Morgunblaðið - 28.02.2015, Side 33

Morgunblaðið - 28.02.2015, Side 33
UMRÆÐAN 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2015 Nú skiptir hvert kíló máli Sími: 528 8800 drangey.is Smáralind Stofnsett 1934 Töskur Hanskar Seðlaveski Ferðatöskur Tölvutöskur Belti Skart og skartgripaskrín Góðar vörur Sanngjarnt verð Persónuleg þjónusta Kíktu inn á drangey.is 15% afsláttur af tauferðatöskum Ítarlegar upplýsingar á drangey.is/ferdatoskur Fischer og Kasparov skildustundum við keppinautasína með þessum hætti,munurinn í mótslok á þeim og næsta manni var kannski 2-4 vinningar. Á skákhátíðinni í Bunratty á Írlandi á dögunum – þeim hluta sem fram fór í lokuðum flokki – gerðist einmitt þetta. Björn Þorfinnsson hlaut 7 vinniga af níu mögulegum og varð tveim vinn- ingum fyrir ofan næstu menn. Hann hægði samt á sér í lokin með tveimur stuttum jafnteflum og náði árangri sem mældist uppá 2677 elo stig og krækti sér í leiðinni í annan áfanga að stórmeistaratitli. Tíu keppendur tefldu einfalda umferð og var Björn stigalægsti keppandi mótsins. Lítum á lokaniðurstöðuna: 1. Björn Þorfinnsson 7 v. (af 9 mögulegum) 2. Trent (England) 5 v. 3.-5. Maze (Frakkland), Tan (Ástralía) og Costa (England) 4 ½ v. 6. – 9. Bragi Þorfinnsson, Galego (Portúgal), Hunt (England) og Coll- ins (Írland ) 4 v. 10. Williams (Eng- land) 3 ½ v. Bragi bróðir Björns var einnig með í mótinu. Hann byrjaði fremur illa en sótti sig þegar á leið þó þátt- taka hans félli vitaskuld algerlega í skuggann á framgöngu stóra bróð- ur. Í gegnum tíðina hefur Bragi yf- irleitt verið hærri á skákstigalistum en alltaf annað veifið kemur Björn fram og slær honum við. Gömul þræta innan fjölskyldunnar um það hvor sé betri, er aftur komin á dag- skrá. Björn hefur af einhverjum ástæðum leitað upp miklar flækjur í skákum sínum þó að róleg stöðu- barátta með taktískri undiröldu eigi ekki síður við hann. Þannig tefldi hann á Írlandi, lenti aldrei í tap- hættu og nýtti sér þau færi sem gáfust. Meðal keppenda í Bunratty voru nokkrir sem hafa verið að tefla á Íslandsmóti skákfélaga og í sjöttu umferð mætti hann Frakk- anum Maze sem teflt hefur fyrir Taflfélag Vestmannaeyja und- anfarin ár: Bunratty 2015; 6. umferð: Sebastian Maze – Björn Þor- finnsson Fjögurra riddara tafl 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Rc3 Rf6 4. Bb5 Bb4 5. 0-0 0-0 6. d3 d6 7. He1 h6 8. h3 a6 Brýtur upp hermikráku-leikinn. Annar góður möguleiki var 8. … Bxc3 9. bxc3 Re7. 9. Bxc6 bxc6 10. d4 exd4 11. Dxd4 c5 12. Dd3 Bb7 13. Bd2 He8 14. e5?! Hvítur hefur ekkert fengið út úr byrjuninni en eftir þennan leik nær svartur betri stöðu. Jafnt tafl var að hafa með 14. Rd5. ) 14. … dxe5 15. Rxe5 Dd4! Hann hefur ekkert á móti drottn- ingaruppskitpum en fer í þau á eig- in forsendum. 16. Dxd4 cxd4 17. Rb1 Bf8 18. Rd3 Be4 19. Ba5 Hab8 20. b3 Hb5 21. Bd2 Hb6 22. f3 Bxd3 23. Hxe8 Rxe8 24. cxd3 Hc6! Hvítur á í erfiðleikum með drottningarvænginn og hrókurinn er á leiðinni til c2. 25. b4 Hc2 26. Kf1! Kóngurinn skundar á vettvang og hvítur nær að halda í horfinu. 26. … Rf6 27. Ke1 Rd5 28. Kd1 Hc6 29. a3 Hb6! Rýmir fyrir c-peðinu. 30. Bc1 f5 31. g4 g6 32. Ha2 Engu betra var 32. Rd2 Re3+! 33. Ke2 He6! og o.s.frv. 32. … c5 33. Hc2 a5! Gefur engin grið! 34. Bd2 axb4 35. axb4 cxb4 36. Hc8 Kf7 37. Kc2 Hann á enn eftir að leika b1- riddaranum fram. Skyldi hann sleppa út? 37. … Rc3! Nei! 38. Hc7+ Ke6 39. Be1 b3+ 40. Kb2 Ra4+ 41. Kc1 Rc5 42. Hc8 Bd6 – og Maze lagði niður vopnin. Hann sá fram á að 43. Ke2 er svar- að með 43. …Ha6 os.frv. Yfirburðasigur Björns Þorfinnssonar í Bunratty Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/Ómar Yfirburðasigur Björn Þorfinnsson. Nú hefur eins- mannsnefnd Alþingis skilað af sér og finnur ekkert bitastætt í ásökunum Víglundar Þorsteinssonar. Al- þingi er heldur ekki að velta því fyrir sér hvernig á því stendur að bankarnir, sem voru endurreistir upp úr þrotabúum þeirra banka sem komu þjóðinni á von- arvöl, náðu stórum sem litlum og meðalstórum fyrirtækjum og hús- eignum almennings í sínar hendur. Þeir hafa hagnast vel á að selja til fagfjárfesta og húskarla sinna, sem setja þessar eignir í eign- arhaldsfélög og leigja almenningi á okurverði, sem er ekki í neinu samræmi við laun í landinu. Ennþá eru bankarnir að bjóða upp heimili fólks, þannig að eign- arhaldsfélögin eiga gott í vændum. Íslenskir námsmenn í útlöndum geta ekki snúið heim, því þeir hafa ekki efni á að leigja sér húsnæði. Gjaldeyrishöftin Braskararnir knýja hart á að losa um höftin, því þeir vilja geta brask- að um alla heims- byggðina. Dýrar og lærðar nefndir eru að störf- um á kostnað almenn- ings, en vandinn er sá að peningahyggjan (monetarisminn) hefur verið kennd í háskól- um í rúm 30 ár, þann- ig að sérfræðingarnir kunna ekki önnur ráð en þau sem koma peningakerfinu vel. Sögurnar af Hongkong and Shanghai Banking Corporation (HSBC) færa þeim engan lærdóm og þótt Svíþjóð og Danmörk séu neydd til að hafa neikvæða stýrivexti og Danir séu að hugsa um gjaldeyrishöft, segir það þeim ekki neitt. Ástæðan fyrir þessu ástandi er sú að allir vilja losna við evrur áður en „trilljón+“ evruprentunin hefst í ECB. Óvissan Nú er unnið hörðum höndum að afnámi fjármagnshafta og fréttir berast um að áhugasamir aðilar frá Hong Kong eða Mið-Aust- urlöndum hafi áhuga á að kaupa Íslandsbanka. Þótt OECD og G20- ríkin séu að endurskoða regluverk banka á sínu svæði þá er það svo að við Íslendingar erum bundnir EES/ESB-samningum um fjár- málareglur. Ótal skuggabankar spretta upp til að vinna skítverkin og ef erlendir braskbankar eða Sharia-bankar kaupa endurreistu bankana gæti Ísland komist í stöðu Grikklands á skömmum tíma. Hið fornkveðna segir: „Eigi má sköpum renna“. Svo sem nú háttar til mega einstaklingar leggja séreignarsparnað inn á er- lenda lífeyrirsreikninga og er það vel. Því ætti almenningur og fyr- irtæki að íhuga að skapa sér stöðu með erlenda viðskiptareikninga, ef höftunum verður ekki aflétt fljót- lega. Mín skoðun er sú að ekki ætti að létta fjármagnshöftum fyrr en 2017, eða þegar fyrirhugaðar stóriðjuframkvæmdir byrja að hafa jákvæð áhrif á gjaldeyrisjöfn- uðinn. Vandinn framundan Eftir Elías Kristjánsson » Þeir hafa hagnast vel á að selja til fagfjár- festa og húskarla sinna Elías Kristjánsson Höfundur er fv. forstjóri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.