Morgunblaðið - 25.02.2015, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.02.2015, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 2015 fjölskyldu okkar innilegustu samúðarkveðjur. Brynjólfur og Margrét. Það er ekki auðvelt að setjast niður og skrifa um góðan dreng sem fór allt of fljótt. Það rifjast ýmislegt upp á löngum ferli en ég mun aðeins kveðja hann hér með nokkrum orðum. Einar var ákveðinn vinnu- þjarkur sem gafst ekki upp við neitt sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var góður tann- læknir, vandvirkur og útsjónar- samur. Einar var afskaplega fastur á sínu og gaf sig ekki sama hvað á dundi. En þegar ég var að búa um hann í kistuna notaði ég tækifærið og gantaðist aðeins við hann og þá var enginn til að svara eða mót- mæla mér. Hann bara brosti að mér fannst. Það var notalegt að fá að hugsa um þig Einar minn og koma þér fyrir áður en þú legðir af stað í þína hinstu ferð. Þú hafðir alltaf hugsað vel til mín og minna, svo nú gat ég loksins gert eitthvað fyrir þig. Þú hvattir mig líka þeg- ar við hjónin opnuðum útfarar- stofu og alltaf fékk ég að hlaupa út til að sinna þessu nýja starfi. Oftar en ekki sagðir þú í gríni við við- skiptamenn okkar, að hér væri þjónusta frá fyrstu tönn til grafar. Það var ekki leiðinlegt að vinna með Einari, hann var viljugur að kenna manni og treysta fyrir ýms- um hlutum. Einar var góður skíðamaður og einnig var hann í hestamennskunni eins og ég var á þessum tíma. Miklar og góðar um- ræður spruttu oft upp við stólinn þegar rætt var um hesta. En skíðaíþróttin var ekki mín og hafði Einar miklar áhyggjur að ég kynni ekki á skíði og vildi ólmur kenna mér. Leist mér ekkert á það en hann gaf sig ekki frekar en áður, svo einn góðan veðurdag var brunað upp í Bláfjöll þar sem ég skyldi læra þetta. Komið var upp eftir í ágætis veðri, það var ekkert verið að bíða heldur voru sett undir mig skíði og mér skellt í lyftuna. Ég reyndi að mótmæla en nei, Einar var fastur á sínu og upp skyldi ég fara. Komst ég upp og einhvern veginn úr lyftunni. Ég stóð þarna eins og illa gerður hlutur skjálf- andi á beinunum og vissi ekkert hvernig ég átti að komast niður. Kemur karlinn aðvífandi og seg- ir, farðu bara í plóg, svona og sýndi mér og ýtti mér af stað nið- ur. Ég hélt að þetta yrði minn síð- asti dagur á lífi því ég var svo hrædd. En einhvern veginn komst ég niður með hann hvetj- andi á hælunum á mér. Ég var fljót að taka af mér skíðin og sagði við hann að þetta hefði ver- ið hryllingur og ég mundi aldrei gera þetta aftur. Hann bara hló en gaf sig með þetta og reyndi aldrei aftur. Að vinna svona náið með ein- hverjum í yfir 30 ár er ekki sjálf- gefið. Það þarf umburðarlyndi, sjálfsaga og nauðsynlegt er að bera virðingu hvort fyrir öðru. Einar hafði mjög gaman af vís- um og ljóðum og hafði lítið fyrir því að setja saman gullkorn. Hann kunni helling af skemmti- legum og fallegum ljóðum. Það var ekki leiðinlegt að fá kúnna í stólinn eins og t.d. Flosa Ólafsson heitinn. Þá var yfirleitt ekki vinnufriður því þeir skelltu hvor á annan vísubrotunum og þá var mikið hlegið. Ég vil þakka þér samvinnuna Einar og þann vinskap sem þú sýndir mér og mínum. Elsku Gerður og fjölskylda, megi allir englar himinsins vaka yfir ykkur og gefa ykkur styrk á þessum erfiða tíma. Inger Steinsson. Þegar maður fellur frá fyllist hjartað tómi en margur síðan mikið á … í minninganna hljómi. Á meðan hjörtun mild og góð minning örmum vefur þá fær að hljóma lífsins ljóð og lag sem tilgang hefur. Ef minning geymir ást og yl hún yfir sorgum gnæfir því alltaf verða tónar til sem tíminn ekki svæfir. (Kristján Hreinsson) Með söknuði kveð ég nú heið- ursmanninn Einar Ragnarsson. Við þessi leiðarlok er mér efst í huga þakklæti fyrir samfylgdina, vináttu og tryggð í gegnum árin. Minning um kæran vin mun lifa um ókomna tíð. Innilegar samúð- arkveðjur til allra ættingja og vina. Ástríður Helga Erlendsdóttir. Í dag kveðjum við Einar Ragn- arsson, einn af stólpum íslenskr- ar tannlæknastéttar, sem er horfinn á braut eftir löng og ströng veikindi. Þrátt fyrir sorg og trega á kveðjustund er margs að minnast sem er jákvætt og skemmtilegt og gerir sorgina léttbærari. Vinátta okkar Einars hófst fyrir hálfri öld þegar við hófum báðir nám í tannlækningum tví- tugir að aldri. Strax í miðju námi kusu samstúdentarnir okkur tvo til farar á alþjóðaþing tann- læknanema í París, en aðal- styrktaraðili ráðstefnunnar var einn helsti vínframleiðandi Frakklands. Við Einar vorum einhuga um að þar hlyti að hafa verið mjög gaman, en við vorum svo heppnir að hafa tekið nokkr- ar myndir af þekktum bygging- um í París sem við gátum sýnt þegar heim kom og við áttum að greina frá árangri ferðar. Hvor- ugur okkar var mikill rauðvíns- maður lengi á eftir. Það átti svo fyrir okkur að liggja að loknu sérnámi að fylgj- ast að á lífsins braut sem sam- kennarar á Tannlæknadeildinni og að reka saman tannlækninga- stofu. Samskiptin, sem aldrei bar skugga á, voru því eðlilega mikil gegnum árin. Einar var félagsmálamaður eins og forfeður hans í báðar ætt- ir. Hann valdist því fljótt til for- ystu, eins og í Rótarýhreyfing- unni og Tannlæknafélagi Íslands. Ekki síst nutu forystuhæfileikar hans sín innan Tannlæknadeildar HÍ þar sem ábyrgðarstörf hlóð- ust snemma á hans herðar, en hann var þar m.a. deildarforseti um skeið. Við flutning deildarinnar í nýtt húsnæði, Tanngarð, þurfti að skipuleggja starfsemina nánast frá grunni og nútímavæða. Einar valdist þá í starf klínikstjóra, en í því fólst að hafa yfirumsjón með klínísku námi og móta umgengn- isreglur í nýju húsi. Við þetta starf nýttust vel eðlislægir kostir Einars; dugnaðurinn, ósérhlífnin og samviskusemin í bland við passlega þversku. Þessar breyt- ingar á kennsluháttum heppnuð- ust svo vel að deildin gat í kjölfar- ið státað af því að vera ein af bestu kennslustofnunum í tann- lækningum í heiminum skv. um- sögn erlendra matsaðila. Einar var einnig afar metnað- arfullur og farsæll kennari í sínu fagi og verðlaunaður af stúdent- um sínum. Hann átti einnig stór- an þátt í stofnun Tannsmiðaskóla Íslands í tengslum við Tann- læknadeild og var lengi stjórnar- formaður. Hann tileinkaði sér strax nýjungar í sinni sérgrein sem hann nýtti sér við tannlækn- ingar á stofu sinni, en þar var eins og annarsstaðar hjá Einari, enginn afsláttur gefinn á gæðum vinnunnar. Sem háskólakennari stundaði Einar rannsóknir, eink- um á faraldsfræði tannheilsu full- orðinna. Merkustu rannsóknir Einars voru framkvæmdar í sam- vinnu við Hjartavernd á sam- bandinu milli tannheilsu, reyk- inga og hjartasjúkdóma. Auk þess að vera frábær fag- maður var Einar einnig mikill fjölskyldu- og útivistarmaður. Hafði hann yndi af ferðalögum og ekki skemmdi fyrir ef góður reið- hestur kom þar við sögu. Lífshlaupi er lokið. Saknað er góðs vinar sem gott var að leita til, eða spjalla við um sameiginleg áhugamál eða fagleg málefni. Við Lóa sendum Gerði og fjölskyldu okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Sigfús Þór Elíasson. Undir lok níunda áratugarins er málum þannig háttað hjá minni fjölskyldu að við erum að flytja frá landsbyggðinni svoköll- uðu til höfuðborgarinnar eftir 20 ára fjarveru. Fyrstur (að frátöldum ættingj- um) manna til að bjóða okkur vel- komin á höfuðborgarsvæðið var Einar heitinn. Jafnframt tjáir hann mér að nú sé trúlega að losna sæti í Lomber-klúbb þeirra bekkjarbræðra. Þetta gengur eftir og telst ég skömmu síðar fullgildur spilafélagi. Félagar hafa síðan verið þeir sömu í nær 25 ár mínir ágætu bekkjarbræð- ur Brynjólfur og Magnús auk okkar Einars. Í fyrstu var aðeins einn dag- skrárliður, að spila lomber, síðan var bætt við lestri Íslendinga- sagna og einni sumarferð árlega. Fór þá þáttur eiginkvenna vax- andi. Senda vil ég hér með aftur- virkar þakkir til spilafélaganna og eiginkvenna fyrir hlýjar mót- tökur. En nú er skarð fyrir skildi, Einar er fallinn frá. Síðustu spilin þar sem Einar mætti til leiks voru þann 21. október sl., þar sem þessi baráttumaður hélt um spilin meira af vilja en mætti. Líkaminn brást ekki lengur við huganum, styrkur handa var heftur. Parkinsons-sjúkdómur- inn hafði hafið lokaatlöguna. Einar var traustur maður, íhugull og laus við óþarfa blaður en hláturmildur og góður hlust- andi, ég er ekki frá því að hann hafi verið gömul sál eins og stundum er sagt. Einar átti létt með að kasta fram stöku og ekki síður að yrkja heilu ljóðabálkana. Það vafðist ekki fyrir honum. Og þegar hann komst í ljóða- haminn var erfitt að stöðva hann enda ekki ástæða til. Það var með ólíkindum hversu mikið af bundnu og óbundnu máli hann hafði á hraðbergi. Heill sjór sagna og ljóða. Góð minning er gulli betri, það skynja ég betur eftir því sem ald- urinn færist yfir og þegar ein- hver kveður. Þín minning mun lifa. Við sendum Gerði og fjöl- skyldu okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Örlítið brot úr prédikun eftir Henry Scott Holland: „Dauðinn er alls ekki neitt ég hef aðeins horfið brott og inn í næsta herbergi Ég er ég og þú ert þú það sem við vorum hvor öðrum það erum við enn.“ Gísli Þorsteinsson, Lovísa Jónsdóttir. Leiðir okkar Einars lágu sam- an í Menntaskólanum í Reykja- vík. Við vorum bekkjarfélagar í D-bekknum og útskrifuðumst stúdentar 1964. Hann kom aust- an úr Vík í Mýrdal þar sem Ragn- ar faðir hans hafði um árabil stjórnað Verslunarfélagi Vestur- Skaftfellinga. Nú var fjölskyldan flutt til Reykjavíkur. Við Einar urðum brátt góðir vinir, það var dálítill sveitamaður í okkur báð- um, við höfðum áhuga á bílum en vorum ekki mikið á djamminu. Á skólaárunum fékk Einar sumar- vinnu hjá Landmælingum Ís- lands og ók Weapon-bíl og Wil- lys-jeppa vítt og breitt um landið, ekki síst um ýmsa hálendisvegi sem í þá daga voru ekki fjölfarn- ir. Ég fékk lánaðan Landróver- jeppa hjá föður mínum og undir leiðsögn Einars var farið í ýmsar hálendisferðir og oft voru nokkrir bekkjarfélagar með í för. Land- mannalaugar og Fjallabaksleiðir voru í uppáhaldi. Seinna þegar við höfðum lokið háskólanámi og stofnað fjölskyldur var venjan að fara í fjölskylduferð um verslun- armannahelgina, yfirleitt á jepp- um eitthvað inn á hálendið. Oft var þá Brynjólfur Kjartansson og hans fjölskylda með í för. Svo voru það hestaferðirnar. Einar hafði sett saman lítinn hóp hestamanna sem fóru saman í eina hestaferð á hverju sumri. Hann var oft búinn að bjóða mér að slást í hópinn en það var ekki fyrr en sumarið 1996, þegar ákveðið var að ríða upp Gnúp- verjaafrétt og inn að Arnarfelli hinu mikla við rætur Hofsjökuls að ég sló til. Þetta var frábær ferð, ég kynntist skemmtilegum mönn- um og hef farið hestaferð með þessum hópi, ferðafélaginu Feita Jarpi, á hverju sumri síðan. Því miður fór síðan fljótlega að bera á veikindum Einars þannig að hann gat ekki farið margar ferðir með okkur eftir þetta. Einar hafði forgöngu um að við Brynjólfur og Jón heitinn Ingólfs- son lærðum spilið lomber af föður Einars og hans spilafélögum. Ekki man ég nákvæmlega hve- nær við stofnuðum spilaklúbbinn en lomber höfum við spilað saman í nokkra áratugi. Þegar Jón féll frá kom Gísli Þorsteinsson, bekkj- arfélagi okkar úr MR, í staðinn. Spilakvöldin breyttust svo þannig að eftir að hafa spilað drjúga stund lásum við kafla í fornsög- unum. Byrjuðum á Sturlungu, síð- an kom Njála og Gísla saga Súrs- sonar. Svo fórum við í helgarferð með konum okkar á söguslóðirnar á hverju sumri. Ríkarður Másson bekkjarfélagi okkar og Herdís kona hans hafa tekið þátt í öllum þeim ferðum. Í mínum huga stendur upp úr ferðin 2013 á slóð- ir Gísla Súrssonar þegar við sigld- um á víkingabátnum Vésteini inn Geirþjófsfjörð og gengum að hamrinum þar sem Gísli var veg- inn. Einnig ferðin til Rómaborgar. Parkinsons-sjúkdómurinn er skelfilegur og hann lagðist þungt á Einar vin minn. Þrátt fyrir hetjulega baráttu kom að því að hann varð að lúta í lægra haldi. Við vorum á leið heim af spila- kvöldi sl. haust þegar Einar sagði við mig: „Það er mitt lán að eiga góða konu.“ Í veikindum Einars hefur hún Gerður svo sannarlega sýnt að hún er algjör hetja. Nú kveð ég minn kæra vin. Takk fyrir skemmtilega samfylgd og vináttu. Við Marta sendum Gerði og öllum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Magnús Sigsteinsson. Látinn er gamall vinur og starfsbróðir, Einar Ragnarsson. Ég var svo heppinn fyrir fjörutíu árum að Einar kom til starfa á tannlæknastofu minni eftir tveggja ára námsdvöl í Bandaríkj- unum og einnig ár í Gautaborg í Svíþjóð. Þetta var mikill fengur fyrir mig að geta kynnst nýjungum að utan, og vonandi hefur hann lært eitthvað af gamla manninum! Var hann mjög ljúfur og þægilegur og tókst með okkur góður vinskapur. En það var fleira sem tengdi okkur. Afar okk- ar höfðu báðir verið bændur í Holtahreppi í Rangárvallasýslu og við skoðun fundum við út að við gátum kallast frændur, Einar var mjög áhugasamur á þessum árum um fjallgöngur og ferðalög en það tengdi okkur einnig. Báðir höfð- um við verið starfsmenn Land- mælinga Íslands á námsárum okkar í Háskólanum, þó ekki sam- tímis, vegna aldursmunar. En vinna okkar hjá L.Í. var mikið fólgin í ferð um fjöll að kanna mælingapunkta. Ég minnist í það minnsta einnar ferðar sem við fór- um seinna á jeppum Fjallabaks- leið syðri ásamt fleiri kollegum. Rifjuðum þá upp gömlu góðu dag- ana í mælingunum . Hestamaður var Einar góður og átti hann lengst af hesta. Svo mikill áhugi reyndist leynast hjá mér eftir fjögur sumur í sveit sem drengur, að Einari tókst að kveikja áhuga minn . Í tíu ár átt- um við hjónin hvort sinn hestinn og nutum við þess tíma vel. Fyrir það getum við þakkað Einari. Með þessum fátæklegu línum vil ég minnast þessa góða drengs. Hann var traustur félagi sem gott var að vera með í liði. Við Ella sendum Gerði og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Einars Ragnarssonar. Guðmundur Árnason. Þungu veikindastríði er lokið hjá Einari Ragnarssyni. Það er þyngra en tárum taki að hafa fylgst með þessum sterklega, ör- lítið hrjúfa manni heyja slíka baráttu. En nú er hann allur og minningarnar sitja eftir. Minn- ingar um prótetíkurkennarann snaggaralega, sem var hvorki að skafa utan af hlutunum né flækja málin. Ekkert óþarfa ves- en eða pjatt – þetta átti bara að virka. „Hvítar fyllingar eru ekk- ert nauðsynlegar distalt við augntennur“ sagði hann eitt sinn í árdaga ófullkominna plastfyll- ingarefna „nema fyrir þá sem vinna fyrir sér á bakinu“ og glotti þegar nemendur urðu skrýtnir á svip. „Ég er að sjálf- sögðu að tala um bifvélavirkja“ bætti hann svo við. Og fyrir nemendur sem eru að taka sín fyrstu klínísku spor er kennari sem segir þér hvað má og má ekki gulls ígildi, þó menn geti séð hlutina í víðara samhengi síðar meir. Þannig var Einar, ekki bara sem kennari heldur einnig í lífinu, öruggur í sinni sök og rökfastur og kollegarnir báru ómælda virðingu fyrir honum. Það var því afar sárt að fylgjast með þessum sterka manni lúta fyrir sjúkdómi sem að lokum felldi hann, en aðdáunarvert á sama tíma að sjá hann halda allri þeirri reisn sem mögulegt var mannlegum mætti. Það var við því að búast að Einar yrði kallaður til verka, enda vann hann ótal vel metin störf fyrir Tannlæknafélag Ís- lands og sat m.a. í stjórn og var varaformaður félagsins. Sinnti mikilvægum símenntunarmálum af miklum áhuga, bæði sem fulltrúi í ársþings- og endur- menntunarnefnd og einnig í fræðslunefnd TFÍ. Hann lét einnig til sín taka á alþjóðlegum vettvangi sem stjórnarmaður í Scandinavian Society for prosthetic dentistry. Á vegum háskólans gegndi hann mikilvæg- um trúnaðarstörfum og var m.a. deildarforseti tannlæknadeildar. Eftir hann liggja mikilvæg rit- verk, sem fjalla m.a. um aðstæð- ur eldri borgara og úrbætur varðandi tannheilsu þeirra. Ekki alltaf áberandi málaflokkur en þeir sem til þekkja, átta sig á gríðarlegu mikilvægi málaflokks- ins. Einar var vinsæll kennari og vel metinn af nemendum sínum. Með eindæmum duglegur og af- kastamikill í vinnu, einnig farsæll í einkalífi og mikill fjölskyldu- maður. Síðast en ekki síst hesta- maður mikill. Fyrir hönd Tannlæknafélags Íslands votta ég eftirlifandi eig- inkonu, börnum, tengdabörnum og barnabörnum samúð á erfið- um tímamótum. Við kollegarnir þökkum af alhug gefandi samferð góðs drengs. Kristín Heimisdóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands. Kveðja frá Rótarýklúbbnum Reykjavík-Árbær Fallinn er frá góður og mikils- metinn rótarýfélagi eftir stranga baráttu við erfiðan sjúkdóm. Ein- ar Ragnarsson var einn af stofnfélögum Rótarýklúbbsins Reykjavík-Árbær sem stofnaður var fyrir hartnær 25 árum. Hann var alla tíð afar virkur félagi í klúbbnum og gegndi þar ýmsum trúnaðarstörfum og starfsárið 1998-1999 var hann forseti klúbbsins. Einar var maður þeirrar gerð- ar að ávinna sér traust og virð- ingu með hógværri framkomu, málefnalegri afstöðu og hæfilegri festu og ákveðni. Það var gott til hans að leita og klúbbfélagar fundu að hann bar hag klúbbsins síns fyrir brjósti alla tíð. Jafnvel eftir að veikindi hans hömluðu verulega líkamlegri getu til hreyfinga mætti hann á vikulega fundi klúbbsins betur en margir aðrir og naut þar vissulega að- stoðar góðra félaga. Var aðdáun- arvert að sjá hve hugurinn var mikill þó líkaminn léti ekki full- komlega að stjórn. Einar Ragnarson var hag- mæltur maður í betra lagi. Rót- arýhreyfingin á sér einkunnarorð sem kallað er fjórprófið. Einar gerði sér lítið fyrir og snaraði því í bundið mál með miklum glæsi- brag og er hverjum fundi í Rót- arýklúbbnum Reykjavík-Árbær slitið með hans túlkun á fjórpróf- inu sem hljóðar svo: Er það satt og er það rétt, er það siður fagur. Verður af því vinsemd þétt. Vænkast allra hagur. Minning Einars Ragnarssonar mun því lifa áfram í klúbbnum. Ég votta Gerði og fjölskyld- unni allri okkar innilegustu sam- úð. Fyrir hönd Rótarýklúbbsins Reykjavík-Árbær. Skúli Jónsson, forseti. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma, langamma, systir, mágkona og frænka, HELGA GUÐRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR COWLES, lést á heimili sínu í San Jose í Kaliforníu þriðjudaginn 17. febrúar eftir langvarandi baráttu við veikindi. Fyrir hönd aðstandenda, . Donald Cowles. HÓLMFRÍÐUR REIMARSDÓTTIR frá Ásunnarstöðum í Breiðdal lést á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum mánudaginn 23. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. . Ættingjar hinnar látnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.