Morgunblaðið - 21.03.2015, Page 37
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MARS 2015
✝ Hugi Einarssonfæddist á Höfn
14. febrúar 1965.
Hann lést á heimili
sínu 4. mars 2015.
Foreldrar Huga
eru Unnur Krist-
jánsdóttir frá Ein-
holti, f. 8. febrúar
1923, og Einar
Sigurjónsson frá
Brunnhól f. 4. ágúst
1920, d. 15. júlí
2004. Hugi ólst upp á Lambleiks-
stöðum á Mýrum, yngstur í fimm
systkina hópi. Systkini Huga
eru: Steinþór, f. 19. janúar 1949,
Sigurjón, f. 12. mars 1950, Rann-
Haraldur Aron, f. 1. júní 2011,
og Brynja Sif, f. 10. júlí 2013.
Hugi og Sigrún kynntust sum-
arið 1999 þegar þau bæði unnu
við ferðaþjónustu á Höfn og
fljótlega um haustið höfðu þau
fellt hugi saman. Þau trúlofuðu
sig í desember 2002. Hugi bjó á
Höfn alla tíð eftir að hann fór
frá Lambleiksstöðum. Hann
stundaði ýmsa verkamanna-
vinnu bæði til sjós og lands og
uppi til fjalla, en síðastliðin 15 ár
hafa þau Hugi og Sigrún rekið
saman fyrirtæki um rekstur
tjaldsvæðis og smáhýsagistingu
á Höfn. Hugi var ástríkur fjöl-
skyldumaður, hugulsamur og
sannur vinur vina sinna.
Hugi verður jarðsunginn frá
Hafnarkirkju í dag, 21. mars
2015, og hefst athöfnin kl. 14.
veig, f. 24. janúar
1956, og Kristján, f.
12. nóvember 1957.
Eftirlifandi sam-
býliskona Huga er
Sigrún Kapitola
Guðrúnardóttir, f.
24. nóvember 1977.
Saman eiga þau
þrjú börn; Unnar
Freyr, f. 6. febrúar
2003, Vigdís Dröfn,
f. 28. apríl 2006, og
Kristján Darri, f. 30. júní 2014.
Einnig á Hugi son frá fyrra sam-
bandi, Örvar, f. 1. október 1987.
Eiginkona Örvars er Elín Dögg
Haraldsdóttir. Börn þeirra eru:
Það þykknaði upp og þegar kólnaði.
Þá allt í einu sárt ég saknaði.
Og himininn
grét og lagðist yfir.
Það var óraunverulegt.
En minningin, hún lifir.
Ég hugsa um þig.
Þig fráleitt þangað núna langaði.
Og engan mikið svo sem grunaði
að himininn
lykist upp í skyndi.
Það er óraunverulegt.
Í nöprum norðanvindi
Ég hugsa um þig.
(Stefán Hilmarsson.)
Elsku hjartans ástin mín.
Hvað lífið getur verið hverfult og
ósanngjarnt. Ég kveð þig einn
dag til að skreppa í burtu og á
meðan tekur himinninn þig. Ég
fékk ekki að segja bless, fékk
ekki síðasta koss góða nótt né
faðminn þinn hlýja og mjúka
þína síðustu nótt. Allt í einu ertu
farinn. Ég sit eftir svo ein, svo
ráðalaus og svo sár yfir því að þú
sért farinn, en samt er ég svo
umvafin ást og kærleika. Við eig-
um okkar þrjú yndislegu börn
saman sem minna mig á þig
hverja stund. Ég er þakklát fyrir
að hafa átt þig í lífi mínu, þakklát
fyrir börnin sem þú gafst mér og
allar stundirnar okkar í þessi
rúmlega 15 ár sem við áttum. Við
fórum margar ótroðnar slóðir,
slógum til og létum slag standa.
Ætluðum að reka saman tjald-
svæði í eitt sumar, bara upp á
grín, en það hefur nú staðið
lengi. Við kynntumst á þessum
stað og saman var hann okkar
fram á þinn síðasta dag. Fyrir
þann tíma og allar samveru-
stundir okkar er ég óendanlega
þakklát. Við gerðum margt, ferð-
uðumst þegar aðrir voru komnir
í vetrargír, í útilegu með börnin í
september og orðin árleg hefð að
fara í helgarferð á Djúpavog. Það
er svo ótalmargt sem kemur upp
í hugann en svo erfitt að velja
þar úr, það var svo ótalmargt
sem við áttum ógert, að ekki sé
minnst á U2 tónleikana sem við
ætluðum saman á næsta haust.
Börnunum varst þú svo mikið
meira en bara pabbi. Þú varst
kletturinn sem ávallt var til stað-
ar og gast gert við og lagað svo
mikið meira en bara hluti. Skarð
það sem skilið er eftir í hjörtum
þeirra verður vandasamt að fylla,
en í þinn stað kemur enginn. Þú
varst og ert besti pabbi í heimi.
Ég sakna þín svo sárt. Ég
sakna þín á svo margan hátt. Ég
var þér oft erfið, fiðrildið ég. Ég
vildi flögra svo víða en þú gast
oftast lent mér með þinni skyn-
semi og áttir svo auðvelt með að
róa hugann minn. Ég vildi óska
svo margs og ég þarf svo margt
að segja þér og við þig ræða. En
það þarf að bíða og á meðan ég
lífið hef. Ég mun nýta það vel og
lofa börnin okkar. Ég lofa að
standa mig eins vel og ég get en
ég líka treysti því að þú fylgir
okkur hvert skref. Við öll sökn-
um þín og þurfum að trúa því að
allt fari vel inn í framtíðina.
Þú ert ástin mín og mitt betra líf,
minn dagur mín nótt
okkar líf
en ég sagði það ekki nógu oft.
Við viljum halda í faðm þinn og bros
hugrekki, kærleika,
góðvild og lof.
Þú varst okkur allt,
nú því lífið er valt,
en við reynum að harka og lifa.
(SKG.)
Þín
Sigrún, Unnar Freyr, Vigdís
Dröfn og Kristján Darri.
Hinn 4. mars síðastliðinn feng-
um við þær hræðilegu fréttir að
hann Hugi okkar væri látinn. Við
trúðum því ekki en við þurftum
að bíta í það súra epli að það væri
staðreynd að Hugi væri ekki
meðal okkar lengur.
Við kynntumst Huga fyrir 16
árum þegar Sigrún okkar kom
með hann í heimsókn til að sýna
okkur manninn sem hún væri
ástfangin af. Hugi varð strax
einn af fjölskyldunni svo blíður
og ábyrgur maður. Hann gaf
okkur þrjú barnabörn; Unnar
Frey, Vigdísi Dröfn og Kristján
Darra.
Elsku Sigrún mín þetta á eftir
að vera þér erfitt með þrjú börn,
elsta 12 ára og yngsta átta mán-
aða. Guð verði með ykkur Sig-
rún, Unnar Freyr, Vigdís Dröfn
og Kristján Darri.
Kveðja
Guðrún (Gunna) og Unnar.
Ó, elsku Hugi, núna ertu far-
inn frá okkur. Tekinn í burtu frá
systur minni og börnunum þín-
um. Þetta er svo sárt, að missa
þig. Ég á þér svo margt að þakka
og hef lært svo margt af þér. Þú
hafðir svo mikla trú á mér og
varst ekkert að leyna því. Ég er
svo þakklátt fyrir öll þessi sumur
sem ég fékk að vinna með þér og
fékk að kynnast þér svo vel. Svo
þakklát að þú og Sigrún náðuð að
plata mig svona oft að koma að
vinna hjá ykkur og búa hjá ykk-
ur. Þú varst mjög opinn við mig
og hreinskilinn. Þú hringdir
reglulega bara til að athuga
hvernig ég hefði það, en ég var
ekki nógu dugleg að hringja í þig
og athuga hvernig þú hefðir það.
Alltaf þegar þú vissir að eitthvað
var ekki í lagi hjá mér þá hringd-
irðu í mig og gafst mér góð ráð.
Takk fyrir að hafa áhyggjur af
mér. Vildi óska þess að ég gæti
fengið að heyra hlátur þinn aftur,
þú varst svo mikill brandarakall.
Ég er svo þakklátt að við föðm-
uðust alltaf þegar við kvöddumst
þegar við vissum að við myndum
ekki sjá hvort annað í langan
tíma. Vertu sæll, vinur.
Þín mágkona og vinkona,
Rebekka.
Að eiga minningar er það
besta sem maður getur átt. Þú
varst mikill meistari og fyrir-
mynd, það var bara svo margt
sem þú vissir og kunnir. Ég er
þakklát fyrir að hafa átt þig í
mínu lífi og ég er þakklát fyrir
það sem þú hefur gefið af þér í
þessu lífi. Takk fyrir að kynna
mig fyrir U2, takk fyrir að vera
þú og takk fyrir allt, þú ert
meistarinn sem varst kallaður of
fljótt úr þessu lífi.
Þeir sem við elskum
hverfa ei á braut
þeir fylgja okkur
á rétta braut
Í draumi og huga
en alltaf nær
í hjarta og sál
þú græðir mitt sár
Þín verður saknað
þó seint grói sár
minningar og ást
þú gafst af þér þá.
(Halldóra Kr. Unnarsdóttir.)
Þín mágkona
Halldóra (Dóra).
Þó að kali heitur hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt hvað er,
aldrei skal ég gleyma þér.
(Vatnsenda-Rósa.)
Elskulegur frændi, vinur, og
ein af traustu stoðunum í mínu
lífi, hefur verið kvaddur á braut
langt fyrir aldur fram. Því eru fá
orð sem lýsa því hve erfitt og
óraunverulegt er að setjast niður
og skrifa nokkur orð til minn-
ingar um hann Huga. Margt hef-
ur rifjast upp undanfarna daga,
góðar minningar sem munu ylja
um ókomin ár og vert er að
þakka fyrir.
Sunnudagsbíltúrar á Mýrar og
bygging fjölskyldubústaðar í
barnæsku, unglingsárin með öllu
sínu glensi, frændurnir af 65 ár-
ganginum komnir á kagga svo ég
litla frænka átti alltaf víst sæti á
rúntinum. Við fjölskyldan með
þér í jeppanum á leið í Laka.
Jeppaferðir, sláturtíðirnar allar,
vinna með ykkur hjónunum á
Tjaldstæðinu og í búðinni, fá að
fylgjast með og taka þátt í ykkar
lífi og barnanna ykkar. Frænk-
ustoltið þegar frændi og Sigrún
báðu mig að vera guðmóðir Vig-
dísar dóttur sinnar. Ferðin okkar
til Prag, jólaboðin, spilakvöldin,
þorrablótin, góuhófin, haustveisl-
ur með vinnufélögum víðs vegar
að, kusurnar okkar, sláturgerð.
Og nú síðast frábær kvöldstund
þegar við söfnuðumst saman og
fögnuðum með þér 50 ára afmæl-
inu.
Svona gæti ég haldið lengi
áfram en upp úr öllu þessu
standa þó minningarnar um
traustan og góðan vin sem alltaf
var til staðar, tilbúinn að hjálpa,
tilbúinn að hlusta og mikið á ég
eftir að sakna þess að fá ekki
símtal sem gæti t.d. hljómað á
þessa leið: „Hæ frænka hvað er í
matinn?“
Elsku frændi, ég trúi að þú
sért kominn með nýtt og stórt
hlutverk og sé þig fyrir mér að
pússa regnbogann. Hafðu þakkir
fyrir allt og allt
Elsku hjartans Sigrún mín,
Unnar Freyr, Vigdís Dröfn,
Kristján Darri, Örvar og Unnur,
ykkar er missirinn mestur, en
minning um elskandi eiginmann,
föður og son mun ylja um
ókomna tíð. Megi guð gefa ykkur
og öðrum ástvinum styrk á þess-
um erfiðu tímum.
Hversvegna er leiknum lokið?
Ég leita en finn ekki svar.
Ég finn hjá mér þörf til að þakka
þetta sem eitt sinn var.
(Starri í Garði.)
Þorbjörg (Tobba) frænka
og fjölskylda Ártúni.
Það er svo óraunverulegt að
setjast hér niður og skrifa minn-
ingarorð um minn kæra vin
Huga. Eitthvað sem ég hefði
ekki trúað að væri að gerast akk-
úrat núna, enda er þetta eitthvað
sem maður á aldrei von á, að
maður í fullu fjöri, nýbúinn að
halda upp á fimmtugsafmælið
sitt, niðursokkinn í að ala upp
börnin sín og búa til heimili fyrir
fjölskylduna sé svo skyndilega
kallaður burt úr þessu lífi. Þetta
gerist hjá einhverjum öðrum
finnst manni, en nú er þetta svo
nálægt, besti vinurinn farinn.
Dagana síðan Hugi kvaddi þenn-
an heim hefur hugurinn verið hjá
honum, og þvílíkar minningar,
hann Hugi var einstakur, óskap-
lega skemmtilegur, stríðinn, en
umfram allt ofsalega ljúfur
drengur og mikill vinur vina
sinna. Ég kynntist Huga þegar
við vorum skipsfélagar á Húna-
röst fyrir yfir tuttugu árum og
eiginlega strax hófst með okkur
mikil vinátta og ferðirnar til
Hornafjarðar til að hitta Huga
og hans fólk síðan þá skipta tug-
um. Eftir margra ára samveru á
Húnaröst unnum við Hugi saman
við byggingu á Vatnsfellsvirkjun
og þar varð áframhald á okkar
vináttu og samvinnu sem verið
hafði á sjónum, en yfirmaður
okkar þar setti okkur venjulega
saman út á svæðið í vinnu og
fengum við fljótlega á okkur við-
urnefnið „bræðurnir“. Undir lok
verkefnisins í Vatnsfelli lenti ég í
veikindum og sjúkrahúsvist í tvo
mánuði, og þá fann ég hvaða vin
ég átti að, Hugi hringdi daglega,
stundum oft á dag, kom í heim-
sóknir og jafnvel með pabba sinn
frá Hornafirði með.
Það eru margar ljúfar minn-
ingar um Huga vin okkar, já okk-
ar segi ég því öll fjölskyldan hef-
ur kynnst honum, ekki bara við
Áslaug heldur líka börnin okkar
og elsta barnabarnið, þau eiga
margar ljúfar minningar frá
ferðunum austur á Höfn og mót-
tökunum á tjaldstæðinu sem
Hugi og Sigrún ráku sl. 15 ár og
þegar hann kom á jeppanum og
spurði: „Hvert eigum við að fara?
Langar ykkur ekki í bíltúr?“ Og
margar ferðirnar fórum við með
honum, ferðir sem við og krakk-
arnir okkar gleymum aldrei, alla-
vega ekki þegar prakkarinn tók
völdin og keyrði fram af snar-
bröttum kanti inni við Illakamb,
bara til að fá alla í bílnum til að
öskra. Hugi var óskaplega stolt-
ur af þessari náttúrufegurð sem
er kringum Hornafjörð og gerði
sér far um að sýna okkur og láta
okkur njóta, hvort sem farið var
inn í Lón, upp í Jöklasel eða ferð-
ir um fjörurnar við Höfn. Minn-
ingarnar um Huga eru ljúfar, all-
ar sumarbústaðaferðirnar, og til
útlanda, (ég ætla ekki að telja
upp öll prakkarastrikin) allt
þetta yljar manni þegar hugur-
inn reikar til baka og tár koma í
augun. Það var gott að fá að
kynnast þessum strák, hann var
alltaf svo mikill strákur, prakk-
ari, en fyrst og femst vinur. Sig-
rún, Unnar, Vigdís, Kristján og
Örvar, ykkar missir er mikill,
ástkær eiginmaður og pabbi er
farinn burt úr lífinu en allar ljúfu
minningarnar um þennan
skemmtilega pabba munu hjálpa
ykkur í sorginni.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
(Vald. Briem.)
Þegar moldin umlykur
þig vinur
og þú ert laus
úr búri þínu
sé ég þig svífa
eins og frjálsan fugl
frá mér
syngjandi af gleði.
Ég vildi ég gæti
flogið með þér
í ónumin lönd
og átt vináttu þína
þar sem hér áður.
En vinur ég kemst
ekki með þér núna
svo ég óska þér góðrar ferðar.
(Gísli Gíslason.)
Sigurður Ólafsson.
Elsku besti vinur minn er fall-
inn frá allt of snemma, nýorðinn
fimmtugur. Hann er farinn frá
konunni sinni og börnum,
mömmu sinni, systkinum og okk-
ur öllum sem þótti og þykir vænt
um öðlinginn hann Huga Einars-
son.
Ég kynntist honum fyrst þeg-
ar ég byrjaði að vinna við Vatns-
fellsvirkjun haustið 2000. Þar
voru að vinna saman tveir fé-
lagar við járnabindingar, sem
strax urðu mínir bestu vinir og
kölluðum við okkur bræðurna en
þar sem ég er frekar smávaxinn
þá töldu þeir mig aðeins hálf-
bróður. Þetta eru Hugi og Siggi
Óla.
Það eru ótrúlega margar
minningar sem sækja á þegar ég
hugsa til Huga. Allar okkar ferð-
ir til Hafnar þar sem Hugi bjó til
ævintýri í hverri ferð og svo hitt-
ingarnir allir með skoðunarferð-
unum, fjórhjólaferðinni, humar-
veislunum og gúrmei matargerð
með flamberingu, spilakvöldum
og spilasvindli að hætti Huga.
Í einum hittingnum laumaði
hann bókum undir sessuna hjá
mér svo ég sæti jafnhátt og þeir.
Stríðnisglottið og sakleysis-
svipurinn er það sem kemur upp
í hugann þegar ég hugsa til hans
svo og hjartahlýju hans og
traustrar vináttu.
Mikið á ég eftir að sakna þess
þegar hann hringdi oft seinni-
partinn og þá kom … „Hvað ertu
að elda?“ Og svo líka þegar ég
búsettur á Akureyri var á leið frá
Reykjavík þá hringdi hann og
spurði: „Hva, komið þið ekki
bara lengri leiðina?“
Hugi var mikill fjölskyldumað-
ur sem elskaði heimilið sitt og
vinnustaðinn sinn, að byggja upp
ferðamannaþjónustu á Höfn. Þar
eignaðist hann marga vini.
Það er yndislegt að koma á
Höfn og Hugi gerði í því að sýna
okkur alla fegurðina, ferð upp á
jökul, náttúrupotta og allar perl-
urnar við Höfn.
Hugi var yndislegur vinur
minn og fjölskyldu minnar. Ég
sakna hans sárt.
Hugur minn er hjá Sigrúnu,
Unnari, Vigdísi, Kristjáni, Örvari
og ættingjum.
Hjartans kveðjur vinur minn
og takk fyrir allt.
Stofnaður hefur verið styrkt-
arsjóður fyrir Sigrúnu og börn
þeirra: 1147-15-202411. Kt.
241177-4409.
Munið að margt smátt auð-
veldar lífið.
Þinn vinur,
Ásbjörn Már (Mái brói).
Elsku hjartans vinur minn,
Hugi Einarsson.
Ég fékk mikið áfall þegar Sig-
rún konan þín hringdi og sagði
mér að þú værir dáinn. Ég eig-
inlega trúi ekki að þú sért farinn,
farinn frá Sigrúnu þinni og
krökkunum þínum. Þú áttir eftir
að gera svo ótalmargt, sérstak-
lega með fjölskyldunni þinni og
svo líka með okkur vinunum.
Margs er að minnast, elsku
kallinn, frá því að við kynntumst
árið 2001.
Humarhátíðin þar sem þú sér-
staklega flaggaðir Ferrari-fán-
anum með Jóni syni okkar Má og
hvernig þú gabbaðir mig með
löggunni á Vík, og frábæra ferðin
sl. sumar inn á Jökulsárlón með
Emilíu ömmustelpu, ferð sem ég
veit að hún gleymir aldrei. Sum-
arbústaðaferðirnar út um allt
land, hittingarnir á Höfn og allar
ævintýraferðirnar sem þú gerðir
fyrir okkur.
Þú reddaðir fellihýsi og þú
reddaðir hýsagistingu og þú
reddaðir öllu, alveg sama hvað
okkur vantaði. Alltaf boðinn og
búinn að gera allt fyrir alla.
Mikill er missirinn, sérstak-
lega fyrir Sigrúnu þína og bless-
uð börnin ykkar: Unnar Frey,
mesta pabbastrák, Vigdísi Dröfn
pabbaskessu og litla 8 mánaða
pabbakútinn hann Kristján
Darra og svo alla sem kynntust
þér á einn eða annan hátt. Ég
segi að fyrir okkur hjónin þá höf-
um við misst okkar mesta og
besta vin og mér finnst mjög
óraunverulegt að ég sé að skrifa
þér kveðjuorð.
Elsku kallinn okkar, þó að þú
sért farinn þá eigum við yndis-
legar minningar sem enginn get-
ur tekið.
Nú koma ekki fleiri um-
hyggju-hringingar um hvenær
Mái komi heim af sjónum og
hvað ég sé að brasa, ekki fleiri
ævintýri og ekki fleiri matar-
veislur þar sem þú notaðir leyni-
trixin þín.
Hvíldu í friði, mikli vinur.
Sigríður S. Jónsdóttir (Síssa).
Hugi Einarsson
önnumst við alla þætti
þjónustunnar með
virðingu og umhyggju
að leiðarljósi
Þegar
andlát ber
að höndum
Vesturhlíð 2 - Fossvogi - Sími: 551 1266 - www.utfor.is
Við þjónum allan sólarhringinn
Elín Sigrún Jónsdóttir
framkvæmdastjóri
Þorsteinn Elísson
útfararþjónusta
Frímann Andrésson
útfararþjónusta
Hugrún Jónsdóttir
útfararstjóri
Rósa Kristjánsdóttir
útfararstjóri
Ellert Ingason
útfararþjónusta
Katla Þorsteinsdóttir
lögfræðiþjónusta
Jón G. Bjarnason
útfararþjónusta
Guðmundur Baldvinsson
útfararþjónusta