Morgunblaðið - 25.02.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.02.2015, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 2015 BAKSVIÐ Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Ný brú norðan við Selfoss mun koma til með að hafa lítil sem engin áhrif á verslun og þjónustu á Selfossi, vegna verslunarhátta sumarhúsaeigenda í Grímsnes- og Grafningshreppi. Þetta kemur m.a. fram í BS-ritgerð Magnúsar Gísla Sveinssonar í við- skiptafræði við Háskólann á Bif- röst, sem nefnist: „Áhrif hjáleiðar um Selfoss á verslun og þjón- ustu“. Áætlað er að framkvæmdir við nýja brú yfir Ölfusá sem verður norðan við Selfoss hefjist árið 2017. Færsla hringvegarins er enn um- deild í bænum, einkum á meðal kaupmanna. Þetta kom fram í Morg- unblaðinu 12. janúar síðastliðinn. Kaupa mat og byggingavörur Í ritgerð Magnúsar Gísla var gerð rannsókn á því hverjar verslunar- venjur sumarhúsaeigenda í Gríms- nes- og Grafningshreppi eru, með það að markmiði að sjá hvort þær breytist ef þjóðvegur eitt verður færður norður fyrir Selfoss. Í stuttu máli má segja að í ritgerð- inni kemur fram að breytingin á þjóðveginum hefði lítil sem engin áhrif á verslunarhætti sumarhúsa- eigenda. Þeir voru m.a. spurðir hvaða þjóunustu/verslun á Selfossi þeir sæktu. Samkvæmt þeim svörum koma langflestir eða 94,20% á Sel- foss til að versla í matvörubúð. 88,41% á erindi í bygginga- og raf- tækjavöruverslun, 57,97% fara í Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Aðrir þættir vega töluvert minna. 31,16% sumarhúsaeigenda koma við í veitingahúsi eða á skyndibitastað. 21% fer í sund. Um 17,40% nýta sér þjónustu Heilsugæslu Suðurlands (HSU). Tæp 16% fara í fataverslanir og rétt rúm 13% gera sér ferð í gjafavöruverslanir á Selfossi. Það kom Magnúsi Gísla nokkuð á óvart, að lágt hlutfall sumarhúsaeig- enda kemur við í sérvöruverslunum eins og fataverslunum, blóma- og gjafavöruverslunum. Hann bendir á að í samtölum við kaupmenn kom fram að þeir töldu sumarhúsa- eigendur vera frekar stóran og mik- ilvægan viðskiptavinahóp. „Það álit gengur þvert á þessa rannsókn,“ segir hann. Kaupmenn óttast samdrátt Í ritgerðinni var að auki rætt við hagsmunaaðila og afstaða þeirra til framkvæmdarinnar könnuð og hvaða áhrif þeir teldu að færsla veg- arins norður fyrir Selfoss hefði á rekstur þeirra. Í máli þeirra verslunarmanna sem Magnús Gísli ræddi við og voru tólf talsins kom fram að flestir voru hræddir við þessar breytingar og töldu að ferðamönnum myndi fækka mikið við að þjóðvegurinn færist út úr bænum. Magnús Gísli bendir á að engar sambærilegar framkvæmdir hafi verið gerðar á Íslandi og færsla þjóðvegarins og því sé engan sam- anburð að finna. Hins vegar skoðaði Magnús Gísli erlendar rannsóknir á færslu á sambærilegum vegi. Í ljósi þeirra er ekki talið líklegt að færslan muni hafa áhrif á verslun á Selfossi. „Þó má telja líklegt að bensínstöðvar verði helst fyrir skakkaföllum og að skammtímaáhrifa gæti gætt. En þegar til lengri tíma er litið koma áhrifin til með að vera jákvæð fyrir bæinn.“ Að mati hans er ferðamaðurinn ekki sá viðskiptavinur sem skiptir mestu máli. Ferðamaður, sem á leið um bæinn á ferð sinni um landið, stoppar sutt og eyðir litlu og þá helst í lágvöruverslunum en eyðir litlu í sérvöruverslunum. Magnús Gísli segir að nú sé lag að kanna betur hverjir viðskiptavinirnir eru í versl- unum á Selfossi og hlutfall hvers hóps fyrir sig. Með þeim hætti sé hægt að bregðast við mögulega breyttum verslunaraðstæðum. Magnús Gísli mun segja frá niður- stöðum ritgerðarinnar í fræðasetr- inu Fjölheimum á Selfossi á morgun stundvíslega kl. 12:10. Aðgangur er ókeypis. Hefur ekki áhrif á verslun  Ný brú norðan við Selfoss mun koma til með að hafa lítil sem engin áhrif á verslun og þjónustu á Selfossi, vegna verslunarhátta sumarhúsaeigenda í Grímsnes- og Grafningshreppi Samsett mynd/Efla-Vegagerðin Ölfusárbrú Nýja brúin myndi líta svona út samkvæmt samsettri mynd frá verkfræðistofunni Eflu og Vegagerðinni. Áætlað er að framkvæmdir hefjist árið 2017. Samsettmynd/Mats Wibe Lund/EFLA-Vegagerðin Selfoss Nýja brúin sést hér á þessari loftmynd og er norðan við Selfoss. Magnús Gísli Sveinsson „Í stuttu máli var niðurstaða rit- gerðarinnar sú að nýta þarf þau markaðstækifæri sem felast í færslu Suðurlandsvegar út fyrir Selfoss. Það þarf að vinna mark- visst að því að búa til sérkenni og skapa aðdráttarafl í bænum til að koma í veg fyrir neikvæð efna- hagsáhrif. Nú skapast tækifæri til að byggja upp miðbæinn,“ segir Aldís Arnardóttir en hún skrifaði BS-ritgerð í ferðamálafræði við Háskóla Íslands árið 2011 sem nefnist, „Samfélagsleg áhrif hlið- arvega á bæjarsamfélög. Færsla Suðurlandsvegar norður fyrir Sel- foss“. Þar eru dregin fram sjónar- mið m.a. kaupmanna, vegagerðar- innar, bæjar- yfirvalda og fleiri. Hún segir það ljóst að því fylgi fleiri kostir en gallar að færa veginn. Hún hefur fylgst vel með umræðunum sem hafa skapast undanfarið vegna fyrirhugaðra framkvæmda en hún er sjálf frá Selfossi. Hún bendir á að þetta verði eflaust alltaf umdeilt og sitt sýnist hverjum, en hún vill ítreka mátt samstöðunnar og tækifær- anna sem í breytingunum felast. Tækifæri til markaðssetningar SELFOSS Í SÓKN Aldís Arnardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.