Morgunblaðið - 28.02.2015, Blaðsíða 41
MINNINGAR 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2015
✝ Áslaug Jón-asdóttir fædd-
ist á Vetleifsholti í
Ásahreppi 31.
október 1932. Hún
lést á dvalarheim-
ilinu Lundi á Hellu
15. febrúar 2015.
Foreldrar hennar
voru hjónin Jónas
Kristjánsson, f.
19.5. 1894 í Stekk-
holti, Bisk-
upstungum, d. 4.12. 1941, og
Ágústa Þorkelsdóttir, f. 19.8.
1896 á Brekkum í Hvolhreppi,
d. 30.6. 1974. Systkini Áslaug-
ar eru: Sigríður, f. 1925, Þor-
kell, f. 1926, hann lést rúmu
ári síðar, Margrét Jóna, f.
1927, Gerður Þórkatla, f. 1929,
Gunnar Kristján, f. 1930, d.
1953, Þórunn, f. 1931, d. 2012,
Lárus, f. 1933, d. 2012, Jó-
hanna Rakel, f. 1935, Ingólfur
Gylfi, f. 1937, d. 2000, Auður
Ásta, f. 1939.
Áslaug hóf búskap með Jóni
Óskarssyni frá Seljavöllum ár-
ið 1952 og þau gengu í hjóna-
band í Oddakirkju árið 1963.
Jón fæddist í Berjanesi undir
marsdóttur. Hún á þrjú börn
frá fyrra sambandi með Gylfa
Rafni Gíslasyni, Sigmar Val, f.
2003, Lovísu Karen og Bryn-
dísi Rut, f. 2005, og saman
eiga Jónas og Elísabet Hreiðar
Örn, f. 2012 og Ólöfu Bergrós,
f. 2014. Áslaug Sara er í sam-
búð með Davíð Alexander Ös-
tergaard og saman eiga þau
Ara Noel, f. 2014. Hreiðar á
tvö börn af fyrra hjónabandi
með Margréti Kolbeinsdóttur,
Ólöfu Víðfjörð, f. 1971 og Her-
mann, f. 1974. Ólöf er gift Ket-
il Bjørkås, f. 1966, og þau eiga
börnin Axel Andreas, f. 1992,
og Viktor, f. 1996. Hermann er
kvæntur Rögnu Lóu Stef-
ánsdóttur og þau eiga Thelmu
Lóu, f. 1999 og Idu Marin, f.
2002. c) Anna, f. 1963, gift
Bjarna Diðriki Sigurðssyni.
Þau eiga Sigurð Sturlu, f.
1993, og Heklu Hrund, f. 1995.
d) Gestur, f. 1974, d. 1977.
Áslaug vann lengst af í fyr-
irtækinu Mosfelli á Hellu sem
þau hjónin stofnuðu með Ein-
ari Kristinssyni árið 1962
ásamt því að sinna heimili sínu
og fjölskyldu af kostgæfni.
Útför Áslaugar verður gerð
frá Oddakirkju á Rang-
árvöllum í dag, 28. febrúar kl.
11.
Austur-Eyjafjöllum
árið 1932 en flutti
ungur að Seljavöll-
um í sömu sveit
með foreldrum
sínum. Áslaug og
Jón bjuggu frá
upphafi á Hellu í
Rangárvallasýslu,
lengst af á Lauf-
skálum 6. Jón og
Áslaug eignuðust
fjögur börn. Þau
eru: a) Óskar, f. 1952, kvæntur
Dóru Sjöfn Stefánsdóttur, f.
1958, og eiga þau þrjú börn,
Jón Jökul, f. 1982, Birnu, f.
1986, og Unnstein, f. 1996.
Maki Jóns Jökuls er Pierre
Marly og Birna er í sambúð
með Úlfari Gíslasyni. b)
Ágústa Jóna, f. 1958, sem
eignaðist Hjörleif Jón, f. 1975,
með Steini Ólafssyni. Hjörleif-
ur á dóttur, Elísu Björk f.
2011, með Heiðrúnu Söru Páls-
dóttur. Ágústa er gift Hreiðari
Hermannssyni, f. 1948, og eiga
þau þrjú börn: Jónas Örn, f.
1982, Áslaug Sara, f. 1990, og
Berglind, f. 1994. Jónas er í
sambúð með Elísabetu Rut Sig-
Elsku besta mamma, tengda-
mamma og amma. Þó að það sé
erfitt að kveðja þig þá er það
mikil huggun að vita að þú ert
núna með pabba og Gesti litla,
en það var eitthvað sem þú varst
alveg viss um að tæki við. Þú ert
búin að halda svo vel utan um
fjölskylduna. Bæði ömmubörnin,
Sigurður Sturla og Hekla
Hrund, fengu að búa hjá þér
sumarlangt þegar þau fengu
vinnu í Rangárvallasýslu. Þá var
nú mikið spilað og spjallað. Jóla-
veislurnar með allri fjölskyld-
unni á Laufskálunum eru einnig
ógleymanlegar og nokkuð sem
allir hlakka til og stór-
fjölskylduferðin með þér til
Búlgaríu um árið líður okkur
einnig seint úr minni. Hver á
svo að draga okkur á hótelrúnt á
Hellu núna?
Þú munt eiga þinn stað í
hjarta okkar svo lengi sem við
lifum.
Anna, Bjarni Diðrik,
Sigurður Sturla og Hekla
Hrund.
Elsku amma, það er sárt að
kveðja þig. Því verð ég ævinlega
þakklát fyrir þann tíma sem ég
átti þig að og vil þakka þér fyrir
allar stundirnar okkar saman,
en þær voru bæði margar og
góðar. Alveg síðan ég man eftir
mér var alltaf svo gott að koma
á Laufskála 6, það eru sko
margir sammála mér um það,
sérstaklega þegar pönnslur og
spil áttu í hlut.
Þegar ég sit hérna núna og
rifja upp mínar fyrstu minning-
ar um þig átta ég mig á að
margar af mínum fyrstu minn-
ingum yfir höfuð eiga sér ein-
mitt stað í fína húsinu þínu með
fínu blómunum þínum. Þar gerð-
ir þú til dæmis þitt besta til að
kenna mér að spila á píanó, það
tókst svo sem ágætlega til að
byrja með en það tókst betur
þegar þú kenndir mér að blása
sápukúlur. Þú hélst samt alltaf
áfram að hvetja mig til að læra
betur á píanóið en það er eitt af
því sem einkenndi þig, þú hvatt-
ir okkur börnin öll áfram í
hverju því sem við tókum okkur
fyrir hendur og varst alltaf til
staðar. Þú sast þó aldrei á skoð-
unum þínum og maður gat alltaf
búist við hreinskilnu svari frá
þér, og einmitt þess vegna var
stuðningurinn frá þér svo mikils
virði.
Ég hef alltaf litið upp til þín
og er svo stolt af því að þú sért
amma mín, enda hörkudugleg og
falleg bæði að innan og utan. Þú
varst alltaf reiðubúin til þess að
hjálpa öðrum og gafst alltaf mik-
ið af þér, meira að segja undir
það síðasta þegar þú lagðir á þig
strembna ferð til þess að vera
viðstödd þegar Ari Nóel fékk
nafnið sitt. Það mun alltaf verða
mér ómetanlegt.
Nú hefurðu kvatt okkur og
ert komin til Jóns afa og Gests.
Það er svo fallegt að vita af ykk-
ur saman, skilaðu ástarkveðjum
frá mér. Ég verð þér ævinlega
þakklát fyrir allt sem þú hefur
kennt mér og ég mun alltaf
sakna þín.
Þín
Áslaug Sara.
Ég varð þeirri gæfu aðnjót-
andi og svo lánsöm fyrir rúm-
lega tveimur árum að kynnast
frænku minni, Áslaugu, sem var
alltaf kölluð Lulla. Það voru
mjög ánægjuleg kynni og mikið
fannst mér gaman að ná að
kynnast henni svona vel.
Við urðum fljótlega eins og
bestu vinkonur, og þó að langur
tími liði á milli símtala eða heim-
sóknar, þá höfðum við alltaf nóg
að tala um og það var eins og
eitthvað sérstakt tengdi okkur
frænkurnar, þrátt fyrir rúmlega
40 ára aldursmun.
Mér fannst ég geta speglað
mig í henni, við vorum eitthvað
svo líkar í okkur, og má segja að
hún Lulla sé mín fyrirmynd í líf-
inu eftir þessi stuttu kynni okk-
ar.
Hún var svo kröftug, hress,
lífleg, jákvæð, góð og gestrisin.
Yndislegri og jafn lífsglaðri
manneskju hef ég varla kynnst.
Þrátt fyrir að vera rúmlega átt-
ræð þegar okkar leiðir lágu
fyrst saman, þá var hún enn
með bílpróf, átti sinn eigin bíl,
bjó í stóru húsi með fallegan
lystigarð sem hún hafði fengið
verðlaun fyrir, tók þátt í fé-
lagsstarfi á meðal eldri borgara
á Hellu, var í saumaklúbb,
gönguklúbb, stundaði sund og
var alltaf til í að hitta fólk. Hún
var svo geislandi og náði að
smita mig af einhverri óút-
skýrðri orku og gleði, hún Lulla
var alveg yndisleg í alla staði.
Svona ætla ég að vera ef ég
verð svo heppin að verða þeirrar
gæfu aðnjótandi að verða gömul,
hugsaði ég með mér eftir eitt
símtalið við Lullu frænku.
Ein fleyg setning sem ég
geymi með mér, þegar ég var að
dást að því að hún skyldi ennþá
búa í svona stóru húsi, og hve
fallegt allt var hjá henni, þá
sagði hún: „Iss, þetta hús, það
er nú bara á tveimur hæðum,
það er nú ekki mikið.“ En okkur
frænkunum vannst ekki tími til
að gera tvennt sem við ætluðum
okkur saman. Hún ætlaði að
kenna mér að gera ekta íslensk-
ar flatkökur og svo ætluðum við
alltaf að finna tíma fyrir sveita-
heimsókn til okkar á Fögruvelli í
Landsveit. Svona er það þegar
við frestum því sem við eigum
ekki að fresta, það er samveran,
því að við vitum aldrei hvenær
það verður of seint í þessu lífi.
Það var mikið áfall fyrir hana
og fjölskylduna þegar hún
greindist með krabbameinið fyr-
ir rúmlega ári, sem hún svo lést
úr.
Nú hvílir Lulla okkar í faðmi
eiginmannsins, sameinuð á ný,
sem lést einnig eftir veikindi
fyrir nokkrum árum. Blessuð sé
minning hennar – ég mun alltaf
minnast hennar í mínu daglega
stússi, hvort sem það er í sveit-
inni að stússast, í garðinum eða
hvar sem er.
Við fjölskyldan sendum börn-
um Lullu, þeim Óskari, Ágústu
og Önnu og þeirra fjölskyldum
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur. Minning hennar lifir á meðal
þeirra sem voru svo gæfuríkir
að fá að kynnast henni.
Ólöf Rún Tryggvadóttir og
fjölskylda.
Það er varla hægt að skrifa
minningargrein um Lullu án
þess að nefna einnig manninn
hennar, Jón Óskarsson, sem lést
12. ágúst 2006, en nöfn þeirra
hjóna voru varla nefnd án þess
að hitt fylgdi á eftir.
Jón og Lulla bjuggu alla sína
búskapartíð á Hellu lengst af á
Laufskálum 6 þar sem að þau
byggðu sér glæsilegt einbýlis-
hús. Þegar við Lulla lásum
minningargreinar um Jón sagð-
ist ég hafa verið að hugsa um að
skrifa sagði hún þá ég vildi að
þú hefðir gert það. Ég ætla því
að reyna að bæta úr þessu núna.
Ég man fyrst eftir Jóni þegar ég
sjö ára fékk far með olíubílnum
út að Hellu ásamt afa og ömmu.
Ég stóð á milli þeirra og undr-
aðist hvernig bílstjóranum tókst
að aka yfir löngu brúna án þess
að rekast í handriðin Ekið var
upp og niður svörtu sandöldurn-
ar á Rangárvöllunum sem í
minningunni voru óendanlegar.
Fermingarárið fékk ég aftur far
með olíubílnum og þá til Reykja-
víkur. Áð var á Hellu og þar
naut ég fyrst gestrisni Jóns og
Lullu. Ég man þá eftir að uppi á
lofti var verið að sauma vinnu-
vettlinga. Það var grunnurinn að
Mosfelli fyrirtæki sem þau hjón
ráku af myndarskap, dugnaði og
ósérhlífni, ásamt viðskiptafélög-
um sínum Einari og Þórunni
áratugum saman. Seinna er við
hófum sambúð var ekki við ann-
að komandi þegar við áttum von
á okkar fyrsta barni en að stúlk-
an flytti til þeirra, það væri
styttra á fæðingardeildina. Það
urðu þrjár vikur sem ég bjó hjá
þeim og verður það seint full-
þakkað. Þeim fannst alltaf að
þau ættu hlut í þessu barni og
ófá voru símtölin frá Jóni til að
athuga hvort allt væri í lagi með
stelpuna sem bjó í Frakklandi í
nokkur ár. Þegar við ákváðum
að kaupa nýjan bíl frá Þýska-
landi þá var Jón fenginn til ráð-
leggingar um hvernig búnaður
skyldi pantaður. Þá var t.d.
spurning um hvort vökvastýri
væri nauðsynlegt. Jón taldi að
bílstjórinn væri réttur til að
stýra sínum bíl, en það var engu
að síður pantað eftir nánari at-
hugun. Gestrisni þeirra hjóna
var einstök sama hvort kíkt væri
í tíukaffi eða í annan tíma ætíð
var húsmóðirin tilbúin með
rausnarlegar veitingar og nægur
tími til að spjalla og spá í allt
milli himins og jarðar. Alltaf var
jafn gaman að njóta samvista
þeirra. Okkur er í fersku minni
ferðalag sem að við fórum með
þeim til Akureyrar skömmu áð-
ur en Jón veiktist, hversu dýr-
mætt það var að eiga þau að og
njóta fróðleiks þeirra um landið
okkar. Jón nefndi það þá hvort
að við kæmum ekki með þeim út
í Papey þá um sumarið, þangað
hafði hann alltaf langað til að
komast til að svala fróðleiks-
fýsninni enda einn af fáum stöð-
um á landinu sem að þau höfðu
ekki náð að skoða. Var þetta
ráðgert um sumarið, en Jón var
þá orðinn of veikur svo ekki
varð af því ferðalagi. Mörgum
stundum vörðu þau undir Fjöll-
unum í sumarbústaðnum, þar
var allt með sama myndar-
skapnum og einkenndi þau í
hverju sem að þau tóku sér fyrir
hendur, nostrað við alla hluti.
Eftir að Jón lést 2006 lét Lulla
sig ekki muna um að halda
þeirra glæsilega verðlaunagarði
í sama horfi og sá sjálf um
snyrtingu og slátt, þar til hún
veiktist fyrir rúmu ái síðan. Hún
verður jarðsungin frá Odda-
kirkju laugardaginn 28. febrúar.
Hjálpsemi þeirra og umhyggja
fyrir okkur og börnunum okkar
var einstök og er það hér þakk-
að.
Inga og Ásbjörn.
Þá fann ég, hvað jörðin er fögur og
mild
þá fann ég, að sólin er moldinni
skyld,
fannst guð hafa letrað sín lög og sinn
dóm
með logandi geislum á strá og blóm.
Allt bergði af loftsins blikandi skál.
Allt blessaði lífið af hjarta og sál.
Jafnvel moldin fékk mál.
(Davíð Stefánsson.)
Það auðveldar viðskilnað við
ástvini þegar minningarnar eru
ljúfar og vegferð þeirra var með
þeim hætti að jafnvel í erfiðleik-
unum mátti greina óvenjulegan,
óbugandi styrk og staðfestu
samhliða kærleik og tillitssemi.
Hún Áslaug, sem var ævinlega
af vinum sínum og grönnum
kölluð Lulla, tengd okkur fjöl-
skylduböndum og kær vinkona
okkar og nágranni um áratuga
skeið, var ákaflega heilsteypt,
hreinskiptin og sönn manneskja.
Hún er til moldar borin í dag,
farin yfir móðuna miklu til ljóss-
ins, sem skín svo skært handan
við hina jarðnesku tilveru.
Lulla var ásamt eiginmanni
sínum einn af hinum svokölluðu
frumbyggjum á Hellu, því fólki
sem fyrst haslaði sér þar völl og
stofnaði þar heimili. Það var
ekki auðvelt á miðri síðustu öld
fremur en nú að hefja búskap og
stofna heimili og því kynntist
það unga fólk sem fyrst settist
að í sunnlensku kauptúnunum.
Fyrstu búskaparárin var gjarn-
an búið í örlitlum íbúðum og
gerð tilraun, með ómældri
vinnu, til þess að safna fyrir
byggingu eigin húsnæðis og rík-
isforsjáin sá svo til að gera það
sparifé að engu á óverðtryggð-
um, nánast vaxtalausum spari-
reikningum í verðbólgutíð. Sér-
stök íbúðalán voru nánast
óþekkt fyrirbæri, skorin við nögl
svo tæplega nam einum tíunda
af byggingarverðinu.
Upp úr 1960 réðust þau Lulla
og Jón í að kaupa sér eignarlóð
á Hellu og hófu byggingu á ein-
býlishúsi sem var heimili þeirra
meðan þeim entist aldur. Á
þessum árum var bygging eigin
húss nánast eina úrræðið til
þess að tryggja sér og sínum
örugga búsetu. Með ómældri
eigin vinnu og skiptivinnu við
nágranna og vini reis þeirra
glæsileg einbýlishús með falleg-
um verðlaunagarði þar sem
aldrei skorti umhirðu né mynd-
arskap.
Við hjónin eigum Lullu mikið
að þakka því þegar við fluttum
að Hellu laust fyrir 1970 stóð
heimili þeirra Jóns okkur opið
vikum saman meðan við unnum
að því að ljúka byggingu okkar
eigin íbúðarhúss. Þá eigum við
fjölmargar indælar minningar
frá þeim sumrum sem við dvöld-
umst í sumarbústöðum okkar á
Seljavöllum og unnum þar að
mörgum sameiginlegum fram-
kvæmdum. Ástúð og umhyggja
Lullu fyrir tengdamóður sinni,
þegar aldur færðist yfir hana og
hún þarfnaðist hjálpar og um-
hyggju, var einstök. Lulla var
sérlega dugleg kona, átti ein-
staklega fallegt heimili en vann
lengst af fulla vinnu í fyrirtækj-
um þeirra hjóna, Mosfelli og
Tjaldborg.
Við vottum börnum Lullu og
fjölskyldum þeirra okkar inni-
legustu samúð og biðjum góðan
Guð um styrk í sorg þeirra og
söknuði og þökkum henni allt
það ómetanlega sem hún hefur
fyrir okkur gert.
Eygló og Sigurður.
Áslaug Jónasdóttir
Fleiri minningargreinar
um Áslaugu Jónasdóttur bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
var mikil ræktunarkona sem unni
öllum gróðri, ræktaði garð með
fjölbreyttum gróðri í kringum bæ
sinn og hafði yndi af að bæta við
nýjum tegundum trjáa og blóma.
Sólveig hafði yndi af ferðalög-
um, og eftir að börn þeirra fjögur
uxu úr grasi fór hún margar ferðir
ásamt Árna eiginmanni sínum,
bæði innanlands og utan. Árni var
og er félagi í Karlakórnum Heimi
og með kórnum ferðuðust þau
víða.
Hún átti marga vini. Á Uppsöl-
um var oft mjög gestkvæmt, ætt-
ingjar og vinir, bæði íslenskir og
erlendir, komu oft í heimsókn og
þá var glatt á hjalla – glaðst og
mörg mál bar þá á góma. Þau Árni
og Sólveig áttu barnaláni að
fagna, eignuðust fjögur mann-
vænleg börn og svo síðar barna-
börn. Elstur systkinanna er Ey-
þór, þá Elín Sigurlaug, Drífa og
Anna Sólveig yngst.
Lengst af bjó Sólveig við góða
heilsu en nokkur síðustu árin hall-
aði undan fæti og síðustu þrjú til
fjögur árin naut hún umönnunar á
Heilbrigðisstofnun Skagfirðinga á
Sauðárkróki.
Að leiðarlokum vil ég þakka
þeim hjónum tryggð og ræktar-
semi við mig og syni mína, sem
aldrei verður fullþökkuð.
Fyrir mína hönd og sona minna
vil ég senda Árna og börnum hans
innilegar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning góðrar
konu.
Elín Sigurjónsdóttir.
Solla á Uppsölum er dáin eftir
langa og farsæla ævi.
Solla var ein af þingeysku kon-
unum sem ungar kynntust eigin-
mönnum sínum og fluttu með
þeim á ættaróðöl þeirra í Skaga-
firði.
Fyrir tæpum 50 árum flutti ég
einnig í Skagafjörð og þá kynntist
ég Sollu og Árna á Uppsölum. Þau
vináttu- og tryggðabönd sem þá
voru bundin hafa aldrei slitnað.
Traust vinátta er með því besta
sem fyrir getur komið í lífinu. Vin-
ur bregst manni ekki ef eitthvað
bjátar á.
Góðar minningar sækja að þeg-
ar ég hugsa til Sollu. Þær fyrstu
tengjast tónlist en þau hjónin
Solla og Árni sungu með mér í
Miklabæjarkirkju í 12 ár. Solla
með sinni fallegu sópranrödd og
Árni djúpur bassi.
Þakklæti er mér efst í huga
þegar ég hugsa til Sollu minnar.
Hún var sú sem ég leitaði til þeg-
ar ég gat ekki hugsað mér að láta
börnin mín mæla götur stórborg-
arinnar sumar eftir sumar fyrir
tæpum 40 árum. Ég treysti henni
fyrir börnunum mínum og hún
brást ekki. Menningarheimilið
Uppsalir, þar sem staðfesta og
heiðarleiki réðu ríkjum, reyndist
þeim gott veganesti. Mikil
ábyrgð fylgir því að taka að sér
börn.
Krakkarnir mínir minnast
Sollu þannig að hún var alltaf á
fullu að stjana við alla og þau
minnast þess hvað það var mikið
ævintýri að fylgja henni eftir í
gróðurhúsið og taka upp radísur
og gulrætur og tína jarðarber.
Einnig að sjá á eftir henni upp í
kálgarð, ef hún sá kindur í garð-
inum, en hún var þá svo frá á fæti
að hún var jafnvel fljótari en Árni.
Mér fannst Solla ganga glöð til
allra verka og stolnar stundir not-
aði hún til að grípa í prjóna eða
setjast við vefstólinn.
Solla mín, takk fyrir allt sem þú
hefur verið mér og minni fjöl-
skyldu. Minnist ég einkum gest-
risni þinnar, við vorum alltaf vel-
komin í Uppsali hvort sem var á
nóttu eða degi. Það var oft fram-
lág fjölskylda sem kom á Vatns-
skarðið um miðja nótt, en þreytan
hvarf þegar við horfðum yfir í
Blönduhlíðina, því við vissum að á
Uppsölum biðu uppbúin rúm og
heimagerðar kræsingar.
Við vottum Árna og fjölskyldu
innilegustu samúð á þessum erf-
iðu tímum.
Jóhanna Sigríður,
Jón og börn.
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800