Morgunblaðið - 25.02.2015, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 25.02.2015, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 2015 Stockfish - evrópsk kvikmyndahátíð 2015 VIÐTAL Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Franski leikstjórinn Rachid Bouchareb og enska leikkonan Brenda Blethyn eru heiðursgestir kvikmyndahátíðarinnar Stockfish sem stendur nú yfir í Bíó Paradís. Þrjár kvikmynda Bouchareb eru á dagskrá hátíðarinnar og Blethyn leikur í tveimur þeirra, London River og Two Men in Town en þriðja myndin er Indigénes. Blethyn þarf vart að kynna fyrir áhugamönnum um kvikmyndir. Hún vakti heimsathygli fyrir magnaðan leik sinn í kvikmynd Mike Leigh, Secrets & Lies frá árinu 2006 og hlaut fjölda verð- launa og tilnefninga fyrir, m.a. til Óskarsverðlauna. Bouchareb er einnig margtilnefndur og -verð- launaður fyrir kvikmyndir sínar og hafa þrjár mynda hans verið til- nefndar til Óskarsverðlauna. Blethyn og Buchareb tóku þátt í meistaraspjalli (e. masterclass) um samband leikara og leikstjóra í fyrradag sem stýrt var af Benedikt Erlingssyni. Blaðamaður ræddi við Blethyn og Bouchareb skömmu áður en það hófst. Efins í fyrstu Blethyn segir samstarf þeirra Bouchareb hafa gengið snurðu- laust fyrir sig. „Þegar ég var beðin um að hitta Rachid vegna kvik- myndar sem hann ætlaði að gera um hryðjuverkaárásirnar í Lund- únum þekkti ég ekki verk hans og var ekki viss um að mig langaði að leika í kvikmynd um þetta efni,“ segir Blethyn. Henni hafi ekki lit- ist á það að leika í dramatískri kvikmynd um svo skelfilegan at- burð. Umboðsmaður hennar hafi hins vegar hvatt hana til að horfa á myndir Bouchareb sem hún hafi gert, horft á Little Senegal og hrif- ist mjög af henni og tilfinninga- næmi leikstjórans. „Þegar ég hitti Rachid í Lund- únum varð ljóst að ég yrði í góðum höndum og að myndin yrði gerð af mikilli nærgætni,“ segir Blethyn. Spurð að því hvort hún átti sig yfirleitt svo fljótt á því hvort hún vilji vinna með leikstjóra segir Blethyn það ekki alltaf vera þann- ig. „Stundum hefur maður rangt fyrir sér,“ segir hún og nefnir sem dæmi stutta sjónvarpsþætti sem hún hafi leikið í í Bandaríkjunum sem Herbert Wise átti að leik- stýra. Blethyn segist hafa unnið með honum áður og það farsæl- lega. „Á fyrsta tökudegi kom hann að máli við mig og sagði að hann gæti ekki unnið með þessum Bandaríkjamönnum og væri hætt- ur. Annar leikstjóri kom í hans stað, hafði ekki hugmynd um hver ég var og treysti mér engan veg- inn. Mér finnst mjög erfitt þegar leikstjóri treystir mér ekki, þá fer ég bara á hlýðni-stillingu og geri hvað sem hann segir,“ segir hún. Beið í ár Bouchareb segist hafa séð Bleth- yn fyrst á hvíta tjaldinu nokkrum árum áður en hann sóttist eftir því að hún léki í London River. Hann hafi verið afar hrifinn af frammi- stöðu hennar og sé ævinlega þakk- látur henni fyrir að hafa tekið að sér hlutverkið, hlutverk móður sem leitar týndrar dóttur sinnar í kjölfar hryðjuverkanna í Lund- únum þann 7. júlí árið 2005. Hann hafi frestað tökum um heilt ár til þess að Blethyn gæti leikið í myndinni. „Já, þú gerðir það!“ skýtur Blethyn inn í, brosir sínu blíðasta og Bouchareb hlær og segist ekki sjá eftir því. „Þetta var virkilega góð reynsla því Brenda er frábær leikkona,“ segir Bouch- areb og líkir henni við Rolls Royce. „Það er fallegur bíll, sterkbyggður og heillandi,“ segir Bouchareb. „Ég vil vinna með leikurum sem mér líður vel með. Það er eins og að vinna í happdrætti að finna manneskju eins og hana,“ segir hann um Blethyn. Hún bætir því við að gott samstarf milli leikara og leikstjóra sé bráðnauðsynlegt og þá ekki síst að leikarar séu óhræddir við að biðja um leiðbein- ingar og hjálp. Bouchareb sé til fyrirmyndar hvað þetta varðar og hann og leikarar myndanna tveggja hafi ekki látið egóin flækj- ast fyrir sér. Bouchareb bætir við að leikari geti verið sá besti í heimi en ef sjálfselskan sé að trufla hann og aðra í tökum fái hann að fjúka. Hann vilji greinda, hæfileikaríka leikara sem séu ekki með stæla. „Það er óskaplega erfitt að gera kvikmyndir og þess vegna gengur ekki að hafa einhverjar deilur milli manna,“ segir Bouchareb. Lífið sé dásamlegt og alltof stutt fyrir rifr- ildi. Blethyn tekur undir það. Eitt af fyrirhuguðum umfjöll- unarefnum meistaraspjallsins í fyrradag var persónusköpun, að hversu miklu leyti leikari og leik- stjóri skapi persónu kvikmyndar saman. Bouchareb og Blethyn eru spurð að því að hversu miklu leyti persónurnar sem Blethyn leikur í myndum Bouchareb voru mótaðar fyrir tökur. Bouchareb svarar því til að þegar gæðaleikkona eins Blethyn sé annars vegar þurfi ekki að útskýra í þaula persónuna. „Ég veit að persónan er Brenda Bleth- yn,“ segir hann. Lýsingin á per- sónunum í handritunum hafi átt mjög vel við hana og hann hafi treyst henni til að skila þeim á hvíta tjaldið. Hann hafi aðeins þurft að breyta henni útlitslega, klippa hárið og velja viðeigandi föt. Hörkukvendi Persónurnar sem Blethyn leikur í myndum Bouchareb eru æði ólík- ar, annars vegar móðir sem leitar í örvæntingu dóttur sinnar í London River og hins vegar skilorðsfulltrúi í Nýju-Mexíkó í Two Men in Town. Blethyn er spurð að því hvort skil- orðsfulltrúinn sé harður í horn að taka og hún svarar því játandi. „Hún er kona í karlaheimi og býsna mikið hörkutól. Ég dvaldi um tíma í Albuquerque með skil- orðsfulltrúum. Konurnar sem starfa við þetta þar eru líkamlega sterkbyggðar og sú sem ég varði mestum tíma með var lágvaxnari en ég en stærri en ég að öllu öðru leyti, bæði að styrk og persónu- leika. Ég spurði hana að því hvern- ig hún færi að því að handtaka stóran og þrekinn karlmann og hún spurði hvort ég vildi sjá hana gera það,“ segir Blethyn og hlær. Skilorðsfulltrúinn hafi hóað í risa- vaxinn lögreglumann, knésett hann á augabragði og spurt hann svo hver væri nú „stóri karlinn“. Blethyn og Bouchareb hlæja inni- lega að þessu. „Hún notaði bara röddina og var svo ógnvekjandi að maðurinn átti ekki annarra kosta völ en að hlýða henni.“ Vissi ekki hvað kvikmynd Leigh fjallaði um Blethyn er spurð að því hvort rétt sé að hún hafi ekki vitað um hvað Secrets & Lies fjallaði fyrr en hún sá myndina. Hún segir það rétt enda vinni leikarar ekki eftir handriti í myndum Leigh. „Hver leikari vinnur sjálfstætt og ræðir ekki við hina leikarana um það sem hann er að gera nema þegar þeir eru að leika saman í atriði. Þannig að þú veist ekkert um at- riðin sem þú leikur ekki í, alls ekk- ert. Ég vissi því ekki um hvað myndin var fyrr en ég sá hana,“ segir Blethyn og hlær. Að lokum eru Blethyn og Bouch- areb spurð að því hvort þau ætli að gera fleiri kvikmyndir saman. „Ég vona það,“ svara þau bæði í kór. „Gamanmynd,“ segir Bouchareb. „Brenda er fyndin, kann að syngja … ég þarf að fá góða hug- mynd,“ bætir hann við. „Ég er með hugmynd, ég skal segja þér frá henni á eftir!“ segir Blethyn og bæði hlæja innilega. „Eins og að vinna í happdrætti“  Brenda Blethyn og Rachid Bouchareb eru heiðursgestir kvikmyndahátíðarinnar Stockfish  Blethyn hefur leikið í tveimur kvikmynda Bouchareb sem líkir henni við Rolls Royce Morgunblaðið/Golli Perluvinir Brenda Blethyn og Rachid Bouchareb eru miklir vinir og hafa átt farsælt samstarf í tveimur kvikmynd- um. Bouchareb vill gjarnan vinna með henni aftur og segist þurfa að fá góða hugmynd að gamanmynd. Viðtalið fór fram daginn eftir af- hendingu Óskarsverðlaunanna og margir Íslendingar eflaust von- sviknir yfir því að Jóhann Jóhanns- son skyldi ekki hljóta þau fyrir bestu frumsömdu kvikmynda- tónlistina, við The Theory of Eve- rything. Blethyn og Buchareb hafa bæði verið tilnefnd til verðlaun- anna eftirsóttu en ekki hlotið þau og langaði blaðamann að vita hvort þau hefðu verið vonsvikin yf- ir því á sínum tíma. „Ég er alltaf vonsvikinn, jafnvel áður en ég er tilnefndur,“ segir Buchareb og hlær. Hann bætir því við að hann hafi ekki orðið fyrir vonbrigðum, hann vilji bara gera kvikmyndir. lethyn segir það næga viður- kenningu að hljóta tilnefningu og því hafi hún ekki orðið fyrir vonbrigðum. „Þó að einn sigri gerir það hina ekkert verri,“ segir hún. Bouchareb bendir á að Blethyn hafi hlotið ekki minna merkileg verð- laun, sem besta leikkonan á kvik- myndahátíðinni í Cannes árið 1996 fyrir Secrets & Lies. Blethyn seg- ist hafa verið skýjum ofar þegar hún hlaut þau, ein af fjölmörgum verðlaunum sem hún hefur hlotið á ferlinum. Bouchareb hefur hlotið þrenn verðlaun í Cannes auk fjölda annarra. Urðu ekki fyrir vonbrigðum ÓSKARSVERÐLAUNATILNEFNINGARNAR Mike Leigh : SÉRBLAÐ NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Fermingarblað Morgunblaðsins kemur út föstudaginn 6. mars FERMINGAR Fermingarblaðið er eitt af vinsælustu sérblöðum Morgunblaðsins og verður blaðið í ár sérstaklega glæsilegt. Fjallað verður um allt sem tengist fermingunni. PÖNTUNARFRESTUR AUGLÝSINGA: fyrir kl. 16 mánudaginn 2. mars. –– Meira fyrir lesendur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.