Morgunblaðið - 21.03.2015, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 21.03.2015, Qupperneq 46
46 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MARS 2015 Bæjarstæðið að Hvammi í Vatnsdal er með þeim falleg- ustu í dalnum. Hvammur stendur hátt og þaðan sér um allan norðurhluta dalsins. Í Hvammi bjó Salóme Jónsdóttir eða Lóa í Hvammi stóran hluta ævinnar, en þangað fluttist hún er hún hóf búskap með Reyni Stein- grímssyni frænda mínum. Hvammsbændur hafa jafnan verið góðir búmenn og farsælir, enda hefur þar jafnan verið rekið myndarbú, íbúðarhúsið í Hvammi er skýr vitnisburður um framsýni og framsækni þeirra Hvamms- bænda, en það hús er meðal eldri steinhúsa hér á landi. Þegar þingmannsdóttirin frá Akri kom inn í þessa umgjörð bætti hún reisn og festu við heim- ilishaldið, sem annars var nú væntanlega nokkuð skýrt mótað fyrir af tengdamóður hennar, Theódóru Hallgrímsdóttur. Það yfirbragð sem Lóa hafði á sínu heimili varð til þess að í endur- minningunni reyndi maður að haga sér betur þegar þau hjón voru sótt heim en maður hugsan- lega gerði á öðrum bæjum. En lífið hélt áfram og á árum æsku og uppvaxtar átti ég oft er- indi til þeirra Lóu og Reynis, þau erindi voru af ýmsu tagi, jafnan tengdust þau þó okkar daglega amstri og snerust þá auðvitað annaðhvort um skepnuhald, trak- tora eða girðingar. Á haustin voru það þó smala- mennskur, enda fórum við Reynir í nokkrar eftirminnilegar eftir- leitir. Þegar ég lít til baka er ég ekki viss um að Lóa hafi haft mikinn áhuga á búskapnum né endilega að hún hafi séð starf húsmóður í sveit sem sitt draumastarf. Í minningunni finnst mér að hún hafi ekki alltaf áhuga á því er- indi sem verið var að sinna eða fjalla um, en hún tók þátt í um- ræðunni og lagði sitt af mörkum Salóme Jónsdóttir ✝ Salóme Jóns-dóttir fæddist 31. mars 1926. Hún lést 5. mars 2015. Útför hennar fór fram 19. mars 2015. með spurningum eða athugasemdum. Í dag finnst mér óralangt síðan ég naut síðast gestrisni þeirra Reynis og Lóu og eflaust er gleymskan eitthvað farin að móta minn- ingarnar. Það sem þó er hvað skýrast í minningunni er sú reisn og glæsileiki sem yfir henni ríkti, bæði til orðs og æðis. Eftir brottför úr Vatnsdalnum hafa samskiptin minnkað en við Theódóra dóttir hennar höfum lengi verið nágrannar og ég fylgst með Lóu og hennar viðgangi úr fjarlægð. Ég veit að hennar líf einkenndist alltaf af hæversku og glæsileika, jafnvel þegar á móti blés. Vil ég með þessum skrifum þakka Lóu í Hvammi fyrir við- kynninguna og votta Theódóru, Valgerði og þeirra fjölskyldum samúð mína og míns fólks. Megi minning Lóu í Hvammi lifa. Páll Gíslason. Ég á mynd af Salóme föður- systur minni, bæði í kollinum og líklega einhvers staðar í albúmi líka. Þar er hún í sólskini og sunn- anþey á hlaðinu í Hvammi, vind- urinn blæs í hárið og hún brosir hlýja brosinu sínu, með Valgerði á handleggnum og Dóru sér við hönd. Þetta var hamingja hennar og gleði: Reynir og dæturnar, heimilið og sveitin, náttúran og lífið sjálft. Einmitt á þessu tímaskeiði myndarinnar var ég sumarstelpa í fjögur sumur hjá Lóu og Reyni í Hvammi. Það var mikil gæfa fyrir mig og mikill þroska- og lær- dómstími fyrir stelpuskott á ung- lingsaldri að fá að dvelja undir handleiðslu þeirra á stóru sveita- heimili þar sem var mikið fjör og verkefnin margvísleg. Lóa frænka tók mér vel þegar ég kom til hennar fyrst 12 ára gömul enda hafði pabbi orð á því að hann vildi helst vita af mér hjá henni ef hann sendi mig eitthvert. Hún var alltaf hlý og glöð, söng og hummaði við vinnu sína, stundum fauk reyndar í hana ef þannig bar við, en ég gat verið viss um að ef hún setti ofan í við mig, þá átti ég það skilið hvort sem mér fannst það þá stundina eða ekki. Og allt það sem hún kenndi mér, hún hafði mig með í öllum helstu heimilisverkum sem þurfti að vinna og það var nú ýmislegt – aldrei var það orðað að ég gæti ekki eitthvað sem hún bað mig um, svo auðvitað gat ég það. Ég fékk góða leiðsögn og svo var gengið í verkið, hvort sem það var að lakkmála hurðir og karma, sauma yfirbreiðslu yfir heyfúlgu, vaða út í á með silungsnet eða setja permanent í hárið á henni. Þannig var Lóa, lét mig finna að hún treysti mér fullkomlega og svo gátum við hlegið og flissað eins og smástelpur yfir því sem okkur datt í hug. Á þessum fjór- um sumrum varð til tenging og vinátta með okkur frænkum sem entist alla tíð og ég verð ævinlega þakklát fyrir. Annað var það sem tengdi okk- ur frænkurnar sérstaklega hin síðari ár, þegar Lóa var flutt í bæ- inn eftir andlát Reynis, og það var trúin á Jesú. Ég lét mér stundum detta í hug að bænir hennar ættu sinn þátt í að ég eignaðist mína trú. Við áttum margar yndislegar samverustundir þar sem við lás- um texta úr Biblíunni og ræddum okkar upplifun af trúnni. Svo báð- um við saman fyrir öllu mögu- legu, stóru og smáu, og það var svo gott. Lóa hafði sérstakt lag á að taka fagnandi á móti manni þegar komið var í heimsókn, svo einlæg- lega glöð yfir heimsókninni. Þannig var það líka þegar ég heimsótti hana í síðasta skiptið nú rétt eftir áramótin. Samt var hún ekki mjög hress og ég veit ekki alveg hvort hún þekkti mig. Við spjölluðum svolít- ið í samræmi við það, en svo heyri ég að hún hummar eitthvert lag og þegar ég legg við hlustir heyri ég hvað það er og við syngjum saman góða stund. Það er einmitt í þeirri mynd sem viðlagið dregur upp sem mér finnst yndislegt að hugsa til Lóu, megi hún ætíð vera umvafin hlýrri og kærleiksríkri nærveru Drottins. Hafi hún þökk fyrir allt og allt. Úti í sól og sumaryl sælt er þá að vera til. Þegar ómar allt af söng ekki verða kvöldin löng. (Númi Þorbergsson) Margrét Eggertsdóttir. Í dag kveðjum við móðursystur mína, Salóme Jónsdóttur, eða Lóu eins og hún var jafnan kölluð. Minningarnar um Lóu eru marg- ar og góðar. Þær ná til minna fyrstu ára þegar ég var á Akri hjá ömmu og afa og Lóa var heima, ung stúlka, að hjálpa foreldrum sínum við búskapinn. Þá mynd- uðust náin tengsl sem ávallt héld- ust. Síðar giftist Lóa Reyni bónda í Hvammi í Vatnsdal og þangað var gott að koma. Þau hjón voru sam- stillt og gestrisin. Lóa hlý, glaðleg og fyrirmyndar húsmóðir sem dekraði við gesti og heimafólk með góðum mat, kökum og kaffi- brauði en var líka til í að ganga upp í fjall og gera ýmislegt útivið. Reynir bóndi hress og stjórnaði utan dyra af skörungsskap. Ég fór í Hvamm hvert sumar sem stelpa, með mömmu eða ömmu og afa, og síðar með mann og börn til allt að vikudvalar. Börnin hlökkuðu til að fara í sveit- ina til Lóu og Reynis. Þar gerðust ævintýri eins og að fara á hestbak á Blesa gamla eða taka þátt í hey- skapnum. Þau hjón voru samtaka í að gera dvölina skemmtilega og fóru með okkur í skoðunarferðir um nágrennið, hring um Vatns- dalinn eða dagsferð um Skaga- fjörð og til Stykkishólms í tjald- ferð. Allt er þetta ógleymanlegt. Þeim fannst gaman að ferðast og kunnu að segja frá örnefnum og sögum tengdum stöðum sem farið var um. Reynir bóndi féll frá rúmlega sextugur og varð fráfall hans mik- ið áfall fyrir Lóu. Hún bjó áfram í Hvammi í rúmt ár en flutti síðan til Reykjavíkur en þar bjuggu báðar dæturnar. Reynir var hestamaður og átti góða reið- hesta ásamt þónokkru stóði. Sumarið eftir fráfall hans ákvað Lóa að ættfæra stóðið. Hún ætl- aði ekki að láta dýrgripi Reynis frá sér fyrr en þeir væru ættbók- arfærðir. Þarna sýndi þessi hæg- láta, hógværa frænka mín hvað hún var ákveðin og röggsöm þeg- ar á reyndi. Eftir að Lóa flutti til Reykja- víkur bjó hún sér fallegt heimili í Eskihlíð og starfaði með bæna- samfélagi í Hörgshlíð 12. Þar flutti hún boðskap fagnaðarerind- isins og bað fyrir fólki sem leitaði til hennar því hún var trúuð og bænheit. Hún bað einnig fyrir sín- um nánustu og það var gott að vita af fyrirbænum hennar. Lóa hafði oft á orði að hún ótt- aðist að verða minnislaus í ellinni eins og amma. Fyrir tæpum fimm árum varð hún fyrir því að lær- brotna og eftir það fór minnið að gefa sig og þar kom að það var nánast horfið. En báðar urðu þær yndisleg gamalmenni. Glaðværar og þakklátar fyrir allt það góða sem lífið hafði gefið þeim. Það var gaman að koma til Lóu í Boða- þingið. Hún hrósaði gestum og sagði þeim að þeir væru fallegir og góðir. Oft sló hún á létta strengi. Einu sinni komum við og það lá vel á Lóu. Hún bað mig að ná nú í greiðuna sína og varalitinn og svo skyldum við skella okkur á ball. Hún kunni marga söngtexta og fannst gaman þegar gestir voru til í að syngja með henni. Minningin um yndislega frænku lifir og við erum þakklát fyrir allar góðu stundirnar. Við sendum Dóru, Völu og fjöl- skyldum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Nína V. og Tómas (Tommi). Sem ung stelpa var ég að göml- um sið send í sveit í nokkur sumur til Lóu og Reynis að Hvammi. Vatnsdalurinn var góður dalur að dvelja í. Ég hef verið meðvituð um það í seinni tíð að fátt hefur gefið mér betra veganesti og betri tengingu við landið en sumrin í sveitinni þar sem lífið var í föstum skorðum og enn eimdi eftir af tíma sem í dag virðist víðsfjarri. Lífið snerist um þau fjölmörgu handtök sem sveitalífinu fylgdu. Sauðburðurinn að vori og í kjöl- farið óendanlega margir hlaupa- sprettir; upp hlíðar, út á engi, yfir skurði, út á vegi og upp í fjall á eftir kindum og fjórfætlingum sem ýmist tolldu ekki innan girð- inga eða færa þurfti á milli girð- inga. Heyskapur fyrir tíma plastsins þar sem ilmandi baggar voru keyrðir í hlöðu og hendur urðu sárar eftir notkun á hrífum við að ná upp þeim stráum sem eftir baggavélina lágu á ökrunum. Útreiðartúrar í kvöldsólinni. Blæ- brigði náttúru og veðurs sem barnið uppgötvaði og veitti at- hygli í fyrsta sinn. Umtalsvert uppvask eftir fjölmargar máltíðir og millimáltíðir dagsins. Sveita- síminn sem enn var í notkun. Ökuferðir sem ekki voru fjöl- mennari en svo í dalnum að við hæfi þótti að kíkja sem oftast eftir bílnúmeri til að kanna hvaðan fólk kæmi. Póstbíllinn sem stundum var vaktaður til að fá fréttir að heiman. Stórborgin Reykjavík virtist í ljósára fjarlægð enda rútuferðin á milli þessara staða löng og sam- ofin bílveiki. Oft og tíðum var gestkvæmt á bænum. Mannfólkið í sveitinni virtist dregið ýktari einkennum en ég hafði átt að venjast og meginuppistaða um- ræðuefnis og skemmtisagna voru sögur af fólkinu í dalnum. Ekki var farið mikið af bæ enda verk- efnin mörg sem sinna þurfti. Ein- staka sinnum setti Lóa á sig vara- lit og þau hjón héldu í innkaupaleiðangur til Blönduóss sem tók sess í huganum sem mið- punktur borgarlífs og þá sér í lagi kaupfélagið sem vonast mátti til að heimsækja svo sem einu sinni yfir sumartímann. Þar virtust saman komnar undir einu þaki þær lystisemdir sem heimurinn hafði upp á að bjóða. Lífið í sveitinni var einfalt og gott. Lóa bjó yfir rósemd, góð- mennsku, festu og kímnigáfu sem af henni skein. Kleinur hafa aldrei bragðast jafn vel og í eldhúsinu hennar og skyndilega man ég eft- ir eggjamjólk sem ég hef vart bragðað síðan í sveitinni en mér þótti betri en flest annað sem inn um varirnar kom. Ávallt hafði hún nægan tíma til að spjalla við og uppfræða barnið sem til hennar hafði verið sent. Sýndi því ómælda alúð og væntumþykju. Í kringum Reyni gustaði stundum meira þegar flæði ferfætlinga og sumarbarna fylgdi ekki hárná- kvæmri fyrirframákveðinni at- burðarás, en alltaf var þó stutt í brosið, hrósið og gamanið. Dvölin hjá Lóu og Reyni að Hvammi var borgarbarninu ein- staklega góð og er ég þeim æv- inlega þakklát fyrir ómetanlegan tíma sem gaf mér dýrmæta teng- ingu við landið og hollt veganesti út í lífið. Með kærri þökk fyrir mig, kæra Lóa. Snæfríð Þorsteins. Ég er að kveðja hana Lóu mína eftir 70 ára vináttu. Þetta hófst allt með því að hún hafði stúlkna- herbergi hjá foreldrum mínum og sat þess í stað tvö kvöld í viku hjá okkur systkinunum. Þetta voru notaleg kvöld og Lóa sagði okkur margar sögur úr sveitinni og svo samdist um að ég kæmi til hennar í sumardvöl norður að Akri. Ég var sjö ára og hlakkaði mik- ið til en ferðin var bæði löng og ströng. Við vorum heilan dag að hlunkast þetta í rútunni, ég og Gunnar bróðir minn, sem er tveimur árum eldri, og flestir far- þegarnir reykjandi eða gubbandi, að mér fannst. Bróður mínum var hent út fyrst og næst man ég eftir mér með mína tösku og sæng í poka á hlaðinu á Stóru-Giljá. Þangað var ég sótt og hlakkaði óskaplega til að komast til hennar Lóu minnar, en viti menn, hest- urinn trylltist, æddi um mela og móa og að lokum rankaði ég við mér undir kerrunni og allt á hvolfi. Þá var litlu Reykjavíkur- dömunni allri lokið og það urðu miklir fagnaðarfundir þegar ég komst í fangið hennar Lóu og fékk að sofa í rúminu hjá henni. Fyrstu dagarnir voru víst svo- lítið erfiðir en þetta vandist samt allt fljótt og mér leið mjög vel í sveitinni. Ég var yngst á bænum þetta sumar og fékk því ekki að fara með fólkinu á engjar en þeg- ar heyrðist í fólkinu koma heim, Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, SVEINBJÖRNS F. ÁRNASONAR bónda á Kálfsá í Ólafsfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hornbrekku. . Ragna Björgvinsdóttir og fjölskylda. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, GUÐRÚNAR VALMUNDSDÓTTUR frá Ekru. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Lundi, Hellu, fyrir góða umönnun, velvild og hlýhug. . Árni Ísleifsson, Helga Óskarsdóttir, Sigrún Ísleifsdóttir, Jónas Jónsson, Valborg Ísleifsdóttir, Guðjón Herjólfsson, Páll Ísleifsson, Halldóra Valdórsdóttir, Ingimar Ísleifsson, Margrét Ísleifsdóttir, Aubert Högnason, Guðbjörg Ísleifsdóttir, Árni Hannesson. barnabörn, barnabarnabörn barnabarnabarnabörn. Þökkum auðsýnda virðingu og hlýhug vegna andláts og útfarar GUÐNÝJAR GESTSDÓTTUR, Ásvallagötu 37, Reykjavík. Starfsfólk Sóltúns fær kveðjur með þakklæti fyrir umönnun og elskusemi í hennar garð. . Fjölskyldan. Við þökkum öllum þeim sem sýnt hafa okkur samúð og hlýhug og heiðrað minningu ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, JÓNÍNU RAGNARSDÓTTUR, Ráðagerði, Seltjarnarnesi, sem lést 10. febrúar. . Finnur Jónsson, Grétar Elías Finnsson, Hildur Elín Geirsdóttir, Freyja Finnsdóttir, Henrik Andersen, Arnar, Sara Natalía, Stefán Breki, Finnur Kári, Balder og August Jón. Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Útfararþjónusta síðan 1996 ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST Áratuga reynsla Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.