Morgunblaðið - 28.02.2015, Qupperneq 38
38 MESSURÁ morgun
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2015
AÐVENTKIRKJAN í Reykjavík | Ingólfsstræti
19, Reykjavík. Biblíufræðsla laugardag kl. 11.
Fjölskylduguðsþjónusta kl. 12. Skemmtilegt
barna- og unglingastarf. Umræðuhópur á ensku.
AÐVENTKIRKJAN í Vestmannaeyjum |
Brekastíg 17, Vestmannaeyjum. Guðsþjónusta
laugardag kl. 12. Ræðumaður: Eric Guðmunds-
son.
AÐVENTSÖFNUÐURINN á Akureyri | Eiðs-
vallagötu 14, Gamli Lundur. Biblíurannsókn
laugardag kl. 11. Guðsþjónusta kl. 12. Barna-
starf.
AÐVENTSÖFNUÐURINN á Suðurnesjum |
Blikabraut 2, Keflavík. Biblíufræðsla laugardag
kl. 11. Guðsþjónusta kl. 12. Ræðumaður: Iain
Matchett.
AÐVENTSÖFNUÐURINN í Árnesi | Eyravegi
67, Selfossi. Biblíufræðsla laugardag kl. 10.
Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður: Einar Valgeir
Arason. Barna- og unglingastarf.
AÐVENTSÖFNUÐURINN í Hafnarfirði | Hóls-
hrauni 3, Hafnarfirði. Guðsþjónusta laugardag
kl. 11. Ræðumaður: Stefán Rafn Stefánsson.
Biblíufræðsla kl. 11.50. Skemmtilegt barna- og
unglingastarf. Umræðuhópur á ensku. Súpa og
brauð eftir samkomu.
AKURINN kristið samfélag | Samkoma kl.
14 í Núpalind 1, Kópavogi. Biblíufræðsla, söng-
ur og bæn.
ÁRBÆJARKIRKJA | Samkoma kl. 11. Börn úr
TTT-starfinu (10-12 ára) verða með leikþátt.
Rumpa Sakornrum, vinningshafi söngvakeppni
SAMFÉS fyrir hönd frístundamiðstöðvarinnar Ár-
sels, syngur. Unglingar úr æskulýðsfélaginu sa-
KÚL verða með uppákomu. Brúðuleikhús,
æskulýðssöngvar og gleði. Prestur sr. Þór
Hauksson ásamt Ingunni Björk Jónsdóttur
djákna, Valla og Silvíu. Um undirleik sér Kjartan
Jósefsson Ognibene. Kaffi, djús og ávextir að
lokinni guðsþjónustu.
ÁSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Séra
Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og
þjónar fyrir altari. Linda Jóhannsdóttir djákni
annast samverustund sunnudagaskólans.
Kammerkór Áskirkju syngur, organisti Magnús
Ragnarsson. Í kirkjukaffinu eftir messu leggja
fermingarbörn vorsins til meðlæti. Guðsþjón-
usta á hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 13. Séra Sig-
urður Jónsson þjónar. Jón Jóhannsson djákni í
Sóltúni prédikar. Organisti Magnús Ragn-
arsson. Vinir og vandamenn heimilisfólks vel-
komnir.
ÁSTJARNARKIRKJA | Æskulýðsdagur Þjóð-
kirkjunnar. Krúttmessa kl. 11. Allir í sunnudaga-
skólanum, Kirkjuprökkurunum og 10-12 ára
starfinu koma saman í barnamessu undir stjórn
Bryndísar Svavarsdóttur og Hólmfríðar S. Jóns-
dóttur. Hressing og samfélag á eftir. Gospel-
messa í Haukaheimilinu kl. 20. Kór kirkjunnar
syngur við undirleik húsbandsins undir stjórn
Matthíasar V. Baldurssonar. Bryndís Svav-
arsdóttir æskulýðsfulltrúi flytur hugleiðingu og
sr. Kjartan Jónsson stjórnar stundinni.
BESSASTAÐAKIRKJA | Fjölskylduguðsþjón-
usta kl. 11. Sr. Hans Guðberg og Margrét djákni
leiða stundina og Lærisveinar hans ásamt Bjarti
Loga organista leika undir sönginn. Æskulýðs-
guðsþjónusta kl. 17. Sr. Hans Guðberg og Mar-
grét djákni leiða stundina. Æskulýðsfélagið og
Hljómsveit Arngríms Braga taka þátt. Ræðu-
maður er Kjartan Atli Kjartansson.
BORGARNESKIRKJA | Æskulýðsguðsþjón-
usta kl. 11.15. Barnakórinn syngur. Stjórnandi
Steinunn Árnadóttir. Prestur Páll Ágúst Ólafs-
son.
BRAUTARHOLTSKIRKJA Kjalarnesi | Guðs-
þjónusta kl. 11 f.h. Sr. Gunnar Kristjánsson
sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari, fé-
lagar úr Karlakór Kjalnesinga leiða söng, Páll
Helgason er organisti.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11.
Prestur sr. Bjarni Karlsson. Organisti Örn Magn-
ússon, forsöngvari Marta Guðrún Halldórsdóttir.
Sunnudagaskóli á sama tíma. Kaffi, djús og
ávextir í safnaðarheimili á eftir.
BÚSTAÐAKIRKJA | Messa kl. 11. Barna-,
engla- og unglingakórar kirkjunnar syngja og
hljómsveit úr Tónlistarskóla Árbæjar kemur
fram. Leynigestur flytur lag.
DIGRANESKIRKJA | Athöfn kl. 11 í höndum
barna, með fjölbreyttri dagskrá, þar sem meðal
annars verða sýndar myndir úr starfinu. Pylsu-
veisla í safnaðarsal að athöfn lokinni. Kl. 13.30
Verður sýnt leikritið Upp upp, sem ætlað er
fermingarbörnum.
Dómkirkja Krists konungs, Landakoti |
Messa kl. 10.30, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á
ensku. Virka daga kl. 18, og má. mi. og fö. kl. 8,
lau. kl. 16 á spænsku og kl. 18 er sunnudags-
messa.
DÓMKIRKJAN | Fjölskyldumessa kl. 11. Ólaf-
ur Jón Magnússon prédikar og séra Sveinn Val-
geirsson þjónar fyrir altari. Dómkórinn og org-
anisti er Kári Þormar. Fermingarbörn lesa
ritningarlestrana, sunnudagaskóli á kirkjuloftinu
með Sigurði Jóni. Fundur með fermingarbörnum
og foreldrum/forráðamönnum þeirra í Safnaðar-
heimilinu að lokinni messu.
EGILSSTAÐAKIRKJA | Fjölskylduguðsþjón-
usta kl. 11. Stúlknakórinn Liljurnar syngur undir
stjórn Margrétar Láru Þórarinsdóttur. Organisti
er Tryggvi Hermannsson. Unglingar úr æsku-
lýðsstarfi kirkjunnar taka virkan þátt í stundinni.
Prestar eru sr. Ólöf Margrét Snorradóttir og sr.
Sigríður Rún Tryggvadóttir. Eftir stundina bjóða
stúlkur úr fermingarbarnahópnum upp á kaffi-
veitingar.
FELLA- og Hólakirkja | Fjölskylduguðsþjón-
usta kl. 11. Sr. Svavar Stefánsson. Umsjón
með stundinni hafa Hreinn og Pétur. Litrófið
syngur undir stjórn Sólveigar Önnu og Arnar Ým-
is. Kaffisopi eftir guðþjónustuna. Æskulýðs-
guðsþjónusta kl. 20 í umsjá æskulýðsfélagsins.
Sr. Guðmundur Karl Ágústsson og sr. Svavar
Stefánsson þjóna fyrir altari.
FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Sunnudagaskóli kl.
11. Kvöldmessa kl. 20. Kór og hljómsveit kirkj-
unnar leiða sönginn undir stjórn Arnar Arnar-
sonar.
FRÍKIRKJAN Kefas | Fjölskyldusamvera kl. 11
á Æskulýðsdeginum. Tónlistaratriði, leikrit,
fræðsla og tónlist. Að stundinni lokinni verður
Pálínuboð með sameiginlegu hlaðborði.
FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjónusta kl.
14. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson predikar og
þjónar fyrir altari. Sönghópur Fríkirkjunnar í
Reykjavík leiðir tónlistina ásamt Gunnari Gunn-
arssyni organista.
GARÐAKIRKJA | Messa kl. 14. Félagar úr Kór
Vídalínskirkju syngja. Organisti Jóhann Bald-
vinsson. Sr. Friðrik J. Hjartar prédikar og þjónar
fyrir altari.
GLERÁRKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl.
11. Sr. Jón Ómar Gunnarsson og Sunna Krist-
rún Gunnlaugsdóttir djákni þjóna. Barna- og
æskulýðskór Glerárkirkju leiðir söng undir
stjórn Margrétar Árnadóttur og Rósu Tóm-
asdóttur. Kaffikrúsakvöld UD Glerá kl. 20.
GRAFARVOGSKIRKJA | Útvarpsmessa kl.
11. Sr. Guðrún Karls Helgudóttir þjónar ásamt
Evu Björk Valdimarsdóttur, framkvæmdastjóra
ÆSKÞ, og Þóru Björgu Sigurðardóttur, æsku-
lýðsfulltrúa kirkjunnar. Vox populi og Stúlknakór
Reykjavíkur syngja. Organisti: Hilmar Agn-
arsson. Stjórnandi barnakórs: Margrét Pálma-
dóttir. Veitingasala á vegum æskulýðsfélags
kirkjunnar sem er á leið til Svíþjóðar. Sunnu-
dagaskóli. Umsjón: Ásthildur Guðmundsdóttir
og sr. Sigurður Grétar Helgason. Undirleikari er
Stefán Birkisson.
GRENSÁSKIRKJA | Morgunverður kl. 10 og
bænastund kl. 10.15. Barnastarf kl. 11 í umsjá
Lellu o.fl. Messa kl. 11. Altarisganga. Samskot
til ABC barnahjálpar. Messuhópur þjónar. Heið-
ur Lára Bjarnadóttir og Ástrós Eva Einarsdóttir
leika á selló. Stúlknakór Reykjavíkur syngur,
stjórnandi Margrét J. Pálmadóttir. Organisti
Ásta Haraldsdóttir. Prestur Ólafur Jóhannsson.
Molasopi eftir messu. Hversdagsmessa með
Þorvaldi Halldórssyni fimmtudag kl. 18.10.
GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Fjölskyldu-
guðsþjónusta kl. 11. Prestur Karl V. Matthías-
son. Barnakór Guðríðarkirkju syngur undir
stjórn Ásbjargar Jónsdóttur. Meðhjálpari Krist-
björn Árnason. Kaffi eftir messu.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Æskulýðsguðs-
þjónusta kl. 11. Fermingarbörn annast lestra,
bænir, hugvekjur o.fl. Unglingakór Hafnar-
fjarðarkirkju syngur undir stjórn Helgu Lofts-
dóttur. Píanóleikari Anna Magnúsdóttir. Prestar
kirkjunnar, sr. Jón Helgi og sr. Þórhildur, leiða
stundina. Organisti Guðmundur Sigurðsson.
Sunnudagskólinn byrjar í kirkjunni en svo fara
börnin í safnaðarheimilið með Önnu Elísu og
Hebu. Kaffisopi, djús og kex eftir stundina.
HALLGRÍMSKIRKJA | Tónleikar laugardag kl.
16 á vegum Listvinafélags Hallgrímskirkju og
Listaháskóla Íslands. Fjölskyldumessa kl.
11.00. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar fyrir
altari ásamt Ingu Harðardóttur cand. theol.
Fermingarbörn lesa ritningartexta og bænir. Fé-
lagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju leiða al-
mennan messusöng. Organisti er Hörður Ás-
kelsson. Margrét Helga Kristjánsdóttir leikur á
flautu við píanóundirleik móður sinnar, Helgu
Vilborgar Sigurjónsdóttur.
HÁTEIGSKIRKJA | Æskulýðsguðsþjónusta kl.
11. Elín Sif Halldórsdóttir, 16 ára nemandi í
Menntaskólanum við Hamrahlíð, syngur ein-
söng. Organisti Kári Allansson. Prestur sr.
Helga Soffía Konráðsdóttir.
HJALLAKIRKJA Kópavogi | Æskulýðsdag-
urinn, kaffihúsamessa í Hjallakirkju. Hljóm-
sveitin Sálmari leiðir tónlistarflutning. Kaffi,
djús og meðlæti. Messan fer fram í safnaðar-
salnum. Kl. 13 er sunnudagaskóli á neðri hæð-
inni. Kl. 13.30 er í Digraneskirkju leiksýning um
æsku Hallgríms Péturssonar sem öllum ferm-
ingarfjölskyldum í Kópavogi er boðið á. Stopp-
leikhópurinn sér um sýninguna.
HÓLANESKIRKJA Skagaströnd | Æskulýðs-
messa kl. 14. Börn úr Tónlistarskóla A-
Húnavatnssýslu sjá um tónlistina undir stjórn
Hugrúnar Sifjar Hallgrímsdóttur. Unga fólkið sér
um ritningarlestur og bænir, við dönsum Tófu-
dansinn og horfum á Holy Moly. Sr. Bryndís Val-
bjarnardóttir prédikar. Veitingar gegn vægu
gjaldi sem rennur í sjóð Æskulýðsfélagsins.
HRUNAKIRKJA | Messa unga fólksins kl. 11.
Nemendur úr 9. og 10. bekk Flúðaskóla annast
messuna í tali og tónum. Hugvekjur, stuttmynd,
einsöngur, draumar, bænir og óskir unga fólks-
ins. Fyrsti viðburðurinn í tilefni af 150 ára af-
mæli Hrunakirkju.
HVALSNESSÓKN | Æskulýðsmessa í Safn-
aðarheimilinu í Sandgerði kl. 14. Barnakórinn
syngur, börn úr æskulýðs- og unglingastarfi
taka þátt, Anna Elísabet Gestsdóttir (Lísa) ný-
vígður djákni flytur hugvekju. Veitingar á sam-
eiginlegu hlaðborði eftir messu.
HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Sam-
koma og brauðsbrotning kl. 11. Ræðumaður er
Helgi Guðnason. Fyrsta kennsla í seríunni: „Ég
er“. Efni ræðunnar er: Ég er brauð lífsins. Kaffi
og samfélag eftir samkomu. Samkoma á ensku
hjá Alþjóðakirkjunni kl. 14. English speaking
service.
ÍSLENSKA KIRKJAN í Kaupmannahöfn |
Fjölskylduguðsþjónusta í St. Pálskirkju í Kaup-
mannahöfn kl. 13. Kammerkórinn Staka syng-
Orð dagsins: Kanverska
konan.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Útskálakirkja
(Matt. 15)
KOLAPORTIÐ
kolaportid.is
Einstök stemning í 25 ár
Opið laugardaga og sunnu
daga
frá kl. 11-17
2
13
6 8
17 19
18-20
16
1
25a23
21
7
17
15
13
11
15
Siglufjörður
Gránugötu 24
Bílastæðakostir við 580 Siglufirði
Hlíðarveg 20 Sími 464-9100
Mælikvarði Blaðstærð Hannað Dags.
1:500 A4 Íris St. 26.2.2015
ÜÜ
A
B
C
Gagnfræðaskólinn
Lóð gagnfræðaskólans
Bílastæði
Bílaplan
20
Í húsinu var áður grunnskóli Siglufjarðar og síðar
Fjallabyggðar til húsa. Húsið er steinsteypt, byggt
árið 1955 og skiptist í tvær hæðir og kjallara, 511,7
m² hver hæð eða samtals 1.535,1 m² að heildar
flatarmáli. Hver hæð skiptist í gang, skólastofur og
salerni auk annarra rýma. Lyfta er í húsinu.
Óskað er eftir tilboðum í húsið og tilboðsfrestur er til föstudagsins 13. mars n.k. Allar
upplýsingar og aðstoð við tilboðsgerð veitir Sigurður Sigurðsson á Hvammi Eignamiðlun.
Hlíðarvegur 18-20 á Siglufirði