Morgunblaðið - 25.02.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.02.2015, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 2015 Andríki minnir á að fjölmiðla-menn séu mjög uppteknir af Mannréttindadómstól Evrópu: „Vafalaust má margt gott um þessa dómstóla segja. En gildi þeirra hér á landi er alls ekki allt- af það sama og oft mætti halda af ákefð fjölmiðlamanna og álits- gjafa.    Niðurstöður þessara dómstólaeru nefnilega alls ekki bind- andi í íslenskum rétti. „Örlög verðtryggingarinnar“ ráðast til dæmis ekki fyrir þeim, heldur ís- lenskum stofnunum eins og Hæstarétti eða Alþingi.    Þannig var niðurstaða EFTA-dómstólsins í Icesave-málinu auðvitað ágæt, en jafnvel þótt hún hefði orðið þveröfug hefði hún ekki skapað neina skyldu á hend- ur íslenska ríkinu. Þetta eru grundvallaratriði sem menn verða að hafa hugstæð. Þau geta skipt verulegu máli.    Sem dæmi má taka að eftirlits-stofnun EFTA hefur gefið það út að bann íslenskra laga við gengistryggingu innlendra lána standist ekki EES-samninginn. Hvað myndu menn segja ef EFTA- dómstóllinn kæmist að sömu nið- urstöðu? Myndu menn þá segja að gengislánin væru öll orðin gild? Nei, líklega myndu menn þá segja að EFTA-dómstóllinn réði ekki ís- lenskum lögum.    Þá myndu menn sennilega munaeftir því grundvallaratriði, sem menn gleyma hins vegar stundum þegar þeir eru sem ákaf- astir að fá niðurstöður frá Mann- réttindadómstólnum eða EFTA- dómstólnum í öðrum málum.“ Undirstöðulaus umræða STAKSTEINAR Veður víða um heim 24.2., kl. 18.00 Reykjavík -2 snjókoma Bolungarvík -2 alskýjað Akureyri -3 alskýjað Nuuk -15 léttskýjað Þórshöfn 5 skýjað Ósló 1 slydda Kaupmannahöfn 5 skýjað Stokkhólmur 2 léttskýjað Helsinki 2 súld Lúxemborg 3 skýjað Brussel 7 léttskýjað Dublin 6 skýjað Glasgow 5 léttskýjað London 10 léttskýjað París 7 léttskýjað Amsterdam 7 léttskýjað Hamborg 3 skýjað Berlín 6 skýjað Vín 6 skúrir Moskva 3 alskýjað Algarve 17 léttskýjað Madríd 11 léttskýjað Barcelona 13 léttskýjað Mallorca 13 léttskýjað Róm 12 léttskýjað Aþena 12 skýjað Winnipeg -16 skafrenningur Montreal -17 alskýjað New York -10 heiðskírt Chicago -7 alskýjað Orlando 22 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 25. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:50 18:33 ÍSAFJÖRÐUR 9:02 18:31 SIGLUFJÖRÐUR 8:45 18:14 DJÚPIVOGUR 8:21 18:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson for- sætisráðherra sagði á Alþingi í gær um stöðu kjaraviðræðnanna að rík- isstjórnin væri sem fyrr opin fyrir tillögum frá aðilum vinnumarkaðar- ins um það hvað hún gæti lagt af mörkum vegna komandi kjarasamn- inga. „Þar skiptir augljóslega miklu máli hvernig ríkið hagar gjaldtöku, skattlagningu og þar fram eftir göt- unum og þar höfum við svo sann- arlega verið til í að stilla saman strengi við aðila vinnumarkaðarins. En húsnæðismál hafa líka verið nefnd sérstaklega og ekki er ólíklegt að húsnæðismálin blandist eitthvað inn í þær viðræður sem í hönd fara. Þar hefur mikil undirbúningsvinna átt sér stað af hálfu stjórnvalda, eins og háttvirtur þingmaður þekkir, og vonandi má hún verða til að liðka fyrir samningum og bæta um leið stöðu bæði leigjenda og þeirra sem vilja fjárfesta í húsnæði,“ sagði hann. Forsætisráðherra sagði þetta í svari við fyrirspurn frá Katrínu Jak- obsdóttur, formanni Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs, sem spurði Sigmund Davíð hvort hann styddi kröfur verkalýðsfélaganna um að lægstu taxtar yrðu ekki undir 300 þúsund kr. Sigmundur sagðist telja að forgangsraða ætti með þeim hætti að sérstaklega yrði komið til móts við fólk með lægri tekjur og millitekjur. Það yrði best gert með krónutölu- hækkun. Vísbendingar væru um að krónutöluhækkanir hefðu leitt til aukinnar verðbólgu en oft á tíðum hefðu slíkar hækkanir að sama skapi reynst vel. Ríkisstjórnin opin fyrir tillögum  Forsætisráðherra mælti með krónutöluhækkun í komandi kjaraviðræðum Starfsgreinasamband Íslands (SGS) fundaði í gær með Sam- tökum atvinnulífsins (SA) í húsa- kynnum ríkissáttasemjara. Magnús Pétursson ríkissáttasemjari stjórn- aði ekki fundi þeirra en til stend- ur að hann fari fyrir fundi þeirra á milli næstkomandi föstudag. SGS fer með umboð 16 aðildar- félaga um allt land og semur fyrir rúmlega 12 þúsund manns á al- mennum vinnumarkaði og vísaði kjaradeilu sinni til ríkissaksóknara í byrjun febrúar. Flugmenn hjá Bláfugli áttu einnig í kjara- viðræðum hjá sáttasemjara í gær. Í dag mun samninganefnd ríkisins eiga í áframhaldandi viðræðum við Bandalag háskólamanna (BHM) í húsakynnum ríkis- sáttasemjara en kjaradeilu þeirra hefur þó ekki enn verið vísað formlega til ríkissáttasemjara. SGS fundar áfram með SA í kjaradeilu Morgunblaðið/Eggert Deila SGS lagði fram kröfur sínar í kjaradeilu við SA í lok janúar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.