Morgunblaðið - 21.03.2015, Síða 32
32 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MARS 2015
Villidýr á verði
tiger.is · facebook.com/tigericeland
Sendum í póstkröfu
S: 528 8200
Íslenska er fögur tunga og merkileg. Segjum það bara fullum fetum.Kinnroðalaust. Enda ekkert eðlilegra og sjálfsagðara en að Íslend-ingum þyki íslenska fegursta og merkilegasta tungumál í heimi. Viðmegum halda því fram hvar og hvenær sem er ef við viljum. Okkur
ber þó auðvitað engin skylda til þess, sumum Íslendingum kann til dæmis
að þykja latína, volapük eða danska fegurri og til þess hafa þeir líka fullt
leyfi og mega láta þess getið í ræðu og riti við hvert tækifæri.
En ber það ekki vott um svívirðilega málrembu að mæra svo móðurmál
sitt? Nei, ekki er það málremba heldur ást. Remban hefst þá fyrst þegar
við látum á okkur skilja um leið að öll önnur tungumál séu miklu ljótari og
ómerkilegri. Þannig er reyndar mörgum Íslendingum tamt að tala um hin
Norðurlandamálin.
Sönn og fölskvalaus ást birtist ekki með þessum hætti. Hún hlúir að sínu
án þess að lasta um leið annað.
Ef ég segist elska konu mína
og börn og dá þau meira en
aðra er ég að sjálfsögðu ekki
með því að kasta rýrð á maka
og afkomendur annarra. Ætti
það ekki að vera ljóst?
En ekkert tungumál er full-
komið. Við neyðumst því til að viðurkenna að ljótasta orð í heimi er íslenskt.
Það er leitt, en sá er vinur er til vamms segir. Hér á ég að sjálfsögðu við
merkingarlausa hikorðið „hérna“. Framburðurinn er „héddna“ og
„hjaddna“ eða jafnvel eitthvað enn ljótara.
Þetta hryllingsorð breiðist ört út og hefur nú þegar náð að verða umtals-
verður hluti þess orðaforða sem margur viðmælandi fjölmiðla býr yfir. Allt
að 40 prósentum hjá sumum, það hef ég sannreynt með mælingum. Af ein-
hverri sjálfspíningarhvöt er mér nefnilega þannig farið að jafnan þegar
hérnisti tekur til máls í útvarpi eða sjónvarpi dreg ég fram blað og blýant
og hef talningu. Tek þá aldrei neitt eftir því hvað viðkomandi er að segja að
öðru leyti en heyri bara: „Héddna, héddna, héddna, héddna, héddna.“
Hér kemur tillaga sem byggist reyndar á frábærri hugmynd Jónasar
Jónssonar frá Hriflu um kvikmyndun drykkjuláta, sbr. þingsályktunar-
tillögu sem hann flutti á Alþingi í nóvember 1946: Hvernig væri að Ríkis-
útvarpið tæki það upp sem þjónustu við viðmælendur sína, og um leið sem
þarft átak í þágu tungunnar, að pilla út úr hljóðritum öll „héddnin“ í máli
verstu hérnistanna. Raða þeim síðan upp í eina langa kjóru og senda mæl-
endum á diski eða í stiku svo þeir geti hlýtt litverpir í einrúmi á það sem
þeir höfðu helst fram að færa á öldum ljósvakans: „Héddna, héddna,
héddna, héddna.“ Og vonandi eftir það bætt ráð sitt og mál sitt. Ef til vill
mætti líka velja hérnista vikunnar og birta nafn hans á heimasíðu RÚV
ásamt sýnishornum.
Þessum hugmyndum er hér með komið á framfæri við forráðamenn
Ríkisútvarpsins og ráðlegg ég þeim að bregðast hratt við og gera þær að
sínum áður en einkastöðvarnar stökkva á þær.
HÆTTUM
Að SEGJA
HÉDDNA
NEI!JÁ!
JÁ!
Héddna, héddna
Tungutak
Þórarinn Eldjárn
thorarinn@eldjarn.net
Ríkisstjórnin og stjórnarflokkar hafa í annaðsinn á rúmu ári klúðrað formlegri afturköllunaðildarumsóknar Íslands að Evrópusamband-inu. Í fyrra gáfust flokkarnir upp á því að ljúka
afgreiðslu þingsályktunartillögu, sem utanríkisráðherra
hafði lagt fram vegna málþófs stjórnarandstöðu. Nú er
málið í uppnámi vegna tilraunar til að afgreiða það með
bréfaskiptum við Brussel, sem bersýnilega hefur ekki
gengið upp í ljósi viðbragða þaðan.
Í fyrra uppfyllti ríkisstjórnin sjálfsagðar kröfur um
lýðræðisleg vinnubrögð með því að leggja fyrir þingið
þingsályktunartillögu um afturköllun aðildarumsóknar
Íslands að ESB, sem Alþingi sjálft hafði tekið ákvörðun
um sumarið 2009. Þá brást stjórnarandstaðan við með
þeim ólýðræðislega hætti að vinna markvisst að því að
koma í veg fyrir að vilji meirihluta Alþingis næði fram að
ganga. Þeir sem þannig unnu þá geta ekki barið sér á
brjóst í dag og talið sig málsvara lýðræðislegra vinnu-
bragða.
Þingmenn Samfylkingar og
Vinstri grænna felldu sumarið
2009 tillögu um að efnt yrði til
þjóðaratkvæðagreiðslu til þess að
þjóðin sjálf gæti ákveðið hvort hún vildi ganga í Evrópu-
sambandið eða ekki.
Þingmenn Samfylkingar og Vinstri grænna unnu að
því veturinn og vorið 2014 að koma í veg fyrir að vilji
meirihluta Alþingis um afturköllun aðildarumsóknar-
innar næði fram að ganga. Slík vinnubrögð sýna ekki
mikla virðingu fyrir lýðræðislegum vinnubrögðum.
Þessi pólitíska fortíð Samfylkingar og VG, þegar kem-
ur að málum sem snerta Ísland og ESB er eina hugs-
anlega afsökun núverandi stjórnarflokka fyrir því að
leggja ekki fram þingsályktunartillögu á ný um aftur-
köllun umsóknar. En hún dugar ekki til. Þótt Samfylking
og VG hafi þannig í tvígang verið staðin að ólýðræðis-
legum vinnubrögðum réttlætir það ekki að núverandi
stjórnarflokkar geri sig seka um það sama.
En í þessu tilviki var ekki einu sinni um það að ræða að
ríkisstjórnin kæmi hreint fram og afturkallaði aðildar-
umsóknina með formlegum hætti bréflega, sem hún
kveðst hafa álit lögfræðinga fyrir að hún geti.
Í þess stað er sent bréf, sem í er að finna orðaleik, sem
samkvæmt skýringum Gunnars Braga Sveinssonar,
utanríkisráðherra í Kastljósi RÚV sl. miðvikudagskvöld
átti að lágmarka skaðann. Hvaða skaða? Það var erfitt að
skilja ráðherrann á annan veg en þann að það ætti að fara
svo vel að Evrópusambandinu í málinu að þeir í Brussel
yrðu ekki reiðir út í Íslendinga fyrir að vilja ekki vera
með þeim.
Í þeim skýringum ráðherrans, sem að vísu voru óskýr-
ar, mátti heyra enduróm frá fyrri tíð. Annars vegar
vegna Icesave-deilunnar, þegar Íslendingar áttu að taka
á sig fjárhagslegar skuldbindingar, sem Jón Baldvin
Hannibalsson, fyrrum utanríkisráðherra hefur sagt að ei-
lífðin öll hefði ekki dugað til að þjóðin greiddi. Og ástæð-
an var sú að ekki mátti skaða orðspor Íslands í útlöndum.
Hins vegar vegna ítrekaðra landhelgisdeilna við Breta,
þegar ráðamenn þjóðarinnar á þeim tíma lágu undir
þrýstingi frá embættismönum og sérfræðingum um að
gefa meira eftir til að skaða ekki orðspor Íslands í útlönd-
um. Þá var ekki hlustað á slíkar ráðleggingar.
Líklegra er þó að í þessu tilviki hafi aðrar ástæður leg-
ið að baki orðaleiknum í bréfi utanríkisráðherra en þær
sem ráðherrann gaf upp í Kastljósi. Bréfið ber þess öll
merki að vera sköpunarverk embættismanna og sérfræð-
inga í Reykjavík og Brussel, sem hafi haft eitt markmið:
að halda dyragættinni opinni til þess að hægt væri að
taka upp þráðinn þar sem frá var horfið ef og þegar aðild-
arsinnuð ríkisstjórn kæmist til
valda á ný án þess að hefja ferlið á
byrjunarreit.
Afdráttarlausar yfirlýsingar
talsmanna Evrópusambandsins í
Brussel um að í bréfinu fælist ekki formleg afturköllun
aðildarumsóknar benda til þessa.
Vandræðalegar yfirlýsingar forystumanna stjórnar-
flokkanna hér um að víst væri þetta afturköllun benda til
þess að þeir hafi átt von á öðrum viðbrögðum frá Brussel.
Kom Evrópusambandið kannski í bakið á þeim?
Það mun seint ganga að draga fram sannanir fyrir
þessu úr skúmaskotum ESB í Brussel enda ekki enn búið
að upplýsa opinberlega um samskipti okkar við Brussel
vegna fiskveiðimála, sem Halldór Blöndal, fyrrum forseti
Alþingis, vék að í grein hér í blaðinu í fyrradag, þegar
hann sagði:
„Þegar kom fram á árið 2011 var ljóst að Evrópusam-
bandið gaf ekki kost á varanlegum undanþágum sem
tryggðu sérstöðu Íslendinga. Þar með lauk aðildar-
viðræðunum í raun og veru…“
Hvernig væri að utanríkisráðherra gæfi embættis-
mönnum sínum fyrirmæli um að upplýsa þjóðina um hvað
raunverulega gerðist í þessu grundvallaratriði. Þeir búa
yfir þeirri vitneskju.
Ríkisstjórnin á enn nokkurra kosta völ eftir þessar
hrakfarir. Hún getur lagt til við þingið að þjóðaratkvæða-
greiðsla fari fram á þessu kjörtímabili um spurninguna af
eða á.
Hún getur farið að ráðum Óla Björns Kárasonar, vara-
þingmanns Sjálfstæðisflokks, í grein hér í blaðinu fyrir
nokkrum dögum, þar sem Óli Björn benti á þann kost að
setja lög sem banni frekari viðræður við ESB um aðild án
þess að fyrst fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um spurn-
inguna af eða á.
Og svo getur hún auðvitað séð að sér og flutt þings-
ályktunartillöguna á ný um formlega afturköllun aðildar-
umsóknar.
En því miður eru litlar líkur á að hún hlusti á slíkar
raddir.
Kom ESB kannski í
bakið á ríkisstjórninni?
Hvað gerðist í skúmaskotum
Brussel og Reykjavíkur?
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Hannes Hafstein sagði í viðtalivið Þorstein Gíslason í Lög-
réttu 20. mars 1915, fyrir réttum
hundrað árum: „Þegar ég er kom-
inn út fyrir landsteinana, er ég
aldrei lengur flokksmaður. Þá er
ég aðeins Íslendingur.“ Flest reyn-
um við að bera höfuðið hátt erlend-
is þrátt fyrir smæð okkar. Þeir Ís-
lendingar eru þó til, sem nota hvert
tækifæri til að gera lítið úr þjóð
sinni. Í grein eftir Þorvald Gylfa-
son prófessor um íslenska banka-
hrunið í ritröð þýskrar háskóla-
stofnunar í janúar 2014 er rauði
þráðurinn, að Íslendingar séu
spilltir. Eitt dæmi Þorvaldar er
þetta: „Eftir endurteknar tilraunir
afla nálægt sumum þeirra, sem
sæta rannsókn, til að flæma úr
starfi glæpamannahrellinn (crime-
buster) Gunnar Andersen, forstjóra
fjármálaeftirlitsins eftir bankahrun,
tókst það 2012.“
Þorvaldur nefnir ekki, að þriggja
manna stjórn fjármálaeftirlitsins
sagði Gunnari upp. Af þeim voru
tvö (Aðalsteinn Leifsson og Ingi-
björg Þorsteinsdóttir) skipuð af
ráðherra úr Samfylkingunni og
einn (Arnór Sighvatsson) tilnefndur
af Seðlabanka Más Guðmunds-
sonar. Steingrímur J. Sigfússon,
þáverandi efnahagsmálaráðherra,
studdi ákvörðun stjórnarinnar um
uppsögn. Menn þurfa fjörugt
ímyndunarafl til að telja þessa
fjóra einstaklinga alla handbendi
fjármálamanna, sem sættu rann-
sókn.
Þorvaldur nefnir ekki heldur, að
stjórnin sagði Gunnari upp vegna
upplýsinga um, að hann hefði, þeg-
ar hann starfaði í Landsbankanum,
verið virkur í að stofna og reka
aflandsfélög á Guernsey, en með
rekstri þeirra mátti fara í kringum
reglur um fjármálafyrirtæki. Þegar
fjármálaeftirlitið spurði Lands-
bankann árið 2001 um erlend um-
svif, sá Gunnar um svör og lét
þessara aflandsfélaga ógetið.
Við bættist, að Gunnar hafði orð-
ið uppvís að því 2012 að láta lauma
í DV upplýsingum um einkahagi al-
þingismanns. Þegar Þorvaldur
skrifaði grein sína í janúar 2014,
hafði Gunnar þegar verið sakfelld-
ur í héraðsdómi fyrir þetta brot á
bankaleynd. Þess gat prófessorinn
ekki einu orði. Skömmu síðar var
Gunnar dæmdur í tólf mánaða skil-
orðsbundið fangelsi í Hæstarétti
fyrir brot sitt. Ef Gunnar var
glæpamannahrellir, þá er Þorvald-
ur Íslendingahrellir, ekki síst þegar
hann er kominn út fyrir landstein-
ana.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Íslendingahrellir