Morgunblaðið - 21.03.2015, Page 1

Morgunblaðið - 21.03.2015, Page 1
L A U G A R D A G U R 2 1. M A R S 2 0 1 5 Stofnað 1913  68. tölublað  103. árgangur  ÞÁTTUR ÍBÚANNA SKIPTIR MÁLI VÆNLEGAST TIL ÁRANGURS AÐ ÆFA EKKERT ASK HASSELBALCH 55BÓKABÆIR 10 Benedikt Bóas Benedikt@mbl.is Árni Páll Árnason sigraði Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur í formanns- kjöri Samfylkingarinnar á lands- fundi flokksins í gærkvöldi. Árni Páll hlaut 49,49% atkvæða eða 241 atkvæði en Sigríður Ingibjörg 49,28% eða 240 atkvæði. Munaði því aðeins einu atkvæði. Anna Pála Sverrisdóttir, sem ekki hafði boðið sig fram, fékk eitt atkvæði. Árni verður því áfram formaður Sam- fylkingarinnar. Fimm atkvæði voru auð. „Þetta er ekki óskaniðurstaða,“ sagði Árni Páll eftir að úrslitin höfðu verið tilkynnt. „Ég þarf að vanda mig mjög vel í framhaldinu. Ég hef enga sérstaka gagnrýni heyrt á mín störf frá því að þetta mótframboð kom fram. Ég hef heyrt almenn orð en ég hef enga beina gagnrýni heyrt, hvað ég hefði átt að gera öðruvísi eða eitthvað slíkt. En ég tek auðvitað allri slíkri gagnrýni ef hún kemur fram.“ Sigríður Ingibjörg var hrærð yfir úrslitunum. „Ég er þeim þakklát sem ýttu á mig og það er augljóst að krafan um breytingar innan flokks- ins er mikil. Ég sé ekki annað en að við munum vinna öll saman að því og það er enginn óvinafögnuður í Samfylkingunni. Óvinurinn er hægristjórnin.“ Kristján Möller sagðist aldrei hafa kynnst öðru eins. „Ég var íþróttafulltrúi til margra ára og framkvæmdi skíðamót og annað slíkt. Ég hef oft séð menn sigra með einu sekúndubroti eða marki á síðustu stundu. En að sjá það gerast í formannskjöri í flokkn- um, það hefði ég aldrei getað ímyndað mér.“ Munaði einu atkvæði Morgunblaðið/Eggert Að lokinni baráttu Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Árni Páll Árnason fallast í faðma skömmu eftir að úrslitin voru kunngjörð í gærkvöldi.  Árni Páll Árnason endurkjörinn með minnihluta atkvæða  „Ekki óskaniður- staða,“ segir Árni Páll  „Enginn óvinafögnuður,“ segir Sigríður I. Ingadóttir MLandsfundurinn »12, 14 og 30. Sólmyrkvinn í gærmorgun fór ekki framhjá nokkrum Íslendingi en slíkt gerist þegar tunglið gengur milli sólar og jarðar og myrkvar sólina að hluta til eða í heild frá jörðu séð. Formaður Stjörnuskoð- unarfélags Seltjarnarness, Sævar Helgi Bragason, segir að bestu skil- yrðin til að fylgjast með sólmyrkv- anum hafi verið hér á landi en hann náði hámarki klukkan 9:37 í gær- morgun. Gríðarleg stemning mynd- aðist víða á landinu og brutust með- al annars út fagnaðarlæti hjá þeim þúsundum sem safnast höfðu sam- an fyrir framan aðalbyggingu Há- skóla Íslands en þar var haldin sól- myrkvahátíð í tilefni dagsins. Dr. Þorsteinn Sæmundsson, stjörnufræðingur, segir tunglið hafa hulið 97,5% af skífu sólar í Reykjavík en 99,4% á Norðfirði. Mörgum þótti kólna nokkuð þegar tunglið skyggði á sólina að mestu en Veðurstofan segir að hitinn hafi lækkað um 0,7 gráður þegar myrkvinn var sem mestur. Á Stjörnufræðivefnum kemur fram að almyrkvi verði árið 2026 og mun hann sjást frá vesturhluta Íslands, meðal annars frá Reykja- vík. » 20 og 22 Morgunblaðið/Kristinn Áhorfendur Fólk horfði á sólmyrkvann í gegnum sérstök gleraugu. Sólmyrkvinn átti hug og hjörtu landsmanna Aðstæður til að sjá sólmyrkvann í gærmorgun voru hvergi betri í heiminum en á Íslandi Fjárfestar eru nú að ganga frá fjár- mögnun vegna kaupa á Setbergs- landinu í Garðabæ. Samkvæmt þeim hugmyndum sem kynntar hafa verið er horft til þess að byggja 630 íbúðaeiningar á svæðinu. Gangi það eftir verður söluverð lóða undir íbúðirnar á fjórða milljarð króna. Dótturfélag Landsbankans, Hömlur, á byggingarlóðirnar. Golfklúbburinn Setberg rekur nú golfvöll á svæðinu og segir Hannes F. Sigurðsson, verkefnastjóri hjá Hömlum, ekki víst að völlurinn fari. „Við höfum unnið með þá hugmynd að golfvöllurinn fengi að halda sér við vatnið og hraunjaðarinn. Það yrði þá 9 holu völlur. Það er hins vegar ekki ljóst hvaða hugmyndir nýir fjárfestar hafa.“ »4 Morgunblaðið/Sverrir Vinsælt Margir spila golf á Íslandi. Óvíst að golfvöllur muni víkja  Eftirlíking miðaldadóm- kirkju og timbur- hús í anda þess sem var um alda- mótin 1900 verða áberandi í nýjum miðbæ á Selfossi. Bæjarráð Ár- borgar hefur samþykkt áform Sig- túns þróunarfélags ehf. sem ætlar sér að reisa allt að 30 hús á svæð- inu, andspænis Ölfusárbrú. Áform um uppbyggingu fyrir um þrjá milljarða króna eru komin vel á veg og verða kynnt í dag í Tryggva- skála á Selfossi. »16 Miðbær í gömlum stíl fyrir 3 milljarða Selfoss Gamalt verður nú nýtt.  Viðskipta- félagarnir Jónas Hagan og Ed- ward Mac Gilliv- ray Schmidt keyptu þrjár efstu hæðirnar í íbúðaturni á Lindargötu 37 og herma heimildir blaðsins að kaup- verðið hafi ekki verið undir 570 milljónum króna. Ekkert var til sparað við hönnun og húsbúnað í íbúðunum fjórum og er heildarkostnaður við þær um 700 milljónir. Félagarnir nota íbúðirnar annað slagið en þeir búa í Genf. »4 Tveir vinir setja 700 milljónir í íbúðir Lindargata 37.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.