Morgunblaðið - 28.02.2015, Page 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2015
Undirskriftir vantaði
Í minningagrein um Unni Jón-
asdóttur í blaðinu í gær, 27. febrúar,
bls. 15, vantaði undirskrift barna
hennar, en þau eru Sigurjón Ragn-
ar, Guðmundur, Rúnar Þór, Fanney
Dóra og Guðrún. Beðist er velvirð-
ingar á mistökunum.
Eitt safn vantaði
Í umfjöllun um uppbyggingu á
Granda á bls. 65 í blaðinu í gær, láð-
ist að geta Norðurljósasafnsins í
upptalningu á söfnum á svæðinu.
Beðist er velvirðingar á þessum mis-
tökum.
LEIÐRÉTT
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Miðað við fjölgun erlendra ferða-
manna til Íslands og áætlanir
flugfélaganna þyrfti að ráðast í
framkvæmdir á Keflavíkurflug-
velli fyrir um 50 milljarða króna á
næstu 5-7 árum, með frekari
stækkun flugstöðvarinnar og við-
haldi á flugbrautum og öðrum
búnaði.
Þetta segir Elín Árnadóttir, að-
stoðarforstjóri Isavia, en hún var
formaður valnefndar í hönnunar-
samkeppni um þróun og upp-
byggingu Keflavíkurflugvallar
næstu 25 árin. Eins og kom fram
í Morgunblaðinu var það norska
hönnunarstofan Nordic-Office of
Architecture sem bar sigur úr
býtum í keppninni.
Elín segir næstu skref í kjölfar
tillagna Nordic að velja ráðgjafa
til að vinna verkefnið áfram.
„Þetta eru fyrst og fremst til-
lögur, byggðar á okkar farþegas-
pám í útboðsgögnum. Þær virðast
stórtækar en það er vel hægt að
búta þessa áfanga niður eftir að-
stæðum hverju sinni. Núna þurf-
um við að setjast niður með öllum
hagsmunaaðilum, flugfélögunum
þar á meðal, til að ræða útfærslu
á tillögunum. Í haust verður
komin áætlun um hvað við mun-
um ráðast fyrst í,“ segir Elín.
Miklar framkvæmdir standa nú
yfir á Keflavíkurflugvelli og inni í
Leifsstöð. Endurbætt flugstöð
verður tekin í gagnið í vor og þá
bætast við tvö flughlið. Á næsta
ári mun þessum framkvæmdum
ljúka og þá bætast við fjögur hlið,
en þau eru alls 16 í dag.
Elín segir að þetta muni auka
afkastagetu flugvallarins veru-
lega. Á síðasta ári fóru nærri 3,9
milljónir farþega um Leifsstöð en
til samanburðar má rifja upp að
árið 2009 var fjöldinn um 1,8
milljónir. Til ársins 2040 er því
spáð að farþegafjöldinn fari í 8
milljónir.
Framkvæma þarf fyrir 50
milljarða á næstu árum
Ákveðið í haust með næstu framkvæmdir í Leifsstöð
Mannanafnanefnd hefur á und-
anfarinni viku úrskurðað um sex
nöfn. Kvenmannsnöfnin Eivör og
Júlína voru samþykkt af nefnd-
inni og verða færð á manna-
nafnaskrá. Þá voru karlkyns-
nöfnin Tíbor og Antóníus einnig
samþykkt sem og millinafnið Úlf-
dal. Kvenmannsnafnið Eilithya
var ekki samþykkt þar sem engin
kona ber nafnið í þjóðskrá sem
uppfyllir skilyrði mannanafna-
nefndar fyrir hefð. Þá kemur
nafnið heldur ekki fyrir í mann-
tölum frá árunum 1703-1910, og
telst þar af leiðandi ekki vera
hefð fyrir nafninu Eilithya.
Eivör samþykkt en
Eilithya ekki
Glæsilegur fatnaður
fyrir fermingarnar
Engjateigur 5 | Sími 581 2141 | www.hjahrafnhildi.isBæjarlind 6, sími 554 7030
Við erum á facebook
Túnikur
Opið 10-16 í dag
7.900 kr. 3 litir
gisting.dk
499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími)
Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900
Kaupmannahöfn
í Reykjavík
Kynningarfundur á ferðum ársins
verður haldinn á Hóteli Natura (Loftleiðahóteli)
þriðjudaginn 3. mars nk. kl. 20:00
Kaffiveitingar verð 2.500 kr.
Orlofsferðir árið 2015
Þjórsárdalur dagsferð 20. júní
Akureyri, Mývatn, Hrísey 09.-‐11.okt.
Færeyjar 15. -‐18. maí
Þýskaland-‐Passau 04. -‐09.júní
Ítalía-‐St. Tropez 06. -‐13 .júní
England-‐Wales 21. -‐27. ágúst
Aðventuferð-‐Heidelberg 27. -‐30. nóv.
Skrifstofa Orlofsnefndar að Hver�isgötu 69 er opin
mánud.-‐miðvikud. kl.16:30-‐18 sími 551 2617
Í lögum um orlof húsmæðra segir svo:
„Sérhver kona, sem veitir eða hefur veitt heimili
forstöðu án launagreiðslu fyrir það starf, á rétt á
að sækja um orlof.“
Stjórnin
Húsmæðraorlof
Gullbringu- og Kjósarsýslu 2015
Álftanes, Garðabær, Garður, Grindavík,
Kjósarhreppur, Mosfellsbær, Reykjanesbær,
Sandgerði, Seltjarnarnes,Vogar.
Rétt til þess að sækja um eftirfarandi ferðir, hefur sérhver kona
sem veitir eða hefur veitt heimili forstöðu án launagreiðslu fyrir
það starf.
Franska Rívíeran, Mónakó o.fl. .............................. 30. maí–6. júní
Ítalíuferð til Gardavatnsins, Feneyja o.fl................ 3.–10. október
Aðventuferð til Innsbruck í Austurríki ............26. – 29. nóvember
Eftirtaldar konur veita nánari upplýsingar og taka á móti pöntunum
í síma á milli kl. 17:00 og 19:00 á virkum dögum frá 2.–11. mars.
Svanhvít Jónsdóttir.................................................. 565 3708
Ína Dóra Jónsdóttir .................................................. 421 2876
Guðrún Eyvindsdóttir .............................................. 422 7174
Valdís Ólafsdóttir ..................................................... 566 6635
Sigrún Jörundsdóttir................................................ 565 6551
Orlofsnefndin
Nudd
Sportmassage – Refreshmassage –Medicalmassage
30min: 2.500kr. 60min: 5.000kr.
nudd@bluemarshal.com — www.bluemarshal.com
FISLÉTTARDÚNÚLPUR
Margir litir Verð frá 29.900,-
FISLÉTTDÚNVESTI
Margir litir Verð 12.900,-
Laugavegi 63 • S: 551 4422
www.laxdal.is
SKOÐIÐ VORYFIRHAFNIRNAR Á LAXDAL.IS/YFIRHAFNIR
Vertu vinur
okkar á
Facebook