Morgunblaðið - 28.02.2015, Side 8

Morgunblaðið - 28.02.2015, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2015 Óttarr Proppé, þingmaður Bjartr-ar framtíðar, viðraði í fyrir- spurnatíma á þingi í gær áhyggjur af því að lögreglunni yrðu veittar aukn- ar heimildir til rannsókna. Tilefnið voru orð Ólafar Nor- dal innanríkis- ráðherra um að þessi mál þyrfti að ræða og féllu þau í fram- haldi af hryðjuverk- um í Evrópu og skýrslu Ríkislög- reglustjóra um mat á hryðjuverkahættu hér á landi.    Eins og innanrík-isráðherra nefndi í svari sínu við fyrirspurn Óttars þarf að gæta að jafnvægi á milli heimilda lögreglu og öryggis annars vegar og frelsi borgaranna til orðs og æðis hins vegar.    Mikilvægt er að umræða um þessimál fari fram og þess vegna er jákvætt að innanríkisráðuneytið hafi þegar hafist handa við að taka saman upplýsingar um þessi mál sem ráð- herrann hyggst leggja sem fyrst fyrir þingið, jafnvel fyrir yfirstandandi þing.    Eins og lesa má út úr skýrslu Rík-islögreglustjóra og raunar í fréttum alla daga, liggur á að tekin sé afstaða til þeirrar vaxandi ógnar sem vestræn samfélög standa frammi fyr- ir, þar með talið hið íslenska.    Allir eru vonandi sammála um aðgæta þurfi að réttindum ein- staklingsins, en slík sjálfsögð sjón- armið má ekki misnota til að koma í veg fyrir að öryggi almennings verði aukið.    Því miður er umræðan stundummeð þeim hætti að sú virðist vera ætlunin. Óttarr Proppé Afvegaleiðum ekki þarfa umræðu STAKSTEINAR Ólöf Nordal Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is mánudaginn 2. mars, kl. 18 í Gallerí Fold, á Rauðarárstíg Jón Stefánsson Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna svo og fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna. Verkin verða sýnd laugardag kl. 11–17, sunnudag kl. 12–17, mánudag kl. 10–17 Listmunauppboð í Gallerí Fold Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30 *Að sjálfsögðu fær ríkissjóður 24% virðisaukaskatt af þessari sölu. Verðlækkunin 19,36% er alfarið á kostnað ILVA Gildir ekki um vörur á áður niðursettu verði og vörum merktum “Everyday Low Price” TAX FREE HELGI* 27. feb. - 2. mars Föstudag - mánudags Veður víða um heim 27.2., kl. 18.00 Reykjavík 0 skýjað Bolungarvík -2 skafrenningur Akureyri -1 alskýjað Nuuk -8 snjóél Þórshöfn 5 skýjað Ósló 2 léttskýjað Kaupmannahöfn 3 súld Stokkhólmur 2 skýjað Helsinki -1 þoka Lúxemborg 2 skýjað Brussel 6 léttskýjað Dublin 7 skýjað Glasgow 6 skýjað London 8 léttskýjað París 7 skýjað Amsterdam 6 léttskýjað Hamborg 6 léttskýjað Berlín 10 heiðskírt Vín 8 léttskýjað Moskva 0 þoka Algarve 17 heiðskírt Madríd 13 heiðskírt Barcelona 12 léttskýjað Mallorca 7 skúrir Róm 13 léttskýjað Aþena 11 skúrir Winnipeg -21 léttskýjað Montreal -16 heiðskírt New York -5 heiðskírt Chicago -10 heiðskírt Orlando 13 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 28. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:40 18:42 ÍSAFJÖRÐUR 8:50 18:41 SIGLUFJÖRÐUR 8:34 18:24 DJÚPIVOGUR 8:11 18:10 Jarðaumsýsla fjármála- og efna- hagsráðuneytisins og fasteigna- umsýsla Fasteigna ríkissjóðs sam- einast 1. mars í Ríkiseignum. Meginhlutverk þeirra er hagkvæm og skilvirk umsýsla eigna, að sögn fjármála- og efnahagsráðuneytis. Verkefni sem tengjast jarð- og fasteignum ríkssjóðs færast nú á einn stað. Ríkiseignir munu „sinna útleigu, viðhaldi og rekstri fast- eigna í eigu ríkissjóðs, umsýslu og skráningu fasteigna og jarðrænna auðlinda ríkisins, ásamt daglegri umsýslu jarðeigna í eigu ríkissjóðs, sjá um ábúðarmál og hafa umsjón með leigusamningum, innheimtu jarðarafgjalda og leigugreiðslna, auk þess að sinna samskiptum við leigutaka, ábúendur, sveitarfélög og aðra opinbera aðila.“ Í Ríkiseignum verða 16 störf, framkvæmdastjóri verður Snævar Guðmundsson. gudni@mbl.is Ríkiseignir taka til starfa 1. mars Lýður Bakkdal Björns- son, sagnfræðingur og kennari, lést á Vífils- stöðum 25. febrúar á 82. aldursári. Lýður fæddist 6. júlí 1933 í Bakkaseli í Bæj- arhreppi í Stranda- sýslu. Foreldrar hans voru Valgerður Elín Andrésdóttir, hús- móðir, og Björn Lýðs- son, bóndi. Lýður lauk stúdents- prófi frá MR 1954 og BA-prófi í mannkyns- sögu og landafræði, auk kennsluréttinda, frá HÍ 1957. Hann lauk einnig cand.mag.-prófi í sögu og landafræði frá HÍ 1965. Lýður kenndi við gagnfræðaskóla í Reykjavík, við Verzlunarskóla Ís- lands og Kennaraháskóla Íslands. Hann sat um tíma í stjórnum Lands- sambands framhaldsskólakennara, Félags háskólamennt- aðra kennara og í for- ystu Sagnfræðinga- félags Íslands. Lýður var afkasta- mikill rithöfundur og liggur eftir hann fjöldi bóka, ritgerða og greina. Hann skrifaði m.a.: Skúla fógeta, Hagræna landafræði, Sögu sveitarstjórnar á Íslandi I-II, Frá siða- skiptum til sjálfstæð- isbaráttu, Björn rit- stjóra, Sögu Kópavogs, Sögu Hjúkrunarskóla Íslands, Heimavarnarlið Levetzows og her Jörundar, Sögu Starfs- mannafélags Reykjavíkurborgar og sögu Kaupmannasamtaka Íslands. Eftirlifandi eiginkona Lýðs er Guðbjörg Ósk Vídalín Óskarsdóttir, f. 1931. Þau eignuðust Valgerði Birnu, hjúkrunarfræðing, f. 1959. Andlát Lýður Björnsson, sagn- fræðingur og kennari

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.