Morgunblaðið - 28.02.2015, Síða 60
LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 59. DAGUR ÁRSINS 2015
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í LAUSASÖLU 790 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Hvernig er kjóllinn á litinn?
2. Móðir brúðarinnar klæddist …
3. Íslenskar stelpur stækka …
4. Endurheimtu dóttur sína eftir …
Ein vinsælasta mynd Finna frá upp-
hafi, Mielensäpahoittaja eða Nöldur-
seggurinn, verður frumsýnd með við-
höfn í Háskólabíói næsta fimmtudag
og verða leikstjóri hennar, Dome
Karukoski, og höfundur bókanna sem
myndin er byggð á, Tuomas Kyrö, við-
staddir. Í tilkynningu frá Græna ljós-
inu sem sýnir myndina segir að
heyrst hafi að Karukoski og Kyrö ætli
að hefja skrif á handriti framhalds-
myndar The Grump hér á landi. Hilm-
ar Örn Hilmarsson samdi tónlistina
við The Grump og Ingvar Þórðarson
og Júlíus Kemp eru framleiðendur.
Nöldurseggurinn sló öll aðsókn-
armet á síðasta ári í heimalandi sínu.
Í myndinni segir af sauðþráum bónda
á níræðisaldri sem hefur ævaforn
gildi í hávegum. Hann neyðist til að
búa hjá syni sínum og tengdadóttur
og gengur illa að laga sig að nútíma-
legu heimili þeirra, sættir sig illa við
stöðugt ónæði frá alls konar fjar-
skiptatækjum, eins og því er lýst í til-
kynningu frá Græna ljósinu.
Viðhafnarfrumsýning
á Nöldurseggnum
Birna Þórðardóttir mun leiða göngu
um miðborg Reykjavíkur á morgun kl.
14 þar sem komið verður við á mark-
verðum stöðum sem tengjast sögu ís-
lenskra myndlistarkvenna.
Gangan hefst við Lista-
safn Íslands og að henni
lokinni verður sýning
safnsins, Konur stíga
fram – svipmyndir 30
kvenna í íslenskri
myndlist, skoðuð
með leiðsögn.
Á slóðum íslenskra
myndlistarkvenna
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan 8-15 m/s og éljagangur, en léttir til sunnan- og vest-
anlands. Frost víða 0 til 5 stig, en frostlaust við suðausturströndina.
Á sunnudag og mánudag Norðaustan 8-13 m/s og él víða um land, en snjómugga
syðst. Frost 0 til 8 stig, mest í innsveitum.
Á þriðjudag Norðvestan 8-13 m/s og dálítil él norðaustanlands, en annars norðlægari
og bjartviðri. Áfram talsvert frost.
Þór Þorlákshöfn vann algjöran stór-
sigur á nýkrýndum bikarmeisturum
Stjörnunnar, 111:79, í Dominos-deild
karla í körfuknattleik í gærkvöld og
er aðeins tveimur stigum frá 3. sæti
deildarinnar. Keflavík er komin í 8.
sætið, það síðasta sem dugar inn í
úrslitakeppnina, eftir þrælöruggan
sigur á Fjölni, 99:81. Fall blasir við
Fjölnismönnum. » 4
Þórsarar kipptu bikar-
meisturum á jörðina
FH og ÍBV mætast í úrslita-
leik Coca Cola-bikars karla í
handknattleik í dag kl. 16
eftir hreint ótrúlegar rimm-
ur í undanúrslitunum í gær-
kvöld. FH lagði Val að velli
eftir tvíframlengdan leik
þar sem Ísak Rafnsson var
mikil hetja. ÍBV vann upp
sex marka forskot Hauka
seint í leiknum með sína
frábæru stuðningsmenn í
essinu sínu. » 2-3
Hreint ótrúlegir
undanúrslitaleikir
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
Knapinn Ísólfur Líndal Þórisson
vílar ekki fyrir sér að keyra um
300 km vegalengd til að taka þátt
í meistaradeildinni í hestaíþrótt-
um. Hann er búsettur á Lækja-
móti í Víðidal í Húnaþingi vestra
og rekur þar stórt hrossarækt-
arbú ásamt fjölskyldu sinni, en
meistaradeildin fer fram í Fáka-
seli í Ölfusi á Suðurlandi. Mótin
eru alls sex talsins frá janúar til
apríl en keppt er í átta greinum.
Mótin eru alla jafna haldin á
fimmtudagskvöldum.
„Það má segja að ég sé orðinn
mikill aðdáandi vefsíðna vegagerð-
arinnar og veðurstofunnar. Ég
skoða veðurspána vel og sæti lagi
þegar færi gefst. Ég legg yfirleitt
af stað í upphafi vikunnar og það
fer alveg vika í þetta eina mót,“
segir Ísólfur sem hefur þó komist
klakklaust suður á þrjú mót í vet-
ur þrátt fyrir rysjótt tíðarfar.
Sigursæll Norðlendingur
Tímanum er greinilega vel varið
því Ísólfur hefur verið sigursæll í
meistaradeildinni. Hann sigraði í
fimmgangi á hestinum Sólbjarti
frá Flekkudal sl. fimmtudags-
kvöld. Segja má að hann hafi unn-
ið á lokasprettinum, skeiðinu, því
hann var í fimmta sæti fyrir þenn-
an síðasta keppnisþátt. Þá stóð Ís-
ólfur einnig uppi sem sigurvegari í
gæðingafiminni sem keppt var í
fyrr í mánuðinum en það er uppá-
halds keppnisgreinin hans. „Þar
reynir bæði á þjálfun og hámarks-
afköst og samspilið þar á milli.
Mér finnst það mjög mikil áskor-
un,“ segir Ísólfur.
Eftir þrjú mót af átta er Ísólfur
efstur að stigum. Næstur á hæla
hans er knapinn Árni Björn Páls-
son en hann stóð að endingu uppi
sem sigurvegari í meistaradeild-
inni í fyrra.
„Ég velti því ekki mikið fyrir
mér að ég sé efstur núna því
deildin er ekki einu sinni hálfnuð.
Ég tek eitt mót í einu,“ segir Ís-
ólfur af stóískri ró. Hann segir
jafnframt að þátttakan í meistara-
deildinni gefi sér mjög mikið og sé
algjörlega fyrirhafnarinnar virði.
Ísólfur tók þátt í meistaradeild-
inni í fyrsta skipti í fyrra og segist
búa vel að þeirri reynslu. „Ég hef
mikið unnið í hugarfarinu, hugsa
um andlegu hliðina. Bæði hesti og
knapa þarf að líða vel til að skila
hámarksafköstum. Hestaíþróttin
er flóknari en aðrar íþróttir því
maður vinnur með málleysingja
og þarf að vera vel tengdur
hestinum svo að hlutirnir gangi
upp.“
Ferðast yfir fjallvegi til að keppa
Hugarfarið í
keppni skiptir
miklu máli
Ljósmynd/meistaradeildin í hestaíþróttum
Fimmgangur Ísólfur Líndal Þórisson stendur efst á palli eftir sigurinn, t.v. er Daníel Jónsson sem hafnaði í öðru
sæti, Hulda Gústafsdóttir er t.h. en hún var þriðja. Davíð Jónsson heldur í Sólbjart frá Flekkudal sem Ísólfur sat.
Liðið Ganghestar/Margrétarhof
vann svokallaðan liðaskjöld í
fimmgangi á fimmtudaginn. Það er
skipað þeim Eddu R. Ragnars-
dóttur, Sigurði Matthíassyni,
Reyni E. Pálmasyni og Aðalheiði
Guðjónsdóttur.
Í meistaradeildinni eru átta lið
sem keppa sem hvert er skipað
fjórum knöpum en þrír þeirra
keppa í hverri grein. Hvort tveggja
liðin sem heild og einstaklingar
safna stigum í mótaröðinni. Í lok
mótsins er krýndur sigurvegari í
einstaklingskeppni sem og stiga-
hæsta liðið verðlaunað.
Ísólfur Líndal Þórisson leiðir
einstaklingskeppnina með 30 stig,
Árni Björn Pálsson er annar með
27 stig og Eyrún Ýr Pálsdóttir er
þriðja í röðinni. Í liðakeppninni er
það lið Auðsholtshjáleigu sem
leiðir með 140,5 stig, lið Gangmyll-
unnar er annað með 122,5 stig og í
þriðja sæti er lið Ganghesta/
Margrétarhofs með 120,5.
Spennandi stigakeppni
MEISTARADEILD Í HESTAÍÞRÓTTUM
Knattspyrnumaðurinn Arnór Smára-
son er á leið til Rússlands, með við-
komu í Tyrklandi, en hann hefur verið
lánaður frá Helsingborg í Svíþjóð til
Torpedo í Moskvu. „Það var ekki
hægt að sleppa þessu
tækifæri til að upplifa
það ævintýri að búa
og spila í Moskvu.
Ég fer mjög
spenntur þang-
að og mark-
miðið er að
standa sig
vel og eiga í
framhaldinu
fleiri góða mögu-
leika í sumar,“
segir Arnór. »1
Ekki hægt að sleppa
þessu tækifæri