Morgunblaðið - 25.02.2015, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 25.02.2015, Blaðsíða 39
39 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 2015 Franski leikstjórinn RachidBouchareb er gestur ákvikmyndahátíðinniStockfish, sem nú er haldin í Reykjavík, og eru þrjár mynda hans sýndar á hátíðinni, þar á meðal sú nýjasta, Handan múr- anna (Two Men in Town). Þrjár mynda hans hafa verið tilnefndar til Óskarsverðlauna sem besta er- lenda myndin, þar á meðal Heima- menn (Indigène), sem sýnd er á hátíðinni. Í þeirri mynd er fjallað um mismunun hermanna frá Norð- ur-Afríku, sem börðust í sveitum frjálsra Frakka í síðari heimsstyrj- öld. Í lok myndar var tekið fram að eftirlaun hermanna frá nýlendum Frakka hefðu verið fryst 1959, skömmu áður en þær fengu sjálf- stæði, og gilti einu þótt hermenn- irnir byggju í Frakklandi. Eftir að myndin var sýnd var það leiðrétt. Í Handan múranna leikur Forest Whitaker fanga, sem fær reynslu- lausn eftir að hafa setið inni í 18 ár, og Harvey Keitel lögreglustjóra, sem getur ekki á heilum sér tekið vegna þess að morðingi aðstoðar- manns hans skuli ganga laus á meðan fórnarlamb hans hvíli undir grænni torfu. Myndin er endur- gerð samnefndrar franskrar mynd- ar frá 1973 þar sem Alain Delon og Jean Gabin voru í aðalhlutverkum. Persóna Whitakers, William Garnett, hefur snúist til íslams og hefur í hyggju að snúa við blaðinu, eignast fjölskyldu og lifa heiðvirðu lífi, en veit að við minnsta feilspor verður honum stungið inn aftur. Til þess að halda sig á beinu braut- inni nýtur hann stuðnings skilorðs- fulltrúa síns, sem Brenda Blethyn leikur. Lögreglustjórinn vinnur hins vegar gegn honum og gamall vitorðsmaður úr glæpaheiminum – leikinn af Luis Guzmán, sem eng- um virðist detta í hug að fá til ann- ars en að leika óþokka – lætur hann ekki í friði og reynir að draga hann aftur inn í undirheimana. Myndin er stjörnum prýdd og valinn leikari í hverju hlutverki sem ýmist hefur verið tilnefndur eða unnið til Óskarsverðlauna. Einhvern veginn nær hún þó aldrei flugi. Persóna Keitels er ósannfær- andi. Myndin gerist í Nýju- Mexíkó, skammt frá landamærum Mexíkó. Snemma í myndinni kem- ur lögreglustjórinn þar að sem óbreyttir borgarar hafa tekið lögin í sínar hendur og handsamað ólög- lega innflytjendur, sem hafa laum- að sér yfir landamærin frá Mexíkó. Keitel hundskammar þá með þeim orðum að maður framfylgi ekki lögunum með því að brjóta þau. Það vefst hins vegar ekki fyrir honum að ganga á svig við lögin þegar kemur að Garnett. Það er alltaf gaman að sjá Keitel á hvíta tjaldinu, en hann hefur oft fengið heilsteyptari hlutverk. Whitaker er sömuleiðis slunginn leikari. Hann gengur um klæddur jakkafötum, með gleraugu og skegg og minnir á Malcolm X. Honum tekst vel að túlka þögla angist þess, sem hyggst snúa lífi sínu við en losnar ekki undan fortíð sinni. Hún blasir við í hvert skipti sem hann snýr sér við. Breska leikkonan Brenda Blet- hyn kemur með ferskan blæ inn í myndina í hlutverki skilorðs- fulltrúans, sem gengur fram af lög- reglustjóranum þegar hún segir honum að eitt lykilatriði hafi reynst sér vel í sínu starfi og það sé „traust“. Hún lítur á það sem sitt hlutverk að halda Garnett rétt- um megin við strikið og sam- bandið, sem þróast á milli hennar og fangans fyrrverandi er einn helsti styrkleiki myndarinnar. Ekki má heldur gleyma litlum, en öflugum þætti Ellen Burstyn, sem sýnir að það þarf síður en svo að vera til trafala að vera kominn á níræðisaldur. Í leit að börnum sínum í London Blethyn er í burðarhlutverki í ann- arri mynd Boucharebs, sem sýnd er á hátíðinni, London River, frá 2009. Þar leikur hún á móti Sotigui Kouyaté, sagnaþul eða griot og leikara frá Malí. Bouchareb fékk augastað á Blethyn eftir að hann sá hana leika í mynd Mikes Leighs, Secrets and Lies, og sá hana fyrir sér í mynd þar sem Kouyaté yrði mótleikarinn. Hann hafði lengi langað að gera mynd þar sem harmleikur tengir kristinn mann og múslima og þeir þurfa að takast á við það sem skilur þá að. Sömu- leiðis hafði hann langað til að gera mynd, sem sýndi að hryðjuverk bitna ekkert síður á múslimum en öðrum. Í myndinni hrinda hryðjuverkin í London 7. júlí 2005 þar sem 56 manns létust og rúmlega 700 manns særðust atburðarásinni af stað. Persóna Blethyn býr á eynni Gu- ernsey og heldur til London að leita dóttur sinnar þegar hún nær ekki í hana. Kouyaté leikur skóg- arvörð, sem fór upprunalega til Frakklands frá Malí til að vinna fyrir fjölskyldu sinni, en hefur ekki verið í neinum samskiptum við hana svo árum skiptir. Hann hefur ekki séð 21 árs gamlan son sinn í 15 ár. Nú er hann sendur til Lond- on til að leita sonarins. Hvorugt þeirra veit hvað börnin þeirra aðhafast, þótt Kouyaté sé öllu fáfróðari um son sinn, en Blet- hyn um dóttur sína. Blethyn er full tortryggni þegar hún kemur til London þar sem „allt er krökkt af múslimum“ svo notuð séu hennar orð. Henni fellur allur ketill í eld þegar hún kemst að því að dóttir hennar hafi verið í tímum í arabísku og spyr sig til hvers í ósköpunum fólk læri arab- ísku. Blethyn er full tortryggni í garð Kouyatés í upphafi, en leiðir þeirra skerast hvað eftir annað í leitinni að börnunum og smám saman myndast samband milli þessa ger- ólíka fólks. Blethyn er stórkostlegur leikari og lætur lesa allan skala tilfinning- anna úr andliti sínu. Það er með ólíkindum hvernig hún getur sveiflast milli vonar og ótta. Kou- yaté er andstæða hennar, haggast ekki á yfirborðinu sama hvað á dynur og þegar linsa kvikmynda- vélarinnar beinist að hinum svip- sterka leikara er eins og hún fest- ist við hann. Frammistaða Kouyatés er þeim mun magnaðri vegna þess að hann var fárveikur meðan á tökum stóð og þurfti að vera í öndunarvél á milli atriða. Kouyaté hreppti Silfurbjörninn á kvikmyndahátíðinni í Berlín fyrir leik sinn. Hann lést í apríl 2010. Bouchareb er Frakki af als- írskum uppruna og segir að í sér togist á yfirvegun múslimans gagn- vart örlögunum og óþol Frakkans. Kannski má segja að Blethyn og Kouyaté endurspegli þessar and- stæður í leikstjóranum. Leikstjórinn lætur söguna ger- ast í kringum hryðjuverkin í Lond- on, en skírskotun sögunnar og boð- skapur er almennur. Við kunnum að vera ólík, en eigum þó meira sameiginlegt en sundrar okkur. Eigum meira sameigin- legt en sundrar okkur Í klóm fortíðar Harvey Keitel í hlutverki lögreglustjórans gerir Forest Whitaker grein fyrir því að hann verðskuldi ekki að vera á lífi. Örvæntingarfull leit Sotigui Kouyaté og Brenda Blethyn reyna að ná áttum í leit sinni að börnum sínum eftir hryðjuverkin í London 2005. Bíó Paradís Handan múranna bbbnn Leikstjóri: Rachid Bouchareb. Leikarar: Forest Whitaker, Harvey Keitel, Brenda Blethyn, Dolores Heredia, Luis Guzmán, og Ellen Burstyn. Frakkland, 2014. 120 mín. KARL BLÖNDAL KVIKMYNDIR London River bbbbn Leikstjóri Rachid Bouchareb. Leikarar: Brenda Blethyn, Sotigui Kouyaté, Francis Magee, Sami Bouajila og Roschdy Zem. Frakkland, 2009. 88 mín. Pólverjar fagna því að Óskarsverð- launin fyrir bestu erlendu kvikmynd- ina hafi loksins fallið þeim í skaut, í níunda skipti sem pólsk kvikmynd keppti um verðlaunin. Þekktir leik- stjórar á borð við Roman Polanski og Andrzej Wajda hafa verið tilnefndir fyrir kvikmyndir sínar en ekki hreppt þau. Athygli vakti að hinn pólski leik- stjóri kvikmyndarinnar Ida, Pawel Pawlikowski, lét það ekki trufla þakkarávarp sitt við afhendingu Óskarsverðlaunanna í Hollywood á sunnudagskvöldið þótt stjórnendur dagskrárinnar hefðu hækkað í tón- listinni þegar hann byrjaði að tala og þakka fyrir sig. Hann hélt áfram og á endanum var tónlistin lækkuð og hann fékk að ljúka ræðu sinni. Í umfjöllun um sigur Idu í The New York Times, líkja blaðamenn þrjósku leikstjórans á sviðinu við áratuga baráttu pólskra kvik- myndagerðarmanna við að hljóta viðurkenningu umheimsins fyrir framúrskarandi kvikmyndagerð. „Þetta er gríðarlegt gleðiefni fyrir allar kynslóðir pólskra kvikmynda- gerðarmanna sem hefur dreymt um Óskarsverðlaunin, í áratugi. Og loks- ins eru þau komin,“ segir Krzysztof Zanuzzi, einn þekktasti leikstjóri Póllands sem er 75 ára. Pólskir fjöl- miðlar veltu sér upp úr verðlaun- unum á mánudag og var þakkar- ræða Pawlikowskis sýnd aftur og aftur í sjónvarpi. Stjórnmálamenn sem menningarforkólfar ræddu í viðtölum um mikilvægi verð- launanna, meðal annars fyrir menn- ingarímynd Póllands. Ida er svarthvít kvikmynd sem fjallar um unga nunnu sem uppgötv- ar að hún er með gyðingablóð í æðum og fer að kanna leyndarmál fjöl- skyldu sinnar frá seinni heims- styrjöldinni, myrkum kafla í sögu landsins. Kvikmyndin hefur af þeim sökum einnig verið umdeild í Pól- landi, því mörgum íbúum landsins finnst að sú staðreynd að þýskar út- rýmingarbúðir voru í landinu, og að gyðingar voru ofsóttir af hluta þjóð- arinnar, valdi enn þeim misskilningi umheimsins að Pólverjar beri ábyrgð á helförinni, í stað þýskra nasista, frekar en að vera fórnarlömb hennar. Pólverjar gleðjast einnig yfir því að kvikmyndatökumaður Idu var til- nefndur fyrir sín störf og þá kepptu tvær pólskar stuttar heimildar- kvikmyndir um verðlaun, en hrepptu þau þó ekki. Um 50 kvikmyndir í fullri lengd eru nú gerðar árlega í Póllandi. Music Box Films Langþráð Leikkonan Agata Trzebuchowska í aðalhlutverki pólsku kvik- myndarinnar Ida sem var valin besta erlenda myndin á Óskarshátíðinni. Pólskur Óskar í níundu tilraun Billy Elliot (Stóra sviðið) Fös 6/3 kl. 19:00 frums. Fim 19/3 kl. 19:00 8.k. Sun 12/4 kl. 19:00 13.k Lau 7/3 kl. 19:00 2 k. Fös 20/3 kl. 19:00 aukas. Fim 16/4 kl. 19:00 14.k Sun 8/3 kl. 19:00 3.k. Sun 22/3 kl. 19:00 9.k Fös 17/4 kl. 19:00 15.k Þri 10/3 kl. 19:00 aukas. Fim 26/3 kl. 19:00 aukas. Sun 19/4 kl. 19:00 aukas. Mið 11/3 kl. 19:00 4.k. Fös 27/3 kl. 19:00 aukas. Mið 22/4 kl. 19:00 Fim 12/3 kl. 19:00 5.k. Sun 29/3 kl. 19:00 10.k Fim 23/4 kl. 19:00 Sun 15/3 kl. 19:00 6.k. Mið 8/4 kl. 19:00 11.k Fös 24/4 kl. 19:00 Þri 17/3 kl. 19:00 aukas. Fim 9/4 kl. 19:00 12.k Sun 26/4 kl. 19:00 Mið 18/3 kl. 19:00 7.k. Lau 11/4 kl. 19:00 aukas. Mið 29/4 kl. 19:00 Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki Lína langsokkur (Stóra sviðið) Lau 28/2 kl. 13:00 Sun 15/3 kl. 13:00 Sun 29/3 kl. 13:00 Sun 1/3 kl. 13:00 Lau 21/3 kl. 13:00 Sun 12/4 kl. 13:00 Sun 8/3 kl. 13:00 Sun 22/3 kl. 13:00 Sun 19/4 kl. 13:00 Lau 14/3 kl. 13:00 Lau 28/3 kl. 13:00 Sun 26/4 kl. 13:00 Sterkasta stelpa í heimi er mætt á Stóra sviðið Kenneth Máni (Litla sviðið) Fös 27/2 kl. 20:00 Lau 7/3 kl. 20:00 Lau 14/3 kl. 20:00 Lau 28/2 kl. 20:00 Fim 12/3 kl. 20:00 Lau 21/3 kl. 20:00 Fös 6/3 kl. 20:00 Fös 13/3 kl. 20:00 Lau 28/3 kl. 20:00 Stærsti smáglæpamaður Íslands stelur senunni Öldin okkar (Nýja sviðið) Fös 27/2 kl. 20:00 Lau 28/2 kl. 20:00 Sun 1/3 kl. 20:00 Síðustu sýningar Beint í æð (Stóra sviðið) Fös 27/2 kl. 20:00 Lau 14/3 kl. 20:00 Fös 10/4 kl. 20:00 Lau 28/2 kl. 20:00 Lau 21/3 kl. 20:00 Lau 18/4 kl. 20:00 Fös 13/3 kl. 20:00 Lau 28/3 kl. 20:00 Lau 25/4 kl. 20:00 Sprenghlægilegur farsi Ekki hætta að anda (Litla sviðið) Fim 26/2 kl. 20:00 Sun 1/3 kl. 20:00 Síðustu sýningar Taugar - Íslenski dansflokkurinn (Nýja sviðið) Fim 26/2 kl. 20:00 5.k. Tvö nýstárleg og óhefðbundin dansverk Beint í æð! –★★★★ , S.J. F.bl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.