Morgunblaðið - 21.03.2015, Síða 31

Morgunblaðið - 21.03.2015, Síða 31
31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MARS 2015 Horft til himins Mikill mannfjöldi safnaðist saman við Háskóla Íslands í gærmorgun til að verða vitni að sólmyrkvanum. Var góð stemning í hópnum sem samanstóð af fólki á öllum aldri. Kristinn … er stjórnarstefna þegar ríkið þjóðnýtir tap, en afhendir gróð- ann til einkaaðila, oftar en ekki svokallaðra klíkukapítalista (crony capitalists). Óhætt er að flokka sem orwellska snilld þegar svo vel tekst til að hægt er að blekkja heila þjóð með ágæti einokunarverslunar undir formerkj- um lýðheilsusjónarmiða, samfélags- legrar ábyrgðar, hagkvæmni í rekstri og síðast en ekki síst að ein- ungis einokun tryggi gott vöruval! Eitt grófasta dæmið um slíka þjóð- arblekkingu er núverandi fyrir- komulag áfengissölu hér á landi. Svo vel hefur tekist til að stór hluti þjóð- arinnar raunverulega trúir því að einokunarverslun sé neytendum hagfelld (jú, jú, sama fyrirkomulag og Samkeppniseftirlitið á að hindra) hvort heldur litið sé til vöruvals, þjónustu eða verðlags. Fæstir átta sig hinsvegar á að ÁTVR er í raun tví- höfða skepna sem rek- in er með um 18% álagningu. Annar helmingurinn rekur 48 áfengisverslanir með stórfelldu rekstrartapi. Hinn hlutinn er ein- hverskonar gervi- heildsala með tóbak sem augljóslega þjónar engum tilgangi öðrum en að niðurgreiða smá- söluverslunina. Hið upplogna „heildsölu- hlutverk“ er svo réttlætt með því að einungis starfsmenn ÁTVR geti passað upp á að íslenskir hræðslu- áróðursmiðar séu til staðar á tóbaks- umbúðum. Þó er sú kvöð í raun ekki annars eðlis en umbúðamerkingar almennt. Nýlega upplýsti svo DV að ÁTVR hefði brotið reglur um um- búðir á neftóbaki en auðvitað eru aldrei viðurlög við lögbrotum ríkis- stofnana, hvort heldur er þegar ung- lingar eru afgreiddir með áfengi eða lög um innihaldslýsingar eru brotn- ar, hvað þá banni við einokun. Af einhverjum óútskýrðum ástæð- um er embættismönnum ÁTVR ekki treyst til þess að reka hina einok- unarverslunina sem ríkið rekur í Leifsstöð. Í hinni rangnefndu „frí- höfn“ er hinsvegar ekkert „frítt“ þvert á móti er álagning á áfengi og aðrar vörur um 60% sem þó dugar ekki til þess að reksturinn standi undir sér. Ástæða þess að hægt er að reka ÁTVR með hagnaði með 18% álagningu en fríhöfnin nær ekki landi með 60% álagi er hinsvegar sú að tóbaksskattur sem með réttu ætti að renna í ríkissjóð er notaður til að niðurgreiða áfengissölu. Að ríkið niðurgreiði 48 áfengisverslanir er svo kostuleg staðreynd með tilliti til hugmyndar margra að ÁTVR tor- veldi aðgengi að áfengi. Það er svo einungis á færi hæf- ustu vísindamanna í erfðatækni að útskýra lýðheilsurökin fyrir því af hverju óhætt er að einkaaðilar sjái um smásölu á tóbaki en einungis heildsölu á áfengi og svo aftur af hverju ríkisvaldinu sé ekki treyst- andi til að sjá um heildsölu og inn- flutning á áfengi. Af hverju skyldi tóbak ekki vera selt í smásöluversl- unum ÁTVR undir formerkjum lýð- heilsusjónarmiða eins og háttað er til með áfengi? Sömuleiðis hlýtur að mega spyrja hvernig „lýðheilsa“ geti verið tryggð með því að treysta einkaaðilum (lesist afgreiðslufólki sem ekki er í BSRB) til að afgreiða áfengi á veitingahúsum og börum þar sem hinn margumræddi „freistnivandi“ hlýtur að vera mest- ur og stærstu rökin einmitt fyrir bá- biljunni um „torvelt aðgengi“ Sósíalismi andskotans er rekinn áfram í þágu samtaka undir forystu Ólafs Stephensen sem skyndilega varð andsetinn af ríkisforsjárhyggju við það eitt að skipta um starf en hans fyrra sjálf hafði áður mært fyrirliggjandi áfengisfrumvarp í leiðara Fréttablaðsins. Félag at- vinnurekenda er jafnframt hags- munasamtök hilluplásshafa í ÁTVR. Að undirlagi þessara samtaka var því kostulega („kostunarlega“ væri kannski betur lýsandi) fyrirkomu- lagi að heildsöluálagning tóbaks myndi greiða niður smásöluverslun- ina, sem þar með yrði heildsölum ókeypis auk þess sem þeir einir fengju því ráðið hvað rataði í hillur ríkisverslana! Einnig var hinu opin- bera meinað að keppa við félags- menn samtakanna með innflutning áfengis. Nytsamir sakleysingjar á Alþingi sporðrenndu þessari spillingu og gera enn. Líklega er það svo einnig einungis á færi hæfustu vísindamanna að út- skýra hvernig framangreint kerfi færir arðinn af ósómanum til þjóðar- innar. Varlega áætlað kostar rekstur hinnar óþörfu stofnunar um 2,5millj- arða á ári, taprekstur sem er þjóð- nýttur til að áfengisinnflytjendur geti hirt gróðann. Eftir Arnar Sigurðsson » Ástæða þess að hægt er að reka ÁTVR með hagnaði með 18% álagningu en fríhöfnin nær ekki landi með 60% álagi er hinsvegar sú að tóbaksskattur sem með réttu ætti að renna í rík- issjóð er notaður til að niðurgreiða áfengissölu.Arnar Sigurðsson Höfundur starfar á fjármálamarkaði. Sósíalismi andskotans …

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.