Morgunblaðið - 25.02.2015, Side 32

Morgunblaðið - 25.02.2015, Side 32
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 2015 Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Óska eftir Staðgreiðum gull, demanta og úr Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex, Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kostnaðarlausu! www.kaupumgull.is Opið alla daga 11–18. Kringlan – 3. hæð (Hagkaupsmegin) Upplýsingar í síma 661 7000. Ýmislegt NÝKOMIÐ Teg. 302231 - létt fylltur, flott snið í 70-85B og 75-85C á kr. 5.700, buxur á kr. 1.995. Teg. 81103 - létt fylltur, sígilt snið í stærðum 70-85B, 75-85C,D á kr. 5.700, buxur á kr. 1.995. Teg. 12208 - spangarlaus mjúkur, þægilegur í stærðum 75-90 B,C,D á kr. 5.500, fæst líka í svörtu. Teg. Virginina - saumlaus, frábær ,,spacer” á kr. 8.650. Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10–18, laugardaga 10–14. Þú mætir – við mælum og aðstoðum. www.misty.is – vertu vinur Teg. 922 Mjúkir og þægilegir dömu- inniskór úr leðri, skinnfóðraðir. Stærðir: 36 - 42. Verð: 12.900.- Teg. 407 Mjúkir og þægilegir dömu- inniskór úr leðri, skinnfóðraðir. Stærðir: 37 - 42. Verð: 12.900.- Teg. 2205 Mjúkir og þægilegir dömu-inniskór úr leðri, skinnfóðraðir. Stærðir: 36 - 41. Verð: 13.550.- Teg. 6926 Mjúkir og þægilegir dömu-inniskór úr leðri, skinnfóðraðir. Stærðir: 36 – 42. Verð: 14.685.- Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. Opið mán.-fös. 10–18, laugardaga 10–14. Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf. Sendum um allt land www.mistyskor.is Erum einnig á Facebook.          !!"#$                   Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Bílaleiga HÓPFERÐABÍLAR TIL LEIGU með eða án bílstjóra. --------16 manna-------- --------9 manna--------- Fast verð eða tilboð. CC.BÍLALEIGA S. 861 2319. Húsviðhald Húsaviðhald o.fl. Tek að mér ýmis verkefni Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Smáauglýsingar Aukablað um bíla fylgir Morgunblaðinu alla þriðjudaga ✝ Haukur Hauks-son fæddist á bænum Arnar- stöðum í Helga- fellssveit 11. júní 1940. Hann lést á Sjúkrahúsi Akra- ness 6. febrúar 2015. Foreldrar hans voru hjónin Petr- ína Guðríður Hall- dórsdóttir, hús- freyja, f. 24.9. 1897, d. 17.5. 1987, og Haukur Sigurðsson hreppstjóri, f. 22.12. 1897, d. 13.9. 1982. Systkini Hauks sam- mæðra voru Fjóla Jónsdóttir, f. 1921, d. 2000, Ólafur Jónsson, f. 1987, maki hennar er Sigurður Már Sturluson, f. 22. desember 1982, börn þeirra eru Haukur Leó, f. 2006 og óskírð stúlka, f. 2015. Börn Arínu og fósturbörn Hauks eru Andrés Þór, f. 1964, Rut Karol, f. 1967, Þórey Dal- rós, f. 1971, Anna Sólveig, f. 1973 og Þórður Þórarinn, f. 1977. Haukur var bóndi á Arnar- stöðum ásamt systkinum sínum og foreldrum þeirra á meðan þeirra naut við eða til 1985 þeg- ar hann flytur á Keisbakka á Skógarströnd og svo á Akranes 1987. Hann vann um tíma hjá Haraldi Böðvarssyni, en starf- aði um árabil við akstur vöru- og hópferðabíla. Útför Hauks fór fram 17. febrúar 2015 frá Akranes- kirkju. 1924, d. 1988, og Vilborg Guðríður Jónsdóttir, f. 1924. Alsystkini eru Kristín, f. 1928, Þórleif Kristín, f. 1930, Sigríður, f. 1931, Ragnheiður, f. 1932, d. 2006, Sigurður, f. 1933, d. 2014, Auður, f. 1934, Daníel, f. 1935, Hólmfríður, f. 1938 og Ingibjörg, f. 1941. Eftirlifandi maki Hauks er Arína Jóna Guðmundsdóttir, f. 29. maí 1945, og bjuggu þau lengst af á Akranesi. Barn þeirra er Sigrún, f. 19. maí Horfið er nú sumarið og sólin, í sálu minni hefur gríma völd. Í æsku léttu ís og myrkur jólin; nú einn ég sit um vetrarkvöld. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fljótt. Ég gái út um gluggann minn hvort gangir þú um hliðið inn. Mér alltaf sýnist ég sjái þig. Ég rýni út um rifurnar. Ég reyndar sé þig alls staðar. Þá napurt er, það næðir hér og nístir mig. (Vilhjálmur Vilhjálmsson) Mig langar að kveðja þig, elsku hjartans góði bróðir minn, Haukur Hauksson, og þakka þér fyrir allt sem þú varst mér og fjölskyldunni minni. Sérstakt þakklæti til þín, elsku bróðir, fyrir hvað þú gerðir fyrir mig eftir erfiðan vinnudag hjá þér og hendurnar þínar gerðu baðher- bergið mitt svo fallegt og annað í íbúðinni ber þess merki hversu mikill dugnaðarmaður þú varst og góðmennskan í þér einstök við mig. Eins langar mig að koma þakklæti til eiginkonu þinnar, Arínu, hvað hún var sér- stök og stóð við hlið þína í erf- iðum veikindum þangað til vá- gesturinn hafði betur eftir mikla baráttu hjá þér, elsku bróðir. Elsku mágkona, börn, makar, barnabörn, aðrir ættingjar og vinir, ég votta ykkur samúð og bið ykkur Guðs blessunar á ókomnum árum. Sigríður Hauksdóttir. Hinn 7. febrúar fengum við þá sorgarfrétt að móðurbróðir minn, Haukur Hauksson, hefði látist 6. febrúar sl. Ennþá fækk- ar í einstaklega góðum og elsku- legum systkinahópi en Haukur er sá fimmti sem kveður systk- inin. Hjá Hauki var ekkert sem hét kynslóðabil, hann var ungur í anda, hress, kátur og sá alltaf björtu hliðarnar á öllum málum. Þær voru ófáar gleðistundirnar sem ég átti með honum í bernsku á æskuheimilinu hans á Arnarstöðum Helgafellssveit þegar ég fór þangað með for- eldrum mínum. Alltaf tók Hauk- ur brosandi á móti mér og stríðnin í augum hans alltaf til staðar. En að stríða litlu frænku sinni var mikið uppáhald hjá honum, eins og þegar hann vildi endilega lána mér peysuna sína úti í fjárhúsum þar sem mér var kalt. Auðvitað stóð hann þarna með hundinn sinn nálægt en þarna gleymdi ég að horfa í augu hans með stríðni og tók fegin við peysunni en eins tryggur og hundurinn var honum byrjaði hann að hoppa á mig alveg snar- vitlaus, ég varð svo hrædd að ég hljóp af stað heim í hús öskrandi með hundinn á eftir mér og hlát- urinn í þér, elsku frændi, yfir- gnæfði öskrin í mér og geltið í hundinum. Eftir að ég komst inn titrandi af hræðslu komst þú, elsku frændi, inn og sagðir við mig hlæjandi, ertu lifandi, nú þá er þetta nú í lagi. Þær eru marg- ar svona minningarnar um þig. Eins og þegar ég var að koma 17 ára ólétt og eftir að barnið fædd- ist sagðir þú alltaf við mig, þarna kemur barnið með barnið og glottið í andlitinu á þér geta allir séð sem þekktu þig. Ég þakka þér fyrir allt sem þú varst for- eldrum mínum og móður minni eftir að faðir minn lést. Ég hugs- aði margt og sagði upphátt við sjálfa mig þegar ég fékk fréttina um þig og læt tvær setningar fylgja með hér. Haukur minn, þú varst alltaf einstakur og til dán- ardags hefur þú hugsað um að kveðja ekki á afmælisdegi systur þinnar 4. febrúar og afmælisdegi barnabarns bróður míns Hauks Péturs 7. febrúar. Þið voruð allt- af eins og bræður, elsku frændi og bræður mínir, Haukur Pétur og Bensi. Allar minningar um þig eru ógleymanlegar og ynd- islegar. Nú að leiðarlokum vilj- um við þakka elskulegum Hauki frænda fyrir allt sem hann var mér og fjölskyldunni minni. Elskulegri eiginkonu, börn- um, mökum, barnabörnum, systkinum og fjölskyldum þeirra, öðrum ættingjum og vin- um vottum við okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að gefa þeim styrk. Hólmfríður Benediktsdóttir og fjölskylda. Haukur Hauksson Hvernig kveður maður afa sinn sem alltaf hefur verið til síðan maður man eftir sér. Ég hélt að þú myndir lifa endalaust, svo sterkur fannst mér þú vera. Margar minningar koma upp í hugann þegar mað- ur sest niður og hugsar til afa. Man eftir einu skipti þegar ég og Arna vinkona fengum lán- aðan golfbílinn hans afa og brunuðum á honum á götum bæjarins, ekki vorum við betri bílstjórar en það að þessi ferð endaði í runnanum hjá Birni frænda og Bennýju. Við vorum þónokkurn tíma að ná bílnum úr runnanum en þá brunuðum við líka heim til afa og vonuðumst til að Björn frændi tæki ekki eftir risastóru gati í runnanum sínum og afi myndi ekki taka eftir rispunum sem komu á bíl- inn hans. Fyrir rúmum tveimur árum kom ég með Grétar Pál, sem var þá nýfæddur, til þín, þú Jónas Þráinn Sigurðsson ✝ Jónas ÞráinnSigurðsson fæddist 16. desem- ber 1922. Hann lést 3. febrúar 2015. Út- för hans fór fram 14. febrúar 2015. fékkst hann í fang- ið og leist á hann og fórst að hlæja svo innilega. Þá fannst þér svo fyndið hvað barnið var alveg eins og pabbi þess. – Hlín. Þegar ég hugsa til afa finn ég bragð af rjómakúlum og sé fyrir mér fimm- hundruðkalla, ég get með sanni sagt að hann eigi mínar flestar minningar og við langflestar þeirra kviknar bros á vörum mér. Afi kenndi mér svo margt, hann kenndi mér golf með því að nota hækju til að leiðbeina, og orðið gott. Hann kenndi mér að hella upp á kaffi sem við fengum okkur fyrir eða eftir hverja æfingu, eftir því hvernig á okkur lá. Hann reyndi að kenna mér að mála en alltaf þegar hann sá afraksturinn setti hann upp bros og hló sínum hrossahlátri, ég skildi hvað hann átti við en ég gerði það sem hann kenndi mér best, ég gafst ekki upp. Afi gaf mér mína fyrstu vinnu sem „umsjónarmaður fasteigna“ á Reykjarmörk 7, maður fékk 500 kall fyrir hvert það verk sem unnið var, hvort sem það var fimm mínútna sjónvarpsvið- hald eða fimm tíma sundlaug- arhreinsun. Hann kenndi mér að vera ávallt reiðubúinn og stökkva til við fyrstu hringingu og alltaf var sama sagan „út- varpið er bilað“, sem var sam- heiti yfir öll hans rafmagns- og viðtæki. Ég segi ekki að maður hafi ávallt verið glaður að stökkva yfir en þetta kenndi manni margt og svo fékk maður stundum rjómakúlu. – Helgi. Margar af mínum fyrstu minningum tengjast afa. Þær tengast flestar, garðyrkjustöð- inni, skúrnum, golfi, gúrkum og tómötum, grasslætti, og kaffi- tímum á Reykjamörk 7. Afi ræktaði gúrkur og tómata í litlu gróðurhúsi og ég hugsa til hans í hvert skipti sem ég bragða á gúrku, þær standast saman- burðinn sjaldnast. Afi kenndi mér svo mikið, hluti sem maður áttar sig ekki á fyrr en eftir á. Jákvæðni, þolinmæði, ákveðni og húmor eru þar á meðal. Snyrtimennska er annað sem ég vonandi tek upp eftir afa, hann vildi hafa sundlaugina hreina (helst nýmálaða) og garðinn fín- an, hann gerði sitt besta til að halda sér hraustum og var alveg ótrúlega eljusamur. Ég er þakk- látur fyrir allan þann góða tíma sem við áttum saman. – Jónas Elsku afi við hugsum með gleði í hjartanu yfir öllum minn- ingunum sem við og fjölskyldan eigum um þig og kyssum þig með stút á munn í síðasta skipti. Hlín Guðnadóttir, Helgi Guðnason, Jónas Guðnason.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.