Morgunblaðið - 25.02.2015, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.02.2015, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 2015 Í villta vestinu riðu loddarar um héruð og seldu almenningi snákaolíu, elexír sem gagnast átti við hverju því sem angr- aði kaupandann, lík- amlegu eða andlegu. Urðu sumir sölu- mannanna þjóð- hetjur, eflaust efn- aðar, en í nýlegum kúrekamyndum eru þeir ofast túlkaðir sem sérfræðingar í prettum ýmiskonar. Það virðist mannskepnunni eðlilegt að leita alltaf auðveldustu leiða úr öllum vandamálum og helst að geta skyggnst inn í fram- tíðina. Menn fara til spákonu, kaupa sér kort hjá stjörnuspek- ingi og fleira. Á sama hátt vilja menn geta keypt skyndilausnir á öllu því sem þá hrjáir, remedíur hjá hómópötum, vöðvapillur og bætiefni alls konar í dósum, mörg gagnslaus og sum jafnvel skaðleg. Það er meira að segja reynt að pranga inn á krabbameinssjúkl- inga vitagagnslausum efnum. Snákaolíur nútímans taka á sig ýmsar myndir. Undanfarin misseri hefur alveg sérstök útgáfa af snákaolíu verið kynnt á Íslandi. Hún á að lækna nánast allt sem nöfnum tjáir að nefna. Það þarf ekki að taka hana inn og hún kostar lítið sem ekk- ert. Þetta er slík undraolía að hún á ekki bara að lækna nánast alla sálræna kvilla sem hrjá þjóðina, hún á líka að draga verulega úr kostnaði við heilbrigðiskerfið. Ísland er í allt í einu orðið eins og villta vestrið var, þessi undraolía er nefni- lega hvergi boðin annars staðar. Ég á við þá hug- mynd að með því einu að breyta stillingu klukkunnar muni geðheilsa þjóðarinnar stórlagast, unglingar hætta að vera syfjaðir og þreyttir á morgnana og við Íslendingar al- mennt hætta að drolla frameftir á kvöldin. Rökin sem færð eru fyrir þessu má draga saman í eftirfar- andi: a) Skorti á góðum nætur- svefni eða svefnleysi fylgja ýmsir kvillar, líkamlegir og andlegir. Ekki efast ég um það. b) Skortur á værum svefni stafar af misræmi á milli þess hvernig klukkan er stillt á hverjum stað og líkams- klukkunnar. Ég stórefast um það. c) Brottfall unglinga úr skólum snarminnkar við það eitt að breyta stillingu klukkunnar. Þetta er fráleitt. d) Nú síðast er því haldið fram að seinkun klukk- unnar fækki umferðarslysum. Það er ekki nóg með að þetta sé rangt, heldur er þessu öfugt far- ið. Konunglega slysavarnafélagið í Bretlandi hefur sýnt fram á að umferðarslysum fjölgar verulega þegar klukkunni er seinkað á haustin. Bretar eru með sína klukku stillta eins nærri sólargangi og kostur er. Þeir glíma við sömu vandamál tengd svefni og svefn- leysi og við. Unglingar eru jafn syfjaðir þar og annars staðar í veröldinni og brottfall álíka. Sama er uppi á teningnum í Dan- mörku þar sem klukkan er líka stillt nærri sólargangi. Svefnleysi og kvillar tengdir því hafa ekkert með stillingu klukkunnar að gera. Við Íslendingar höfum stundum um fátt að sýsla, sérstaklega í skammdeginu. Þá detta í okkur ýmsar grillur sem stærri þjóðir sýnast að mestu vera lausar við. Engum öðrum hefur dottið í hug að alhæfa svo stórkostlega sem fylgismenn þessarar undarlegu hugmyndar gera þegar þeir halda því fram að breytt stilling klukk- unnar sé allra meina bót, virki eins og snákaolía villta vesturs- ins. Það er alvarlegt og ábyrgðar- hluti, sérstaklega af fólki innan heilbrigðiskerfisins, að halda því fram og lofa því að þessi eina að- gerð sé slík töfralausn sem talað er um. Má bjóða þér snákaolíu? Eftir Gunnlaug Björnsson » Ísland er í allt í einu orðið eins og villta vestrið var, þessi undra- olía er nefnilega hvergi boðin annars staðar. Gunnlaugur Björnsson Höfundur er stjarneðlisfræðingur. Þann 18. febrúar síðastliðinn byrjaði Heimsmeistaramótið á skíðum í Falun í Sví- þjóð og stendur það til 1. mars næstkom- andi. Í Falun búa um 55.000 manns og Fal- un-prestakall þar sem ég starfa sem sókn- arprestur/kirkjuhirð- ir, eða Sænska kirkj- an í Falun eins og það kallast venjulega, annast þjónustu við alla íbúa borgarinnar. 78% íbúa Falun eru meðlimir í sænsku kirkjunni, en kirkjunni ber að þjónusta alla sem búa í sveitafélag- inu. Þá daga sem heims- meistaramótið stendur yfir er búist við um 200.000 gestum sem munu koma sér fyrir á hótelum, tjaldstæðum og í heimahúsum, sem margir hafa leigt út. Falun breytist þannig í 255.000 manna borg og verður kirkjan að auka viðbúnað sinn til að þjóna öllum þessum fjölda, rétt eins og lögreglan, heil- brigðisþjónustan, sveitarfélagið og þjónustuaðilar. Auk þessa hefur norska kirkjan tekið á leigu hús- eignir í eigu sænsku kirkjunnar til að annast um Norðmenn, sem eru stór huti af öllum þessum gestum öllum. Fjölmenn sendinefnd norsku kirkjunnar rekur hér kaffi- hús og mótttöku í einu safnaðar- heimili prestakallsins. Meðan á mótinu stendur mun sænska kirkj- an bjóða upp á tónleikahald alla daga á eftir verðlaunaafhending- unni, en hún fer fram á stóru torgi fyrir framan höfuðkirkju borgar- innar. Fyrsta kvöld hátíðarinnar fylltu 400 tónleikagestir kirkjuna . Prestakallið hér verður auk þess með kaffihúsarekstur, mótttöku, neyðarsíma presta, starfsemi fyrir börn og unglinga, kirkjurútu sem er á ferðinni á kvöldin, morgun- messur á þýsku og norsku og sænsku og ensku, fræðslufundi, AA-fundi, og fleira og fleira. Hversdags starfa 15 prestar í prestakallinu í Falun í sex söfn- uðum, á sjúkrahúsinu og í fangels- inu og í háskóla Dalanna, en þeim fjölgar í 40 meðan á mótinu stend- ur. Auk þess bætast við sjálfboða- liðar, djáknar, starfsmenn bisk- upsstofu Västerås, nágranna- prestar, kennarar og fleiri. Starfsmönnum í prestakallinu fjölgar þannig úr 120 í 200. Allt er því gert til að mæta gestum og að- stoða og heimamönnum í Falun. Verður spennandi að sjá hvernig til tekst, bæði hjá kirkjunni hér sem og öðrum sem að HM-hátíðinni koma. Sænska kirkjan í Falun þjónustar 255.000 manns á heimsmeistaramótinu á skíðum Eftir Þórhall Heimisson Þórhallur Heimisson » Starfsmönnum í prestakallinu fjölgar þannig úr 120 í 200. Allt er því gert til að mæta gestum og aðstoða ... Höfundur er sóknarprestur/ kirkjuhirðir í Falun. Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 plankaparket Verðdæmi: 190 mm Eik Rustik burstuð mattlökkuð 7990.- m Vegna afnáms Vörugjalda nú kr. 6.990 m2 Morgunblaðið gefur út þann 12. mars glæsilegt sérblað um HönnunarMars –– Meira fyrir lesendur PÖNTUNARFRESTUR AUGLÝSINGA: fyrir kl. 12, mánudaginn 9. mars. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Hátíðin verður haldin víðs vegar um Reykjavík þar sem saman koma íslenskir hönnuðir og sýna fjölbreytt úrval nýrrar íslenskrar hönn- unar og arkitektúrs af margvíslegu tagi. HönnunarMars DesignMarch Reykjavík 12.-15.03.2015 Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höf- unda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morg- unblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem lið- urinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbein- ingar fylgja hverju þrepi í skráning- arferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhring- inn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.