Morgunblaðið - 25.02.2015, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.02.2015, Blaðsíða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 2015 Hundum út sigandi Alveg er sama hvað gengur á í veðrinu, blessaðar skepnurnar þurfa að leggja frá sér, og þá þurfa eigendurnir að dúða sig í vetrarflíkur og skunda af stað með fjórfætlingana. Golli Fáir menn voru snjallari en Björn Jó- hannsson heitinn, fréttastjóri og síðar ritstjórnarfulltrúi á Morgunblaðinu, að finna nýja hlið á frétta- málum og draga fram ferskar upplýsingar. Hann kunni listina að spyrja og nálgast við- fangsefni frá öðru sjónarhorni en áður. Björn var fundvís á nýja „vinkla“ á fréttum í endalausri viðleitni til að draga upp heilsteypta mynd fyrir almenning af innlendum og erlendum vettvangi. Íslenskir fjölmiðlungar gerðu margt vitlausara en að sækja í smiðju Björns Jóhannssonar. Með því fengi almenningur t.d. gleggri mynd af neyðarláni Seðlabankans til Kaupþings með veði í danska bank- anum FIH í október 2008. Fjölmiðlar, álitsgjafar og ónefndir stjórnmálamenn eru ótrúlega upp- teknir af tvennu. Annars vegar af símtali Geirs H. Haarde forsætis- ráðherra og Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra og hins vegar af því í hvað neyðarlánið fór. Svo er hamrað á því að tugir milljarðar hafi tapast. Allt er þetta gott og blessað. En í stað þess að flytja sömu fréttina dag eftir dag, væri ekki úr vegi fyrir fjölmiðla – ekki síst þá sem vilja halda kyndli rannsóknarblaða- mennsku á lofti – að upplýsa um fjárhagslega stöðu FIH-bankans þegar ákveðið var að veita lánið og taka veð í bankanum. Með öðrum orðum: Reyna að átta sig á verð- mæti veðsins sem tekið var. Árið 2008 skilaði FIH-bankinn um 208 milljónum danskra króna í hagnað og eigið fé bankans nam 7.809 milljónum danskra króna í lok ársins. Eig- ið fé var meira en tvö- falt hærra en neyðar- lán Seðlabankans. Í framhaldinu hljóta fjölmiðlamenn að varpa kastljósi sínu á hvernig staðið var að sölu á FIH-bankanum og leita svara við því af hverju Seðlabankinn tap- aði jafn miklu og raun varð á með sölunni árið 2010. Við þá rannsókn er þess að vænta umfjöllun danskra fjölmiðla veki athygli en þeir töluðu um reyfarakaup. Fyrir Íslendinga er ekki síður áhugavert að vita að kaupendurnir hafa hagnast vel og sumir um tugi milljarða króna. Upplýsingar af þessu tagi gætu hjálpað almenningi við að átta sig á hlutunum en ekki síður róað lítillega þá stjórnmálamenn og álitsgjafa sem fara á taugum í hvert skipti sem minnst er á Davíð Oddsson eða hann tekur til máls. Jafnræðisreglu fórnað? Salan á FIH er langt í frá að vera eina verðuga rannsóknarefni fjöl- miðla á því hvernig staðið var að verki eftir fall fjármálakerfisins. Það er ekki víst að þar standist allt skoðun. Sterkar vísbendingar eru um að jafnræðisregla hafi ekki verið höfð í hávegum við endurskipulagningu atvinnulífsins og skuldauppgjör fyrirtækja og eignarhaldsfélaga. Þar sátu ekki allir við sama borð. Svo virðist sem lánastofnanir hafi gengið fram með misjöfnum hætti gagnvart sjávarútvegsfyrirtækjum. Hið sama er að segja um versl- unarfyrirtæki, verktaka og eignar- haldsfélög. Á sama tíma og eitt félag gat gert kyrrstöðusamning og jafn- vel samið um niðurfellingu skulda, var öðru félagi neitað um slíka samninga. Er nema von að alvarlegar spurn- ingar vakni um hvort jafnræðisreglu hafi verið fylgt á árunum 2009 til 2013? Það væri t.d. einnar messu virði fyrir rannsóknarblaðamenn að fara yfir sögu Atorku og skoða hvernig félagið, sem var í eigu þús- unda einstaklinga og lífeyrissjóða, var tekið föstum tökum af ríkis- banka. Áhættuskuldbindingar Atorku námu ríflega 50 milljörðum króna þegar bankakerfið hrundi í október 2008. Verðmætasta eignin var Pro- mens en Atorka átti einnig m.a. Jarðboranir og Björgun, auk þess að eiga stóran hlut í Geysi Green Energy og nokkrum erlendum fyrirtækjum. Hluthafar Atorku töpuðu öllu sínu. Kröfuhafar, en þar var Lands- bankinn langstærstur, tóku yfir fé- lagið og eignir þess – þar á meðal Promens. Og nú hefur Promens ver- ið selt úr landi og söluverðið um 62 milljarðar króna. Í október 2009 samþykkti Alþingi lög um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins (nr. 107/ 2009). Markmið laganna, sem voru felld úr gildi í desember 2010, var að „hraða endurreisn íslensks efna- hagslífs í kjölfar banka- og gjaldeyr- ishrunsins haustið 2008 og að jafn- vægi komist á virði eigna og greiðslugetu annars vegar og fjár- skuldbindinga einstaklinga, fyrir- tækja og heimila hins vegar,“ eins og sagði í 1. grein. Í greinargerð með frumvarpinu var tekið fram að í „tilvikum fyrir- tækja er átt við fyrirtæki þar sem sjóðstreymi eða núverandi eignir geta gert þau lífvænleg til lengri tíma litið ef gerðar verða breytingar á lánasamningum“. Fyrir þær þúsundir einstaklinga sem áttu hlutabréf í Atorku, en glöt- uðu öllu sínu, er athyglisvert að lesa greinargerðina með frumvarpinu ekki síst í ljósi sölunnar á Promens. Það er ekki síður áhugavert fyrir hluthafana að löggjafinn skuli hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að „vinnubrögð kröfueigenda við skuldbreytingar og hugsanlega eft- irgjöf krafna séu hafin yfir allan vafa“. Það er erfitt að fella dóm um hvort kröfuhafar hafi sýnt sanngirni og staðið eðlilega að verki gagnvart hluthöfum Atorku eða hvort jafn- ræðis hafi verið gætt á milli skuld- ara. Til þess skortir upplýsingar og eftir þeim geta fjölmiðlar kallað. Milljarðar í rannsóknir Íslenskir skattgreiðendur hafa greitt milljarða í rannsóknir á að- draganda hrunsins. Rannsóknar- nefndir hafa verið skipaðar og þús- undir blaðsíðna skrifaðar. Óteljandi fréttir hafa verið skrifaðar og flutt- ar, álitsgjafar hamrað á tölvur og stjórnmálamenn þanið raddböndin og ekki allir sparað yfirlýsingarnar og dómana. En Íslendingar vita lítið um hvað gerðist eftir fall fjármálakerfisins. Vitneskjan um hvernig staðið var að samningum við kröfuhafa föllnu bankanna er takmörkuð og einka- væðingin hin síðari er í móðu. Þótt ekki sé ástæða til að ætla að þar hafi verið gengið gegn lögum er nauð- synlegt að leggja öll spil á borðið ekki bara um einkavæðinguna held- ur einnig hvernig staðið var að ákvörðun um útgáfu 238 milljarða króna skuldabréfs Landsbankans til þrotabús gamla bankans. Skulda- bréfið er þungur baggi á ríkisbank- anum og íslensku þjóðarbúi. Skiptir engu þótt bréfinu hafi verið skuld- breytt. Engin haldbær rök hafa komið fram af hverju ákveðið var að gefa skuldabréfið út í annarri mynt en íslenskri krónu. Ég hef haldið því fram að Landsbankabréfið sé heitur kolamoli í íslenska stjórnkerfinu en útgáfa þess var samkvæmt sam- komulagi fjármálaráðuneytisins, Landsbankans hf. og LBI hf. sem gert var í desember 2009. Með sama hætti er nauðsynlegt að draga fram í dagsljósið allar upp- lýsingar um hvernig staðið var að skuldauppgjöri fyrirtækja, félaga og einstaklinga. Rökstuddur grunur um að þar hafi ekki allir setið við sama borð ætti ekki aðeins að ýta við fjölmiðlum heldur ekki síður Al- þingi. Rannsóknarnefndir hafa verið skipaðar af minna tilefni. Eftir Óla Björn Kárason »Rökstuddur grunur um að þar hafi ekki allir setið við sama borð ætti ekki aðeins að ýta við fjölmiðlum heldur ekki síður Alþingi. Óli Björn Kárason Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokks. Takmörkuð vitneskja um eftirhrunsárin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.