Morgunblaðið - 21.03.2015, Síða 44

Morgunblaðið - 21.03.2015, Síða 44
44 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MARS 2015 Ég var ekki gam- all þegar ég sá Guð- mund á Haugi fyrst í íþróttakeppni og dáðist að atgervi hans. Hann keppti í flestum greinum frjáls- íþrótta en glíman var hans höfuð- íþrótt. Guðmundur glímdi oft fyr- ir Umf. Samhygð á mótum Samhygðar og Vöku, á Þjórsár- túni, Landsflokkaglímunni og Ís- landsglímu. Enginn gat bókað sig- ur gegn honum og tvívegis gekk hann næstur frænda sínum Ár- manni J. Lárussyni í Íslandsglím- unni. Ármann bar höfuð og herðar yfir aðra glímumenn landsins á þeim tíma en Guðmundur gekk næstur honum. Það sópaði að Guðmundi á glímuvellinum. Hann var hávax- inn og sterkbyggður og svipti mönnum hátt á loft og lagði þá glæsilega á klofbragði og snið- glímu á lofti. Guðmundur glímdi yfirleitt vel en var ekki í sinni bestu æfingu á Íslandsglímunni 1969. Þegar hann horfði á upp- töku af mótinu í sjónvarpi varð honum að orði: „Andskoti er að sjá hvað maður bolar, þetta verð ég að laga,“ og það gerði hann. Á næstu Landsflokkaglímu sem er meistaramót í þyngdarflokkum mætti hann vel æfður í þyngsta flokkinn. Gekk teinbeinn á móti andstæðingum sínum, lagði þá alla með stæl og varð Íslands- Guðmundur Steindórsson ✝ GuðmundurSteindórsson fæddist 26. sept- ember 1941. Hann lést 9. mars 2015. Útför Guðmundar fór fram 19. mars 2015. meistari. Eftir það hætti hann æfingum að mestu en brá drengilega við þegar kallað var á hann til að keppa á lands- mótum UMFÍ fyrir HSK. Hann glímdi síðast á landsmóti á Selfossi 1978 og þar náði hann verð- launasæti. Þannig var Guðmundur, góður ungmennafélagi og ávallt tilbúinn að leggja lið ef hann mátti því við koma. Guðmundur var vel að manni og fljótlega var hann kominn í lög- regluna á Selfossi. Sjaldan þurfti hann þó að taka á mönnum þótt róstur væru á skemmtunum. Hann bræddi þá með brosinu og hafði einstakt lag á að tala menn til og róa þá niður. Ég sá menn kveðja Guðmund með handabandi og bros á vör sem höfðu vart verið viðmælandi þegar hann kom til skjalanna. Hann var einstakur að þessu leyti og það var missir að honum úr sveit lögreglunnar þeg- ar hann fór að vinna sjálfstætt við vinnuvélar og akstur vörubíla. Flest verk léku í höndum hans og hann var laginn að fást við vél- ar. Hann var líka sérlega greið- vikinn og hjálpsamur. Ég minnist þess þegar Haugsmenn fengu engjaslægjur hjá okkur á Hóli þurrkasumarið 1960. Traktorinn okkar hafði bilað en Guðmundur kom strax til aðstoðar óbeðinn og fljótlega var traktorinn kominn í gang. Svo kom hann í hirðinguna með okkur krökkunum þegar hann var búinn með sín verk. Þá kenndi hann okkur að vera sam- taka með heykvíslarnar og svipta sátunum með einu handtaki upp í vagninn. Þá var gaman. Guðmundur sagði oft líflegar sögur með bros á vör. Sögurnar hans áttu það sameiginlegt að oft- ast var hann aðalsöguhetjan og allar voru þær skemmtilegar. Smámuni eins og staðreyndir lét hann ekki trufla góða sögu ef því var að skipta en þetta var græsku- laust gaman og allir skemmtu sér vel, ekki síst Guðmundur sjálfur. Stundum ræddum við Guð- mundur saman um glímu. Hann var minnisgóður og lagði margt til glímusögunnar. Nú hefur þessi glaðlyndi og vinmargi maður lokið sinni lífsgöngu fyrr en skyldi. Blessuð sé minning Guðmundar Steindórssonar. Jón M. Ívarsson. „Sællettu“ sagði hann yfirleitt við mann þegar við hittumst, glað- hlakkalegur og alltaf til í spjall yf- ir kaffibolla um allt mögulegt. Við Steindór sonur Guðmundar höf- um verið vinir síðan í grunnskóla og þannig hef ég verið tíður gest- ur á heimilinu í ansi mörg ár. Margt höfum við brallað og Guð- mundur spurði okkur iðulega hvað við værum núna að gera þeg- ar eitthvað var í gangi. Steindór kallaði okkur vinina oft saman og sagði að við gætum verið heima hjá sér. Þau hjón sátu oft með okkur við eldhúsborðið í Hrísholti 20 og höfðu gaman af spjallinu. Aldrei kom skammaryrði til okk- ar frá Guðmundi ef eitthvað var ekki eins og það átti að vera. Það var helst að ef við félagarnir vor- um búnir að rúnta of lengi á heim- ilisbílnum, að hann spurði okkur hvort við værum búnir að tæma bílinn af bensíninu. Eftir korter kom hann til okkar og spurði hvort búið væri að gefa hestunum niðri á Haugi. Nei, það var eftir að gera það, svo hann sagði okkur þá að taka nokkra bagga út í hesthúsi og henda aftur í station á rauð, Subaru bifreið þeirra hjóna. Þeg- ar við vorum að tygja okkur af stað þá kom Guðmundur til okkar, rétti Steindóri fimmhundruð kall og sagði, „settu bensín á bílinn, hann er að verða bensínlaus held ég“. Sneri sér svo við og rölti inn í hús flautandi lagstúf. Guðmundur var mikill áhugamaður um trak- tora og vörubíla. Fyrir rúmum áratug síðan ákváðum við Stein- dór að fjárfesta í gömlum vörubíl. Við spurðum Guðmund ráða og hann sagðist skyldi finna bíl fyrir okkur. Eftir tvo daga var hann bú- inn að finna bíl. Hann er á Súðavík sagði Guðmundur. Við vorum ekki alveg á því að fara vestur á Súða- vík. Guðmundur horfði á okkur íbygginn og bað okkur að bíða að- eins, tók upp símann, hringdi vestur og ræddi við eigandann. Þegar símtalinu var lokið leit hann á okkur og sagði ákveðinn, „bíllinn er í toppstandi, þið farið vestur og náið í þennan bíl“. Við sögðum að hann yrði að koma með því hann væri með meiraprófið en ekki við. Hann var ekki lengi að svara, „auðvitað kem ég með“. Þegar við lendum á Ísafirði er gott veður enda hásumar. Guð- mundi leiddist þetta ekki og vildi strax fara og taka bílinn út. Svo var ekið af stað og það var til- hlökkun hjá kallinum að keyra. Á leiðinni heim var margt spjallað og við Guðmundur gátum rætt endalaust um landið og firðina þarna fyrir vestan og jafnvel voru bílar heima á bæjum sem við sáum og gátum talað um. Með reglulegu millibili alla leiðina, tal- aði kallinn um að við yrðum svo að ná okkur í meiraprófið. Steindór fór fljótlega og náði sér í vinnu- vélaprófið og var kallin ánægður með það. Ég lauk hins vegar ekki meiraprófinu fyrr en núna í jan- úar á þessu ári. Þegar ég sagði honum frá því sagði hann, „það var mikið, ég var fyrir löngu búinn að segja ykkur að taka prófið“ brosti svo og virtist sæll. Um leið og ég þakka fyrir samfylgdina votta ég eftirlifandi eiginkonu og aðstandendum mína dýpstu sam- úð. Blessuð sé minning Guðmund- ar Steindórssonar. Grímur Sigurðsson. Kveðja frá lögreglunni á Suðurlandi Frá upptökum sínum vex elfan sem styrkist á langri leið sinni til sjávar. Steypist fram af fossa- brúnum af miklu afli, fimi og feg- urð þar til hún kemur að ósi. Rennur lygn til hafs og gufar upp í himinhvolfið reiðubúin í aðra hringferð. Líkt var með Guð- mundi Steindórssyni. Í honum var aflið, styrkurinn, fegurðin, fimin, gleðin og ljúfmennskan. Allt þetta og meira til bar hann með réttu. Guðmundur hóf störf í lögregl- unni í Árnessýslu 24. júlí 1971 sem aukavaktamaður. 1. janúar 1973 var hann fastráðinn. Um mitt ár 1996 lét Guðmundur af störfum sem lögreglumaður þá orðinn að- stoðarvarðstjóri. Námi í Lög- regluskóla ríkisins lauk hann 1976. Eins og gefur að skilja er starf lögreglumannsins fjölbreytilegt. Allt frá því að vera mjög skemmti- legt og gefandi og í hina áttina erf- itt og átakanlegt. Guðmundur leysti mjög vel úr þeim verkefnum sem honum voru falin og þeim mun betur sem þau voru vanda- samari. Í fámennu lögregluliði var mikið öryggi í því fólgið fyrir aðra lögreglumenn að hafa Guðmund nærri sér á sveitaböllum og á útihátíðum þar sem stundum kom til blóðugra átaka. Þá dugði oftast að Guðmundur sæist á staðnum og léti rödd sína heyrast. Þeir sem flugust á litu upp, sáu lögreglu- mann sem geislaði af öryggi, festu og ákveðni sem leiddi til þess að áflogaseggirnir sáu sínum hag best borgið með því að láta af óknyttunum. Sanngirni og rétt- sýni var Guðmundi í blóð borin. Hann stóð fastur á sínu en beitti málamiðlunum þegar þess þurfti. Rithönd Guðmundar var falleg og læsileg. Laginn var hann við að gera vettvangsuppdrætti þar sem umferðaróhöpp höfðu orðið. Ekki var gerður ágreiningur um það sem þar var sett á blað. Þau ár sem Guðmundur starf- aði í lögreglunni gegndu lögreglu- bílarnir, sem voru af Chevrolet Suberban gerð, einnig hlutverki sjúkrabíla. Í alvarlegum slysum eða veikindum skipti miklu máli að bregðast hratt við og vera fljót- ur á staðinn. Á þeim árum var ásýnd vega önnur en í dag. Mjóir, bugðóttir, holóttir og á köflum þaktir lausamöl. Í þvílíku ástandi voru vegirnir ekki auð- veldir yfirferðar. Ekki hamlaði það för Guðmundar sem var einn af færustu og öruggustu öku- mönnum í lögregluliðinu. Var oft í fararbroddi og komst alltaf á leið- arenda. Sagt var að hann hefði ek- ið djarflega en varlega. Nú hefur Guðmundi sigið svefn á brá. Hans nýtur ekki lengur við á þessari stöð. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (Valdimar Briem.) Lögreglan á Suðurlandi þakkar Guðmundi óeigingjarnt starf í þágu löggæslunnar. Eiginkonu og afkomendum eru færðar innilegar samúðarkveðjur. Þorgrímur Óli Sigurðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. Elsku frændi. Það er komið að kveðjustund. Minningar streyma fram í huga minn og þar eru efst í huga allar góðu spilastundirnar. Þið Svala komuð svo oft að spila við mömmu og pabba þegar ég var yngri. Kani var það nú oftast og stundum Fimbulfamb sem var líka í miklu uppáhaldi hjá okkur öllum. Stundum var heppnin með mér og ég spilaði við ykkur Kana, ef mamma eða pabbi voru ekki heima þegar þið komuð. Ef ekki þá sat ég og horfði á kvöld eftir kvöld jafnvel. Ég lærði ýmislegt af þér og hugsa alltaf til þín þegar ég spila kana og segi kana með 4 tromp. Þá hugsa ég með mér Gvendur myndi segja á þessi spil. Það var alltaf stuð að fá ykkur í heimsókn þá var nánast undan- tekningarlaust spilað. Spilabæk- urnar voru ansi margar útfylltar. Þú varst ótrúlegur í Kana, senni- lega fáir sem hafa sagt Kana með aðeins tvö tromp jafn oft og þú. Svo var hlegið og sungið ef kaninn stóðst „hoppa kampakátur út um gluggann“. Þú gast komið öllum til að hlæja með grettum, glensi, söng, sögum eða tókst úr þér tennurnar í miðju spili. Þú varst alveg einstakur kar- akter, dýrkaður og dáður af okkur systkinunum. Þegar ég hitti á þig á biðstofunni í fyrra, áttum við gott spjall um daginn og veginn og þú spurðir frétta af mér og mín- um, eins og alltaf þegar við hitt- umst, fylgdist vel með öllum. Þú kvaddir mig svo og baðst mig endilega að kíkja einhvern tímann í heimsókn með manninn minn og spila kana. Við spilum þegar við hittumst hinum megin. Hvíldu í friði elsku frændi, minning þín lifir. Elsku Svala, Bryndís, Grétar, Steindór, Svandís, Sólrún, Gísli og fjölskyldur mínar innilegustu samúðarkveðjur. Helga Dóra Gunnarsdóttir. Elsku afi Gvendur. Þú hefur verið í lífi mínu alla tíð og því er mjög skrýtin tilfinning og erfið að kveðja þig. Ótal minn- ingar koma upp í hugann. Ég gleymi því aldrei hvernig þú sast í eldhúskróknum í Hrísholtinu, geiflaðir þig og gast á undraverð- an hátt snúið fölsku tönnunum á hvolf eða jafnvel látið þær hverfa. Okkur barnabörnunum fannst þetta alltaf jafn fyndið og þykir mér vænt um að mín börn fengu einnig að upplifa þessar grettur þínar. Iðulega fórstu með þuluna „fagur fagur fiskur í sjó“ og við börnin kepptumst við að ná að kippa hendinni nógu fljótt til baka. Blístrið þitt var einstakt og vís- naáhuginn endalaus. Alltaf feng- um við að heyra þig fara með vísur þegar við hittumst, sumar oftar en aðrar. Þú áttir það einnig til að skella fram stökum við minnsta tilefni og alltaf hef ég dáðst að þessum skáldhæfileikum þínum. Ég hef líka verið montin af því að eiga afa sem var lögga og glímu- kappi. Oft hef ég verið spurð hverra manna ég er og þá er nóg að segja að maður sé barnabarn Gvendar frá Haugi. Í kjölfarið hef ég oft fengið að heyra frægðar- mannasögur af þér. Þú áttir sjálfur svo margar sög- ur um gamla tíma til að segja frá og eflaust er það eitt af því sem flestir muna svo vel eftir þegar þeir hugsa um þig. Sjálfri finnst mér ómetanlegt að hafa fengið að kynnast því í gegnum frásagnir þínar hvernig tíminn og tíðarand- inn var fyrir örfáum áratugum. Þegar ég hlustaði á sögurnar þínar gerði ég mér betur grein fyrir hve margt hefur breyst á stuttum tíma. Eins hversu miklar samfélagsbreytingar þín kynslóð hefur gengið í gegnum. Á þínum yngri árum hefur ekki þýtt neitt annað en að sýna mikinn dugnað, hörku og vinnusemi. Eftir langan og erfiðan heilsu- brest hefurðu nú fengið hvíld og frið. Sjálfsagt spókarðu þig nú um á æskuslóðunum, umvafinn góð- um mönnum og dýrum, grónum grasbölum, tækjum og tólum sem þér finnst svo gaman að dunda í og dytta að. Með þakklæti og söknuði kveð ég þig, elsku afi. Takk fyrir allt sem þú gafst mér og fjölskyldu minni. Ógleymanlegar minningar um þig eiga án efa eftir að ylja mörgum um ókomna tíð. Þín sonardóttir, Guðrún Svala. Harpa Heimisdóttir Útfararstjóri Hrafnhildur Scheving Útfararþjónusta Kirkjulundur 19 • 210 Garðabær sími 842 0204 • www.harpautfor.is Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, MARKÚSAR ÞORKELSSONAR frá Gerðum í Gaulverjabæjarhreppi, síðar Staðarbakka, Eyrarbakka. . Þorkell H. Markússon, Ragnhildur Benediktsdóttir, Magnús Öfjörð Markússon, Sandra Pálsdóttir, Kolbrún Markúsdóttir, Agnar Bent Brynjólfsson, Þórarinn Öfjörð Sigurðss., Geraldine Gonzales, Sveinn Ármann Sigurðss., Guðrún J. Guðbjartsdóttir, barnabörn, langafabörn og langalangafabarn. Elsku maðurinn minn og Laugi okkar, GUÐLAUGUR HEIÐAR JÖRUNDSSON, Bollagörðum 57, Seltjarnarnesi, lést í faðmi fjölskyldunnar á hjúkrunarheimilinu Sóltúni laugardaginn 14. mars. Hann verður jarðsunginn frá Neskirkju fimmtudaginn 26. mars kl. 13. . Guðrún V. Haraldsdóttir, Sif, Auður Edda og fjölskyldur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, LÝÐS BAKKDAL BJÖRNSSONAR sagnfræðings. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á Vífilsstöðum fyrir umönnun og hlýhug í hans garð. . Guðbjörg Ósk Vídalín Óskarsdóttir, Valgerður Birna Lýðsdóttir, Haraldur Jónasson, Lýður Óskar Haraldsson. Þökkum auðsýnda samúð, kveðjur og hjálp við andlát og útför móður okkar, dóttur, systur og mágkonu, HUGRÚNAR REYNISDÓTTUR, Klukkubergi 15, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til Friðbjörns Sigurðssonar læknis, starfsfólks Landspítalans, Heimahlynningar og líknardeildarinnar í Kópavogi fyrir frábæra umönnun. . Helena Rakel Jóhannesdóttir, Dagur Fannar Jóhannesson, Sigríður K. Skarphéðinsdóttir, Reynir Hjörleifsson, Áslaug Reynisdóttir, Kristín S. Reynisdóttir, Gísli Fannberg, Skarphéðinn Reynisson, Júlía M. Guðbjargardóttir og aðrir aðstandendur. Okkar ástkæri, GÍSLI ÁSMUNDSSON frá Vestmannaeyjum, lést miðvikudaginn 18. mars. Útförin verður gerð frá Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu föstudaginn 27. mars kl. 13. . Ásmundur Gíslason, María Birgisdóttir, Ágúst Gíslason, Jón Heiðar, Elín Ösp Rósudóttir, Guðrún E. Jónsdóttir, Anna Friðbjarnardóttir, Hörður S. Óskarsson, Atli Ásmundsson, Þrúður Helgadóttir, Kjartan Ásmundsson, Sigrún Ásmundsdóttir, Anna Margrét Bragadóttir, Birgir Jóhannesson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.