Morgunblaðið - 25.02.2015, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.02.2015, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 2015 Frábær lausn fyrir hallandi og óreglulega glugga PLÍ-SÓL GARDÍNUR Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. Sími: 588 5900 ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík. Sími: 421 2061 Glerárgötu 32, Akureyri. Sími: 462 5900 ▪ alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán.-fös. 11-18 Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu Hringdu og bókaðu tíma í máltöku Meira úrval • Meiri gæði Íslensk framleiðsla eftir máli SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Grundartangi er talinn heppileg- astur fyrir framtíðarskipaverkstöð en þar er gert ráð fyrir allt að 10 hektara iðnaðarsvæði vestast í landi Klafastaða sem nýta má undir skipaverkstöð. Kostnaður við byggingu upp- tökumannvirkja, hafnaraðstöðu og annarra fram- kvæmda vegna nýrrar skipa- verkstöðvar er gróflega áætl- aður sjö til níu milljarðar króna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í greinargerð Bergþóru Bergsdóttur, starfsmanns Faxa- flóahafna, um skipaverkstöð á Grundartanga sem kynnt var á síð- asta stjórnarfundi Faxaflóahafna. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxa- flóahafna, segir skýrsluna hafa ver- ið lagða fram og fengið jákvæð við- brögð. Boltinn sé núna hjá Stálsmiðjunni-Framtaki, sem rekur slippinn í gömlu höfninni í Reykja- vík, og það sé fyrirtækisins að stíga næstu skref. Skipin að stækka og breikka „Við höfum horft jákvæðum aug- um til verkefnisins. Stálsmiðjan- Framtak hefur verið leiðandi í þessari vinnu en aðkoma okkar snýr að því að útvega land og að- stöðu undir starfsemina. Við ætlum ekki að fara að reka skipa- smíðastöð en við vildum draga saman heildarmyndina í þessari greinargerð. Hugmyndafræðin er orðin vel mótuð og þetta er bara spurning um að útvega fjármagn til verksins. Umhverfi skipa- viðgerða er að breytast. Slipp- stöðvar á Íslandi hafa til þessa tek- ið mið af torgaraflotanum en á seinni árum hafa skipin verið að stækka og breikka. Hér hefur heldur ekki verið aðstaða til að gera við flutningaskip en siglingar þeirra til iðnaðarhafna munu aukast enn frekar,“ segir Gísli. Varðandi kostnað við verkefnið bendir Gísli á að einstakir kostn- aðarliðir myndu falla til yfir lengri tíma. Í raun mætti koma starfsemi nýrrar skipaverkstöðvar af stað fyrir helming þess kostnaðar sem nefndur er í greinargerðinni, eða fyrir 4-5 milljarða króna. Fram kemur í greinargerðinni að skipaviðgerðir í Reykjavík hafi ver- ið við lýði í rúma öld og sett mikinn svip á gömlu höfnina. „Þær brautir sem enn eru í notk- un eru hins vegar barn síns tíma varðandi stærð og er þróunin sú að á einhverjum tímapunkti á næstu árum þurfi starfsemin að víkja af svæðinu og flytjast annað. Grund- artangi er sá staður sem talinn hef- ur verið heppilegastur fyrir fram- tíðarskipaverkstöð og hefur þegar verið hafist handa við ýmsa þróun- arvinnu tengda því,“ segir í grein- argerðinni en bygging skipaverk- stöðvar hefur fleira í för með sér en upptökumannvirki sjálf, þar sem vinna þarf lóðina, götur og ýmis hafnarmannvirki eins og setnings- og viðlegubryggju. Búið að bora fimm holur Miðað við greiningarvinnu Stáls- miðjunnar-Framtaks er niður- sprengd þurrkví talin vera heppi- legasti kosturinn á Grundartanga, ásamt því að byggja eina drátt- arbraut. En áður en sprengja þarf fyrir þurrkvínni þurfa athuganir á berginu að fara fram. Búið er að bora fimm holur og beðið er niður- staðna þeirrar vinnu. Grundartangi heppilegastur  Kostnaður við nýja skipaverkstöð á Grundartanga áætlaður 7-9 milljarðar króna  Faxaflóa- hafnir taka jákvætt í hugmyndir Stálsmiðjunnar-Framtaks  Vantar slippstöðvar fyrir stærri skip Ljósmynd/Faxflóahafnir Grundartangi Starfsemin á Grundartanga við Hvalfjörð hefur stöðugt verið að aukast á undanförnum árum. Þar starfa nú 13 fyrirtæki og nýlega ákvað Eimskip að kaupa þarna lóðir og setja upp nýjan og öflugan hafnarkrana. „Starfsemi slippsins í gömlu höfn- inni er bæði túristavæn og góð fyrir atvinnulífið. Við höfum sagt að slippurinn fái að vera þarna eins lengi og kostur er,“ segir Gísli Gísla- son, hafnarstjóri Faxaflóahafna, um framtíð slippsins við Reykjavík- urhöfn. Í greinargerð Faxaflóahafna um fyrirhugaða skipaverkstöð á Grundartanga segir m.a. að slipp- urinn þurfi á miklum endurbótum að halda innan næstu 10-15 ára ef halda eigi starfseminni áfram í Reykjavík. Fram kemur einnig að þróun gömlu hafnarinnar og deiliskipulag svæðisins geri ekki ráð fyrir starf- semi skipaviðgerða í náinni framtíð. Skoða þurfi aðrar lausnir ef við- halda eigi skipaiðnaðinum í Faxa- flóa í framtíðinni. Gísli segir að þetta ráðist af ástandi brautanna í slippnum og að- liggjandi skipulagi. Ferðaþjónusta, hótelrekstur og hvalaskoðunarfyrir- tæki geti vel þróast eitthvað áfram í nábýli við slippinn. „Miðað við stöðuna í dag þá fær slippurinn að vera þarna óhreyfður eins lengi og kostur er, í að minnsta kosti áratug,“ segir Gísli en bendir á að hugmyndir um skipaverkstöð á Grundartanga séu í raun óháðar slippnum í Reykjavík. Rekstraraðili slippsins, Stál- smiðjan-Framtak, hefur sýnt því áhuga að búa sig betur undir breyt- ingar á skipaflotanum og geta tekið stærri skip til viðgerða. Helst er horft til Grundartanga sem framtíð- arsvæðis fyrir slíka starfsemi. Hefur fyrirtækið þá ætlað sér að færa stærri dráttarbrautina í slippnum í Reykjavík upp á Grundartanga. Fær að standa þarna óhreyfður eins lengi og kostur er SLIPPURINN VIÐ GÖMLU HÖFNINA Í REYKJAVÍK Morgunblaðið/Árni Sæberg Slippurinn Skipaviðgerðir hafa verið stundaðar í gömlu höfninni í um 100 ár. Starf- semin fer fram bakvið Icelandair Hótel Marina og þykir aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Páll Bjarnason, byggingartækni- fræðingur hjá EFLU verk- fræðistofu, flyt- ur erindi um dróna og notkun þeirra við nátt- úrurannsóknir á Hrafnaþingi Náttúru- fræðistofnunar Íslands í dag. EFLA hefur unnið með dróna eða flygildi undanfarin tvö ár í samstarfi við Suðra ehf. og UAS Iceland. Í erindinu fjallar Páll um reynslu af notkun flygildanna og hverju er hægt að búast við af þeim. Í fyrra voru flogin samtals 80 flug þar sem m.a. var kortlagt fyr- ir rannsóknir, skipulagsvinnu eða framkvæmdir. Sýnd verða gögn frá mismunandi verkefnum og hvað hægt er að gera við þau. Hrafnaþing hefst klukkan 15:15 í húsi Náttúrufræðistofnunar, Urr- iðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ. Erindi um dróna og notkun þeirra Dróni Gísli Gíslason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.