Morgunblaðið - 25.02.2015, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.02.2015, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 2015 ✝ (Þorvaldur)Einar Ragnars- son fæddist á Hellu á Rangárvöllum 16. nóvember 1944. Hann lést á Land- spítalanum eftir langvinn veikindi 14. febrúar 2015. Foreldrar hans voru hjónin Ragnar Jónsson, skrif- stofustjóri ÁTVR, f. 1915, d. 1992, og Kristín Guðrún Einarsdóttir húsmóðir, f. 1923, d. 2014. Systkini Einars eru Bryn- hildur Anna, f. 1949, Jón, f. 1953 og Þorgerður, f. 1958. Eftirlifandi eiginkona Einars er Gerður Pálsdóttir kennari, f. 1946. Foreldrar hennar voru hjónin Páll Gunnarsson kennari, f. 1908, d. 1991, og Gígja Hólm- geirsdóttir húsmóðir, f. 1915, d. 1983. Börn Einars og Gerðar eru fjögur: 1) Kristín Gígja, f. 1970, gift Þorsteini Sverrissyni. Börn þeirra eru Kolbrún Kara, f. 2000, og Kristófer Kári, f. 2004. 2) Sig- rún Elva, f. 1972, í sambúð með Ara Pétri Wendel. Synir þeirra eru Óttar Páll, f. 2005, Elías Andri, f. 2007 og Daði Pétur, f. 2010. 3) Þorgerður Arna, f. 1979, frá 1974, fyrst sem stundakenn- ari, sem lektor frá 1978 og var skipaður dósent 1994. Hann var deildarforseti tannlæknadeildar 2001-04. Í gegnum tíðina sinnti Einar margvíslegum nefnda- og stjórn- arstörfum innan háskólans, fyrir Tannlæknafélag Íslands og Tannsmíðaskólann. Hann var einn af stofnfélögum Rótarý- klúbbsins Reykjavík-Árbær árið 1990. Sá félagsskapur var honum mjög kær og sótti hann fundi eins lengi og hann gat. Einar hafði gott vald á ís- lensku, bæði í ræðu og riti og hafði mikla ánægju af ýmiskonar kveðskap. Hann unni íslenskri náttúru og þekkti hálendið betur en margur. Á námsárum sínum vann hann mörg sumur fyrir Landmælingar Íslands þar sem ást hans á hálendi landsins náði að blómstra. Hann var mikill hestamaður og stundaði skíða- mennsku af kappi. Einar hafði mikla ánægju af hálendisferðum bæði á jeppum og hestum. Hann var sveitamaður í sálinni og festi kaup á landi fyrir austan fjall ár- ið 1979, Árbæjarhjáleigu. Þar hafði hann unun af að dvelja og naut þess að hafa nóg fyrir stafni. Útför Einars fer fram frá Árbæjarkirkju í dag, 25. febrúar 2015, kl. 13. gift Óttari Erni Helgasyni. Dætur þeirra eru Gerður Gígja, f. 2009 og Hjördís Lóa, f. 2012. 4) Einar Páll Ein- arsson, f. 1982. Einar lauk lands- prófi frá Skóga- skóla og svo stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1964. Hann lauk prófi í tannlækn- ingum (Cand. odont.) frá Há- skóla Íslands 1970 og fékk tann- lækningaleyfi í júní sama ár. Hann stundaði framhaldsnám í tann- og munngervalækningum (prosthodontics) við University of Alabama í Birmingham í Bandaríkjunum 1971-73 og í sömu grein við Gautaborgar- háskóla í Svíþjóð 1973-74. Sér- fræðingsleyfi hlaut hann í tann- og munngervalækningum 1987. Einar starfaði sem aðstoðar- tannlæknir og skólatannlæknir framan af en hóf rekstur eigin tannlækningastofu 1978. Hann vann þar við sitt fag þar til hann lét af störfum sökum heilsu- brests. Einnig starfaði hann við tannlæknadeild Háskóla Íslands Elsku Einar tengdapabbi minn er látinn. Þegar ég lít til baka er margs að minnast. Ein fyrsta minningin sem kemur upp í hugann er þegar við vorum að keyra saman austur í Árbæj- arhjáleigu með Dubliners á re- peat. Hann hafði miklar mætur á Dubliners og eftir að hafa hlustað á „Whiskey in the jar“ í tíunda skiptið reyndi ég að semja við Einar um að fá að setja útvarpið á. Þá kom hins vegar ekkert ann- að til greina en gamla góða gufan. Hálfur sigur var unninn og ég neyddist til að gera mér gufuna að góðu. Í dag finnst mér hins vegar ósköp heimilislegt að hlusta stöku sinnum á gufuna, ekki veit ég hvort það er sökum hækkandi aldurs hjá mér eða hvort þetta eru áhrif frá Einari. Einar kenndi mér svo margt og var mér ómetanlegur vinur. Snemma eftir að við kynntumst smitaði hann mig af hestabakt- eríu sem ég hef ekki losnað við síðan. Hann kenndi mér að ferðast um landið á hestum og fékk ég að fara með honum og vinum hans í Feita Jarpi í ófáar hestaferðir. Þökk sé honum lærði ég að meta hálendi Íslands. Einar var ákaflega ljúfur en hins vegar gat hann verið mjög þrjóskur og minnist ég þess með bros á vör þegar hann setti allt á annan endann í einni hestaferð- inni þegar hann tók ekki annað í mál en að það yrðu bjúgu í mat- inn, við lítinn fögnuð samferða- manna. Hér vildi hann halda í gamla hefð og ef hann átti að elda þá yrðu elduð bjúgu og ekkert annað. Mig minnir að hann hafi ekki þurft að elda í hestaferð eftir þetta. Einar var sérstaklega klár í höndunum og gat útbúið ótrúleg- ustu hluti. Hann hafði unun af því að gefa gömlum hlutum nýtt líf en stundum greindi okkur á í þeim efnum. Þegar við vorum til dæmis að girða fyrir austan þá vildi hann nýta gamla staura og efni úr eldri girðingum en ég vildi spara tímann og nota nýtt efni. Rökræddum við þetta oft lengi áður en við hófumst handa. Einar var af gamla skólanum varðandi margt og gaf mér t.d. vasahníf sem hann sagði að ég ætti alltaf að hafa á mér þegar ég væri í kringum hesta. Umræddur hnífur er alltaf í reiðbuxunum mínum og hefur oft komið að góð- um notum. Eins fannst honum ótrúlegt að ég ætti ekki góða skóflu í bílnum og varð ekki ró- legur fyrr en hann var búinn að færa mér eina slíka að gjöf sem passaði í bílinn. Þegar Einar ætl- aði svo að gera vel við mig þegar við vorum að bralla eitthvað sam- an, þá stoppaði hann í sjoppu og keypti konsúm og döðlur. Þessi samsetning mun ávallt minna mig á hann. Einar er farinn og hans verður sárt saknað en minning hans mun lifa í hjarta mínu um ókomna tíð. Óttar Örn Helgason. Stóri bróðir minn, Einar Ragnarsson, er látinn. Hann var ekki bara stóri bróðir heldur líka trúnaðarvinur og fyrirmynd. Mér fannst hann geta allt og var ákaf- lega stolt af honum. Hann gaf mér ótal margt, sumt sem hægt er að vega í hendi sér og skoða en miklu fleira sem er mér mikils virði en enginn sér. Það var í honum listrænn strengur; hann hafði gott auga, eins og sagt er, fimar hendur og var óhræddur við að gera tilraun- ir. Þessir eiginleikar nýttust hon- um eflaust í starfi sem tannlækn- ir. Meðal áþreifanlegra gersema sem hann gaf mér er smekkur sem hann bróderaði Rauðhettu og úlfinn í 13 ára gamall. Þegar mig vantaði byssu í kúrekaleik þá töfraði hann eina fram úr gömlum Zippókveikjara og fleira dóti. Mér fannst hún flott og var sama um álit annarra. Þegar ég var hrædd við að sofna ein í myrkrinu á kvöldin kom hann með gamalt gítar- ræksni og söng fyrir mig þangað til allt varð betra. Á menntaskólaárunum æfði hann sig í að teikna portrett- myndir af fjölskyldunni. Myndin sem hann teiknaði af mér með teygjutopp og undirhöku trónir á hillunni og vekur góðar minning- ar. Einar var á tímabili iðinn við að taka ljósmyndir og það er hon- um að þakka að til eru myndir af fjölskyldunni við ýmis tækifæri frá sjöunda áratugnum. Sérstak- lega kærar eru myndir af ömmu við tóvinnu með okkur systkinin til aðstoðar. Hann valdi að fara í tann- lækningar eftir að hafa lokið stúdentsprófi úr máladeild. Það var ekki hefðbundið val en hann sýndi og sannaði að með góðum vilja er margt hægt. Hann varð- aði einnig veginn með því að sækja framhaldsnám bæði í Bandaríkjunum og Svíþjóð. Heimili þeirra Gerðar stóð allri fjölskyldunni opið og mót- tökurnar voru jafnan hlýjar. Það var gott að eiga við hann trún- aðarsamtöl um lífið og tilveruna. Ekki skemmdi fyrir að hann gat verið mjög fyndinn. Það var líka gott að vera með honum úti í náttúrunni og finna samhljóminn í kompaníi við allífið. Hann hafði metnað í starfi og naut lífsins í faðmi ástríkrar fjölskyldu sem deildi með honum áhuga á hest- um, hálendisferðum og skíðaiðk- un. Hann var fallegur, lífsglaður maður og lífssól hans skein skært. Svo kom þar að allt of ungur þurfti Einar að hefja glímu við Parkinsons-sjúkdóminn, þá leiðu möru. Framan af virti hann sjúk- dóminn ekki viðlits en varð loks að kannast við hann. Síðar reyndi hann bæði hefðbundnar og óhefð- bundnar aðferðir til að finna bót en andstæðingurinn var illvígur og hafði að lokum betur. Það var sárt að sjá hann þjást og persónu hans dofna þar til flest hafði verið tekið frá honum. Við þær aðstæð- ur er líkn að fá að fara. Ég sakna kærs bróður en þakka hverja góða stund sem við áttum saman. Kæra Gerður, Kristín Gígja, Sigrún Elva, Þorgerður Arna, Einar Páll, tengdasynir og barnabörn. Einar var lánsamur að eiga ykkur að. Þið stóðuð með honum alla leið. Megið þið finna styrk til að hefja nýjan kafla. Þorgerður. Fjölskylda og vinir eru hverj- um manni einatt það mikilvæg- asta í lífinu. Utan vinnu verja flestir mestum tíma með fjöl- skyldu sinni og vinum. Sem fjöl- skylda sinnum við fjölmörgum hefðum og siðferðilegum skyld- um sem efla tengslin og byggja upp trausta vináttu og mikla væntumþykju. Við berum blak af meðlimum fjölskyldunnar og sýnum hvert öðru gagnkvæma hollustu. Sem fjölskylda hjálp- umst við að og tökumst sameig- inlega á við vanda og áföll sem steðja að á lífsleiðinni og sam- gleðjumst þegar vel gengur. Ég batt trúss mitt við Þorgerði konu mína árið 1980 og eignaðist um leið stóra tengdafjölskyldu. Tvö elstu systkini Þorgerðar voru þegar gift, Einar kvæntur Gerði frænku minni og Brynhild- ur gift Ólafi. Svo náði Jón í Gyðu og hópurinn hefur vaxið og dafn- að ár frá ári. Góðu samveru- stundirnar með þessu fólki eru óteljandi. Samheldni og vinátta hefur verið ríkjandi. Einar mágur minn var frábær tannlæknir, mikill fagmaður á sínu sviði bæði akademískt og í praxís. Hann vann fjölmargar rannsóknir og stundum hjálpaði ég til við tölfræðina. Það var skemmtilegt samstarf og ekki fór á milli mála hve brennandi áhuga Einar hafði á sínu fagi. Það sem Einar tók sér fyrir hendur gerði hann af alúð og dugnaði og allt virtist leika í höndunum á honum. Hann vann jafnan langan vinnudag og að honum loknum tóku áhugamálin við, ekki síst hestamennskan. Ég var ókunnur hestum og Einar fékk það hlutverk ásamt tengda- pabba heitnum og svila mínum Ólafi að kenna mér undirstöðu- atriðin. Margs er að minnast úr hestaatinu en vænst þótti mér um það þegar ég fékk að taka Asa, gæðing Einars, til kostanna. Það fékk ekki hver sem var. Ég fór oft með Einari austur í bústað, bæði að sumri og vetri. Við hlustuðum gjarnan á Bela- fonte á leiðinni og Einar sagði mér sögur, hann var góður og skemmtilegur sögumaður. Sög- urnar voru gjarnan frá því hann var í landmælingunum og fór um fjöll og firnindi Íslands eða sögur austan úr sýslum þar sem Einar þekkti fólk á flestum bæjum. Ekki var slegið slöku við þegar í bústaðinn var komið heldur farið beint í að dytta að húsum, sinna hrossum, grafa skurði eða laga girðingar. Sófar og kósýheit voru ekki á óskalista Einars og matur aukaatriði nema sem orkugjafi. Haustveiði í Veiðivötnum hef- ur verið árviss. Þar gátum við karlarnir fabúlerað endalaust um bátinn og búnaðinn, hvar best væri að leggja netin, hvort rétt væri að vitja um og hversu lengi steikin ætti að vera í holunni. Ég á ótal góðar minningar um Einar í þessum ferðum og oft höfum við rifjað upp stormsiglinguna okkar miklu á Snjóölduvatni með bátinn drekkhlaðinn af vænni bleikju. Einar mágur minn er látinn, langt fyrir aldur fram. Ég minn- ist með hlýhug góðs vinar og fé- laga. Síðustu árin barðist hann hetjulega við Parkinsons-sjúk- dóminn. Það er alltaf sárt að kveðja sína nánustu en stundum er dauðinn langþráð líkn. Ég votta Gerði, börnum þeirra Ein- ars og fjölskyldum þeirra samúð mína. Gísli Heimisson. Sjáðu á himni hátt yfir fjöllin rísandi roða. Ljós og litir leika um skýin, birtingu boða. Maðurinn sínum sorgum gleymir og sefast lætur, er dagsbrún dreifir döprum skuggum dimmrar nætur. Mönnum er fjarlægt í morgunsins veldi myrkrið að kveldi. (Á.G. Finnsson). Þegar ég sá Einar frænda minn í fyrsta sinn var hann nokk- urra vikna, sofandi í rúminu sínu á heimili foreldra sinna á Hellu. Ég var ellefu ára og ég man hvað mér fannst hann fallegt barn. Sumarið sem Einar var á öðru árinu var ég í vist hjá Gunnu frænku í Nesi, þá komu þeir feðg- ar Ragnar og Einar gjarnan í heimsókn á sunnudagsmorgnum. Okkur öllum til mikillar ánægju, ekki síst ömmu og afa. Svo þegar við Þórir og börnin okkar eign- uðumst fyrstu hestana fengu þeir húsaskjól í hesthúsinu hjá Ragn- ari og Einari í Baldurshaga. Það var hvorki hátt til lofts né vítt til veggja í Baldurshaganum en þar var gott að vera, bæði fyrir menn og hesta. Þær eru margar góðu minn- ingarnar sem tengjast Einari, börnum hans, systkinum og hestamennskunni. „Sleppitúr- arnir“ á vorin þegar við riðum austur að Árbæjarhjáleigu en þar áttu Ragnar, Kristín og Einar og fjölskylda sumarhús. Þar fengu hestarnir okkar sumarbeit. Í þessum ferðum voru allir með, stórir og smáir, og alltaf var jafn gaman hvort sem það var sólskin, slagveður eða þokan á Hellisheiði svo svört að varla sá fram á eyrun á hestunum. Um helgar var svo gjarnan rið- ið út með Einari og hans fólki. Stuttar ferðir um nágrennið eða helgarferðir í Gyðubæ við Heklu- rætur. Það voru ekki allir háir í loftinu í þessum ferðum en ótrú- lega duglegir knapar. Svo var farið að skipuleggja lengri ferðir og ferðafélagið „Feiti Jarpur“ stofnað. Oft var farið inn á há- lendi. Þessar ferðir varð að skipuleggja með góðum fyrir- vara. Oftast kom það í hlut Ein- ars, bæði undirbúningur og fararstjórn, sem honum fórst alltaf vel úr hendi. Þegar komið var í náttstað, hestar komnir í að- hald og menn búnir að borða, var sest út í móa ef veðrið var gott. Sungið og sagðar sögur. Einar var góður söngmaður og sagði skemmtilegar sögur. Hann átti líka hægt með að setja saman vísu sem hann gerði stundum í þessum ferðum okkar. Þetta voru ógleymanlegir dagar og í minn- ingunni er alltaf sólskin. Stofnendur „Feita Jarps“ eru allir hættir hestamennsku en það kemur maður í manns stað. „Feiti Jarpur“ lifir enn og félagar hans fara árlega í eina sumar- ferð. Síðustu ár hafa verið Einari erfið. Baráttan við Parkinsons- sjúkdóminn hefur verið hörð. En hann hefur ekki staðið einn í þeirri baráttu. Gerður hefur ver- ið kletturinn við hlið hans og fjöl- skyldan öll létt honum lífið sem mest þau máttu. Elsku Gerður og þið öll. Inni- legar samúðarkveðjur frá okkur Þóri og börnunum okkar. Við minnumst Einars með þakklæti og söknuði. Blessuð sé minning Einars Ragnarssonar. Anna Jóna. Það var seint í septembermán- uði síðla dags árið 1983 er við fjórir félagar lögðum upp á tveimur Bronco-jeppum frá Reykjavík og stefndum austur á Rangárvelli og þaðan sem leið lá upp á Fjallabaksleið. Nú ætlaði Einar Ragnarsson að sýna okkur utansveitarmönn- um svæðið norðan Mýrdalsjökuls og allt austur í Skaftártungu í allri sinni haustlitadýrð. Það vantaði ekki veðurblíðuna og góða færð austur á Hungurfit. Þangað komum við í tunglskini seint um kvöld að gömlum leit- armannaskála, snæddum nesti okkar og lögðumst til svefns. Um miðja nótt vöknuðu ferðalangar í heimskautaveðri, snælduvit- lausu, mikilli ofankomu. Við undirbúning ferðar hafði gleymst að hlusta á veðurspá! Ekki var um annað að ræða í myrkrinu en reyna að sofa til morguns. Við birtingu snjóaði enn, en sú ákvörðun var tekin að freista þess að komast til byggða, í vestur, að Hellu, sömu leið og við ókum kvöldið áður á klukku- stundu eða svo. Það tók okkur „jeppamenn“ 20 klst. rúmar að berjast til baka í mikilli ófærð, en Broncojepparnir dugðu vel þar sem við höfðum þó vit á að festa einungis annan í einu. Við kom- umst heilir að Rangá í bústað Einars. Haustlitaferðin var á enda. Einar var talsverður jeppa- karl, alinn upp á sumrin hjá Landmælingum Íslands, ók þar Landrover þvers og kruss um há- lendið og vegleysur miklar og var margs kunnandi í meðferð jeppa. Hann var reyndar almennt af- skaplega ánægður með eigin bíl, hver svo sem það var. Sá sem hann átti og ók hverju sinni var sá besti á svæðinu. Einar átti sterkar rætur aust- ur í Rangárvallasýslu, fæddur á Hellu, og þótti ákaflega vænt um sveitina sína eystra og naut þess mjög að dvelja í bústað sínum við Rangá. Einar lauk prófi frá MR og við vorum síðan samstiga gegnum nám við HÍ í tannlæknadeild, héldum síðan til framhaldsnáms hvor í sinni sérgrein við sama há- skóla í Bandaríkjunum. Deildum að námi loknu vinnuhúsnæði ásamt þriðja félaganum, kennd- um í yfir 30 ár við HÍ og ræddum vinnuna, lífið og tilveruna löngum stundum, skiptumst á skoðunum um margt, deildum í bróðerni. Einar var mjög laghentur, teiknari góður, sagðist hafa setið lítill hnokki á hnjám ömmu sinn- ar, sem kenndi honum að draga upp myndir. Eitt sinn ætlaði hann að verða arkitekt. En Einar naut sín vel í sinni sérgrein, ekki síst sem kennari, hafði góða yfirsýn yfir vandamál tengd tannlækningum. Sagði gjarnan nemendum sínum þegar illa gekk hjá þeim og honum fannst undirbúningur ónógur varðandi tæki eða efni sem nota skyldi: „Það getur borgað sig að lesa leiðbeiningarnar.“ Hann var mikill sögumaður, skaut gjarnan inn vísum og kvæðum, sem hann kunni ógrynni af og hafði á hraðbergi. Parkinson-sjúkdómur setti mark sitt á Einar á miðjum aldri og við bættust önnur þung veik- indi. Það var sárt að sjá hann missa starfsþrek svo snemma. Ég minnist góðs vinar með söknuði, þakka Einari samfylgd- ina og góðvild sem aldrei brást. Gerði Pálsdóttur, eiginkonu Einars, börnum þeirra og fjöl- skyldum vottum við Kristín inni- lega samúð. Blessuð sé minning Einars Ragnarssonar. Sigurjón H. Ólafsson. Haustið 1962 settumst við Ein- ar ásamt öðrum piltum, þ.á m Magnúsi Sigsteinssyni, Gísla Þorsteinssyni og Ríkarði Más- syni, í 4. bekk Menntaskólans í Reykjavík og hófst þá vinskapur okkar sem hefur haldist síðan. Ragnar faðir Einars tók nokkra spilanema í kennslu í lom- ber, spili sem lítið er spilað nú- orðið, og stofnuðum við spila- klúbb upp úr því. Spilað var aðra hverja viku að vetri til í 45 ár, okkur öllum til mikillar ánægju. Oft var sagt í gamni að við mynd- um sitja og spila lomber á Þjóð- minjasafninu á sunnudags- eftirmiðdögum þegar aldurinn færðist yfir, en ekki varð af því. Síðari ár byrjuðum við spila- klúbbinn á að lesa upp úr Sturl- ungu og öðrum Íslendingasögum. Í framhaldi af því var farið á hverju vori í ferðir tengdar þess- um sögum, t.d. á slóðir Njáls- sögu, Sturlungu og Gísla sögu Súrssonar, en þá sigldum við frá Bíldudal inn í Geirþjófsfjörð, sem var mikil upplifun. Einnig fórum við í fótspor Sturlu Sighvatsson- ar til Rómar. Fjölskyldur okkar kynntust vel og fórum við í margar fjalla- ferðir og einnig svifum við oft niður skíðabrekkurnar saman. Einar var sérlega fróður um landið eftir að hafa unnið við landmælingar sem ungur maður. Hann þekkti m.a. fjölda fjallakofa og gististaða utan alfaraleiða. Ekki hugnuðust börnunum okkar alltaf þessar gistingar en urðu að láta sér þær nægja. Ein er sú mynd er oft kemur í huga okkar er við stóðum á tindi Heklu hám, í logni og blíðu eftir að hafa gengið á tindinn í hávaðaroki. Falleg sýn er að Heklu frá sumarhúsi þeirra hjóna og gátum við rifjað upp skemmtilega og erfiða gönguferð er við dvöldum hjá þeim síðar. Í tæp 30 ár fögnuðum við ný- ársdegi með þessum góðu vinum. Við gengum um hin ýmsu hverfi borgarinnar og nágrenni og end- uðum daginn á að borða og spjalla saman. Að fagna nýju ári með þessum góðu vinum hefur okkur alltaf þótt afar vænt um. Með þessum orðum viljum við þakka fyrir ótal ánægjulegar samverustundir og ekki síst tryggan og góðan vinskap. Við sendum Gerði, börnum þeirra og Einar Ragnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.