Morgunblaðið - 21.03.2015, Síða 17
komið þegar nýja miðbæjarþorpið
hefur verið reist,“ segir Leó Árna-
son.
Hótel Valhöll,
Friðriksgáfa og Sigtún
Sögulegur áhugi þeirra Guðjóns
og Leós skapaði þá hugmynd sem
nú er orðin að samþykktri tillögu.
Til stendur að byggja 20-30 hús
sem öll eiga sér sögulegar fyr-
irmyndir. Frá Selfossi má þarna
nefna Sigtún Kaupfélags Árnes-
inga, verslunarhús S.Ó. Ólafssonar
og gömlu símstöðina en áratugir
eru síðan þessar byggingar hurfu
af sjónarsviðinu. Einnig eru til hlið-
sjónar hafðar byggingar eins og
gamla sýslumannshúsið í Kald-
aðarnesi í Flóa, Hótel Valhöll á
Þingvöllum, Hótel Þrastarlundur í
Grímsnesi, Edinborgarhúsið og
gamla Apótekið í miðbæ Reykjavík-
ur og Friðriksgáfa á Möðruvöllum í
Hörgárdal.
„Svipur þessar nýju byggðar á að
vera sterkur og mynda heild,“ út-
skýrir Guðjón um verkefnið þar
sem þrír fletir eru undir. Í fyrsta
lagi er það svonefndur Miðbæj-
arreitur andspænis Ölfusárbrú, þá
Sigtúnsreitur sem er lítið eitt aust-
ar og Árvegsreistur, þar er svæði
nærri bakka Ölfusár austan bygg-
ingarinnar þar sem nú er meðal
annars verslun Krónunnar. Á þess-
um stöðum verða útbúnar götur og
húsin reist við þær.
Lánað náist langtímaleiga
„Við sjáum fyrir okkur að í mið-
bæjarkjarnanum verði þjónustufyr-
irtæki, veitingastaðir, verslanir,
handverksstarfsemi, íbúðir og
fleira. Atvinnustarfsemi og mannlíf
eiga að spila saman. Á næstu mán-
uðum verða húsin auglýst til leigu
fyrir margháttaða starfsemi og bú-
setu,“ segir Leó.
Fjármögnun verkefnisins alls,
sem bankar hafi sýnt áhuga, er að
sögn Leós Árnasonar þó háð því að
langtímasamningar um leigu eign-
anna náist. Er nú rætt við áhuga-
sama um leigu á húsunum sem
verða öll í eigu Sigtúns þróun-
arfélags ehf. Þar á bæ áætlamenn
að kostnaður við þessa uppbygg-
ingu sé 2,5 til 3,0 milljarðar króna
og verkefninu ljúki vorið 2017.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Fyrirmynd Sýslumannshús í Kald-
aðarnesi sem var rifið fyrir löngu.
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MARS 2015
„Aðalútgangspunktur skipulagsins er dæmigert íslenskt þorp
eins og algengt var að þau byggðust upp, um og eftir aldamót-
in 1900,“ segir Sigurður Einarsson, arkitekt hjá Batteríinu.
Þar á bæ munu menn hafa umsjón með deiliskipulagi svæð-
isins og því móta heildarsvip hins nýja miðbæjar á Selfossi.
Tenging nýja miðbæjarins við umhverfi sitt er aðalgatan
inn á svæðið, sem er beint andspænis Ölfusárbrú. Sú útfærsla,
Akureyri – og í Reykjavík og Hafnarfirði eru byggðir gamalla
timburhúsa, sem hafa heildstæðan svip
„Á Selfossi eru allar forsendur fyrir því að móta sannfær-
andi stað sem gefur hughrif eins og þau gerast best í gömlum
grónum byggðarkjörnum. Fagleg útfærsla húsanna er lyk-
ilatriði enda gefum við lítinn afslátt frá ytra útliti þeirra
gömlu horfnu húsa sem eru fyrirmyndir í hinni nýju byggð.“
að byggð umhverfis bæjargötu mætti brúnni, var raunar inn-
takið í fyrsta skipulagsuppdrættinum af Selfossi 1939. Notk-
un húsanna, sem flest eru tveggja hæða verður í megin-
atriðum sú að á neðri hæð verða verslanir og
þjónustufyrirtæki en íbúðir á efri hæðum.
Reynslan sýnir að gömul hús eru aðdráttarafl í ferðaþjón-
ustu. Þar má nefna Stykkishólm, eyrina á Ísafirði, innbæinn á
Hughrif úr gömlum bæjarkjarna eru á sannfærandi stað
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
67
91
7Ársfundur 2015
Ársfundur sjóðsins verður haldinn þriðjudaginn
12. maí nk. kl. 16.00 á Hilton Reykjavík Nordica.
Fundurinn verður nánar auglýstur síðar.
Tryggingafræðileg staða
Athugun á tryggingafræðilegri stöðu hefur þann tilgang
að meta eignir sjóðsins á móti þeim skuldbindingum
sem felast í áunnum réttindum og framtíðarréttindum
sjóðfélaga til lífeyris. Tryggingafræðileg staða sjóðsins
batnaði á milli ára og var -3,0% í lok árs 2014. Stjórn
sjóðsins hyggst ekki leggja fram tillögu til réttinda-
breytinga á komandi ársfundi.
Stjórn sjóðsins:
Þorbjörn Guðmundsson Jón Bjarni Gunnarsson
formaður varaformaður
Bolli Árnason Dagmar Viðarsdóttir
Guðrún Helga Guðbjörnsdóttir Gylfi Ingvarsson
Hanna Þórunn Skúladóttir Unnur María Rafnsdóttir
Framkvæmdastjóri: Kristján Örn Sigurðsson
Séreignardeild
Ávöxtun séreignarsparnaðar sjóðsins á síðasta ári var eins
og taflan sýnir:
Aldursleið Aldursleið Aldursleið Aldursleið Innlánsleið
1 2 3 4
Nafnávöxtun 2014 9,1% 7,2% 5,5% 3,4% 3,0%
Raunávöxtun 2014 8,0% 6,1% 4,4% 2,3% 2,0%
Raunávöxtun sl. 5 ár 6,4% 5,9% 5,2% 4,4% 2,8%
Sundagörðum 2 / 104 Reykjavík / 510 5000 / lifeyrir.is
Nafnávöxtun tryggingadeildar Sameinaða lífeyrissjóðsins var 7,4% á
árinu, sem jafngildir 6,3% raunávöxtun. Raunávöxtun sjóðsins frá stofnun
hans árið 1992 er 3,8%. Eignir tryggingadeildar voru 150,1 milljarður
króna í árslok 2014 og jukust um 11,2 milljarða króna á árinu.
Nafnávöxtun ávöxtunarleiða séreignardeildar sjóðsins var frá 3,0% til
9,1% á árinu 2014, sem jafngildir 2,0% til 8,0% raunávöxtun. Eignir
séreignardeildar voru 5,9 milljarðar króna í árslok 2014 og jukust um 200
milljónir króna frá fyrra ári.
2014 2013
Heildariðgjöld 5.708 millj.kr. 5.424 millj.kr.
Heildarlífeyrisgreiðslur 4.842 millj.kr. 4.493 millj.kr.
Fjárfestingartekjur 10.926 millj.kr. 13.204 millj.kr.
Fjárfestingargjöld 196 millj.kr. 185 millj.kr.
Rekstrarkostnaður 183 millj.kr. 161 millj.kr.
Hrein eign til greiðslu lífeyris 155.923 millj.kr. 144.511 millj.kr.
Tryggingadeild
Nafnávöxtun 7,4% 10,0%
Hrein raunávöxtun 6,3% 6,1%
Hrein raunávöxtun – 5 ára meðaltal 4,9% 3,4%
Hrein raunávöxtun frá stofnun sjóðsins
árið 1992 (árlegt meðaltal) 3,8% 3,7%
Tryggingafræðileg staða -3,0% -4,9%
Fjöldi virkra sjóðfélaga 9.225 9.288
Fjöldi lífeyrisþega 6.164 5.875
Fjöldi stöðugilda 18 17
Helstu tölur úr ársreikningi
Eignasamsetning tryggingadeildar í árslok 2013 og 2014
0% 5% 10% 15% 20% 25% 30% 35% 40% 45%
Skuldabréf
sveitarfélaga
Veðskuldabréf
Skuldabréf fyrirtækja
Skuldabréf
fjármálafyrirtækja
Erlend skuldabréf
Erlend hlutabréf
Innlend hlutabréf
Bankainnstæður
Ríkisskuldabréf
2013 2014
Starfsemi Sameinaða
lífeyrissjóðsins 2014