Morgunblaðið - 21.03.2015, Síða 14

Morgunblaðið - 21.03.2015, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MARS 2015 FRÉTTASKÝRING Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Það eru engar ýkjur að segja að inn- viðir Samfylkingarinnar hafi leikið á reiðiskjálfi þegar Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þriðji þingmaður Sam- fylkingarinnar í Reykjavík suður, til- kynnti, mörgum að óvörum, framboð sitt til formanns síðdegis í fyrradag. En svo virðist sem einhverjum viðmælendum blaðamanns úr röðum Samfylkingarinnar í gær hafi ekki komið framboðið mikið á óvart og ekki heldur hin síðbúna tímasetning á því að tilkynna framboðið. Segja þeir augljós fingraför Jóhönnu Sig- urðardóttur, fyrrverandi formanns Samfylkingarinnar og forsætisráð- herra, vera á framboði Sigríðar Ingi- bjargar. Einungis landsfundarfulltrúar Formannskjör í Samfylkingunni hefur hingað til farið fram þannig að allir félagsmenn höfðu kosningarétt í allsherjaratkvæðagreiðslu, en í for- mannskjörinu í gær, voru það ein- ungis kjörnir landsfundarfulltrúar, eitthvað í kringum 800 talsins, sem gátu kosið. Kosningaþátttaka hefur frá stofn- un flokksins fyrir 15 árum verið mis- jöfn. Karl Th. Birgisson, ritstjóri vef- tímaritsins Herðubreiðar, rifjar upp kosningaþátttöku félaga í pistli á heimasíðu tímaritsins í gær: „Össur Skarphéðinsson var kjör- inn fyrsti formaður flokksins í al- mennri atkvæðagreiðslu og tóku um 4.500 manns þátt. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir felldi Össur í formannskjöri árið 2005 og voru þá greidd um tólf þúsund at- kvæði. Jóhanna Sigurðardóttir fékk ekki mótframboð og var sjálfkjörin 2009 og 2011. Loks sigraði Árni Páll Árnason í formannskjöri árið 2013. Þá greiddu um 5.500 almennir flokksmenn at- kvæði.“ Kosningarétt hafa landsfund- arfulltrúar sem greitt hafa lands- fundargjald, 5.900 kr. Árni Páll sagður gáttaður Karl Th. segir ennfremur: „Óhætt er að segja að tilkynning Sigríðar Ingibjargar í gær hafi kom- ið á óvart og valdið nokkru uppnámi í flokknum. Herðubreið hefur heim- ildir fyrir því að í aðdraganda lands- fundar hafi fjölmargir afþakkað boð um að vera landsfundarfulltrúar þar sem ekki hafi stefnt í meiri háttar kosningar á þinginu, hvað þá for- mannskjör. Þeir hinir sömu eru afar ósáttir við að nú stefni í formanns- kjör þar sem þeir hafa ekki tækifæri til að greiða atkvæði. Í fyrsta sinn í sögu flokksins eru það því fáein hundruð manna, en ekki mörg þúsund, sem geta greitt atkvæði í formannskjöri. Og atkvæð- isrétturinn kostar 5.900 krónur.“ Í samtölum blaðamanns við sam- fylkingarfólk í gær, bæði þingmenn og óbreytta, kom fram að framboð Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur virðist hafa komið langflestum al- gjörlega í opna skjöldu. Því var einn- ig haldið fram að framboð hennar hefði komið Árna Páli mest á óvart – hann hefði bókstaflega verið gátt- aður, enda tilkynnti Sigríður Ingi- björg ekki framboð sitt fyrr en rétt- um sólarhring áður en formannskjör hófst, um kl. 17.30 í fyrradag. Árni Páll var rétt búinn að frétta af mótframboðinu þegar frétt um það kom í fréttum Ríkisútvarpsins kl. 18 í fyrradag og engum duldist, sem horfðu á sjónvarpsfréttir RÚV kl. 22 í fyrrakvöld, að Árni Páll var þykkjuþungur, svo ekki sé meira sagt. Reyndir, pólitískir refir En svo eru það gamlir, reyndir, pólitískir refir, ekki síst úr Alþýðu- flokknum sáluga, en einnig úr gamla Alþýðubandalaginu, sem hafa sínar kenningar um það hvers vegna Sig- ríður Ingibjörg bauð sig fram og hvers vegna hún gerði það jafn seint og raun bar vitni. Sparkað úr ríkisstjórn Þeir minna á að í forsætisráð- herratíð Jóhönnu Sigurðardóttur hafi Árni Páll verið eini ráðherrann úr röðum Samfylkingarinnar sem að einhverju marki stóð uppi í hárinu á henni og uppskar spark úr rík- isstjórn sem þau Steingrímur J. Sig- fússon og Jóhanna Sigurðardóttir hafi ákveðið í sameiningu. Þá hafi það aldrei verið neitt leyndarmál að í formannskjörinu 2013 hafi Jóhanna barist með kjafti og klóm gegn því að Árni Páll væri kjörinn formaður flokksins. Guð- bjartur Hannesson hafi verið hennar kandídat. Lyktir urðu þær að Árni Páll hlaut 61,8% atkvæða og Guð- bjartur fékk 37,6% atkvæða og um 5.500 manns tóku þátt í formanns- kjörinu. Jóhanna hafi einfaldlega áttað sig á því að nú væri lag, fyrst aðeins landsfundarfulltrúar, um 800 manns, hefðu kosningarétt, til þess að losna við Árna Pál og velta honum úr sessi og því hafi hún og hennar helstu stuðningsmenn þrýst á og hvatt Sig- ríði Ingibjörgu til þess að fara gegn Árna Páli. Tímasetningin lykilatriði Í þeim efnum hafi verið lykilatriði að mótframboðið kæmi fram á síð- ustu stundu þegar sá tími væri út- runninn að tilkynna sig sem lands- fundarfulltrúa og greiða 5.900 króna þátttökugjaldið. Sennilega hafi einhver hópur stuðningsmanna Árna Páls, í þeirri trú að enginn byði sig fram gegn honum og hann yrði sjálfkjörinn, ákveðið að afþakka boð um að vera landsfundarfulltrúar. Þannig sé mjög líklegt að fylkingar hafi riðlast og fleiri úr stuðningsmannaliði Jó- hönnu en Árna Páls hafi mætt til landsfundar. Segjast sjá fingraför Jóhönnu  Telja að mótframboð Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur til formanns hafi verið útpælt og þaulhugsað  Mikill titringur innan raða samfylkingarmanna, í röðum stuðningsmanna beggja fylkinga Morgunblaðið/Árni Sæberg Samgleðst Hér faðmar Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Árna Pál Árnason, nýkjörinn formann Samfylkingarinnar, innilega í febrúar 2013. Morgunblaðið/Kristinn Handaband Svona heilsuðust keppinautarnir um flokksformennskuna á landsfundi Samfylkingarinnar í gærmorgun – og létu handaband nægja. 35.900,- Verð Kr. USG CNIP4 Yfirskápur 4 skúffur. Sterkur skápur með lás. 88.900,- Verð Kr. USG FIRP7B Verkfæraskápur 7 skúffur – 1/4", 3/8“ & 1/2" topplyklasett Splittatangir, skrúfjárn, fastirlyklar, tangir, skralllyklar, meitlar, sexkantar, rennimál, þjalir. 115.900,- Verð Kr. USG FIRP7B-FOAM Verkfæraskápur 7 skúffur með frauðefnisbökkum. 1/4", 3/8“ & 1/2" topplyklasett. Splittatangir, skrúfjárn, fastirlyklar, tangir, skralllyklar, skiptilykill, meitlar, sexkantar, rennimál, þjalir. 172 verkfæri í sterkum vagni með lás. 15.900,- Verð Kr. USG B5094M 1/2“ & 1/4" Topplyklasett 94 stk Skrall 72 tanna, framlengingar, hjörluliður, átaksskaft, djúpir- toppar, kertatoppar, bitajárn. USG GWB2045M 1/4“ Topplyklasett 45 stk Skrall 72 tanna, framlengingar, hjörluliður, átaksskaft, bitar, sexkantar, bitajárn, 4.990,- Verð Kr. USG GWB3029M 3/8“ Topplyklasett 29 stk Skrall 72 tanna, hjöruliður, djúpir & grunnirtoppar, kertatoppar, framlengingar. 7.990,- Verð Kr. Síðumúla 11 - 108 Reykjavík Sími 568-6899 Póstfang: vfs@vfs.is Netsíða: www.vfs.is Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Það er ákveðið áfall fyrir Árna Pál sem formann að vinna þetta svona gríðarlega naum- lega,“ segir Grét- ar Þór Eyþórs- son, prófssor í stjórnmálafræði, um nauman sig- ur Árna Páls Árnasonar í for- mannskjöri Sam- fylkingarinnar á landsfundi flokksins í gær. Árni Páll bar þar sigur úr býtum í baráttunni við Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur með 241 atkvæði gegn 240 atkvæðum. Huga að öðruvísi áherslum „Hann er þó ennþá formaður og maður myndi halda að hann túlkaði þetta sem skilaboð um það að hann þyrfti að huga að fleiri og öðruvísi áherslum og horfa til þess að það er ekki full ánægja með forustuna innan flokksins,“ segir hann. Minna en sólarhringur leið frá því Sigríður Ingibjörg bauð sig fram og þar til gengið var til kosn- inga en Grétar Þór segir þó að svo virðist sem framboðið hafi haft nokkurn aðraganda. „Það virtist liggja í orðunum að það hefði verið búið að undirbúa þetta að einhverju leyti þó að hún hafi kannski ekki verið þar að baki. Það virðist sem hún hafi í raun átt tilbúinn hljómgrunn þegar hún loksins gaf kost á sér,“ segir Grét- ar. „Ég á nú ekki von á því að flokk- urinn klofni en það er greinilegt að það er áherslumunur innan hans“ segir hann. Lengri fyrirvari hefði getað haft áhrif á kosninguna „Ég er ekkert svo viss um að þetta hafi strax áhrif á fylgi flokks- ins,“ segir hann. „Manni heyrist að þó að þetta hefði getað farið verr fyrir for- manninn ef aðeins lengri fyrirvari hefði verið á mótframboðinu. En auðvitað eru það bara getgátur. Það er þó ljóst að þetta eru mjög skýr skilaboð til hans,“ segir Grét- ar Þór að lokum. Segir úrslitin áfall fyrir formanninn  Telur kosninguna gefa skýr skilaboð Grétar Þór Eyþórsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.