Morgunblaðið - 21.03.2015, Page 39
MINNINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MARS 2015
Með fáeinum orðum langar
mig að minnast Önnu Bjargar,
sveitunga míns og samstarfskonu
til margra ára.
Þegar Anna Björg gekk í kven-
félagið var frá fyrsta degi eins og
hún hefði alltaf starfað með okk-
ur, svo glöð og jákvæð, vílaði ekk-
ert fyrir sér, gekk brosandi í
verkin og hreif aðrar með sér.
Samstarf okkar í Klébergs-
skóla eru orðin tíu ár, hér hreif
hún jafnt samstarfsmenn sem
nemendur með glaðværð, hlýju
og dillandi smitandi hlátri, enda
heyrðist oft: Þetta er hún Anna
Björg.
Aldrei lét hún á sér finna þótt
erfiðleikar steðjuðu að, leyfði
manni að fylgjast með en var fljót
að slá á léttari strengi og sagði:
„Æ tölum nú um eitthvað
skemmtilegra.“
Það kom fyrir að hún hringdi
að morgni og sagðist vera aðeins
sein, mætti svo fasmikil og ástæð-
an var þá jafnvel. „Heldurðu að
kvíguskömmin hafi ekki endilega
þurft að bera núna“ … eða: „Það
kom bara annar fóturinn og ég
varð að draga lambið út“, hennar
vinnudagur var löngu byrjaður.
Að hafa fengið að kynnast og
starfa með öðrum eins gleðigjafa
og Önnu Björg var dýrmætt og
gleymist ekki.
Ég sagði oft: Hún Anna Björg
er alveg einstök. Ég meinti það þá
og finn það enn betur nú. Hún
notaði stundum orðið gæskan og
fylgdi því einstakt bros glettni og
húmors sem fyllti allt andlitið,
þannig vil ég muna hana og þakka
samfylgdina
Votta fjölskyldum hennar inni-
lega samúð.
Hulda í Eilífsdal.
Það var reiðarslag sem okkar
litla samfélag í Kjósinni varð fyr-
ir, þegar það fréttist að Anna
Björg á Valdastöðum væri látin
eftir harðvítuga baráttu við
krabbamein.
Hún var stór hlekkur í keðj-
unni sem litlu sveitarfélagi er svo
nauðsynleg og gegndi þar mikil-
vægum hlutverkum. Hún var
áhugasamur bóndi, sat í sveitar-
stjórn um tíma, var öflug kven-
félagskona, öflug og góð laxveiði-
kona, bókverja í bókasafninu í
Ásgarði og ekki síst eiginkona og
móðir.
Við áttum það sameiginlegt að
flytja í Kjósina þann 1. maí,
reyndar með 30 ára millibili, og
hófum búskap með okkar mönn-
um, frændunum Hreiðari og Óla
Helga, á æskuheimilum þeirra.
Við viljum þakka Önnu Björgu
fyrir samfylgdina og góð kynni og
gleymum ekki geislandi brosinu
hennar og kátínu í augum, sem lét
engan ósnortinn.
Við sendum okkar innilegustu
samúðarkveðjur til nágranna
okkar á Valdastöðum, Ólafs
Helga og barna þeirra, foreldra
Önnu Bjargar, bræðra hennar,
tengdaforeldra og fjölskyldunnar
allrar. Þökkum gott nágrenni í 20
ár.
Ásta og Hreiðar,
Grímsstöðum.
Ég átti demant í lífi mínu, ég
átti vináttu Önnu Bjargar Sveins-
dóttur.
Ég átti vinkonu sem gat lýst
upp heilt herbergi með brosinu
sínu.
Ég átti æskuvinkonu sem hét
Björg eins og ég, og sem sendi
mér jólapakka á hverju ári í 50 ár,
sem ólst upp með mér, fyrst í
sama húsi og síðar í sömu götu,
var alltaf til í að leika, sem ég gat
hlaupið til hvenær sem var alveg
inn að rúmgafli og það án þess að
banka, sem flýtti fermingunni
sinni um ár og fermdist því sama
ár og Jói bróðir hennar og ég, og
sem deildi með mér vinnuborði í
frystihúsinu þegar við fengum að
byrja að vinna í fiskinum.
Ég átti æskuvinkonu sem fór á
sumrin austur á Borgarfjörð
eystri og kom til baka í lok sum-
ars brún og sælleg og með nýstár-
leg orð á takteinum, eins og
„gæskur“.
Ég átti vinkonu sem kynntist
Óla Helga sínum, flutti með hon-
um í Kjósina og gerðist bóndi,
eignaðist börnin sín og blómstraði
í sveitinni. Kunni að reykja kjöt
og fisk, gerði besta graflaxinn, gaf
mér hveitikökur og reyktan lax
þegar ég kom í heimsókn. Sat í
sveitarstjórn, stjórnaði bókasafni,
var í þorrablótsnefnd, ræktaði
matjurtagarð, safnaði gömlum
sérstökum hlutum, elskaði að
veiða lax, átti hænur, kindur, kýr
og hunda.
Ég átti uppeldissystur þar sem
vinskapur milli fjölskyldna okkar
hefur alltaf verið mikill, bæði milli
foreldra okkar og systkina, og
foreldra hennar fékk ég að láni
sem mína eigin þau ár sem ég bjó
á Austurlandinu.
Ég átti vinkonu sem var með
mér kvöldið sem ég hitti manninn
minn og hún var alltaf í uppáhaldi
hjá honum.
Ég átti vinkonu sem var hrak-
fallabálkur og oftast þegar við
hittumst var hún að jafna sig eftir
óhöpp eða meiðsli.
Ég átti vinkonu sem fékk bara
að spila með í fyrri hálfleik.
Elsku Óli Helgi, Þórdís, Óli
Geir og fjölskyldan Valdastöðum,
innilegustu samúðarkveðjur til
ykkar allra.
Elsku Geira og Sveinn, Jói,
Bjarni Ágúst og fjölskyldur, ég og
fjölskyldan mín öll samhryggj-
umst ykkur innilega á þessum
erfiðu tímum. Við þökkum ykkur
áratuga vináttu sem mun lifa og
auðga líf okkar áfram.
Minningarnar um Önnu
Björgu okkar lifa í hjarta okkar.
Það ert þú
sem til himins hugsar
og spyrð um þína trú
þú sem að leitar
og lifir
nú
Eitt blik á stjörnubjörtum himni þú
ein bára á sléttum hafsins fleti þú
eitt barn sem fæðist meðan annað fer
eitt skip í tímans hafi steytt á sker
það ert þú
(Jónas Sigurðsson.)
Linda Björg Sigurðardóttir.
Ég var rétt að verða sjö ára
þegar Anna Björg kom fyrst heim
að Valdastöðum með Óla Helga
bróður mínum. Hún hélt að ég
væri stórskrýtin enda læddist ég
meðfram veggjum og þorði ekki
að yrða á þessa nýju konu í feimni
minni. Það stóð þó ekki lengi og
fljótlega var Anna Björg orðin
eins og nýja systir mín. Óli Helgi
og Anna Björg voru mörg sumur
á Valdastöðum þótt þau byggju í
bænum á veturna svo að sam-
gangurinn var heilmikill. Alltaf
virtist Anna Björg hafa tíma og
þolinmæði til að sinna þessari
nýju, litlu systur þegar mér leidd-
ist. Oft var gripið í yatzy, sem hún
vann alltaf á einhvern ótrúlegan
hátt, eða þá einhver önnur spil.
Þegar ég hóf nám í Mennta-
skólanum í Reykjavík flutti ég til
Önnu og Óla í Álfatúnið og bjó þar
í fjóra vetur. Þar varð hún eig-
inlega eins og önnur mamma mín,
hugsaði endalaust vel um mig og
kenndi mér margt og mikið. Það
var ómetanlegt að fá að vera hluti
af litlu fjölskyldunni þeirra á
þessum árum. Þórdís fæddist
fyrsta veturinn og skildi hún síðar
ekkert í því þegar þau fluttu í
sveitina fjórum árum seinna að
það væri ekki líka sérherbergi
fyrir mig þar enda var ég orðin
eins og stóra systir hennar.
Minningarnar eru ótalmargar
og fallegar. Anna Björg að kokka
eitthvað ljúffengt í eldhúsinu. La-
sagnað átti helst að taka sig allan
daginn og aldrei hef ég séð jafn-
mikla alúð lagða í sósugerð enda
fyrirfinnst ekki betri sveppasósa
en sósan hennar Önnu Bjargar.
Anna Björg í laugardagspilsinu
að grilla ofan í stórfjölskylduna,
sama hvernig viðraði. Stússið í
matjurtagarðinum og í sauðburð-
inum með Markúsi Orra sem þótti
líka svo afskaplega vænt um
Önnu „frænku“. Anna Björg,
skírnarvottur Matthíasar Kára
sem aldrei fær að skottast með
henni úti á túni innan um lömbin.
Önnu Bjargar verður ákaflega
sárt saknað, betri og gegnheilli
manneskju held ég að sé varla
hægt að finna. Ég hugga mig við
minningarnar um trausta og hlýja
konu sem gaf sig alla í að gleðja
þá og hjálpa sem stóðu henni
næst. Takk fyrir allt gæskan.
Valdís.
Í skýrslu stjórnar Kvenfélags
Kjósarhrepps fyrir árið 2006,
stendur: „Í lok ársins gekk ein
kjarnakona í Kvenfélagið. Henni
var strax ýtt út í fyrsta verkefnið,
og það var ekki minna en að
skemmta sveitungunum á þorra-
blóti. Velkomin Anna Björg.“
Það var mikill fengur fyrir okk-
ar litla félag að fá Önnu Björgu til
liðs við okkur. Hún tók alla tíð
virkan þátt og var starfandi ritari
félagsins frá 2010.
Hún var hrókur alls fagnaðar
bæði í leik og starfi. Ætíð tilbúin í
þau verkefni sem að höndum bar.
Ef við vorum búnar að flækja
málin fullmikið tók Anna Björg
gjarnan af skarið með sína með-
fæddu forystuhæfileika og sagði:
„Æ, stelpur, hættið þessu, við
gerum þetta bara svona“, þá var
það ákveðið. Oftast kölluðum við
hana gæskuna okkar, en ef hún
fór fram úr sér var hún gjarnan
kölluð „Gyða Sól“. Við eigum svo
margar skemmtilegar og góðar
minningar um Önnu Björgu, með
sitt geislandi bros, dugnað og
óendanlega bjartsýni.
Í tilefni 25 ára afmælis okkar,
árið 1965, færðu Kjósarbændur
félaginu ljóð að gjöf. Þessi tvö er-
indi úr ljóðinu eru mjög lýsandi
fyrir þátttöku Önnu Bjargar og
framlag hennar til kvenfélagsins.
Þið eigið blóm í eigin garði,
þið eigið þátt í búsins arði
og æskunni veitið vernd og skjól.
Þið hlúið að gleði og heilsulindum
hamingjuna við ykkur bindum
eins og jörðin, sumri og sól.
Öllum þeim er einskis njóta
umbun ykkar og blessun hljóta
kvenfélagsins kjörið verk.
Ef að vantar þátt í þörfum.
Þá er byggt á ykkar störfum
og lausnin verður ljúf og sterk.
(Ólafur Á. Ólafsson)
Við kvenfélagskonur kveðjum
góða vinkonu og þökkum Önnu
Björgu samfylgdina. Aðstandend-
um sendum við okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Fyrir hönd Kvenfélags Kjósar-
hrepps,
Sigurbjörg Ólafsdóttir.
Stórt skarð er hoggið í okkar
litla samfélag í Kjósarhreppi.
Sveitin verður aldrei söm eftir að
almættið kaus að taka til sín Önnu
Björgu „gæskunnar“, sem hefur
verið samofin öllu lífi í sveitinni
frá því er hún hóf búskap með eig-
inmanni sínum, Ólafi Helga Ólafs-
syni, á æskuheimili Óla á Valda-
stöðum í Kjós.
Anna Björg lést langt um aldur
fram eftir skammvinn veikindi.
Íbúum í Kjósarhreppi mun reyn-
ast erfitt að skilja að sveitin mun
ekki með sama hætti og áður
njóta mannkosta Önnu, eljusemi
hennar og manngæsku, glað-
værðar hennar og vináttu. Íbúar í
Kjósarhreppi munu lengi minnast
Önnu Bjargar fyrir þátttöku
hennar í stjórn og starfsemi sveit-
arfélagsins og fyrir óeigingjarna
þátttöku hennar í öllu félagslífi í
sveitinni. Anna Björg hefur mark-
að djúp og órjúfanleg spor í sam-
félag okkar.
Anna Björg var kosin til setu
sem aðalmaður í hreppsnefnd
Kjósarhrepps í tvö kjörtímabil á
árunum 1998 til ársins 2006. Á
þessu tímabili starfaði hún jafn-
framt að öðrum trúnaðarstörfum
fyrir sveitarfélagið m.a. sem
stjórnarmaður í stjórn Heilsu-
gæslu Kjósarumdæmis og sem
fulltrúi í fulltrúaráði Sambands
sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð-
inu.
Anna Björg var um árabil
stuðningsfulltrúi við börn í Kjós-
arhreppi, sem þurftu á miklum
stuðningi að halda við skólanám
sitt, fyrst við Ásgarðsskóla í Kjós
en síðar við Klébergsskóla á Kjal-
arnesi eftir að skólastarf í sveit-
inni var flutt þangað. Anna Björg
sinnti þessu starfi sínu af alúð og
hún myndaði sterk og náin tengsl
við börnin sem þau og aðstand-
endur þeirra búa áfram að og
munu ekki gleyma.
Á vegum sveitarfélagsins hefur
Anna Björg einnig um árabil
haldið utan um rekstur bóka-
safnsins í Ásgarði. Bókasafnið
hefur jafnan verið opið fyrir íbúa
hreppsins á miðvikudagskvöld-
um, þar sem vinsælt hefur verið
að þiggja kaffiveitingar við
hressilegt og menningarlegt
spjall. Í tengslum við rekstur
bókasafnsins stóð Anna Björg
fyrir menningarviðburðum t.d.
með því að fá rithöfunda til þess
að lesa úr bókum sínum fyrir okk-
ur sveitafólkið.
Þrátt fyrir ýmsa umsýslan við
búverkin á Valdastöðum og störf
hennar fyrir hönd Kjósarhrepps
þá hefur hún einnig ávallt verið
þátttakandi í öllu almennu fé-
lagsstarfi í sveitinni. Anna Björg
hefur m.a. staðið í fremstu röð í
göfugu starfi Kvenfélags Kjósar-
hrepps og hún hefur ásamt eig-
inmanni sínum Ólafi Helga verið
ómissandi gleðigjafi í „Unghjóna-
klúbbi Kjósarhrepps“, þar sem
slegið hefur verið á léttari strengi.
Með Önnu Björgu Sveinsdótt-
ur, bónda á Valdastöðum í Kjós,
er horfinn náinn vinur og sam-
starfsmaður, sem lýst hefur upp
samfélag okkar. Hún hefur gert
líf okkar betra með sinni yndis-
legu framkomu og nærveru.
Kæri Óli og börn ykkar, Sig-
rún, Þórdís og Óli Geir. Missir
ykkar er mikill og söknuðurinn er
sár. Við vottum ykkur og öðrum
aðstandendum okkar dýpstu sam-
úð. Blessuð sé minning Önnu
Bjargar Sveinsdóttur og hafi hún
þakkir fyrir allt sitt góða og fórn-
fúsa starf í þágu sveitarfélagsins.
Fyrir hönd Kjósarhrepps
Guðmundur H. Davíðsson,
oddviti, og
Guðný G. Ívarsdóttir,
sveitarstjóri.
Frá Klébergsskóla
Anna Björg Sveinsdóttir starf-
aði í tíu ár í Klébergsskóla og frá-
fall hennar skilur eftir sig skarð í
hjörtum okkar sem ekki verður
fyllt svo glatt. Á þessum tíma
ávann hún sér virðingu og vænt-
umþykju nemenda, þeir treystu
henni og treystu á hana. Hún var
vinur og verndari, leiðbeinandi í
náminu, stoð og stytta. Anna
Björg var baráttukona fyrir rétti
og hagsmunum skjólstæðinga
sinna og hafði um leið þann eig-
inleika að sýna þeim alltaf virð-
ingu og hlýhug. Þetta tvennt er
aðalsmerki skólamannsins og
Anna Björg var svo sannarlega á
réttri hillu í skólastarfinu þó að
hún hafi jafnframt uppeldisstörf-
unum sinnt bústörfum á Valda-
stöðum. Hún hafði þetta í sér,
þetta var henni eðlislægt og er
hennar nú sárt saknað í Klé-
bergsskóla. Þar átti hún líka
marga af sínum nánustu og bestu
vinum.
Þegar við reynum að takast á
við erfiðan missi á borð við þenn-
an, þá leitar hugurinn ósjálfrátt á
bjartari staði. Þar getum við yljað
okkur við góðar minningar um
konu sem var falleg bæði á ytra
borði og því innra. Anna Björg
var glæsileg kona og aðsópsmikil,
viljasterk og ákveðin. Hún lá ekki
á skoðunum sínum en hafði til að
bera hjartalag sem fann til með
lítilmagnanum – og heillandi bros
og einstakan, smitandi hlátur
sem við tölum um í dag. Hennar
er saknað en minningin um hana
lifir í skólanum, í dag, á morgun
og um ókomna tíð.
Við í Klébergsskóla sendum
Ólafi Helga, börnum og öðrum
aðstandendum innilegar samúð-
arkveðjur og okkar hlýjustu
strauma.
Fyrir hönd starfsmanna og
nemenda Klébergsskóla,
Björgvin Þór Þórhallsson,
skólastjóri.
Elsku Anna Björg. Nú kveðj-
um við þig í dag og ég er svo inni-
lega ekki tilbúin til þess. Ég er
meyr í hjarta þegar ég hugsa til
þín.
Ég var svo heppin að kynnast
þér í gegnum Sylvíu Rún, en þú
varst hennar hægri hönd í skól-
anum, þú kunnir svo vel á hana,
gast alltaf talað hana til og hún
fann til svo mikils öryggis með.
Með ykkur óx mikil hlýja og það
veitti okkur hjónum svo mikinn
stuðning. En svo var ég svo hepp-
in að kynnast þér betur þegar ég
fór að vinna í Klébergsskóla og
við vorum með svona einkahúm-
or, gerðum stöðugt grín hvor að
annarri, en við gátum líka verið
eðlilegar og töluðum um fjöl-
skyldur okkar. Þegar ég hugsa til
elsku barna þinna og Óla, vá,
þetta er svo mikil missir. Ég og
Sylvía Rún vorum að tala um þig
um daginn því að hún var svo pirr-
uð í skólanum og einn kennari
hennar sagði við hana: „Sylvía
mín, ertu búin að borða?“ Þá
sagði hún mér að sér hefði fundist
eins og Anna Björg væri komin í
skólann, því alltaf þegar hún var
pirruð hefði Anna sagt þetta við
hana og gefið henni að borða, tók
ekki á móti mótmælum.
Einu sinni þegar við hjónin
vorum að fara til Bandaríkjanna
léstu hana fá miða með fatanúm-
erum.
Hún hafði svo miklar áhyggjur
af því að ég myndi ekki kaupa
neitt handa þér. Svo þegar hún
sagði að mamma hefði ekki keypt
neitt handa þér, þá hlóstu svo
innilega.
Þú varst henni svo kær. Þú
tókst hana stundum með þér heim
og leyfðir henni að vinna í fjósinu
sem hún elskaði og þetta var ykk-
ar tími þar sem þið töluðuð saman
og gerðuð grín. Þessi tími er
henni svo kær. Sylvía Rún hafði
heyrt að þú værir svo mikið lasin
en var að reyna að telja sér trú
um að þú myndir sigrast á þessu,
en það var ekki mikil sannfæring í
þessu hjá henni. Þegar ég hugsa
til þess núna er eins og einhver
hafi verið að undirbúa hana fyrir
þessar fréttir. En elsku Anna
mín, þín verður sárt saknað.
Það sem drífur okkur áfram er
minning um hlátur þinn og
gleðina gagnvart lífinu, þú varst
alltaf svo hress og jákvæð, hleypt-
ir ekki neinu neikvæðu inn. Og
eins og þú sagðir um áramótin þá
varstu búin að ættleiða Pollýönnu
og það huggar mig að vita um já-
kvæðni þína. Þegar ég var að
hugsa til þín um hvernig ég gæti
lýst þér datt mér Lína langsokkur
í hug, glens og gaman, það ert þú,
sterkust af öllum stelpunum er,
og það ert þú. Ég þakka fyrir að
hafa kynnst þér og er svo þakklát
fyrir hvað þú hugsaðir vel um
stelpuna mína og þú átt stóran
þátt í hvað hún er flottur einstak-
lingur í dag. Ég hafði sagt þér það
áður en ég vildi að ég gæti sagt
það við þig aftur.
Elsku Þórdís, Óli Geir og Óli,
ég bið góðan Guð að gefa ykkur
allan þann styrk sem þið þurfið.
Elva Dís og
Sylvía Rún.
„Hvað segirðu
manni minn, þú ert
bara kominn heim
til telpnanna
þinna?“ Svona heilsaði bóndinn í
Hrauni mér þegar ég var að
koma heim úr úthaldi í vega-
gerð eða í land af sjó. „Á ég
ekki að hella upp á?“ Svo lagaði
hann kaffið og við fórum yfir
málin. Þær eru margar og góð-
ar minningarnar úr eldhúsinu í
Hrauni yfir rjúkandi kaffi en
það var það fyrsta sem mér var
boðið þegar ég fór að venja
komur mínar þangað til að
sverma fyrir heimasætunni. Það
var engin lognmolla í kringum
Hraunsbóndann, hann hafði
sterka rödd sem tekið var eftir
og heyrðist vel en á bak við
hana var ekkert nema ljúf-
mennskan og góðvild. Hjálmar
Hjálmar Hafþór
Sigurðsson
✝ Hjálmar Haf-þór Sigurðs-
son fæddist 22.
mars 1949. Hann
lést 2. október
2014. Útför Hjálm-
ars fór fram 18.
október 2014.
var einstaklega
hress og léttlynd-
ur, alltaf stutt í
hlátur og grín. Það
var orðið stutt í
starfslok hjá hon-
um og þá hefði
hann haft allan
þann tíma sem
hann vildi til að
njóta sín við það
sem honum hefði
líkað best, að vera
á Hrauni með sínar skepnur og
sitt bú. Ég held að hann
tengdapabbi minn hafi verið
bóndi í allri merkingu þess orðs,
stýrt og stjórnað sínu búi af
miklum rausnarskap. Hjálmar
var mjög lifandi maður, fylgdist
með ölllu og hafði skoðanir á
öllu því sem var að gerast í
kringum hann. Barnabörnin
voru honum oft hugleikin, afa-
hlutverkið fórst honum einstak-
lega vel úr hendi. Hvað er betra
en að eiga afa og ömmur í sveit?
Það stækkaði bara á honum
brosið eftir því sem bættist í
hópinn.
Það voru þung spor að bera
þennan mann til grafar í haust,
ég hefði viljað verða samferða
honum svo miklu lengur en það
sem hann skildi eftir er mér
ómetanlegt. Dóttir og barna-
barn, allar minningarnar úr
Hrauni, allt í kringum rollurnar
og þau störf sem þeim fylgdi og
allar þær samverustundir sem
ég átti með honum. Síðastliðinn
vetur þegar við bjuggum í
Reykjavík til þess að mennta
okkur saknaði ég þess að geta
ekki rennt fram í Hraun og
drukkið með honum kaffi. Í
haust komum við vestur og
hjálpuðum til við haustverkin,
ekki grunaði mig þá að ég væri
að kveðja þennan mann í síðasta
sinn.
Af hlaðinu í Hrauni er fallegt
útsýni. Vébjarnarnúpurinn á
vinstri hönd. Snæfjallaströndin
og svo inn allt Djúpið. Arn-
arnesið læðist út í djúpið og
þorpið teygir sig niður í fjöru
undir hlíðinni. Frammi í dalnum
er féð á beit. Þetta var hans
konungsríki og honum virtist
hvergi líða betur.
Hinn 22. mars hefði Hjálmar
orðið 66 ára. Þegar heimilisfólk-
ið á Hrauni átti afmæli eða aðr-
ir merkisviðburðir gengu í garð
var alltaf öll fjölskyldan komin
saman til að gleðjast, þetta eru
alltaf fagnaðarfundir.
Það besta við að kveðjast er
að geta heilsast aftur seinna.
Orri Sverrisson.