Morgunblaðið - 21.03.2015, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 21.03.2015, Qupperneq 34
34 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MARS 2015 Hinn 25. mars 2001 varð Ísland þátttak- andi í Schengen- samstarfinu með fjór- tán öðrum Evr- ópuríkjum. Samstarf þetta varð til þess að persónueftirlit á landamærum ríkjanna var lagt nið- ur þeirra á milli nema undir sérstökum kringumstæðum. Á móti tóku yfirvöld aðildarríkjanna upp lögreglusamvinnu og aðgang að gagnabönkum er umrædd ríki komu sér upp. Á þeim árum sem liðin eru frá upphafi samstarfsins hefur ríkjum þess fjölgað mjög og eru nú orðin 28 talsins. Ekki er hægt að neita því að frá upphafi samstarfsins hefur samstarfið tek- ið breytingum með fjölgun ríkja þess en ekki síst hefur hið al- þjóðlega umhverfi sem við búum við tekið breytingum. Þróun alþjóðavæðingar er á þá leið að evrópsk landamæri eru að mást út, kostnaður vegna ferðalaga milli ríkjanna hefur farið lækkandi og samskipti fólks milli landa eru bæði einföld, auðveld og fljótleg. Í ljósi þessa er nauðsynlegt að horfa til þess hvernig skipulögð glæpa- samtök starfa á alþjóðavísu og hvernig þróun þessara samtaka hefur orðið. Þeir brotaflokkar sem alþjóðleg glæpasamtök koma að eru margvíslegir, má þar nefna fíkniefnasmygl, vændi, mansal og fleira. Ef litið er á mansal þá er um ábatasama skipulagða glæpastarf- semi að ræða sem er þekkt fyr- irbæri um allan heim. Eitt slíkt mál hefur komið fyrir dómstóla hér á landi sem leiddi til þess að fjórir einstaklingar voru sakfelldir í hæstarétti árið 2009. Þrátt fyrir að aðeins eitt mál hafi farið fyrir dóm- stóla hér á landi eru öll teikn á lofti um að hér á landi þrífist mansal. Nú er talið að ein stærsta ógn sem lög- regluyfirvöld standa frammi fyrir í dag séu netglæpir. Nauðsyn- legt er að byggja laga- ramma um netglæpi eða aðra alþjóðlega glæpastarfsemi og mikilvægt að yfirvöld sjái til þess að lög- reglan hafi nothæf verkfæri til að berjast gegn slíkri starfsemi. Samstarf við önnur ríki er einmitt einn af þessum mikilvægu þáttum eða verkfærum. Sjálfsagt munu ein- hverjir benda á að íslensk lög- regluyfirvöld hafi bæði aðgang að Europol og Interpol og að það samstarf ætti að duga. Í ljósi þeirra atburða er urðu í Frakk- landi fyrir stuttu og þróunar al- þjóðlegra glæpasamtaka sem sí- fellt leitast við að fara nýjar leiðir í brotastarfsemi sinni hljóta stjórn- völd að sjá sér hag í því að taka þátt í því alþjóðlega samstarfi sem hún hefur kost á. Það þýðir samt ekki að stjórnvöld sofi yfir þeim breytingum sem verða á því sam- starfi sem þau eru aðilar að. Schengen-samstarfið hefur tekið breytingum frá stofnun þess og því er mikilvægt að stjórnvöld átti sig á mikilvægi og notagildi samstarfs- ins fyrir lögreglu hverju sinni og reyni að átta sig á hver þróun sam- starfsins er. T.d. hvernig ytri landamæri breytast, hvernig aðild- arríki sinna ytri landamærum sín- um og hver er þróun þeirra gagna- banka sem starfræktir eru innan samstarfsins. Í raun vega og meta kosti og galla samstarfsins og leggja mat á það hvort það hagnist okkur að vera innan þess. Alþjóðlegir glæpir eru staðreynd hér á landi og hafa verið lengi. Það fellur að sjálfsögðu í hlut yfirvalda að sjá til þess að þær stofnanir sem koma að því að berjast gegn þeirri vá sem alþjóðlegir glæpir eru hafi verkfæri til baráttunar, Schengen- samstarfið er einmitt eitt af þeim verkfærum. Sú þróun sem orðið hefur á starfsemi alþjóðlegra glæpasamtaka kallar á alþjóðlegt samstarf, í ljósi þess er ekki heilla- vænlegt fyrir íslenskt samfélag að hverfa frá Schengen-samstarfinu. Alþjóðleg glæpasamtök virða engin landamæri, þau eru engin hindrun í starfsemi þeirra, þess vegna er nauðsynlegt fyrir íslensk yfirvöld að sjá til þess að lögreglan og þær stofnanir er vinna gegn glæpum hafi aðgang að allri mögu- legri samvinnu sem völ er á. Aðild Íslands að Schengen-samstarf- inu og barátta lögregluyfirvalda gegn skipulagðri glæpastarfsemi Eftir Þuríði Berg- lindi Ægisdóttur Þuríður Berglind Ægisdóttir » Þrátt fyrir að aðeins eitt mál hafi farið fyrir dómstóla hér á landi eru öll teikn á lofti um að hér á landi þrífist mansal. Höfundur er með MA í alþjóða- samskiptum, starfar hjá lög- reglustjóranum á Suðurnesjum. Stórt og sjald- gæft drekatré til sölu á 2.500 krónur. Upp- lýsingar í síma 5674327. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Til sölu Drekatré Allt er vænt sem vel er grænt. Ekki er mikið litið til framgöngu stjórn- arandstöðunnar sem verið hefur til skamm- ar frá kosningum. Ég hef fylgst með þinginu, og það er varla að nokkurt mál fari í gegn vegna reiði, plotts og und- irferlis þeirra, þau eru reið yfir að hafa tapað kosningunum og hafa ekki vit til að vera málefnaleg. Píratar og Björt framtíð eru meðvirk í þessu gerræði. En nú fóru þau yfir strikið með bréfi um utanríkismál okkar til annarra þjóða. Þið talið ekki um það, hinn öskrandi lýður á Aust- urvelli, og það er kannski fram- tíðin að grenja utan í öðrum þjóð- um um okkar mál. Ekkert heyrist í hinum frábæru stjórnsýslu- og stjórnmálafræðingum sem þykir lekamálið svo einstakt, en hversu nálægt landráðum er þetta bréf? Fræðingarnir geta ef til vill svarað því hvernig stjórna eigi landinu með svona „kexruglaða“ stjórn- arandstöðu? Til þeirra sem öskra á Aust- urvelli, hugsið ykkur vel um, um hvað eruð þið að biðja? Misnotið ekki lýðræðið í þágu undirferlis. Mark- miðið er að rík- isstjórnin verði sér til athlægis en það er hún sjálf sem er til skammar og hefur niðurlægt sig sjálf og þjóðina. Þið sem öskrið eftir því að stjórnarandstaðan komist til valda, eruð þið að biðja um stjórnleysi? Svo verði ykkur að góðu. Þið hafið ekki hugmynd um hvað þið eruð að biðja um. Svo mikið er víst, þið eruð að hjálpa pen- ingaelítunni, sem vill í ESB. Stjórnarandstaðan Eftir Stefaníu Jónasdóttur » Til þeirra sem öskra á Austurvelli, hugsið ykkur vel um, um hvað eruð þið að biðja? Stefanía Jónasdóttir Höfundur býr á Sauðárkróki. SVO ÞÆGILEGIR AÐ ÞÚ GETUR GENGIÐ ENDALAUST. HVER ÆTLI SÉ SÁTTUR VIÐ ÞAÐ. Þú færð GO walk skó í Skór.is, Kringlunni og Smáralind | Steinar Waage, Kringlunni og Smáralind | Intersport, Reykjavík | Skóhöllinni Firði, Hafnarfirði | Versl. Nína, Akranesi | Blómsturvellir, Hellisandi | Heimahornið, Stykkishólmi | Hafnarbúðin, Ísafirði | Skóhúsið, Akureyri | Skóbúð Húsavíkur, Húsavík | Sentrum, Egilstöðum | Lónið, Höfn í Hornafirði | Skóbúð Selfoss, Selfossi | Axel Ó, Vestmanneyjum | Palóma, Grindavík | Skóbúðin, Keflavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.