Morgunblaðið - 21.03.2015, Side 10

Morgunblaðið - 21.03.2015, Side 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MARS 2015 Malín Brand malin@mbl.is Áundurfögrum degi hitt-umst við Ruth Ásdísar-dóttir á skrifstofu hennarí húsakynnum Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga við Aust- urveginn á Selfossi. Það er einmitt á dögum sem þessum, þegar sólin læt- ur sjá sig eftir strembinn vetur, sem auðveldlega má sjá bókabæina aust- anfjalls fyrir sér blómstra og dafna. Ekki þarf sólina til að Ruth sjái þetta fyrir sér því nýráðinn verk- efnastjórinn er jákvæð að eðlisfari og er spennt fyrir þeim mýmörgu verkefnum sem framundan eru. „Þetta er gríðarlega spennandi og við erum að springa úr hugmyndum! Við ætlum okkur stóra hluti og verk- efnið er mjög metnaðarfullt,“ segir Ruth um það stóra verkefni sem það er að umbreyta bæjum í bókabæi. Úr bæ í bókabæ Víða í heiminum fyrirfinnast bókabæir en þeir eru um þrjátíu talsins. Þetta eru bæir sem hafa sterka tengingu við bókmenntir og eru þar gjarnan fleiri fornbókabúðir en gengur og gerist. Alla jafna eru bækur vel sýnilegar í innviðum bæj- anna. Fyrir austan fjall hefur hópur góðs fólks unnið markvisst að því síðustu misserin að koma fyrstu ís- lensku bókabæjunum á kortið og eru það Árborg, Ölfus og Hveragerði sem um ræðir. Eins og fram kom í grein sem birtist í Morgunblaðinu um verkefnið í ágúst síðastliðnum var fyrsti bókabærinn í Evrópu stofnaður í breska bænum Hay-on- Wye árið 1961, en sá bær er þekktur Þeim mun fleiri bækur því betra Bókabæirnir austanfjalls eru stórt verkefni sem án efa á eftir að vaxa og dafna á Suðurlandi. Í byrjun mánaðarins tók bókmenntafræðingurinn Ruth Ásdísardóttir til starfa sem verkefnastjóri bókabæjanna og segir hún að verkefnin sem fram- undan eru séu bæði spennandi og til þess fallin að hafa jákvæð áhrif á ört stækk- andi byggðina austanfjalls. Bókaþjóðin elskar jú bækur og af þeim er nóg til! Bókahús Hjördís Þorfinnsdóttir gægist út um bókakassa sem eiginmaður hennar smíðaði. Þar má nálgast bækur og skilja aðrar eftir í staðinn. Kilir Loftmynd af Hala í Suðursveit, uppeldisbæ Þórbergs Þórðarsonar. Í for- grunni er Þórbergssetur skreytt bókarkjölum sem er skemmtileg hugmynd. Íslenska fyrirtækið Green Clean sem sérhæfir sig í vistvænum þrifum er nú komið í samstarf við Reykjavík Gift Shop sem er vefverslun með blóm og sérvalda gjafavöru til heimsendingar. Þessi tvö fyrirtæki hafa tekið höndum saman og ætla að bjóða fólki upp á þrif, blóm og skreytingar fyrir stóra daginn. „Okkur fannst tilvalið að bjóða fólki upp á alhliða þjónustu fyrir veisl- ur, fermingar, skírnir, brúðkaup osfr. Þá er hægt er að fá aðstoð við upp- setningu á veislusal eða heimili, sjá þá um skreytingar og bjóða einnig upp á vistvæn þrif fyrir eða eftir veisluna. Þjónustan yrði þá sniðin að þörfum viðskiptavinarins. Viðskiptavinurinn getur haft samband á www.green- clean.is og útskýrt hvað hann er með í huga og við gerum verðtilboð sem fer eftir umfangi veislunnar,“ segir Tinna Róbertsdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi GreenClean. Vefsíðan www.greenclean.is Mæðgur Jódís og Tinna eiga og reka fyrirtækið GreenCleen sem sér um þrif. Skraut og þrif fyrir fermingu Heimilislegir sunnudagar verða á Kex Hostel á morgun, 22. mars kl. 13. Dagskrá þessa viðburðar, sem ann- arra á staðnum á sunnudögum er sérsniðin fyrir fjölskyldufólk á öllum aldri og góð dægrastytting fyrir þau sem vilja fara út úr húsi á sunnudög- um. Að þessu sinni mun Kristjana Skúladóttir, leik- og söngkona, syngja lög af plötu sinni Obbosí og lesa uppáhalds barnasögu sína fyrir gesti. Boðið verður upp á samsöng og dans fyrir alla, unga sem aldna. Enginn aðgangseyrir er á Heimilis- lega sunnudaga og eru allir velkomn- ir. Endilega ... ... njótið sunnudaga Söngur Kristjana Skúladóttir syngur. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Alþjóðlegur dagur kalda vatnsins er 22. mars ár hvert og af því tilefni hefst á morgun, sunnudag, fræðslu- og listasýning Katrínar Þorvalds- dóttur og Eydísar Mary Jónsdóttur, Huldir Heimar Hafsins – Ljós þang- álfanna. Formleg opnun verður klukk- an 13 í Þekkingarsetri Suðurnesja í Sandgerði og geta gestir skoðað sýn- inguna til klukkan 17. Í tilkynningu frá Þekkingarsetrinu segir meðal annars að sýningin sé „bæði fræðslu- og listasýning þar sem vísindalegum fróðleik um mikilvægi hafsins og hættur sem að því steðja er fléttað saman við ævintýraheim þangálf- anna“. Texti sýningarinnar er bæði á íslensku og ensku. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Dagur vatnsins Morgunblaðið/RAX Vatnið Dagur kalda vatnsins er á morgun, sunnudaginn 22. mars. Fræðsla og list í Sandgerði Viltu selja eða kaupa fyrirtæki? Firma Consulting, Þingaseli 10, 109 Reykjavík, GSM: (+354) 820 8800 og (+354) 896 6665, Fax: (354) 557 7766, Veffang: firmaconsulting.is Magnús Hreggviðsson viðskiptafræðingur og lög- giltur fyrirtækja-, fasteigna- og skipasali. Magnús er með áratuga reynslu af endurskoðunarstörfum, sem rekstrarráðgjafi, fyrirtækja- og fasteignasali, útgef- andi, fasteignarekandi, „land-developer“ í Smára- hvammi og starfandi stjórnarformaður í nokkrum fyrirtækjum. Er aðalráðgjafi hjá Firma Consulting. (magnus@firmaconsulting.is) Firma Consulting (www.firmaconsulting.is) er ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf við kaup og sölu millistórra og stórra fyrirtækja. Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Gullið tækifæri til að njóta útivistar og skoða söguslóðir hjá nágrönnum okkar Færeyingum. Þræddar verða gamlar gönguleiðir milli byggðarlaga fimm eyjanna um skornar strendur og blómaskrúð. Göngurnar eru við allra hæfi og einungis verður gengið með dagpoka. Verð: 229.900 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Sp ör eh f. 1. - 8. júní Umfirðiog fjöll í Færeyjum Fararstjóri: Sigrún Valbergsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.