að auknum rafrænum samskiptum Tryggingastofnunar við heilbrigðisstarfsfólk. Frá árinu 1999 hefur verið tekið á móti rafrænum lyfseðlum frá lyfsölum. Árið 2006 var þannig tekið á móti um 2,2 milljónum lyfseðla. Sjúkraþjálfarar senda flestir reikninga sína rafrænt til Tryggingastofnunar í gegnum Netið og geta fengið upplýsingar frá vefþjónustu til að reikna greiðsluþátttöku sjúklinga sinna. Í gangi er verkefni sem miðar að því að taka á móti reikningum sérfræðilækna í gegnum Netið í stað móttöku reikninganna rafrænt á geisladiskum. Loks er stefnt að því í náinni framtíð að taka upp rafræn samskipti við tannlækna. Að öllum líkindum þarf að undirbúa frekari rafræn samskipti við systurstofnanir á EES-svæðinu í samræmi við reglugerð ESB sem allt bendir til að verði hluti af íslenskum rétti. Sjúkratryggðir einstaklingar ávinna sér rétt til afsláttar á greiðslum fyrir heilbrigðisþjónustu þegar þeir hafa náð tilteknum hámarksgreiðslum á sama almanaksári. Afsláttarkort eru nú send sjálfkrafa heim til þeirra sem ávinna sér þennan rétt ef upplýsingar um það eru til hjá Tryggingastofnun. Enn sem komið er berast stofnuninni aðeins rafrænar upplýsingar um greiðslur fyrir þjónustu sérfræðilækna. Unnið er að samningum um sambærilegt samstarf við heilbrigðisstofnanir. Þegar þar að kemur munu víðtækari upplýsingar berast og þessi þjónusta verða virkari en nú er. Hagræðing við endurgerð tölvukerfa Hjá Tryggingastofnun er til mikils að vinna með því að ná fram hagræðingu og einföldun í verkferlum með rafrænni stjórnsýslu. Umfangsmikið og flókið almannatryggingakerfi endurspeglast í upplýsingatækni stofnunarinnar. Þar eru rekin afkastamikil tölvukerfi sem halda utan um alla þá málaflokka sem stofnunin vinnur með. Þau hafa á undanförnum árum verið endurgerð og eru nú samþætt og keyrð á einum og sama grunninum. Endurgerðin hefur stuðlað að hagræðingu í vinnuferlum, betri afgreiðslu mála, bættri þjónustu og miðlun upplýsinga. Með breytingunum hefur tekist að undirbúa góðan jarðveg fyrir þróun rafrænnar stjórnsýslu hjá stofnuninni. Öryggi og aukið eftirlit Horft er til samstarfs við RSK um nýtingu veflykils til auðkenningar á einkasíðu viðskiptavina Tryggingastofnunar. Stofnanirnar eiga nú þegar í samstarfi um birtingu greiðsluseðla lífeyristrygginga á þjónustuvef RSK. Árangurs af verkefni ríkisins og bankanna um dreifingu rafrænna skilríkja á örgjörvum debetkorta er beðið með óþreyju. Með rafrænum skilríkjum fær almenningur öruggt auðkenni sem nota má fyrir rafræna þjónustuveitu og aðgang að persónubundnum upplýsingum hjá Tryggingastofnun. Með tilkomu þeirra verður mögulegt að undirrita umsóknir og eyðublöð á rafrænan máta. Verið er að auka eftirlit við afgreiðslu mála með rafrænni stjórnsýslu. Þegar hefur aukið sjálfvirkt eftirlit í tölvukerfum og uppbygging vöruhúsa gagna skilað árangri. Stefnt er að enn betri árangri með því að efla upplýsingaöflun frá viðskiptavinum TR, auka miðlun upplýsinga til viðskiptavina og að samnýta gögn. Rafvæðing felur í sér ótal tækifæri til aukinnar þjónustu við viðskiptavini Tryggingastofnunar. Þær breytingar munu eflaust létta álagi af þjónustustöðum og vera til þægindaauka fyrir viðskiptavini og heilbrigðisstarfsfólk í samskiptum við Tryggingastofnun í framtíðinni. Tryggingastofnun ríkisins leggur áherslu á þróun rafrænnar þjónustu: Höfundar: Þorgerður Ragnarsdóttir, forstöðumaður kynningarmála, og Þórólfur R. Þórólfsson, deildarstjóri hugbúnaðardeildar. Þorgerður Ragnarsdóttir og Þórólfur Rúnar Þórólfsson. Endurgerð tölvukerfa hefur stuðlað að hagræðingu í vinnuferlum, betri afgreiðslu mála, bættri þjónustu og miðlun upplýsinga. Stefnt er að því að opna þjónustuveitu á vefnum fyrir almenning sem tryggir viðskiptavinum betri upplýsingar um eigin málefni, meira jafnræði í aðgengi að þjónustu, styttri afgreiðslutíma og þjónustu allan sólarhringinn.

x

UTBlaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: UTBlaðið
https://timarit.is/publication/1121

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.