Morgunblaðið - 25.02.2015, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.02.2015, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 2015 Gler, gluggar, glerslípun & speglagerð frá 1922 Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími: 565 0000 | Fax: 555 3332 | glerborg@glerborg.is | www.glerborg.is Hurðir og gluggar í miklu úrvaliVopnaður maður varð að minnstakosti átta manns að bana í skotárás íveitingahúsi í bænum Uherský Brod í austanverðu Tékklandi í gær, að sögn þarlendra fjölmiðla. Bæjar- stjórinn í Uherský Brod, Patrik Kuncar, sagði að maðurinn hefði síð- an fyrirfarið sér með byssu. Nokkrir særðust í árásinni, þeirra á meðal kona sem er í lífshættu. Um tuttugu manns voru í veitinga- húsinu þegar maðurinn réðst inn í það á hádegi að staðartíma og hóf skothríð. Tékkneska ríkissjónvarpið hafði eftir bæjarstjóranum að skýrt hefði verið frá því að árásarmaður- inn hefði verið vopnaður tveimur byssum. Hann var um sextugt, bjó í bænum og talið er að hann hafi átt við geðræn vandamál að stríða, að sögn bæjarstjórans. Árásin var gerð í veitingahúsi sem nefnist Droujba (Vinátta). „Ég er miður mín yfir þessu. Ég gerði mér aldrei í hugarlund að slíkt gæti gerst hérna, í veitingahúsi sem ég þekki vel,“ hafði tékkneska ríkissjónvarpið eftir bæjarstjóranum. Varð átta að bana í skotárás  Árásarmaðurinn fyrirfór sér EPA Blóðbað Lögreglumenn að störfum við veitingahúsið eftir árásina. Gengi rúblunnar hefur lækkað um 40% gagnvart Bandaríkja- dollar á einu ári, kaupmáttur Rússa hefur minnkað, verð á matvörum hækkað og gert er ráð fyrir því að efnahagur Rússlands dragist saman um 5,5% í ár. Rússneski stjórnmálaskýrandinn Ívan Netjepurenko telur samt að efnahagserfiðleikarnir hafi lítil áhrif haft á afstöðu almennings í Rússlandi til Vladimírs Pútíns. Refsiaðgerðir Vesturlanda hafi aðeins orðið til þess að þjóðin hafi fylkt sér um forsetann. Netjepurenko bendir á að sam- drátturinn er ennþá minni en á árunum 1998-99 þegar gengi rúblunnar hrundi, en hann var þá rúm 7%. „Lífskjörin hafa þar til nýlega verið betri hér en nokkru sinni áður frá hruni Sovétríkj- anna, þannig að Rússar líta svo á að þeir hafi það bara gott,“ hefur Politiken eftir Netjepur- enko. Stjórnmálaskýrandinn Georgíj Brovt tekur í sama streng í grein í Moscow Times. „Efnahagslegt umrót hefur reyndar aldrei leitt til mótmæla í Rússlandi vegna samfélagsólgu, hvað þá póli- tískra mótmæla,“ segir Brovt. „Það gerðist ekki heldur þegar stjórnarandstaðan var miklu öfl- ugri og betur skipulögð en nú.“ Kreppan hefur haft lítil áhrif RÚSSAR VIRÐAST FYLKJA SÉR UM PÚTÍN Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Vopnaðir liðsmenn aðskilnaðarsinna í austanverðri Úkraínu hafa safnast saman í grennd við hafnarborgina Maríupol, að sögn stjórnvalda í Kænugarði. Óttast er að herlið að- skilnaðarsinnanna ráðist á borgina með aðstoð Rússa í því skyni að leggja undir sig landræmu við strönd Svartahafs alla leiðina frá rússnesku landamærunum til Krím- skaga sem var innlimaður í Rúss- land í mars 2014. Þótt dregið hafi úr átökunum í austurhéruðum Úkraínu frá því að vopnahlé gekk í gildi 14. febrúar gerðu aðskilnaðarsinnarnir 27 árás- ir á stöðvar Úkraínuhers á sunnu- dag og mánudag, að sögn Úkra- ínumanna. Herinn kveðst því ekki geta flutt þungavopn frá átakasvæð- unum eins og kveðið er á um í vopnahléssamningnum sem undir- ritaður var í Mínsk fyrr í mánuðin- um. Stjórnin í Kænugarði segir að rússnesk stjórnvöld hafi sent tutt- ugu skriðdreka að Maríupol og þeir hafi gert tvær árásir á sunnudaginn var. Ráðamennirnir í Kreml neita því að þeir hafi veitt aðskilnaðar- sinnunum hernaðaraðstoð. Þeir héldu því sama fram þegar átök geisuðu á Krímskaga, sem var síðan innlimaður í Rússland, þar til þeir viðurkenndu að lokum að þeir hefðu sent hermenn á skagann. Stjórnvöld í Bandaríkjunum og löndum Evrópusambandsins hafa hótað Rússum frekari refsiaðgerð- um ef aðskilnaðarsinnarnir brjóti vopnahléssamninginn. Bandaríkja- stjórn kveðst geta gripið til nýrra refsiaðgerða með nokkurra daga fyrirvara. „Sókn að Maríupol væri skýlaust brot á samningunum,“ sagði Frank- Walter Steinmeier, utanríkisráð- herra Þýskalands, í viðtali við þýska blaðið Bild. Íbúar Maríupol voru um hálf milljón áður en átökin hófust og hún er stærsta borgin sem er enn á valdi stjórnarhersins á átakasvæðunum í Úkraínu. Hún er um 55 kílómetra frá landamærunum að Rússlandi. Herlið aðskilnaðarsinna sótti að út- jaðri borgarinnar í september en reyndi ekki að ná henni á sitt vald. Mikilvæg hafnarborg Í Maríupol eru tvær stórar járn- og stálverksmiðjur í eigu ólígarkans Rínats Akhmetovs, auðugasta manns Úkraínu. Ólígarkarnir eru fámennur hópur auðmanna sem högnuðust stórlega á pólitísku spill- ingunni í Úkraínu eftir hrun Sov- étríkjanna. Akhmetov var í fyrstu tvístígandi í afstöðunni til uppreisn- arinnar í austurhéruðunum en lagð- ist að lokum gegn aðskilnaðar- sinnunum. Vegna járn- og stálverksmiðjanna hefur Maríupol mikla efnahagslega þýðingu fyrir aðskilnaðarsinnana. Með því að leggja Maríupol undir sig myndu þeir ná yfirráðum yfir stórri höfn við Svartahaf og það gæti verið mikilvægur þáttur í því að tryggja að yfirráðasvæði þeirra yrði sjálfu sér nægt efnahagslega þegar fram liðu stundir. Allt færi í bál og brand Maríupol hefur verið nefnd „hlið- ið að Krímskaga“ vegna þess að hún er álitin mikilvægur liður í áformum aðskilnaðarsinna um að leggja undir sig landræmu við Svartahaf til að tengja Krímskaga við landamærin að Rússlandi. Rússar ætla að smíða brú yfir sundið en hún verður ekki opnuð fyrr en árið 2018 og þangað til þurfa þeir að reiða sig á ferjur sem sigla á milli Krím og Rúss- lands. Maríupol er um 300 kílómetra frá Krím og aðskilnaðarsinnarnir þyrftu því að leggja undir sig stórt svæði í viðbót til að tengja skagann við yfirráðasvæði þeirra. Láti þeir til skarar skríða harðna átökin til mikilla muna með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Vilja næst ná Maríupol á sitt vald  Aðskilnaðarsinnar í austurhéruðum Úkraínu sagðir vígbúast í grennd við mikilvæga hafnarborg  Yfirráð yfir borginni álitin mikilvægur þáttur í því að tengja saman Krímskagann og Rússland AFP Eyðilegging Kona í bænum Debaltseve við byggingu sem skemmdist í átök- um áður en aðskilnaðarsinnar náðu bænum á sitt vald í vikunni sem leið. KÆNUGARÐUR RÚSSLANDHVÍTA-RÚSSLAND RÚMENÍA M O LD Ó VA Sevastopol Odessa Transnistría: Uppreisnarhérað sem nýtur stuðnings Rússa Lúhansk Dónetsk ÚKRA ÍNA 100 km KRÍM- SKAGISvartahaf „Nýja-Rússland“: svæðið sem aðskilnaðarsinnar vilja ná á sitt vald Maríupol Maríupol: „hliðið að Krímskaga“ Var innlimaður í Rússland Svæði á valdi aðskilnaðarsinna 55 km frá Rússlandi 300 km frá Krím

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.