Morgunblaðið - 25.02.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.02.2015, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 2015 Mér varð á um daginn að hoppa upp í vitlausan stræt- isvagn í Ártúnsbrekkunni þar sem nokkrir vagnar tímajafna. Þegar ég áttaði mig á því spurði ég bílstjór- ann hvar ég gæti náð öðrum vagni sem flytti mig nær áfangastað, hann svaraði því fljótt og vel og bauð mér líka skiptimiða svo ég þyrfti ekki að borga í næsta vagni, sem hann hefði þó ekki þurft að gera. Þetta kalla ég góða þjónustu, takk fyrir mig. Ánægður farþegi. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Almennilegur bílstjóri Samgöngur Það má láta hugann reika í strætó. Fyrir um 80 árum myndaðist af náttúr- unnar hendi rof í garð- inn framan við Haga- vatn sunnan Langjökuls og þannig lækkaði vatnsborð vatnsins um tugi metra. Í kjölfarið hófst mikill uppblástur úr hinum uppþornaða vatnsbotni og grunnvatnsstaða svæðisins lækkaði sem ýtti undir frekara landrof. Hugmyndir um að stífla þetta rof í garðinn komu því fyrst fram hjá landeigendum og síðan Landgræðslu ríkisins, en hún hafði áður staðið fyrir sambærilegri fram- kvæmd við Sandvatn. Breytingar á vatnsborði Í fyrri hugmyndum um Haga- vatnsvirkjun var virkjunin útfærð sem toppaflsvirkjun með allt að 35 MW aflgetu. Hugmyndin var þá að nýta virkjunina til að jafna út dag- sveiflur í raforkunotkun og koma þannig með raforkuframleiðslu inn á netið þegar álagið var mest en stöðva vinnslu þess á milli. Ef virkjunin hefði verið útfærð sem toppaflsstöð þá hefði slíkur rekstur haft í för með sér óreglulegan niðurdrátt á vatns- borði Hagavatns. Þegar félagið Ís- lensk vatnsorka kom að verkefninu var ákveðið að breyta hönnun virkj- unarinnar yfir í jafnrennslisvirkjun, þ.e. rennsli virkunarinnar er jafnt og engar sveiflur í niðurdrætti Haga- vatns. Þetta breytir þó ekki þeirri stað- reynd að nær öll vötn á hálendinu leggur á veturna þegar ár, lækir og yfirborðsvatn breytast í ís. Þetta mun líka gerast í Hagavatni. Þegar vatnið leggur á haustin þá myndast íshella á vatninu en vatnið undir íshellunni dregst niður yfir vetrarmánuðina. Gert er ráð fyrir að íshellan liggi yfir veturinn á þeim stað sem vatnið var að hausti þó að vatnsborðið dragist niður. Að vori hlýnar síðan og ísinn breytist aftur í vatn og heldur yfir- borðinu röku meðan hann bráðnar. Þegar allur snjór og ís á hálendinu hefur breyst í vatn þá nær vatnsborð Hagavatns aftur fyrri hæð fljótlega eftir að snjóa leysir. Þessi útfærsla á Hagavatnsvirkjun mun þannig koma í veg fyrir dægursveiflur í nið- urdrætti Hagavatns. Árssveiflur verða hins vegar í lónhæð eins og öllum stöðuvötnum á hálendinu þegar vatn breytist í ís og er þeim lýst í skýrslu verkfræðistofunnar Mannvits. Áhrif endurheimtar Hagavatns í fyrra horf á gróður og sandfok verða þannig já- kvæð þar sem sandleirur frá fyrra vatnsborði munu aftur hverfa undir vatn og grunnvatnsborð á svæðinu mun hækka. Rannsóknir og skýrslur Orkuveita Reykjavíkur fékk upp- haflega úthlutað rannsóknarleyfi þann 1. apríl 2007 til athugana á virkjunarvalkosti við Hagavatn sunn- an Langjökuls. Á síðustu árum hafa farið fram á svæðinu umfangsmiklar rannsóknir, sem ná m.a. til útfærslu virkjunarhugmynda, mats á helstu umhverfisáhrifum, arðsemi og flest- um þeim þáttum sem tengjast slíkri framkvæmd. Íslensk vatnsorka hefur haldið áfram rannsóknum á verkefninu um Hagavatnsvirkjun sem hafa nú staðið yfir í átta ár. Fyrir liggja tugir grein- argerða og skýrslna um alla þá um- hverfisþætti sem skipta máli við slíka framkvæmd. Mikil áhersla hefur ver- ið lögð á að útfæra virkjunina í sam- ráði við sveitarfélagið, landeigendur og aðra sem hlut eiga að máli. Þessi rannsóknarvinna hefur síðan leitt til endurbóta á útfærslu virkjunar- hugmyndanna með það í huga að auka hin jákvæðu áhrif. Orkuafhending úr Hagavatns- virkjun verður með jarðstreng frá virkjuninni niður í Haukadal og það- an inn á dreifikerfið á Flúðum, mun það samkvæmt fyrirliggjandi áliti Landsnets auka öryggi orkuafhend- ingar á Suðurlandi og mögulegt er að raforkan nýtist í héraði til notkunar hjá garðyrkjubændum við afhending- arstað. Sem kunnugt er starfrækir Ferða- félag Íslands ferðaskála við Haga- vatn. Íslensk vatnsorka hefur átt í viðræðum við Ferðafélag Íslands um hugmyndir sem snúa að endurnýjun skálans og að nýr skáli yrði bæði með rafmagni og fullkominni hreinlæt- isaðstöðu og opinn almenningi. Svæð- ið umhverfis Langjökul er mjög vin- sælt útivistarsvæði, sérstaklega á veturna, og sótt heim af fleiri þúsund ferðamönnum. Á öllu svæðinu er samt engin hreinlætisaðstaða og er viðbúið að umhverfisáhrif þess að fleiri þúsund ferðamenn skuli hafa aðgang að hreinlætisaðstöðu muni verða jákvæð. Önnur umhverfisáhrif Ein mesta umhverfisógn jarðarbúa stafar að útblæstri gróðurhúsa- lofttegunda og hlýnun jarðar. Hlýnun jarðar, hækkun sjávar og tíðari felli- bylir hafa haft gríðarleg áhrif á stór- an hluta jarðarbúa og uppbygging virkjana án útblásturs er eitt af helstu baráttumálum umhverfissinna um víða veröld. Mikilvægt er að Ís- lendingar taki þátt í þessu með skyn- samri nýtingu landsins og þar er hug- myndin um rammaáætlun mjög góð þar sem hugmyndir um virkj- anavalkosti eru bornar saman og ákveðnir valkostir valdir úr til frekari skoðunar. Frekara mat virkjana- valkostanna fylgir síðan í kjölfarið með umhverfismati eins og lög gera ráð fyrir. Hagavatnsvirkjun – Jákvæð umhverfisáhrif Eftir Eirík Bragason »Útfærslu Haga- vatnsvirkjunar var breytt úr toppaflsstöð yfir í jafnrennslisvirkj- un en við það verða um- hverfisáhrifin mun já- kvæðari. Eiríkur Bragason Höfundur er verkfræðingur og fram- kvæmdastjóri Íslenskrar vatnsorku hf. Ég fer í verslun og geri góð kaup. Ég segi frá viðskiptunum ef aðrir vilja nýta sér það sem í boði er. Þetta gera flestir og þykir al- veg sjálfsagt mál. Eng- ir amast við því að ég segist hafa keypt hlut á góðu verði eða sakar mig um að ég sé að reka áróður fyrir versluninni, heldur þakka fyrir veitt- ar upplýsingar. Ég fer í kirkju, þar sem boðað er að Jesús Kristur hafi dáið á krossi, vegna synda minna, til að ég megi eiga eilíft líf. Ég fer með bæn í þess- um dúr: „Drottinn Jesús, ég iðrast synda minna og bið þig að hreinsa hjarta mitt og koma inn í líf mitt.“ Það tekur 5 sek. að fara með bænina. Ég finn að eitthvað hefur gerst innra með mér sem hefur góð áhrif á mig. Ég segi öðrum frá þessu. Sumir hlusta hljóðir á frásögn mína og fara að tala um eitthvað annað. Aðrir bregðast þannig við að þeir gera grín að upplifun minni. Nokkrir bregðast reiðir við og segjast engu trúa eða þá einhverju allt öðru og saka mig um trúaráróður. Ég skil ekki neitt í neinu, var bara að segja frá að góðir hlutir hefðu hent mig, sem stæðu öðrum til boða. Nokkrir hlusta með athygli á frásögn mína og vilja sjálfir fá að upplifa það sama og ég. Þeir já- kvæðu gleðja hjarta mitt en ég get ekki þekkt þá úr fyrirfram. Tvær góðar fréttir eru hér sagðar, önnur varðar veraldleg gæði en hin varðar andleg gæði. Um veraldlegu gæðin sameinast allir. Þjóðerni, litarháttur, trúar- viðhorf valda þar ekki deilum. Mammon er viðurkenndur „frelsari“ og ein trú ríkir um mikilvægi budd- unnar. Öðru máli gegnir um sálu- hjálpina, þar eru ólík viðhorf. Biblían kennir að Jesús Kristur hafi komið í heiminn til að frelsa sálir frá syndum og forða þeim frá glötun. Nú skyldi maður halda að fólk tæki svona frétt með fögnuði enda er talað um fagn- aðarerindið í því sambandi, en það er allur gangur á því eins og fram hefur komið. Kristna trú er ekki hægt að kenna, hún er gjöf Guðs Biblíunnar til manna. Enginn háskóli getur kennt trú. Hægt er að kenna fræðin sem tengjast trúnni en þau eru einskis virði til sáluhjálpar. Kristin trú er gjöf sem hver einstaklingur verður að þiggja af skapara sínum. Kristnir menn segja frá trú sinni og vitna um sína trúarreynslu. Þeirra skylda er að gera það til að allir eigi möguleika á að þiggja gjöfina miklu (stóra vinn- inginn), hjálpræði Jesú Krists. Eng- inn þiggur stærri gjöf en líf þess sem dó á krossi vegna mín/þín. Blóðið sem Jesús úthellti er eina „lyfið“ sem megnar að hreinsa hjarta syndugs manns. „Synd er að þér trúið ekki á mig,“ segir Jesús. Hann segir það vegna þess að þeir sem hafna gjöf- inni deyja í synd og glatast. Glötunin er eitthvað svo hryllileg að Guð Bibl- íunnar átti það eitt úrræði að senda son sinn í dauðann öðr- um til bjargar. Öllum er gefin frjáls vilji til að þiggja eða hafna góðu gjöfinni og útilokað er að þvinga kristna trú upp á einn eða neinn. Það er ótrúlegt að til skuli vera félög, jafnvel á ríkisstyrkjum, sem hafa það á stefnuskrá sinni að vinna gegn því að Guðs orð sé boðað til sáluhjálpar. Enn ótrú- legra er að til skuli vera vígðir prestar sem virðast ekki höndla þá skyldu að boða hjálpræðið í Jesú og átta sig ekki á um hvað kristni snýst. „Krossinn“ er sáðkorn kristninnar og þarf að skjóta rótum í hjörtum fólks til að kristnin vaxi. Sumir prestar og guðfræðingar villa um fyrir almenningi með því að boða eitthvað allt annað. Ljúga því t.d. að Biblían og Kóraninn eigi eitthvað sameiginlegt. Biblían boðar Jesú sem frelsara manna frá syndum og sem Guð kristinna manna. Kóraninn niðurlægir Jesú og gerir hann að spámanni óæðri Múhameð. Í Nígeríu rænir Allah kristnum barnaskóla- stúlkum í hundraða tali og lætur múslimsku mannræningjana, nauðg- arana og morðingjana, neyða upp á þær trú sinni og gera þær að kynlífs- þrælum. Viðbjóðurinn er takmarka- laus en fjölmenningarvellan á Vest- urlöndum reynir að gera gott úr þessu og trúboðar hennar segja jafn- vel að ekki séu þeir kristnu betri og þjóna þannig Allah í raun. Það getur ekkert gert illsku góða, síst af öllu fölsk góðvild. En það eru ekki bara „mínus prestar“ sem tala eins og hver vill heyra sem bregðast. Allir sem telja sig kristna eiga að segja frá góðu fréttunum og hafa þrá til þess, ann- ars er eitthvað að trúnni sem þarf að blása lífi í með bæn, lestri orðsins og kirkjusókn hjá plús prestum. „Drottinn Jesús ég iðrast synda minna og bið þig að hreinsa hjarta mitt og koma inn í líf mitt.“ Þessi bæn, sem hægt er að fara með í mörgum myndum ef innihaldið skilar sér, er kölluð hjálpræðisbæn. Sé hjálpræðisbænin beðin af einlægni er það sú bæn sem Guð heyrir alltaf. Sá sem þiggur góðu fréttirnar eign- ast hlutdeild í þeim og öðlast eilíft líf á himnum með Jesú Kristi. Sú bless- un og skylda fylgir þeirri gjöf að segja öðrum frá góðu fréttunum. Andkristnir áróðursmenn sem hindra frjálst vitnisburða frelsi krist- inna manna oftúlka trúfrelsislög á kostnað laga um málfrelsi. Það er af- leitt þegar áhrifa þeirra gætir á al- þingi í borgar- og bæjarstjórnum og hjá fjölmiðlum. Maður spyr sig, er góð frétt trúboð? Ég bið Íslendingum Guðs friðar. Er góð frétt trúboð? Eftir Ársæl Þórðarson Ársæll Þórðarson »Mammon er viður- kenndur „frelsari“ og ein trú ríkir um mikilvægi buddunnar. Höfundur er húsasmiður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.