Morgunblaðið - 25.02.2015, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 25.02.2015, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 2015 30 ÁRA Frábær merino ullarnærföt sem henta í alla útivist: Göngur, hlaup, veiði, fjallgöngur, skíði, hjólreiðar, útilegur. og allt hitt líka. Útsölustaðir: Hagkaup • Afreksvörur – Glæsibæ • Bjarg – Akranesi • Fjarðarkaup – Hafnarfirði Jói Útherji – Reykjavík • JMJ – Akureyri • Icewear – Akureyri • Hafnarbúðin – Ísafirði • Kaupfélag V-Húnvetninga Kaupfélag Skagfirðinga • Nesbakki – Neskaupsstað • Skóbúð Húsavíkur – Húsvík • Blossi – Grundarfirði • Efnalaug Dóru – Hornafirði Efnalaug – Vopnafjarðar • Siglósport – Siglufirði • Heimahornið – Stykkishólmi • Grétar Þórarinsson – Vestmannaeyjum Höfðabakka 9, 110 Reykjavík • Sími 561 9200 • run@run.is • www.run.is KKolbrúnHuldaTryggva- dóttir tónlistarkenn- ari kennir í Tón- smiðju Suðurlands á Selfossi. Þar er hún með námskeið og kennir einnig tón- fræði og söng. Hún kennir enn fremur tónmennt í Barna- skólanum á Eyrar- bakka og Stokkseyri og tónlist í leikskól- anum Brimver/ Æskukot sem er á Eyrarbakka og Stokkseyri. Sunnudaginn síð- asta voru árlegir fjáröflunartónleikar barnaskólans. „Það gekk mjög vel og nú vorum við að safna fyrir tónmennta- aðstöðuna. Svo verða fleiri tónleikar á næstunni, barna- kórinn í skólanum verður með tónleika í vor og 4. apríl fer fram lokaverkefni mitt í Listaháskólanum en ég er í meistaranámi í sköp- un, miðlun og frumkvöðlastarfi. Lokaverkefnið endar á nokkrum tónleikum sem verða haldnir á Stokkseyri, en þar tengi ég saman eldri borgara, grunnskóla- og leikskólanemendur. Við ætlum að nýta nokkur hús í bænum fyrir tónleikana.“ Kolbrún Hulda er mikil áhugamanneskja um allar hannyrðir. „Ég prjóna, hekla, þæfi og orkera. Ég prjóna á börnin og í gjafir, ég get aldrei verið kyrr og fínt að hafa handavinnuna þegar það er rólegt.“ Sambýlismaður Kolbrúnar Huldu er Kristinn Óskarsson. Hann er vélstjóri og vinnur í vatnsverksmiðjunni Icelandic Glacial. Börn þeirra eru Hulda Kristín Kolbrúnardóttir, f. 1997, en hún er söng- kona í Kiriyama Family, Óskar Atli, f. 2003, Tryggvi Rúnar, f. 2005, Finnur Andri, f. 2011, og Hrafnhildur, f. 2013, Kristinsbörn. Kolbrún Hulda ætlar að fara á milli vinnustaðanna í dag, hitta vinnufélaga sína og gefa þeim köku. „Það er ekki hefðbundin kennsla í skólanum í dag og því get ég flakkað á milli staðanna.“ Kolbrún Hulda Tryggvadóttir er 40 ára Tónlistarkennari Kolbrún Hulda kennir í Tónsmiðju Suðurlands á Selfossi og í Barna- og leikskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri. Gefur öllu sam- starfsfólkinu kökur Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Þann 8. febrúar síðast- liðinn áttu Ferdinand Þórir Ferdinandsson og Marsibil Jónsdóttir 50 ára gullbrúðkaups- afmæli. Þau fögnuðu þessum merka áfanga með veislu fyrir afkom- endur á Valentínusar- daginn. Við óskum Ferd- inand og Marsibil innilega til hamingju! Árnað heilla Gullbrúðkaup K jartan fæddist í Aust- urey í Laugardals- hreppi 25.2. 1955 og ólst þar upp við öll al- menn sveitastörf. „Foreldrar mínir voru með blandaðan búskap eins og þá var nánast alsiða. Auk þess var sil- ungsveiðin umtalsverð hjá okkur og ég hafði alltaf gaman af því að fara út á vatn að veiða þegar ég var strákur.“ Kjartan var í Barna- skólanum á Laugarvatni og Hér- aðsskólanum, stundaði nám við Iðnskólann á Selfossi, lærði húsa- smíði hjá Hilmari Einarssyni húsa- smíðameistara á Laugarvatni, lauk sveinsprófi 1976 og varð húsa- smíðameistari 1980. Kjartan stundaði smíðar á ár- unum 1976-79, var auk þess banka- gjaldkeri á Laugarvatni í hálfu starfi og kenndi smíði við Héraðs- skólann í þrjá vetur. Kjartan tók við sérleyfisferðum Ólafs Ketilssonar hf. árið 1982 og var framkvæmdastjóri fyrirtækis- ins til 1986 er það sameinaðist Sér- leyfisbílum Selfoss. Hann ók rútu hjá Sérleyfisbílum Selfoss 1986-87, starfaði við fiskieldi hjá Laug- arlaxi 1987-88 og var húsvörður við Menntaskólann á Laugarvatni 1987-90. Hann var síðan verktaki með fyrirtækið Laugarverk í eitt ár, sinnti glímukynningum fyrir Glímusamband Íslands 1991-92 og Kjartan Lárusson, sauðfjárbóndi í Austurey – 60 ára Fjölskyldan Kjartan og Auður með börnum, tengda- og barnabörnum í Þingvallakirkju við skírn Asks og Bjarts. Fjölhagi í Austurey Sauðfjárbóndi Kjartan í fjárhúsunum með þriggja daga flekkótta gimbur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.