Morgunblaðið - 21.03.2015, Page 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MARS 2015
SVIÐSLJÓS
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
„Það er ekki spurning um hvort við
förum að sjá þessa bíla á götunum
hérna, heldur hvenær. Þessi tækni
er komin miklu lengra en flesta
grunar, margir nýir bílar eru nú
þegar búnir
miklu af þeim
búnaði sem þarf
fyrir sjálfakandi
bíla,“ segir
Sverrir Bollason,
skipulagsverk-
fræðingur hjá
VSÓ ráðgjöf, sem
er að hefja rann-
sókn á hvernig
aðstæður hér á
landi henta til
notkunar sjálfakandi bíla. Mark-
miðið er að kanna hvað þurfi til að
slíkir bílar geti ratað um hér á landi
og hvort aðstæður hér komi í veg
fyrir að svo geti verið. Einnig
hyggst Sverrir rannsaka hvar bílar
af þessu tagi eru notaðir og hvernig
og hvaða ráðstafanir hefur þurft að
gera.
Skynjari les í umhverfið
Í stuttu máli eru sjálfakandi bílar
þannig gerðir að þeir eru búnir
safni mismunandi skynjara sem lesa
í umhverfið, senda upplýsingarnar
til tölvu sem á grundvelli þeirra tek-
ur ákvarðanir um hvernig bíllinn á
að keyra, t.d. hraða, stefnu eða gefa
frá sér einhvers konar merki. Að
sögn Sverris hefur undanfarin ár
orðið mikil þróun í skynjurum og
ýmsum búnaði í bílum og sjálf-
akandi bíllinn – sem ekki fyrir svo
löngu þótti fjarlæg framtíðarsýn –
því ekki svo langt undan. „Það hafa
verið gerðar ýmsar tilraunir með
sjálfakandi bíla og í ár verða þær
gerðar í fjórum borgum í Bretlandi.
Þær eru á vegum bresku ríkis-
stjórnarinnar sem ætlar að verja til
þeirra um 20 milljónum punda. Go-
ogle hefur verið mjög framarlega á
þessu sviði og mörg ríki í Bandaríkj-
unum hafa lögleitt sjálfakandi um-
ferð að hluta,“ segir Sverrir. Þá ætl-
ar sænski bílaframleiðandinn Volvo
að gera tilraunir á þessu sviði í
Gautaborg og mun í því skyni útbúa
100 sjálfakandi bíla.
Margvíslegur ávinningur
Hver er ávinningurinn og hvers
vegna ætti einhvern að langa í sjálf-
akandi bíl?
„Sú spurning sem ég er að fást við
er hvernig við ætlum að takast á við
þessa tækni þegar hún verður fáan-
leg. Ávinningurinn er margvíslegur,
bætt umferðaröryggi er líklega
helsti kosturinn, en flest slys verða
vegna mannlegra mistaka, t.d.
skertrar meðvitundar eða skorts á
dómgreind. Tölvur eiga ekki við
þann vanda að etja. Þetta er bílstjóri
sem aldrei sofnar og hefur augu all-
an hringinn.Annar mikilvægur kost-
ur er að fólk sem af einhverjum
ástæðum getur ekki ekið bíl væri
þarna komið með hreyfanleika.“
Þeir sjálfakandi bílar sem núna er
verið að prófa eru stillanlegir á
þann hátt að þeir geta ýmist verið
að fullu sjálfakandi, að hluta til eða
alfarið undir stjórn ökumanns. „Ég
held að það sé líklegt að notkunin
verði blönduð til að byrja með þegar
þessir bílar koma á markað,“ segir
Sverrir. „Það er í sjálfu sér ekki eins
stórt skref og margir gætu haldið,
því það er talsvert af snjallbúnaði og
öryggisbúnaði í nýjum bílum sem
hjálpar okkur við að taka betri
ákvarðanir, sumt af þessum búnaði
tekur þær fyrir okkur og er jafnvel
sneggri að því en við sjálf.“
Skoðar götur og kort
Í rannsókn sinni mun Sverrir
skoða yfirborðsmerkingar gatna og
skilti sem þessi tækni getur lesið.
Einnig hvort þeir kortagrunnar sem
tæknin styðst við séu til hér á landi.
Þá þarf einnig að skoða umferðar-
lög og -reglur. Á grundvelli þessa er
síðan metið hvort miklar breytingar
þurfi að gera á umferðarmann-
virkjum svo hægt verði að taka við
umferð sjálfakandi bíla.
Rannsókn Sverris er styrkt af
Rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar
og henni mun ljúka í sumar. „Út-
koman verður líklega listi yfir það
sem þarf að skoða betur. Ég geri
ráð fyrir að halda áfram og kafa
betur ofan í hvernig á að breyta
hverju.“
Hefurðu ferðast með sjálfakandi
bíl? „Nei, ekki enn. En það verður
vonandi innan tíðar.“
Bílstjórinn sem aldrei sofnar
Rannsakar aðstæður hér á landi fyrir sjálfakandi bíla Spurningin er ekki hvort, heldur hvenær
Tæknin komin vel á veg og prófanir víða um heim Sagðir vera öruggari en hefðbundnir bílar
Morgunblaðið/Ómar
Bílar Enginn þeirra sem hér sjást er sjálfakandi, en hugsanlega er ekki langt í að slíkir bílar aki hér um götur.
Sverrir
Bollason
Brynjólfur Þorkelsson
Framkvæmdastjóri
binni@remax.is
Sylvía Walthers
Löggiltur fasteignasali
sylvia@remax.is
„...veittu mér framúrskarandi
þjónustu í alla staði,
mæli hiklaust
með þeim!“
Katrín
Skeifunni 17
Vilt þú vita hvers virði
eignin þín er í dag?
Pantaðu frítt söluverðmat án skuldbindinga!
HRINGDU NÚNA 820 8080
Árlegt söfnunarátak ABC barna-
hjálpar, Börn hjálpa börnum, hófst
formlega í dag og stendur yfir til 19.
apríl. Þetta er 18. árið sem þessi
söfnun fer fram.
Söfnunin hófst á Bessastöðum
þegar Ólafur Ragnar Grímsson, for-
seti Íslands, setti fyrstu framlögin í
bauka hjá nemendum úr 5. bekk
Fossvogsskóla. Átakið er unnið í
samstarfi við grunnskóla landsins.
Börnum er úthlutað götum í sínu
skólahverfi þar sem þau ganga í hús
tvö og tvö saman og safna í söfn-
unarbauka.
Í ár verður safnað fyrir öðrum
áfanga byggingu skóla og heimavist-
ar fyrir ABC starfið í Nairobi í
Kenía. Grunnur að fyrstu hæð var
lagður eftir söfnunina Börn hjálpa
börnum árið 2013 og var fyrsta hæð-
in byggð í fyrra fyrir söfnunarféð
með stuðningi frá utanríkisráðu-
neytinu. Í ár verður safnað fyrir
annarri hæð sömu skólabyggingar
sömuleiðis með stuðningi frá utan-
ríkisráðuneytinu.
Þeim sem vilja leggja söfnuninni
lið er bent á reikningsnúmer: 515-
14-110000. Kt.: 690688-1589.
Söfnun hafin Forseti Íslands með börnum úr Fossvogsskóla á Bessastöðum
í gær þegar söfnun ABC barnahjálpar hófst með formlegum hætti.
Börn hjálpa börnum
Árleg söfnun ABC barnahjálpar hafin
Ekkert barn fæddist hér á landi á
meðan sólmyrkvinn stóð yfir í
gærmorgun, samkvæmt upplýs-
ingum frá Landspítalanum og
Sjúkrahúsinu á Akureyri.
„Það kom eitt barn í heiminn
upp úr klukkan átta og svo annað
núna klukkan eitt, en ekkert þar
á milli,“ sagði læknir á vakt á
fæðingardeild Landspítalans í
samtali við mbl.is. Það sama var
uppi á teningnum í höfuðstað
Norðurlands en þar horfði fólk til
himins.
„Hér var allt með kyrrum kjör-
um og starfsfólkið stóð bara úti á
svölum og naut sólmyrkvans. Við
fengum hér æðislegt útsýni,“
sagði læknir á vakt á fæðingar-
deild Sjúkrahússins á Akureyri.
Ekkert sólmyrkvabarn fæddist