Morgunblaðið - 25.02.2015, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.02.2015, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 2015 Opið virka daga 10.00 - 18.15 laugardaga 10.00 - 15.00 | Gnoðarvogi 44, 104 Reykjavík | sími: 588 8686 akkar ök kjur Glæný línuýsa Hrogn og lifur Súr hvalur og hákarl BAKSVIÐ Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Lánasjóð íslenskra náms- manna er tekur til endurgreiðslu lána og niðurfellingar, var fyrir ára- mót lagt fram á Alþingi í fimmta sinn. Á yfirstandandi þingi og í fyrra er einn flutningsmaður að frum- varpinu, Sigríður Ingibjörg Inga- dóttir, Samfylkingu, en í fyrstu þrjú skiptin sem frumvarpið var lagt fram, voru þrír stjórnarþingmenn úr röðum Vinstri grænna flutnings- menn ásamt stjórnarandstöðuþing- mönnum Framsóknarflokksins og Hreyfingarinnar. Lilja Mósesdóttir, Vinstri grænum, var fyrsti flutn- ingsmaður frumvarpsins í fyrstu þrjú skiptin. Sigríður Ingibjörg gerir eina breytingu á frumvarpinu frá því sem var í fyrra. Hún bætir inn einni setningu í 1. grein sem er svohljóð- andi: „Við fráfall ábyrgðarmanns falla niður þau lán sem hann hefur gengist í ábyrgð fyrir.“ Verði lagfært í meðförum nefndarinnar Sigríður Ingibjörg var í gær spurð hvers vegna hún hefði breytt frumvarpinu með ofangreindum hætti og hvort hún væri að leggja til að upphaflegur lántaki þyrfti ekki að standa skil á láninu ef ábyrgð- armaður lánsins félli frá: „Það er góð spurning. Þegar ég lagði fram frumvarpið fyrst, þá kom það mér mjög á óvart, hversu marg- ir höfðu samband við mig, sem voru í vandræðum út af dánarbúum þar sem með fylgdu lánaskuldir. Þá gátu lántakar verið annað hvort dánir eða horfnir, þannig að lánið var fallið á ábyrgðarmann og þar með úr höndum lántaka,“ sagði Sig- ríður Ingibjörg. Sigríði Ingibjörgu var bent á að í breyttu frumvarpi hennar væru engin ákvæði um það, að lántaki, ef hann væri á lífi, ætti áfram að standa skil á láninu. „Það er ekki meiningin, og það þarf þá bara að lagfæra það í nefnd, en þar er frum- varpið til meðferðar nú. Meiningin með breytingunni er sú, að lánið falli niður, hafi ábyrgðin af láninu verið fallin á ábyrgðarmann, sem síðan fellur frá,“ sagði Sigríður Ingibjörg. Hún var spurð hvort þessi grein væri ekki vanhugsuð, eins og hún er sett fram í frumvarpinu: „Það held ég ekki. Hún er ekki vanhugsuð, af því hún kemur upp úr umræðu um ábyrgðir sem fallið hafa á ábyrgð- armenn, eins og ég sagði áðan,“ sagði Sigríður Ingibjörg. Beitir sér ekki fyrir lagabreyt- ingum af greiðasemi Sigríður Ingibjörg var loks spurð hvort þessi nýja setning í frumvarp- inu væri til komin af greiðasemi við Guðmund Steingrímsson, sem hefur mótmælt því harðlega að dánarbú fjölskyldu hans sé krafið um greiðslur af námsláni Steingríms Steingrímssonar, tannlæknis í Bandaríkjunum, sem er sonur Steingríms Hermannssonar, heit- ins, fyrrverandi formanns Fram- sóknarflokksins og forsætisráð- herra, af fyrra hjónabandi. Steingrímur Hermannsson var ábyrgðarmaður láns Steingríms Steingrímssonar: „Nei, svo er alls ekki. Þegar ég lagði frumvarpið fram fyrst, fékk ég margar fyr- irspurnir um þetta efni og taldi því eðlilegt að bæta þessari setningu inn. Þetta hefur ekkert með greiða- semi við Guðmund Steingrímsson að gera, enda á hann ekki inni hjá mér greiða og ég myndi ekki beita mér fyrir lagabreytingum, til þess að gera fólki greiða,“ sagði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir. Fráfall ábyrgðarmanns Í greinargerð með frumvarpinu um fráfall ábyrgðarmanns segir m.a.: „Í frumvarpinu er lagt til að við fráfall ábyrgðarmanns falli nið- ur þau lán er hann hefur gengist í ábyrgð fyrir. Samkvæmt upplýs- ingum frá Lánasjóði íslenskra námsmanna voru í maí á þessu ári þrjátíu lán í innheimtu þar sem erf- ingjar eða dánarbú væru að greiða af námslánum. Samkvæmt upplýs- ingum frá Lánasjóðnum er um að ræða mál þar sem aðilar hafa geng- ist við ábyrgð og samið um uppgjör. Ekki er að öðru leyti haldið utan um upplýsingar um þau lán þar sem erfingjar eða dánarbú eru greið- endur.“ Í greinargerðinni segir jafnframt að frumvarpið sé að mestu leyti byggt á löggjöf á Norðurlöndunum, en jafnframt tekið fram að þar byggist námsaðstoðarkerfið á sam- setningu styrkja og lána. Niðurfell- ingarheimildir vegna veikinda, ör- orku eða fötlunar séu fyrir hendi í Noregi og Svíþjóð. Lán falli niður við lát ábyrgðarmanns  „Breytingin ekki gerð af greiðasemi við Guðmund Steingrímsson,“ segir Sigríður Ingibjörg Inga- dóttir, flutningsmaður frumvarpsins, um breytingar á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna Morgunblaðið/Árni Sæberg Alþingi Frumvarpið sem Sigríður Ingibjörg Ingadóttir flytur nú um breyt- ingar á lögum um niðurfellingu lána hjá LÍN er nú flutt í fimmta sinn. Sigríður Ingi- björg Ingadóttir Guðmundur Steingrímsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.