Morgunblaðið - 21.03.2015, Síða 41

Morgunblaðið - 21.03.2015, Síða 41
MINNINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MARS 2015 ✝ Unnur Stein-unn Kristjáns- dóttir fæddist á Ísafirði 25. ágúst 1923. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða 13. mars 2015. Foreldrar henn- ar voru hjónin Sveinbjörg Elín Júlíusdóttir, f. 2.1. 1899 á Skaga- strönd, d. 16.1. 1971, og Krist- ján Guðmundsson, f. 14.9. 1895 á Hólum í Tálknafirði, d. 18.9. 1965. Systkini Unnar voru: 1) Ester, f. 20.9. 1921, d. 16.9. 2011, 2) Helgi, f. 24.7. 1925, d. 14.9. 2002, 3) Karl Georg, f. 7.10. 1926, d. 9.2. 1944, 4) Sig- ríður, f. 27.10. 1928, 5) Marta Elín, f. 20.8. 1930, 6) Dagrún, f. 3.1. 1936, 7) Sólveig Hulda, f. björn Ómar Ragnarsson, f. 30.6. 1947. 4) Þorleifur Krist- ján, f. 26.6. 1948, maki Díana Svala Hermannsdóttir, f. 12.5. 1950. 5) Dagbjört Hrönn, f. 14.9. 1949, maki Ágúst Þórðar- son, f. 23.2. 1944. 6) Hjördís Helga, f. 28.8. 1953, maki Þor- steinn Svavarsson, f. 20.4. 1949. Barnabörnin eru 23, barna- barnabörnin eru 66 og barna- barnabarnabörnin eru fjögur. Unnur ólst upp á Suðureyri frá árinu 1925 faðir hennar var skipstjóri á Suðureyri og mamma hennar vann við hin ýmsu störf. Unnur flutti að Bæ í Súgandafirði 26.5. 1945 og bjó þar í 44 ár eða til loka október 1989. Unnur vann utan heimilis lengi og sinnti jafn- framt húsmóðurstörfum í sveit. Á Suðureyri vann hún við fisk- vinnslu til ársins 1995 þegar hún flutti á Hlíf á Ísafirði 30. júni. Útför Unnar fer fram frá Ísafjarðarkirkju í dag, 21. mars 2015, og hefst athöfnin kl. 11. Jarðsett verður í Staðarkirkju- garði í Súgandafirði. 14.7. 1937 og 8) Karlotta Björg, f. 23.2. 1947. Unnur giftist 16. desember 1944 Guðmundi Þorleifs- syni fá Bæ í Súg- andafirði, f. 16.9. 1917 í Bolung- arvík, d. 12.9. 1989. Foreldrar hans voru Þorleif- ur Kristján Guð- mundsson, f. 27.5. 1876, d. 21.6. 1962, og Guðrún Ólafsdóttir, f. 12.6. 1887 á Gullhúsaá í Snæ- fjallahreppi, d. 26.7. 1975. Börn Unnar og Guðmundar eru: 1) Guðný, f. 6.3. 1944, d. 11.9. 2014, maki Sigurvin Magnús- son, f. 20.12. 1939. 2) Karl, f. 7.8. 1945, maki Ingibjörg Jóns- dóttir f. 4.7.1948. 3) Elín Dal- rós, f. 5.12. 1946, maki Sigur- Mig langar að minnast elsku- legrar tengdamóður minnar, Unnar Steinunnar Kristjánsdótt- ur, sem lést hinn 13. mars á Heil- brigðisstofnun Vestfjarða. Þegar ég kom vestur árið 1966, 18 ára gömul að heimsækja Kalla, var ég ekki viss hvert ég væri að fara. Ég hafði aldrei komið vestur áður en tengdaforeldrar mínir tóku mér opnum örmum, ekki við öðru að búast af þeim. Unnur var hörkukona og ósérhlífin og vildi allt fyrir alla gera. Við Kalli bjuggum í endanum hjá þeim í fimm ár, þá komin með fjögur börn. Barnabörnin hennar voru henni allt, hún vissi fæðing- ardag hjá hverju barnabarni og einnig hjá langömmubörnunum. Það var ekki sjaldan þegar hún kom úr fjósinu frá því að mjólka að hún fór í leik með barnabörn- unum og var þá mikil kátína. Það er ekki sjálfgefið að börn fái að alast upp með ömmu og afa en það fengu börnin okkar. Við átt- um oft góðar stundir og er ég þakklát fyrir það. Hún var ekki mikið fyrir að vera heima á af- mælisdaginn sinn. Hún lét sig oft- ast hverfa snemma morguns, fór þá labbandi til vinkonu sinnar Guðrúnar sem bjó þá á Laugum í Súgandafirði. Eftir að hún missti manninn sinn árið 1989 flutti hún í kjallaraíbúð hjá Guðnýju dóttur sinni og Sigurvini. Árið 1995 flutti hún í eigin íbúð á Hlíf á Ísafirði og bjó sér fallegt heimili þar í 20 ár. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. Sveinbjörn Egilsson) Þín tengdadóttir, Ingibjörg. Yndislega amma okkar hún Unnur hefur kvatt þennan heim á 92. aldursári. Margs er að minnast frá árum okkar systkina í Bæ. Það voru al- gjör forréttindi að hafa ömmu og afa í næsta húsi og geta hlaupið á milli staða. Þá var alltaf til kex og eitthvað gott fyrir okkur í eldhús- inu hjá ömmu. Í kringum jólin hitti hún oft jólasveininn á fjörunum, hann var orðinn svo seinn að fara á alla staði að hún tók oft fyrir hann í skóinn fyrir okkur og þá var mað- ur nú ánægður að hann gleymdi okkur ekki í sveitinni. Á aðfanga- dagsmorgun vorum við svo spennt að ferja jólapakkana heim í hús til okkar og koma þeim fyrir undir jólatrénu því amma og afi voru alltaf með okkur á aðfanga- dagskvöld. Svo á jóladag var allt- af veisla hjá þeim og komu börn og barnabörn saman og gat það nú stundum verið erfitt að kom- ast fjörurar, en jólasveinninn lét sig ekki vanta og fékk yfirleitt far með Gústa á Stað yfir í jólaboðin og kom færandi hendi með ilm- andi epli. Í sveitinni var oft mikill gesta- gangur og barnabörnin nutu þess að koma til þeirra yfir sumartím- ann og var oft mikið líf og fjör í Bæ. Þá sáum við systkinabörnin oft um að sækja kýrnar fyrir mjaltir og reka þær heim í fjós þar sem amma og afi biðu eftir að handmjólka þær. Það var orðið fast hjá okkur stórfjölskyldunni að hafa ættar- mót reglulega og eitt skiptið tók- um við systur og frænkurnar okk- ur saman sem bjuggum fyrir vestan og kenndum ömmu línu- dans og dönsuðum hann með henni og hún fór nú létt með það, hinum til mikillar kátínu. Amma vann lengi yfir vetra- tímann með bústörfunum í fisk- vinnslu á Suðureyri og afi keyrði hana oftast á dráttarvélinni á milli. Yfir heyskapartímann elt- um við krakkarnir hana með hrífu til að raka utan með túnunum. Það var nú ekkert alltaf skemmti- legt en hún hélt manni alltaf við efnið, kom með ópalpakka eða eitthvert góðgæti til að færa okk- ur. Eftir að afi dó 1989 flutti amma í kjallarann hjá Guðnýju frænku og Sigurvin. Hún vann í frysti- húsinu í nokkur ár eftir að hún flutti á Suðureyri og flutti svo á Hlíf á Ísafirði 1995. Hún kom sér vel fyrir þar innan um alla álfana sína á stéttinni og þar leið henni vel og bjó þar í tæp 20 ár. Við systkinin viljum þakka ömmu kærlega fyrir samveruna öll þessi ár, bæði á yngri árum í sveitinni og svo núna seinni tíð. Ómetanlegt að fá að alast upp í kringum ömmu og afa, nú eru þau sameinuð á ný eftir 26 ár. Hvíldu í friði,elsku amma. Guðrún, Þorgerður, Þröst- ur, Bjarni, Alda og Hafþór. Elsku langömmugullið mitt, ég trúi því ekki að þú sért farin frá okkur. Það eru bara örfáir dagar síðan sem við spjölluðum svo lengi sam- an í símann, við töluðum um kom- andi tíma og hvað við hlökkuðum mikið til. Þú varst einstaklega spennt fyrir langalangömmu- drengnum sem er væntanlegur í júlí og talaðir mikið um hann. Hann fær svo sannarlega að heyra margar sögurnar af ynd- islegu langalangömmu sinni. Það var alltaf stutt í brosið og hláturinn hjá þér, við vorum alltaf svo góðar vinkonur og gátum set- ið tímunum saman og spjallað um lífið og tilveruna. Þú gladdir alla í kringum þig með jákvæðninni, húmornum og gleðinni sem ríkti í hjarta þínu. Það voru ófá skiptin sem við Birta Rós plötuðum þig út að leika þegar við vorum yngri og fórst þú með okkur út á stétt í snú-snú. Þú kenndir okkur einnig að sippa og voru það ekki fá skipt- in sem við fórum í keppni í að hlaupa og sippa, hugsa sér að þú varst orðin áttræð þá. Við eigum endalaust af falleg- um minningum saman, ég er þakklát fyrir að hafa átt þig sem langömmu og jafnframt bestu vinkonu. Takk fyrir að hafa alltaf verið til staðar fyrir mig, elsku langamma mín, þú kenndir mér margt sem ég mun halda fast í og deila áfram til minna afkomenda. Síðustu orð mín til þín voru „Ég elska þig, amma mín“ og þú sagðist elska mig líka. Þú átt allt- af eftir að eiga stóran part af hjarta mínu. Ég elska þig, alltaf og að eilífu. Þín, Heba Dís. Mig langar að minnast lang- ömmu minnar Unnar Steinunnar Kristjánsdóttur hún var indæl, góð, skemmtileg, fyndin og góð vinkona mín. Ég fór oft til hennar í heimsókn og maður var alltaf velkominn. Við spjölluðum alltaf fullt saman, hún sagði manni sög- ur og maður hló að öllu. Oft þegar ég var búin á æfing- um á sumrin þá kom maður til hennar uppá Hlíf og maður fékk alltaf gott að borða og drekka, svo fór maður alltaf í góðu skapi frá henni. Það var alltaf gaman þegar ég var yngri að fara út í snúsnú með langömmu og fara svo út að labba, manni leiddist aldrei með henni. Það skemmtilegasta var þegar ég vissi að langamma ætl- aði að ná í mig á leikskólann. Ég beið spennt allan daginn og svo loksins þegar hún náði í mig hljóp ég til hennar og við fórum heim til ömmu að spila og höfðum bara gaman. Þín vinkona Birta Rós. Ljúfar minningar líða um hug- ann er ég lít til baka við brottkall Unnar Steinunnar Kristjánsdótt- ur, Unnu í Bæ eða Unnu frænku eins og faðir minn sagði jafnan. Þegar Unnur flytur í Dalinn frá Suðureyri er þar mikil gróska á hverjum bæ. Aðeins í Vatnadal eru ábúendur að ljúka ábúð, þau Veturliði og Andrea. Sonur þeirra er þá tekinn við búsforráðum í Bæ með bóndadótturinni Þóreyju ásamt Helgu systur hennar. Og í ytra helmingi hússins býr hann Leifi gamli sem átti Guðnýju syst- ur þeirra. Og það er einmitt þeirra sonur sem heillast af þess- ari hressu og dugnaðarlegu kaup- staðarstúlku og dáleiðir hana í Dalinn. Var það sérlega mikið gæfuspor og stóð hún sannarlega undir þeim væntingum sem við hana voru bundnar og miklu meira en það. Voru þá tveir Guð- mundar orðnir bændur í Bæ og sá þriðji nýbúinn að stofna nýbýlið Sólstaði í Bæjarlandi ásamt sinni konu, Sigríði. Á Stað hinum megin árinnar var ekki jafnmikil Guðmundardýrkun. Þar réðu ríkjum Aðalheiður og Jóhannes, prestshjónin, og Jóa og Gústi for- eldrar mínir, bændahjónin. Og á hverjum bæ blómstruðu blessuð börnin og yndislegt samlíf og samvinna þróaðist milli bæj- anna þar sem engan skugga bar á. En því miður er lífið sjálft ekki án skugga og því fengum við Dalbúar sannarlega að kynnast. En þá var það einmitt samstaðan og hlýhug- urinn sem skipti mestu máli. Og þau sterku vináttubönd sem þarna bundust slitna aldrei og verma alla tíð. Sérstaklega eru jóla- og ára- mótaminningarnar dásamlegar en jólaboðin voru jafnan í Bæ en messan og áramótagleðin á Stað. Allir lögðust á eitt við að gera þessi kvöld sem yndislegust þar sem ungir sem aldnir nutu saman einstakrar gleði fram eftir nóttu. Fyrir þessar minningar og all- ar dásamlegar stundir vil ég þakka þér Unnur mín og líka mín- um gömlu vinum sem öll eru horf- in mínum sjónum nema Aðalheið- ur sem er orðin 100 ára. Guð blessi þig Unnur mín og styrki þína fjölmörgu afkomend- ur. Þín Þóra frá Stað. Unnur Steinunn Kristjánsdóttir Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, NÍNA DRAUMRÚN GUÐLEIFSDÓTTIR, Veghúsum 1, Reykjavík, lést á Landspítalanum sunnudaginn 15. mars. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 24. mars kl. 13. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir. Þeir sem vilja minnast hennar láti Minningarsjóð Karitas, hjúkrunarþjónustu, njóta góðs af. . Guðmundur Kristján Eyjólfsson, Guðleifur R. Kristinsson, Ingunn Leonhardsdóttir, Hanna Guðrún Kristinsdóttir, Pétur Hjaltested, Guðmundur Kr. Guðmundss., Sandra R. Gunnarsdóttir, Margrét Erla Guðmundsd., Halldór Heiðar Sigurðss., Heiðrún Gunnarsdóttir, Ágúst Guðmundsson, Eyjólfur B. Guðmundsson, Idania Guðmundsson, Ágúst I. Guðmundsson, Anna Gunnlaugsdóttir, Hulda B. Guðmundsdóttir, Þór Eiríksson, ömmubörn og langömmubörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, andaðist í Brákarhlíð í Borgarnesi laugardaginn 14. mars. Útför hennar fer fram frá Borgarneskirkju föstudaginn 27. mars kl. 14. . Ágústa Þorsteinsdóttir, Birna Þorsteinsdóttir, Theodóra Þorsteinsdóttir, Olgeir Helgi Ragnarsson, Þorsteinn Þ. Þorsteinsson, Guðrún I. Rúnarsdóttir og ömmubörn. Okkar ástkæri RAGNAR HERMANNSSON, hjúkrunarheimilinu Ljósheimum, áður Tryggvagötu 7, Selfossi, lést þriðjudaginn 17. mars. Útförin fer fram frá Selfosskirkju föstudaginn 27. mars kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Parkinsonsamtökin. . Anna Ósk Ragnarsdóttir, Ingvar Garðarsson, Sólveig Sjöfn Ragnarsdóttir, Sigurður Grétarsson, Ragna Björk Ragnarsdóttir, Kristján Helgason, Anna S. Kjartansdóttir. Elskulegur faðir minn, EINAR ANDRÉS GÍSLASON frá Mýrum í Dýrafirði, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli þriðjudaginn 17. mars. Fyrir hönd aðstandenda, . Pétur Einarsson. Ástkær faðir minn, sonur, tengdafaðir, afi, bróðir og mágur, BENJAMÍN VILHELMSSON, varð bráðkvaddur í Hong Kong þriðjudaginn 17. mars. Útför verður auglýst síðar. . Guðbjörg Benjamínsdóttir, Magni Helgason, Hekla Bjarkey Magnadóttir, Kristófer Breki Magnason, Guðbjörg Benjamínsdóttir, Einar Þorvarðarson, Agnes Vilhelmsdóttir, Kolbrún Vilhelmsdóttir, Ólafur Skúli Guðmundsson. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, HALLDÓRA LÁRUSDÓTTIR til heimilis á Grund, áður á Hjarðarhaga 56, Reykjavík, sem lést fimmtudaginn 19. mars, verður jarðsungin frá Neskirkju miðvikudaginn 25. mars kl. 15. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á dvalar- og hjúkrunarheimilið Grund. . Kristín Jónsdóttir, Sigurgeir Ormsson, Herdís Jónsdóttir, Hlöðver Kjartansson, Lárus Andri Jónsson, Sigríður María Sigurjónsdóttir, Þorleifur Jónsson, Halldór Jónsson, Soffía Pálsdóttir, barnabörn og fjölskyldur þeirra. Okkar ástkæri faðir, afi, bróðir og tengdafaðir, ÁRNI GUÐFINNSSON húsasmíðameistari, Karlsbraut 21, Dalvík, lést á Sjúkrahúsi Akureyrar miðvikudaginn 18. mars. Útför fer fram frá Dalvíkurkirkju föstudaginn 27. mars kl. 13.30. . Guðfinna Árnadóttir, Auður Árnadóttir, Hjalti Árnason, Kristín Guðfinnsdóttir, Guðrún Guðfinnsdóttir og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.