Morgunblaðið - 28.02.2015, Síða 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2015
Allt fyrir eldhúsið
Allir velkomnir
Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi
Sími 540 3550 | progastro.is
Opið alla virka daga kl. 9–17, laugard. kl. 11-14.
Retro
ískápar
Glæsilegur sýningarsalur
Opnun
artilbo
ð
249.00
0 kr.
Verð á
ður 27
9.000
kr.
Verð fr
á
209.90
0 kr.
Tvöfaldur
gorenje ísskápur
608 lt. No frost skápur
með led lýsingu, klakavél,
vatni og flýtilúgu
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Landbúnaðarháskóli Íslands hefur
auglýst til leigu fjárbúið á Hesti í
Borgarfirði. Fyrirtæki skólans,
Grímshagi, sem rekið hefur búin á
Hesti og á Hvanneyri, hefur safnað
upp miklum skuldum. Rektor skól-
ans segir að hann hafi ekki fjár-
muni til að standa undir slíkum
hallarekstri.
Útleiga á fjárbúinu er liður í
endurskipulagningu búrekstrar á
vegum Landbúnaðarháskólans
(Lbhí) og gerð að tillögu nýrrar
stjórnar Grímshaga sem falið var
að kryfja rekstur fyrirtækisins.
Björn Þorsteinsson, rektor Lbhí,
rifjar upp að fyrri rektor hafi beitt
sér fyrir því að koma búrekstri
skólans í sjálfstætt félag til þess að
reyna að koma böndum á rekst-
urinn. „Það sýnir sig nú, í ljósi
reynslunnar, að það var of þungt að
leggja rekstur af þessu tagi inn í
félagið, á þeim forsendum sem það
var gert. Sérstaklega sauðfjárbúið.
Það þýðir ekki að reka fjárbú á
launatöxtum, hvort sem það er á
vegum ríkisins eða einkafyrir-
tækis,“ segir Björn.
Hann segir rökrétt skref að setja
verkefnið alfarið í einkarekstur,
gefa einstaklingi kost á að reka það
fyrir eigin reikning. Um leið verði
gerður samningur við leigutakann
um að starfsfólk og nemendur há-
skólans fái þar aðstöðu til kennslu
og rannsókna. Greitt yrði fyrir
þann aukakostnað sem af því hlyt-
ist og gjaldfært á viðkomandi nám-
skeið og rannsóknarverkefni. Með
því yrði allt fjárhagslegt utan-
umhald skilvirkara.
Stendur ekki undir launum
„Sauðfjárbúskapur stendur ekki
undir miklum launakostnaði en er
um leið þess eðlis að bestur árang-
ur næst ef yfir honum er vakað af
persónulegum metnaði.“
Landbúnaðarháskólinn á jarð-
irnar Hest og Mávahlíð ásamt íbúð-
arhúsi, útihúsi og fjárstofni. Áhugi
er á að leigja reksturinn frá 1. júní
næstkomandi.
Ekki hefur verið ákveðið hvernig
staðið verður að rekstri kúabúsins
á Hvanneyri.
Grímshagi hefur verið rekinn
með halla og hlaupa uppsafnaðar
skuldir á tugum milljóna, að sögn
Björns. Hann segir að skólinn sé
ekki í beinni ábyrgð fyrir skuld-
unum. Hann segist þurfa að fara
yfir það með lögfræðingum til
hvaða ráða sé hægt að grípa.
Morgunblaðið/Ómar
Réttir Landbúnaðarháskólinn rekur rannsókna- og kennslubú í sauð-
fjárrækt á Hesti. Það stendur ekki undir launakostnaði.
Fjárbúið verður
leigt einstaklingi
Halli á búrekstri háskólans
ÚR BÆJARLÍFINU
Reynir Sveinsson
Sandgerði
Í vetur hefur verið unnið við að
leggja stóra fráveitulögn eftir Sjáv-
argötu. Tengist hún við lögn sem
liggur í gegnum hafnarsvæðið en
hún var lögð fyrir nokkrum árum.
Með þessari tengingu fer allt skolp
frá suðurhluta Sandgerðis og þeim
fiskverkunarhúsum sem eru við
Strandgötu norður fyrir hafnar-
svæðið. Að loknum þessum fram-
kvæmdum verður hætt að veita
skolpi út í sandfjörurnar og steypt-
ur stokkur í fjörunni verður fjar-
lægður. Áætlað er að þessar fram-
kvæmdir kosti um 40 milljónir
króna. Verktakar eru Lagnir og
þjónusta og Tryggvi Einarsson.
Áætlað er að verkinu ljúki með vor-
inu en það hefur tafist vegna þess
hve veður hefur verið rysjótt í vet-
ur.
Merkingar Vegagerðarinnar eru
ekki hliðhollar ferðaþjónustu í Sand-
gerði og Garði. Á hverju ári koma
yfir 100 þúsund ferðamenn út á
Reykjanes og stór hluti þeirra er er-
lendir ferðamenn sem aka Reykja-
neshringinn. Fyrir nokkrum árum,
eftir að bandaríski herinn fór héðan,
var lögð vegtenging frá Hafnarvegi
sem liggur út á Reykjanes við Staf-
nesveg sem var lagður um 1930.
Með þessari vegtengingu var hægt
að aka frá Reykjanesi til Sandgerðis
og Garðs. Ferðaþjónustuaðilar hafa
barist fyrir því að við gatnamót veg-
arins verði sett upp merki sem sýni
leiðina til Sandgerðis, en Vegagerð-
in setti upp merki sem á stendur
Hvalsnes 11 km. Bæjaryfirvöld hafa
af veikum mætti reynt að fá þessu
vegamerkingamáli breytt en lítið
orðið ágengt. Þess má geta að í
kerfi Vegagerðarinar er þetta vegur
númer 45 og heitir Garðskagavegur.
Á Miðnesheiði var nýlega hlað-
in varða þar sem áður stóð Gríms-
varða. Það voru reyndar tvær vörð-
ur með þessu nafni sem leiðarlýsing
fyrir göngumenn sem fyrr á öldum
gengu yfir Miðnesheiði. Þetta er
ein mannskæðasta heiði á landinu
þó hún sé ekki há. Á einni öld er
vitað um að 60 menn urðu úti á leið
sinni frá kaupmönnum í Keflavík
yfir Miðnesheiði. Oft höfðu menn
fengið sér fullmikið af áfengi er
þeir hófu göngu sína sem oft endaði
með því að menn lögðust fyrir og
sofnuðu og vöknuðu ekki aftur.
Fyrsta varðan á þessari gönguleið
er ofan við Duus-hverfið í Keflavík
og heitir Brennivínsvarða. Það voru
þeir Guðmundur Sigvaldason og
Sigurður Eiríksson sem hlóðu vörð-
una.
Knattspyrnufélagið Reynir á
80 ára á afmæli á árinu en félagið
var stofnað 15 september 1935. Af-
mælisins verður minnst með sýn-
ingu frá gamalli tíð. Félagið hefur
auglýst eftir gömlum myndum og
munum sem eldri félagar og aðrir
gætu átt í fórum sínum. Í dag er öll
aðstaða félagsins mjög góð, glæsi-
legt félagsheimili og góðir knatt-
spyrnuvellir. Félagið hafði for-
göngu um byggingu á
Samkomuhúsinu í Sandgerði árið
1944 en húsið var endurbyggt fyrir
nokkrum árum og er í dag glæsileg
bygging.
Lionsklúbbur Sandgerðis held-
ur upp á 50 ára afmæli sitt á þessu
ári en klúbburinn var stofnaður 15
febrúar 1965. Félagið hefur starfað
að líknarmálum í öll þessi ár og
meðal annars staðið fyrir endur-
byggingu á elsta húsi í bæjarfélag-
inu, Efra-Sandgerði, sem var byggt
1883. Félagar klúbbsins unnu í
sjálfboðavinnu í nokkur ár við end-
urbyggingu á húsinu sem í dag er
mikill bæjarprýði.
Nýja leiðslan mun ger-
breyta frárennslismálum
Morgunblaðið/Reynir Sveinsson
Framkvæmdir Rysjótt veðurfar hefur tafið vinnu við fráveitulögnina.
Áhættumat ríkislögreglustjóra um
hryðjuverkaógn var kynnt fyrir
nefndarmönnum í allsherjar- og
menntamálanefnd Alþingis í gær-
morgun. Að sögn Páls Vals Björns-
sonar, varaformanns nefndarinnar,
þarf að vanda til verka því lítið
þurfi til að ala á ótta í garð minni-
hlutahópa.
Fulltrúar frá greiningardeild rík-
islögreglustjóra kynntu áhættumat
sitt, sem verið hefur í umræðunni
undanfarna daga, fyrir nefndar-
mönnunum í gærmorgun. Í matinu
kemur fram að aukin hætta sé talin
á því að hryðjuverk verði framin
hér á landi. Á fundinn mættu einn-
ig fulltrúar úr nefnd sem vinnur að
því að endurskoða lög um útlend-
inga.
Páll Valur sagði fundinn hafa
verið fróðlegan og góðan. Menn
hefðu verið sammála um að skoða
þyrfti þessi mál vandlega og af yf-
irvegun.
„Það er lykilatriði að vanda til
verka og gæta orða sinna hvernig
menn tala í fjölmiðlum þegar verið
er að ræða þessi mál. Það þarf svo
lítið til að ala á ótta og úlfúð gagn-
vart minnihlutahópum og útlend-
ingum,“ sagði hann. kjartan@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
Alþingi Allsherjar- og menntamálanefnd fræddist um áhættumatið.
Ali ekki á ótta
Greiningardeild ríkislögreglustjóra
kynnti áhættumat um hryðjuverk