Morgunblaðið - 25.02.2015, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 25.02.2015, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 2015 Snilligáfa Beethovens varpaðiægivaldi yfir listalíf Evrópualla 19. öldina. Brahmsengdist fram á efri ár með sína fyrstu fullvöxnu sinfóníu. Wag- ner og Debussy svöruðu með niður- broti hins klassíska tónastrúktúrs með krómatík og afstrakt nálgun er varðaði veg módernismans, frá Tristan-hljómnum yfir í tóna-ljóða- stillimyndir Hafsins. Annað tón- skáld kvöldsins, Igor Stravinskíj, mótaðist í því umróti. Sameiginlega er andríki þeirra Beethovens og ný- sköpunargáfa vart af þessum heimi, sem tónleikagestir voru nú minntir á fyrir fullum Eldborgarsal Hörpu. Á aðalstjórnandalausum tímum Sinfóníuhljómsveitar Íslands var sérlega ánægjulegt að fanga tvo ferska vinda samtímis úr svo til gagnstæðri átt – tveir ungir finnskir músíkantar – annar kornungur, sjálfur hljómsveitarstjórinn er þeysti inn sviðið eins og beint úr Amadeus… og líktist Mozart. Þessir ungu menn voru einhvern- tímann efnilegir en fara nú hraðför með himinskautum. Tónleikarnir hófust á einum af fjórum forleikjum að einu óperu Beethovens er var seinna frumflutt eftir töluvert endurmat og umritun undir heitinu Fídelíó árið 1814. Í vandaðri tónleikaskrá kvöldsins var útlistað nokkuð flókið upphaf þessa fyrsta forleiks af fjórum, án þess að vera fyrstur í röðinni, og frumfluttur svo seint sem árið 1828, þá að Beethoven gengnum. Nú loks fengu íslenskir áheyrendur að hlýða á for- leikinn á Íslandi. Strengjasveitin var nett mönnuð að hætti síns tíma upp úr aldamótum 1800, fiðlugrúppur sátu gegnt hvor annarri en dýpri strengir, víólur og selló innar. Tónblær fyrstu hendinga gaf jákvæð fyrirheit um kvöldið: fis- léttur og stökkur, markaður fögrum mjúkum hreyfingum hljómsveitar- stjórans unga, þó hnífskörpum enda slagverksleikari í grunninn. Þá var tilfinningin enn sætari fyrir þá sök að klassíska formið hefur, a.m.k. skv. skoðun rýnis, reynst hljóm- sveitinni skeinuhættara en það róm- antíska sem hefur lengi verið aðall hljómsveitarinnar og borið hróður Íslands um álfur. Frægðarför Sin- fóníunnar með þá „fimmtu“ Beetho- vens á BBC Proms í fyrrasumar kvað niður þann skufsa snarlega. Sem fyrr segir var hljómsveitin ekki aðeins vel stemmd: hún var einnig sérlega vel til höfð á þann hátt að hún sat þétt saman í fal- legum boga er skapaði návist og ró sem rýnir hefur vanist erlendis. Sá ljóður hefur því miður oft verið á uppsetningu sinfóníuhljómsveitar- innar íslensku eftir vistaskiptin úr Háskólabíói að manni dettur helst í hug ástir ósamlyndra, á stundum með stórum glompum milli hljóð- færahópa og ósamhverfu svo ann- arlegri að minnt hefur á spilastokk í uppnámi. Hinir forljótu klunnalegu svörtu pallar voru auk þess varla sjáanlegir. Senuþjófur kvöldsins var fiðlu- konsert Stravinskíjs, eða öllu heldur sérstök og persónuleg túlkun Pekka Kuusisto. Einleikurinn var ekki beinlínis sú upphafna glæsispila- mennska sem maður á að venjast af hendi sólista sem skarar fram úr á allan hátt, heldur tónaði hann fiðl- una aftur í styrk og vafði pent við ið- ur hljómsveitar. Rytmar og hljómar byggðu undir heiðin ritúöl sem hann jarðtengdi með líflegum dans- sporum og snúningi. Raunar var æði mikið „folk“ eða alþýðu-svipmót á kreiki. Einn tónleikagesta hafði á orði að engu líkara væri en sjálf Harðangursfiðlan norska léki í höndum Finnans. Öll sú tilfinning fyrir „folk-inu“ og hinu heiðna fékkst staðfest á uppklappslaginu, Bagpipes fyrir tvær fiðlur eftir Bela Bartok sem konsertmeistari kvölds- ins, Sigrún Eðvaldstóttir, lék undir í. Klæðnaður einleikarans tónaði einn- ig niður myndina af einleikara sem snillingi í upphæðum, íklæddur grænum stakk við svartar buxur, líklegri til selveiða en einleik á fiðlu með virðulegri sinfóníuhljómsveit. Raunar vöktu báðir Finnarnir at- hygli gesta fyrir hispurslausa fram- komu. Önnur sinfónía Beethovens var á dagskrá eftir hlé, en hún markaði endalok á fyrsta tímabili tónskálds- ins í tónsköpun af þremur. Hér reynir hann á þanþol formsins. Lengri þættir, ný kaflaheiti, ástríðu- fyllri hendingar og skapofsi ásamt stórskornum kontröstum er þutu framhjá svo lá við að brysti undir á reiðinni. Fyrsti kaflinn útheimtir slagkraft í bland við fíngerð og ang- urvær tilbrigði á upphafsstefi er leggur línurnar í mjög hægum takti (adagio molto). Í framsögu tók við ögn hraðari gangur með stíganda á milli tóntegunda, stefin í senn sam- tvinnuð og mótuð af natni af hendi stjórnanda og hljómsveitar sem hlýddi vel með auðsveipni. Í ítrekun svaraði hljómsveitin aftur miklu geðslagi tónskáldsins með glæstum endi. Annar kafli var litaður angurværð og trega, en hélt vel framvindu þrátt fyrir fyrirmæli um allhægt tempó (larghetto) í einum af þeim lengri og hægari hjá Beethoven, með vísun í sveita- og kyrralíf. Kaflar þrjú og fjögur liðu áfram þindarlaust, sá þriðji stuttur og skopsamur. Tón- leikarnir verða að teljast á meðal þeirra allra best heppnuðu af hendi Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu, og að því best varð séð með fullu húsi stjarna. En eftir á að hyggja sótti að rýni sá grunur að meira byggi í hljóm- sveitinni, og þá ekki síst hljómsveit- arstjóranum unga sem mun næstu árin ná dýpt og þroska. Hljómsveitin litaðist eðlilega og réttilega af þess- um bjarta stjórnanda og blátt áfram í rífandi sveiflu, en upp á vantaði ögn meiri vikt í bland við lífsháskann. Þar liggur hálf stjarna grafin. Í framtíðar annálum munu samvinnu Sinfóníuhljómsveitarinnar við sína Finna gegnum tíðina verða gerð skil, og í því samhengi voru tónleikarnir síðastliðið fimmtudagskvöld á meðal þeirra óvæntari og áhugaverðari. Ljósmynd/Kaapo Kamu Stjórnandinn Santtu-Matias Rouv- ali fær lof frá gagnrýnanda. Í slagtogi með finnsku bræðrabandi Eldborg í Hörpu Sinfóníutónleikar bbbbm Leónóra, forleikur nr.1 (1807), eftir Lud- wig van Beethoven. Konsert í D-dúr fyrir filðu og hljómsveit (1931), sinfónískt ljóð eftir Ígor Stravinskíj. Sinfónía nr.2 í D-dúr op. 36 (1801-02), eftir Ludwig van Beethoven. Sinfóníuhljómsveit Ís- lands. Einleikari: Pekka Kuusisto. Stjórnandi: Santtu-Matias Rouvali. Fimmtudaginn 19. febrúar 2015. INGVAR BATES TÓNLIST Í Síle hefur dómari úrskurðað að lík- amsleifar Nóbelsskáldsins Pablos Neruda verði grafnar að nýju við hlið þriðju eiginkonu hans, Matilde Urru- tia. Þar með lýkur rannsókn sem staðið hefur yfir í fjórum löndum á orsökum dauða skáldsins, sem lést 23. september árið 1973. Í The Guardian er sagt frá því að í nær tvö ár hafi líkamsleifar Nerudas verið til skoðunar á rannsóknar- stofum, fyrst í þremur löndum en síðustu mánuði í fjórum, þar sem reynt hefur verið að komast að því hvort eitrað var fyrir skáldið. Neruda hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1971 en þegar hann lést var hann á sjúkrahúsi í höf- uðborg Síle, Santiago, þar sem hann gekkst undir krabbameinsmeðferð. Hann hafði lýst því yfir að þegar hann yrði sjötugur árið 1974 myndi hann senda frá sér átta nýjar bækur. Tólf dögum fyrir andlát skáldsins rændi hershöfðinginn Augusto Pino- chet völdum í landinu. Árið 2011 sagði fyrrverandi bíl- stjóri Neruda að skáldið, sem hafði um árabil verið félagi í komm- únistaflokki landsins, hefði verið myrt á spítalanum af stuðnings- mönnum Pinochets, með því að eitri var sprautað í kvið hans. Fyrir tveimur árum fyrirskipaði dómari að líkamasleifar Neruda yrðu grafnar upp og þær rannsakaðar, til að reyna að komast að því hvort um eitrun hafi verið að ræða. Ekki hefur tekist að sýna fram á það, með þessum ít- arlegu rannsóknum, og því verður Neruda, sem er sannkallað þjóðskáld Sílemanna, jarðsettur að nýju. Dómari úrskurðar að Neruda verði grafinn Skáldið Ekki hefur verið sannað að eitrað hafi verið fyrir Neruda. Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is Rekstrarvörur – fyrir þig og þinn vinnustað RV skrifstofuvörutilboð Janúar - febrúar 2015 Ljósritunarpappír 5 x 500 bl. Frá 2.999 kr Bréfabindi 5cm eða 8 cm 398 kr Trélitir vatnslita, 24 stk. 698 kr 2 VIKUR Á TOPPNUM! VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG www.laugarasbio.isSími: 553-2075 SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á LAUGARASBIO.IS OG MIDI.IS - bara lúxus

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.