Morgunblaðið - 25.02.2015, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 2015
✝ Lilja Stefáns-dóttir fæddist í
Merki í Jökuldal
17. júní 1925. Hún
lést á Landakoti
15. febrúar 2015.
Foreldrar henn-
ar voru Stefán J.
Benediktsson, f. 24.
apríl 1875, d. 1954,
og Stefanía Óla-
dóttir, f. 27. agúst
1886, d. 1934. Al-
systkini Lilju eru Helga, f. 1922,
Óli, f. 1923, og Jóhann, f. 1930,
þau lifa Lilju. Hálfsystkin henn-
ar samfeðra voru Aðalheiður, f.
1905, d. 1935, Benedikt, f. 1907,
d. 1989, Guðrún Brynhildur, f.
1908, d. 1984, Þórey, f. 1909, d.
1931, Solveig Ásgerður, f. 1910,
d. 2007, Unnur, f. 1912, d. 2007,
börn og átta barnabörn.
Trausti, kvæntur Hönnu Dóru
Magnúsdóttur, eiga þau þrjá
syni. Sólveig á tvær dætur og
eitt barnabarn.
Lilja ólst upp í Merki í Jökul-
dal en fór svo að vinna að
Reykjum í Hveragerði og lærði
þar garðyrkju. Í Hveragerði
kynntist hún eiginmanninum,
honum Sigga Sæm. Lengst af
bjuggu þau á Grensásvegi 58.
Lilja og Siggi voru lengi með
matjurtagarð á Vatnsenda og
ræktuðu þar dýrindis græn-
meti, rófur og kartöflur og ým-
islegt fleira. Þegar börnin voru
komin upp fór Lilja að vinna í
Gróðurstöðinni í Laugar-
dalnum, hún varð skrúðgarð-
yrkjumeistari. Síðustu árin bjó
hún í Norðurbrún 1 og undi hag
sínum vel þar.
Útför Lilju fer fram frá Graf-
arvogskirkju í dag, 25. febrúar
2015, og hefst athöfnin kl. 13.
og Valborg, f.
1914, d. 1991. Hinn
12. ágúst 1950 gift-
ist Lilja Sigurði
Sæmundssyni frá
Stóru-Mörk, f. 7.
mars 1916, d. 11.
mars 1998. For-
eldrar hans voru
Sæmundur Ein-
arsson, f. 19. júní
1872, d. 1951, og
Guðbjörg María
Jónsdóttir, f. 30. des. 1889, d.
1961. Lilja og Sigurður eign-
uðust fjögur börn, þau eru Jök-
ull Eyfells, kvæntur Kristínu
Hlíf Andrésdóttur, eiga þau
þrjú börn og eina uppeld-
isdóttur og fjögur barnabörn.
Stefán, kvæntur Brynhildi
Kristjánsdóttur, eiga þau þrjú
Nú er komið að kveðjustund,
já Lilja tengdamóðir mín er farin
í Sumarlandið. Lilja mín, það eru
rúm 42 ár síðan ég kom fyrst
heim til ykkar með Jökli á gaml-
árskvöld, öll áramót síðan höfum
við verið saman, þar til núna síð-
ustu, þá þurftir þú að vera á
sjúkrahúsi. Það voru ekki bara
áramót sem við áttum saman,
fyrsta vikan saman í sumarbú-
stað var sumarið 1978 í Skorra-
dal. En síðustu 17 ár fórum við á
hverju vori, oftast í Ölfusborgir
og þar var notaleg vika, þér þótti
svo gott að fá fótanudd og krem á
fæturna á kvöldin. Svo spiluðum
við kana og sátum í sólinni, fórum
í pottinn og það var nú aldeilis
haldið upp á afmæli 17. júní og oft
komu margir til okkar í bústað-
inn.
Við fórum til Portúgals og við
fórum til Danmerkur saman, þér
þótti svo gaman að ferðast og
ekki má gleyma öllum útilegu-
num í gamla daga í Galtalæk og
víðar. Í afmælum hér hjá okkur lá
þér sko ekki á að fara fyrr en síð-
ust og vinir okkar höfðu líka gam-
an af að spjalla við þig. Já, Lilja
mín, síðan Siggi fór fyrir 17 árum
hefur þú verið svo mikið með okk-
ur að þetta verður svolítið skrítið
í fyrstu. Það er ekki slæmt fyrir
Sigga að fá aðstoð við blómin í
vor, það var nú svo flott hjá þér á
svölunum í gamla daga uppi á
Grensásvegi, að það kom nú bara
mynd af blómunum í blöðunum.
Takk fyrir allt sem þú prjón-
aðir á krakkana, það var ekki lítið
sem þú prjónaðir eða saumaðir
út, alltaf með eitthvert handa-
vinnuverk við höndina. Ég bið að
heilsa í Sumarlandið, takk fyrir
samfylgdina.
Hlíf.
Amma Lilja gaf besta faðmlag-
ið. Maður sökk í faðm hennar og
var leystur út með tveimur koss-
um. Hún var mjúk, hlý og um-
hyggjusöm og þakklát fyrir fólkið
sitt.
Þegar við vorum yngri sóttum
við mikið í að gista hjá ömmu og
afa á Grensás. Þar mátti allt. Við
máttum gera virki og kastala úr
öllum dýnum, teppum og hús-
gögnum sem til voru. Þar var allt-
af til full frystikista af ís og það
besta var að við fengum kókó-
puffs bæði á morgnana og á
kvöldin. Þar mátti líka alveg
sofna fyrir framan sjónvarpið.
Í minningunni var amma
frammi í stólnum sínum að
prjóna og afi inni í eldhúsi að gera
kæfu eða sjóða saltkjöt. Vatns-
endi var líka dularfullt og ævin-
týralegt leiksvæði fyrir okkur
barnabörnin sem gaf gulrætur og
rófur og lengi klóruðum við okk-
ur í kollinum yfir öllum baðkör-
unum sem enginn baðaði sig í.
Við munum alltaf hugsa til
ömmu Lilju þegar litrík sumar-
blómin fara að blómstra, þegar
við borðum kremkex, pönnukök-
ur og möndlukökur og þegar við
stelumst til að fá okkur kókópuffs
fyrir svefninn. Við erum ólýsan-
lega þakklátar fyrir að hafa átt
ömmu Lilju sem nú er komin til
afa að undirbúa vorverkin.
Harpa Hlín og Helga Katrín.
Í dag kveðjum við ástkæru
ömmu okkar. Faðir okkar, Jök-
ull, var hennar elsta barn af fjór-
um. Við systkinin í okkar æsku
gerðum það að reglulegum við-
burði að gista hjá afa og ömmu.
Einnig komum við til þeirra hver
áramót og jóladagur var eins og
ættarmót heima hjá þeim. Það
breyttist eftir lát afa, en amma
var alltaf nálægt yfir hátíðarnar.
Hún kom til okkar um jólin en á
meðan hún bjó enn á Grensás-
vegi, þá komum við til hennar
um áramót. Þau voru ekki full-
komin fyrr en maður hafði komið
þar í heimsókn og dáðst að út-
sýninu þegar flugeldarnir
sprungu yfir miðnætti.
Það var alltaf auðvelt að sjá af
veginum hvar amma bjó. Hún var
með svalirnar sem voru þaktar
blómum. Þó að þau afi og amma
hefðu ekki garð við íbúðina, þá
fengu svalirnar að njóta sín í
staðinn. Þau voru bæði með
græna fingur og Vatnsendi var
þeirra griðastaður, þar sem þau
höfðu smá skika þar sem nú eru
Heimsenda-hesthúsin. Það var
ævintýri að vera með þeim þar og
jafnvel gista. Þar fékk maður að
læra í eigin persónu hvaðan
grænmetið kom og rótargræn-
metið var furðu líkast að sjá
spretta upp úr moldinni. Ásamt
því að hafa græna fingur var hún
góð handavinnukona og prjónaði
meðal annars lopapeysur á okkur
öll.
Það er erfitt að minnast þess-
ara æskuára án þess að segja afi
og amma, því þau voru óaðskilj-
anleg, alveg þar til hann lést
1998. Þau mótuðu okkur með sín-
um ótæmandi kærleik. Amma var
yndisleg kona með smitandi hlát-
ur og bros sem lýsti upp herberg-
ið hvert sem hún fór.
Hún var vel virtur skrúð-
garðyrkjumeistari og vann í
Laugardal í gróðrarstöðinni þar.
Eftir að afi féll frá, þá var það
reglulegur viðburður, sem hún
hlakkaði mikið til á hverju ári, að
fara í bústað með okkur yfir vik-
una sem hún átti afmæli, en hún
hefur ætíð fengið skrúðgöngu sér
til heiðurs þann 17. júní. Þar var
hún ómissandi partur af kana-
spili, þar sem hann var spilaður á
hverjum degi.
Það var aldrei leiðinlegt að
hlusta á ömmu. Hún átti margar
skemmtilegar sögur og þá líka
frá Merki, hennar æskuheimili
þar sem hún var að ferja yfir Jök-
ulsá á Dal með kláf.
Amma bjó í Norðurbrún 1 síð-
ustu ár ævinnar. Hún naut þess
að vera meðal fólks og hafði alltaf
frá einhverju að segja. Hún átti
auðvelt með að eignast vini og tal-
aði starfsfólk Norðurbrúnar og
spítalanna, þegar hún dvaldi þar,
ávallt um hana sem gull. Þó svo
að hún hafi fallið frá 89 ára að
aldri, þá finnst okkur það of
snemmt. Maður er aldrei und-
irbúinn fyrir slíkt, en síðustu árin
voru orðin ansi strembin. Það
vantaði þó aldrei kærleikann og
eitt lítið bros var nóg til að láta
manni hlýna um hjartarætur. Þín
verður sárt saknað, en minning-
arnar mótast af ævintýrum og
gleði.
Hákon Andrés, Sigurður
Grétar og Lilja Marta.
Lilja Stefánsdóttir
Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir,
ELÍN ERNA ÓLAFSDÓTTIR
frá Lambhaga, Ölfusi,
sem lést fimmtudaginn 19. febrúar, verður
jarðsungin frá Hveragerðiskirkju
föstudaginn 27. febrúar kl. 14.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð dvalar-
og hjúkrunarheimilis Áss.
.
Anna María Jónsdóttir, Benedikt G. Eggertsson,
Magnús Flosi Jónsson, Sigrún Ágústsdóttir,
Halldór Jónsson,
Ólöf Jónsdóttir, Steindór Gestsson,
Kristján Einar Jónsson, Kristín Ólafsdóttir,
barnabörn og fjölskyldur þeirra.
Innilegar þakkir fyrir auðsýndan samhug,
stuðning og hlýju við andlát og útför okkar
ástkæru
SIGURRÓSAR ÓLAFSDÓTTUR,
Rósu,
Skúlagötu 20,
Reykjavík.
.
Ragnar Árnason, Anna Agnarsdóttir,
Atli Árnason, Kristjana Bergsdóttir,
Gylfi Árnason, Sigrún Ólafsdóttir,
Ólafur Helgi Árnason,
barnabörn, barnabarnabörn
og systkini hinnar látnu.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
KOLBRÚN JÓNASDÓTTIR,
Hafnarstræti 3,
Akureyri,
lést í faðmi fjölskyldu sinnar
sunnudaginn 15. febrúar á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð,
Akureyri.
Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
.
Björn H. Sveinsson,
Sævar Már Björnsson, Inga Randversdóttir,
Sigurlaug Björnsdóttir, Jóhannes Ævar Jónsson,
Jónas Björnsson, Ásta Garðarsdóttir,
Sveinn Björnsson, Leena Kaisa Viitanen,
Birgitta Linda Björnsdóttir, Kristján H. Kristjánsson,
ömmu og langömmubörn.
Móðir okkar og tengdamóðir,
ÞÓRA KRISTJÁNSDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir
þriðjudaginn 17. febrúar.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu. Alúðarþakkir til starfsfólks á
hjúkrunarheimilinu Eir, 3. hæð suður, fyrir góða umönnun.
Fyrir hönd aðstandenda,
.
Arnbjörg Edda Guðbjörnsdóttir, Grímur Valdimarsson,
Hafdís Karólína Guðbjörnsdóttir, Kristján Gíslason,
Guðmundur Guðbjörnsson,
Sólrún Guðbjörnsdóttir,
Ásgerður Guðbjörnsdóttir,
Arinbjörn Guðbjörnsson.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og bróðir,
KOLBEINN SIGURJÓNSSON,
Birkihlíð 3,
Sauðárkróki,
lést föstudaginn 20. febrúar á
Landspítalanum í Fossvogi.
Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn
7. mars kl. 14.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjartavernd.
.
Kristín Lúðvíksdóttir,
Atli Freyr Kolbeinsson,
Guðrún Ása Kolbeinsdóttir, Elvar Pálsson,
Fannar Logi Kolbeinsson
og systkini.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við
andlát föður, tengdaföður, afa og langafa,
HERMANNS KRISTBERGS
SIGURJÓNSSONAR
frá Norður-Bár,
sem lést á Heilbrigðisstofnun
Vesturlands Akranesi þriðjudaginn 10. febrúar.
Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalarheimilisins Fellaskjóls
Grundarfirði og HSV Akranesi fyrir einstaka umönnun.
.
Linda Hermannsdóttir, Þór Geirsson,
barnabörn og langafabörn.
Við Már vorum
að heita jafnaldrar,
ég fæddur á mið-
sumri og hann að
hausti 1928, en hins
vegar með allt landið á milli okk-
ar, ég í Reykjavík og upprunninn
um vestanvert landið, en hann úr
Fáskrúðsfirði og nánd. Urðum
við ekki hvor annars varir fyrr
en komið var á háskólastig, en
við þau kynni komumst við að
skyldleika eða meintum slíkum
hvors við annars konu, og varð
Már Elísson
✝ Már Elíssonfæddist 28.
september 1928.
Hann lést 4. febr-
úar 2015. Útför
Más fór fram 19.
febrúar 2015.
til að efla gagn-
kvæman áhuga.
Meðan hagfræði-
nám hér heima var í
frumbernsku, varð
Már mér fyrri til að
taka stefnu á há-
skóla ytra, fyrst í
Cambridge, Eng-
landi og síðar til
framhalds í Kiel, og
var mér því þénugt
að leita hans ráða
að loknu námi hér. Var ég svo
staddur þess fyrri staðar, er
hann að þarlands hætti var sleg-
inn til meistara í hagfræði. Gáði
hann lítt að taka með skartklæði
til athafnar, en ég var þeim albú-
inn og smellpössuðu. Sér á mynd
engin skil þeirra og hefðar-
skikkju háskólans, og máttu báð-
ir við upphefðina una. Var þar þá
Gunnar Schram hafréttarlög-
fræðing einnig fyrir að hitta.
Leið mín lá svo til Parísar á vit
þjóðhagsreikninga og hrökk þar
upp við skeyti frá þeim Má, að
kæmu og byðu okkur út. Var þar
þá Einar Ben, fyrrverandi
starfsbróðir og síðar sendiherra
og ásamt með Gunnari komið á
skapandi tengslum þriggja mik-
ilhæfra sérfræðinga í sjávarút-
vegsmálum. Nefnandi slíka má
hlutur Davíðs Ólafssonar fiski-
málastjóra, er verið hafði for-
ustumaður þeirra mála frá
stríðsbyrjun, ekki eftir liggja.
Hlaut hann að hafa þekkt til Más
frá uppruna hans, og var merki-
legt að verða vitni að því, hve vel
þeir spiluðu saman, að Már hafði
jafnan tekið út þroska til að
valda hverri ábyrgð, sem Davíð
bætti á hann uns gerðist seðla-
bankastjóri, þar sem ýmis við-
fangsefni voru af sama toga.
Með öðru, sem var þeim sam-
eiginlegt, var að taka menning-
arlega afstöðu til atvinnuvegar-
ins, og þá ekki síst að því er
tekur til matarmenningar, og
urðu báðir toppmenn á því sviði,
og þar með sérlega ákjósanlegir
heim að sækja, að sjálfsögðu
ekki síður með tilliti til þeirra
ágætu eiginkvenna. Þrátt fyrir
vægara eigið áfall lánaðist mér
að vitja Más stöku sinnum á
hjúkrunarheimilið Sóltún, síðast
viku fyrir endalokin. Var hann
þá svo hress og málglaður, að
varð mér til mikillar uppörvun-
ar, og trúði ég vart á bráð enda-
lok. En enginn má sköpum
renna, og megum við víst vera
þakklát fyrir það, sem hann var
okkur, meðan sálargáfur voru í
fullu standi.
Við Rósa vottum Guðríði og
fjölskyldunni hugheila samúð við
þeirra missi.
Bjarni Bragi Jónsson.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Minningargreinar