Morgunblaðið - 21.03.2015, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 21.03.2015, Qupperneq 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MARS 2015 Undirþrýstingur í miðeyra með vökva. Eftir þrýstingsjöfnunmeðOtoventblöðru, miðeyrað opið og engin vökvi. Otovent meðferðin er til að létta á undirþrýsting í miðeyra. Getur fyrirbyggt og unnið á eyrnabólgu og vanlíðan með því að tryggja að loftflæði og vökvi eigi greiða leið frá miðeyra. Meðferð getur dregið úr eyrnabólgum, sýklalyfjanotkun, ástungumog rörísetningum. Læknar mæla með Otovent. Klínískar rannsóknir sýna gagnsemi við lokun í miðeyra, skertri heyrn eftir eyrnabólgur, óþægindum í eyrum við flug, sundferðir eða köfun. Otovent er einfalt og þægilegt fyrir börn og fullorðna. Rannsóknir sýna góðan árangur. CE merkt. Fæst í apótekum Fyrsta hjálp til að laga og fyrirbyggja eyrnabólgur Viðurkennd meðferð Umboð Celsus ehf Fiskiolía og bláber í einum pakka • Ónæmiskerfið • Kolesterol • Liðina • Hjartað og æðar • Gegn skaðlegum sindur- efnum í frumum líkamans Sími 555 2992 og 698 7999 Það gerist varla betra fyrir Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Blái naglinn, góðgerðarsamtök sem styðja baráttu karlmanna með krabbamein, hefur gefið karl- mönnum eldri en 50 ára skimunar- próf til að greina leynt blóð í hægðum. Stefnt er að því að allir karlmenn sem verða 50 ára á árinu fái prófið. Hvort tveggja Krabba- meinsfélag Ís- lands og Emb- ætti landlæknis hafa sent frá sér samhljóða ályktun þar sem prófið er sagt gefa falskt öryggi. Hinn 29. febrúar sl. sendi Emb- ætti landlæknis frá sér tilkynningu þar sem þetta kemur m.a. fram: „Embættið vill taka það skýrt fram að frumkvæði Bláa naglans uppfyllir ekki ýtrustu kröfur um skimun og það próf sem notað er er ekki full- reynt og getur því skapað falskt ör- yggi fyrir þátttakendur.“ „Ég skil ekki af hverju Krabba- meinsfélagið setur sig upp á móti þessu prófi sem er hvort tveggja ókeypis og sýnt hefur verið fram á að það virkar. Hægt er að koma í veg fyrir 25-30% dauðsfalla á ári með notkun þess. Til dæmis notar Johns Hopkins háskólinn í Balti- more í Bandaríkjunum prófið, þá er fullt af fyrirtækjum í Bandaríkj- unum sem gefa starfsmönnum próf- ið,“ segir Jóhannes V. Reynisson sem er í forsvari fyrir Bláa naglann. Hann segir það ekki sama hvernig prófið sem nefnist EZ DE- TECT Stool blood test, er tekið. Ná- kvæmar lýsingar um hvernig eigi að framkvæma það eru á prófinu. Próf- ið hefur verið samþykkt af lyfjaeft- irlitinu í Bandaríkjunum og einnig hér á landi. Jóhannes segir það einsdæmi að Krabbameinsfélag „djöflist“ í góðgerðarfélagi eins og Bláa nagl- anum fyrir það eitt að gefa próf sem mögulega gæti greint krabbamein í ristli. Sjálfur hefur hann verið í sambandi við krabbameinsfélög í Bandaríkjunum sem furða sig á við- brögðum íslenskra kollega sinna. Rótin afbrýðisemi og öfund „Það er ekkert öruggt. Læknar fullyrða það meira að segja eftir rannsóknir sínar á sjúklingum. Ert þú alveg örugg um að þú sért ekki með einhvern sjúkdóm eftir læknis- heimsókn?“ svarar Jóhannes, spurð- ur út í það falska öryggi sem prófið er sagt veita. Þá vísar hann aftur í fyrrgreindar tölur. Jóhannes segir að afbrýðisemi og öfund út í framtak Bláa naglans sé mögulega ein ástæðan fyrir gagn- rýni Krabbameinsfélagsins og Emb- ætti landlæknis á skimunarprófið. „Krabbameinsfélagið er með allt niðrum sig. Það er allt of lítið að gerast í þessu svokallaða átaki og hóprannsóknum t.d. gegn ristil- krabbameini. Að mínu mati er stór hópur fólks á launum við að gera ekki neitt,“ segir Jóhannes. Í því samhengi bendir hann á að fram- takið hans, Blái naglinn, hafi komið mjög miklu í verk í baráttunni gegn krabbameini karla. Áður en Jóhannes fékk prófið til landsins fór hann á fund með Páli Matthíassyni, forstjóra Landspít- alans, og kynnti honum verkefnið. Einnig kynnti Jóhannes hugmynd- irnar Einari S. Björnssyni, yfir- lækni á lyflækningasviði Landspít- ala og prófessor í meltingarlækningum við HÍ. Jó- hannes segir að þeir hafi tekið vel í þetta á fundi. Ekki til framdráttar „Hvorki Embætti landlæknis né Krabbameinsfélagið hefur haft samband við mig áður og rætt um prófið áður en þau sendu út þessa tilkynningu. Þessi vinnubrögð eru furðuleg og ekki þeim til fram- dráttar,“ segir Jóhannes. Vísar ásökunum um ónákvæmt próf á bug  Segir Krabbameinsfélagið „djöflast“ í góðgerðarsamtökum Jóhannes V. Reynisson ÚR BÆJARLÍFINU Sigurður Ægisson Siglufirði Meðalumferð á dag um Héðins- fjarðargöng mældist 609 bílar/ sólarhring allt síðasta ár og hefur aldrei verið meiri frá því að göngin voru opnuð. Þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem meðalumferðin fer yfir 600 bíla/sólarhring. Samtals fóru rúmlega 222 þúsund ökutæki um göngin allt síðasta ár borið sam- an við rúmlega 205 þúsund árið 2013. Þetta er því aukning um 8,4% á milli ára. Sumardagsumferðin (júní-september) jókst enn meira eða um 9,4% á milli ára.    Alls hafa 16 skemmtiferðaskip boðað komu sína til Siglufjarðar í sumar. Það fyrsta kemur 27. maí og það síðasta 24. september. Mikil fjölgun skipa hefur verið á milli ára og er þessi ferðaþjónusta í mikilli sókn í Siglufirði.    Örlygur Kristfinnsson hefur fyr- ir hönd Síldarminjasafns Íslands óskað eftir stuðningi Fjallabyggðar til að hægt verði að halda norræna strandmenningarhátíð á Siglufirði árið 2018. Leggur hann til að Síldar- minjasafnið og Fjallabyggð gangi til liðs við Vita- og strandmenning- arfélagið en það hefur verið tengilið- ur Íslands við þessa hátíð sem hald- in hefur verið til skiptis á Norðurlöndunum frá árinu 2011.    Þjóðlagahátíðin á Siglufirði er 15 ára í ár, en hún var fyrst haldin árið 2000 fyrir tilstuðlan Félags um Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteins- sonar á Siglufirði, Reykjavíkur – menningarborgar Evrópu árið 2000, og Siglufjarðarkaupstaðar. Hátíðin er skipulögð í nafni Félags um Þjóð- lagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar, en samstarfsaðilar á Siglufirði eru Síldarminjasafnið og Siglufjarð- arkirkja. Eyþór Eðvarðsson hjá Þekking- armiðlun hefur búið til afar sláandi þátt um fornleifauppgröft á Siglu- nesi, en þar eru ómetanlegar forn- minjar frá fyrstu tíð, jafnvel 9. öld að því talið er, sem eru að hverfa í sjóinn. Umræddan þátt er að finna á youtube.com.    Frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, heimsótti Siglufjörð 5. og 8. mars. Var það liður í vísitas- íuferð hennar um Norðurland sem hófst á síðasta ári og var nú áfram haldið. Með henni í för voru Þor- valdur Víðisson, biskupsritari, og Jón Ármann Gíslason, prófastur á Skinnastað.    Landsmót kvæðamanna var haldið á Siglufirði 7. mars.    Afli skipa Ramma hf. á síðasta ári var rúmlega 18.000 tonn, að verðmæti tæplega 6 milljarða króna. Hefur fyrirtækið nú samið um smíði á nýjum frystitogara hjá Tersan-skipasmíðastöðinni í Tyrk- landi fyrir jafnvirði 5,5 milljarða króna. Gert er ráð fyrir að hann verði afhentur í desember 2016. Skipið verður með vinnslubúnað eins og best gerist.    Fríða Björk Gylfadóttir er bæj- arlistamaður Fjallabyggðar 2015.    Tökum á Ófærð, viðamestu framhaldsþáttaröð sem gerð hefur verið hér á landi fyrir sjónvarp, lýk- ur senn en þær hófust nyrðra í lok janúar. Áður munu tökur hafa farið fram í Reykjavík og nágrenni fyrir jól en samkvæmt upplýsingum frá framleiðslufyrirtækinu, RVK Stud- ios, eru tökudagar um 85. Hátt í 90 manns vinna að gerð þáttanna. Framleiðslukostnaður slagar hátt í milljarð króna, sem gerir hana jafn- framt að dýrustu sjónvarpsþáttaröð sem Íslendingar hafa framleitt. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Kveðist á Það ríkti mikil gleði á Landsmóti kvæðamanna á Siglufirði. 609 bílar á dag gegnum göngin „Þetta próf er ekki nógu gott því það er ekki nógu nákvæmt. Ef notað væri sambærilegt próf hefði Embætti landlæknis mælt með öðru og nákvæmara prófi,“ segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir hjá Embætti landlæknis. Í þessu samhengi bendir hann á að árið 2009 hafi starfshópur, sem hann var í, skoðað sambæri- leg próf. Þar var annað skim- unarpróf talið vænlegri kostur en umrætt próf, EZ DETECT. Það hafi verið nákvæmara. Haraldur bendir á að á sínum tíma hafi fjármunir staðið í vegi fyrir að al- menn skimun fyrir rist- ilkrabbameini með blóðprófum í hægðum hæfist hér á landi. Er það þá ekki þess virði að taka prófið ef það gæti mögu- lega greint einhver tilfelli krabbameins í ristli? „Við getum sagt að fyrir þann sem það hjálp- ar þá er það alltaf þess virði. En ef horft er til heildarinnar þá mun þetta ekki skila mjög miklu, að mínu mati. Þá er líka spurning hvort það ætti ekki að fara í rist- ilspeglun því það gæti líka skilað árangri,“ segir Haraldur og ítrek- ar að ekki sé vænlegt að fólk taki próf sem veiti því falskt öryggi en vissulega sé öllum frjálst að taka prófið sem það kjósa. Prófið mun ekki skila miklu EKKI NÓGU NÁKVÆMT PRÓF Haraldur Briem

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.