Morgunblaðið - 25.02.2015, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.02.2015, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 2015 Malín Brand malin@mbl.is Þær Lára og Sigríður starfabáðar í heilbrigðisgeir-anum. Lára er læknir oger nú í doktorsnámi í lýð- heilsuvísindum og Sigríður er hjúkrunarfræðingur hjá Krabba- meinsfélaginu. Þær unnu á sama vinnustað fyrir um sex árum síðan og þá kviknaði áhugi þeirra á að vinna saman að verkefni utan vinnu- staðarins. „Það var áhuginn á því að upplifa eitthvað nýtt með börnunum okkar sem leiddi okkur saman,“ segir Lára. Vefur, bók og Facebooksíða Bókin Útivist og afþreying fyr- ir börn: Reykjavík og nágrenni eftir þær Láru og Sigríði kom út fyrir rúmum tveimur árum. Auk þess að hafa gefið út veglega bók halda þær úti Facebooksíðu undir sama nafni og bókin og vefsíðunni www.sam- vera.is. „Á heimasíðunni bendum við á ýmsa viðburði og annað tengt fjölskyldufólki. Okkur fannst vanta svona upplýsingar fyrir fjölskyldur og það ýtir líka við manni sjálfum að láta ekki spennandi viðburði og ann- að fara framhjá sér,“ segir Lára. Ljóst er að mikil þörf var á síðu sem þessari. Fylgjendur Facebooksíð- unnar eru tæplega 4500 og vefsíðan er vel sótt. Sjálfar fylgjast þær vel með því sem er á döfinni en fá góða aðstoð frá dyggum lesendum. „Við fáum oft sendar ábendingar frá að- ilum sem eru með áhugaverða við- burði eða annað sem hentar fjöl- skyldufólki. Það auðveldar okkur að fylgjast með og koma upplýsingum áleiðis,“ segir Lára og bætir því við að þetta sé sérstök ástríða hjá þeim vinkonum en báðar eru þær í fullri vinnu en sinna síðunum í frí- stundum. Samkeppni við tölvurnar? Ætli flestir foreldrar þekki það ekki að keppa við tölvurnar um at- hygli barnanna. Það er súrt í broti að tapa fyrir tölvunum og um að gera að snúa þessari þróun við. „Með því að fara af heimilinu og gera eitthvað saman þá finnst mér ég ná betur til barnanna. Maður tengist líka börnunum á annan hátt með því að vera í ólíkum aðstæðum. Eins og að sjá hvernig þau bregðast við ýmsum aðstæðum og þá fær maður líka tækifæri til að kenna þeim að takast á við ólíkar áskor- anir, hverju maður þarf að gæta að og fleira,“ segir Lára. Það er óhætt að taka undir það að hellaskoð- unarleiðangur og sundferð á eftir skilur töluvert meira eftir sig en helgi þar sem hver og einn húkir í sínu horni, þó svo að ekkert sé að því að slaka á heima inn á milli. „Ég finn það að við verðum öll svo miklu glaðari eftir að hafa nýtt helgina í að gera eitthvað saman. Við eigum það alveg til að vera heima heilu helgarnar og það er líka gott inn á milli ef allir eru stemmdir fyrir því. Samverustundir sem byggja upp Þær Lára G. Sigurðardóttir og Sigríður Arna Sigurðardóttir halda úti gagn- legum vef sem hugsaður er fyrir fjölskyldufólk sem verja vill meiri tíma með börn- um sínum. Sem mæður vita þær að það dýrmætasta sem foreldrar geta gefið börn- um sínum er tími. Er hægt að verja nægilegum tíma með börnunum þar sem Íslendingar vinna fleiri vinnustundir að jafnaði en nágrannaþjóðirnar? Samvera Lára G. Sigurðardóttir og börnin hennar á góðum degi í Heið- mörk. Samverustundir barna og foreldra skilja mikið eftir í huga barna. Félag íslenskra fræða var stofnað ár- ið 1947 og hefur að markmiði að efla íslensk fræði og fjalla um þau með ýmsu móti við ýmis tækifæri. Í kvöld klukkan 20:00 verður haldið fyrsta rannsóknarkvöld vorsins 2015 og af því tilefni flytur dr. Vésteinn Ólason erindið Allt orkar tvímælis þá gert er – að gefa út eddukvæði. Í erindinu mun Vésteinn segja frá aðdraganda þess að hann og Jónas Kristjánsson gáfu út Eddukvæði fyrir Hið íslenzka fornritafélag og mun hann ræða um forsendur útgáfunnar. Ákvarðana- taka við slíka útgáfu er án efa erfið enda þarf að vega og meta hversu margt á að koma fram í formála og hve ítarlega fara ber í eldri kenningar, heildarmerkingu og túlkun. Allir eru velkomnir á rannsóknarkvöldið sem fram fer í Hljóðbergi, Hannesarholti að Grundarstíg 10 í Reykjavík. Vefsíðan www.islensk.fraedi.is Morgunblaðið/Einar Falur Erindi Vésteinn Ólason mun ræða um útgáfu eddukvæða í Hannesarholti. Að gefa út eddukvæði Í dag klukkan 17:30 halda Ungir fjár- festar fund í stofu M101 í Háskól- anum í Reykjavík. Yfirskrift fundarins er Þróun olíuverðs og áhrif þess á Ís- land. Fjárfestirinn og hagfræðingur- inn Heiðar Már Guðjónsson og Viðar Ingason, hagfræðingur hjá VR, flytja erindi á fundinum. Verður þar fjallað um sögu olíunnar og olíumarkaðarins og olíuleit við Ísland auk þess sem farið verður yfir olíuverðið og þróun þess í dag. Viðar mun ræða um áhrif olíuverðs á þjóðarbúskap Íslands. Nánari upplýsingar um Unga fjár- festa er að finna á vefsíðunni www.ungirfjarfestar.is. Endilega ... ... hlýðið á Unga fjárfesta Morgunblaðið/Árni Sæberg Fundur Rætt verður um olíuverð. SalsaIceland hefur kennslu á örnám- skeiði fyrir byrjendur í salsa í kvöld. Námskeiðið er þrjú kvöld og er bæði fyrir einstaklinga og pör. Farið verð- ur í grunninn á salsa og er engrar danskunnáttu krafist fyrir nám- skeiðið. Hver danstími varir í klukkustund og korter og kenna þau Camilo og Inga María á námskeið- inu. Eilítið ódýrara er að koma með dansfélaga en það er þó ekki skylda. Frekari upplýsingar um nám- skeiðið má fá með því að senda póst á́ netfangið: edda@salsaiceland.is. Kennsla fer fram í Klassíska list- dansskólanum að Grensásvegi 14 í Reykjavík. Á vef SalsaIceland er sérstaklega tekið fram að margir atvinnurek- endur og stéttarfélög veiti styrk til þátttöku á námskeiðum SalsaIce- land gegn framvísun kvittunar. Námskeiðskvöldin eru þann 25. febrúar (í kvöld), 2. mars og 4. mars á tímanum 20:30 til 21:45. Einnig má lesa um námskeiðið á vefsíðunni www.salsaiceland.is. Lærið að dansa af lífi og sál Örnámskeið í salsa fyrir byrjendur hefjast í kvöld Morgunblaðið/Ómar Salsa Kennarar og sýningarhópar frá SalsaIceland á sýningu í Ráðhúsinu. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.