Morgunblaðið - 20.02.2015, Side 8

Morgunblaðið - 20.02.2015, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2015 Þessi frétt birtist á Mbl.:   Sigmundur Davíð Gunnlaugssonforsætisráðherra hyggst mæla fyrir því á Alþingi að gerð verði óháð rannsókn á skýrslu Brynjars Níels- sonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um erindi Víglundar Þorsteinssonar vegna stýrinefndar stjórnvalda um samninga við erlenda kröfuhafa bankanna árið 2009 og fleira.    Þetta sagði Sigmundur Davíð ímorgunútvarpi Bylgjunnar í morgun.    Hann sagði að Brynjar hefði tek-ið að sér að afla gagna fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Al- þingis og í kjölfar þess hefði hann lagt til að málið yrði rannsakað áfram enda ýmislegt sem þyrfti að skoða.    Ég held að það sé æskilegt ogmjög nauðsynlegt að fylgja því eftir með þeim hætti,“ sagði Sig- mundur Davíð.“    Lítill vafi getur ríkt á að tillögurforsætisráðherrans um þessi efni fái góðan hljómgrunn á Alþingi.    Núverandi stjórnarandstaða stóðí ríkisstjórn fyrir margvís- legum rannsóknum og hótaði enn fleiri rannsóknum, en virtist stund- um eiga jafn erfitt með að standa við hótanir eins og að efna loforð og fyrirheit og er þá langt til jafnað.    Þessa rannsókn hlýtur hún aðgeta stutt þótt ekki sé um nornaveiðar að ræða. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Sjálfsögð rannsókn STAKSTEINAR Veður víða um heim 19.2., kl. 18.00 Reykjavík 0 skýjað Bolungarvík -5 alskýjað Akureyri -1 alskýjað Nuuk -12 léttskýjað Þórshöfn 5 skúrir Ósló 3 alskýjað Kaupmannahöfn 2 skýjað Stokkhólmur 6 skýjað Helsinki 2 alskýjað Lúxemborg 0 þoka Brussel 3 skýjað Dublin 6 léttskýjað Glasgow 7 léttskýjað London 7 skúrir París 5 alskýjað Amsterdam 7 léttskýjað Hamborg 3 léttskýjað Berlín 7 heiðskírt Vín 5 skýjað Moskva -3 léttskýjað Algarve 17 léttskýjað Madríd 12 heiðskírt Barcelona 12 léttskýjað Mallorca 13 léttskýjað Róm 12 léttskýjað Aþena 7 léttskýjað Winnipeg -27 heiðskírt Montreal -7 snjókoma New York -6 alskýjað Chicago -17 léttskýjað Orlando 7 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 20. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:07 18:17 ÍSAFJÖRÐUR 9:21 18:13 SIGLUFJÖRÐUR 9:04 17:56 DJÚPIVOGUR 8:39 17:44 Samkvæmt nýrri skoðanakönnun MRR fyrir frétta- miðilinn Eyjar.- net eru 51,9% íbúa í Vestmann- eyjum mjög óánægð með nú- verandi fyrir- komulag sjósam- gangna milli lands og Vestmanna- eyja og 36,2% frekar óánægð. Símakönnunin fór fram 11.-17. febrúar. Í 500 manna úrtaki voru 18 ára og eldri íbúar í Vestmannaeyjum valdir handahófskennt úr þjóðskrá. 318 svöruðu eða 63,6%. 54,6% þeirra sem svöruðu telja að Herjólfur anni flutningum á fólki mjög illa eða frekar illa en 31,4% segja ferjuna anna fólksflutningum frekar vel eða mjög vel. Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja sl. þriðjudag var samþykkt að bæjarráð fæli „bæjarstjóra að láta þegar vinna vandaða skoðana- könnun meðal bæjarbúa þar sem m.a. verður kallað eftir áliti þeirra á samgöngum á sjó og framtíðar- möguleikum“. Óánægja í Eyjum með samgöngur  Um 88% óánægð með fyrirkomulagið Þinglýsing skjala hjá Sýslumann- inum á höfuðborgarsvæðinu tekur yfirleitt þrjá virka daga, eins og fyr- ir sameiningu embættanna þriggja. Ef ekki næst að ljúka vinnslunni inn- an þessa tíma eru skjölin þó yfirleitt afgreidd á meðan fólk bíður. Eftir sameiningu embættanna er tekið við skjölum til þinglýsingar á starfsstöðvunum í Hafnarfirði, Kópavogi og Reykjavík og getur fólk valið á hvaða stað það fer. Bergþóra Sigmundsdóttir, sviðsstjóri þinglýs- inga- og leyfasviðs, segir að álagið hafi dreifst ójafnt á milli af- greiðslustaða. Fyrstu dagana hafi verið meira álag í Skógarhlíð og þá hafi safnast upp hali þar og síðustu daga hafi verið unnið að því að vinna upp hala í afgreiðslunni í Kópavogi. Hún segir að tíminn sem embættið ætlar sér til vinnslu þinglýsing- arskjala hafi þó ekki verið lengdur. Fólk geti í flestum tilvikum komið á þriðja degi og fái afgreiðslu á meðan það bíði. Fasteignasalar og lána- stofnanir sem séu með mörg skjöl og geti ekki beðið, hafi yfirleitt getað gengið að þeim á fjórða degi. Vegna álagsins í Kópavogi hefur verið bætt við hálfu starfi þinglýs- ingarfulltrúa. Bergþóra segir að skjölum sem koma til þinglýsingar hafi fjölgað verulega á síðasta ári og sú þróun virðist halda áfram á þessu ári. helgi@mbl.is Afgreitt á meðan fólk bíður  Þinglýsing tekur enn þrjá daga  Álagið dreifst ójafnt á afgreiðslustaði Byggingar Fólki liggur oft á að fá skjölum þinglýst hjá sýslumanni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.