Morgunblaðið - 21.03.2015, Blaðsíða 52
52 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MARS 2015
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Nú er að grípa tækifærið og gera
tilboð í það sem þú hefur lengi haft auga-
stað á. Mikilvæg persóna bíður eftir að þú
hafir samband við sig.
20. apríl - 20. maí
Naut Hikaðu ekki við að leita aðstoðar við
verkefni sem þú verður að ljúka. Minntu
sjálfan þig á að ástríkt samtal við ungan
einstakling getur haft mikil áhrif á þroska
hans.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Óvæntir atburðir kalla á snöf-
urmannleg viðbrögð en gerðu samt ekkert
að óathuguðu máli því það borgar sig ekki.
Sambönd eyða andlegri orku ef maður læt-
ur þau hafa þannig áhrif á sig.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Tilfinningar þínar eru í miklum
tengslum við eigur þínar í dag. Já, þú ert í
klípu: áttu að taka heiðrinum eða ekki?
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þótt þú vitir að allir hafi sína leið að
rata í lífinu hefurðu samt mikla samúð
með þeim sem fara villir vega. Mundu að
allir eiga leiðréttingu orða sinna.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Allir vilja lána þér, og helst sem
lengst. Taktu svo upp betri skipulagningu.
Gefðu bara ekki fleiri fyrirheit á meðan þú
ert að hreinsa borðið.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú finnur til sterkrar tengingar við
eigur þínar og því er þér illa við að lána
þær í dag. Sýndu þolinmæði á meðan
þetta varir því fljótt skipast veður aftur þér
í hag.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú skalt ekki halda að þú sért
minni maður þótt þú eigir ekki alla hluti.
Næst þegar þér fallast hendur skaltu líta á
það sem ögrun og þar með verðlaun.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú ert örlátur og því veldur
níska vinar þíns þér vonbrigðum. Mundu
bara að orða hlutina þannig að engin
hætta sé á misskilningi.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Nú stendur yfir undirbúnings-
tími í lífi þínu. Stundum verður maður þó
að standa á sínu og setja öðru fólki mörk.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Ekki er ólíklegt að tafir, rugl-
ingur og viðlíka ergi þig í dag. Gættu þín á
að vera ekki óþolinmóð gagnvart þeim sem
eru þér nákomnir.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Fátt jafnast á við skemmtilegar um-
ræðustundir í hópi góðra vina. Mundu að
enginn er fullkominn og þá þú ekki heldur.
Síðasta gáta var að venju eftirGuðmund Arnfinnsson:
Hennar um strengi er strokið
Þá stórveðrahrinum er lokið.
Börn hana í fjöru við fundum.
Ferhendu gerir hún stundum.
Og lausn hans:
Hörpu um strengi er strokið.
Stillast á hörpu fer rokið.
Hörpu í fjöru við fundum.
Til ferskeytlu Harpa býr stundum.
Hann lætur limru fylgja;
Hugfanginn hlusta ég lengi,
– held ég það enginn rengi –
á hljómana þá,
sem heyra má,
er Harpa knýr hörpustrengi
Og bætir síðan við: „Þemað hjá
mér að þessu sinni er harpa, ýmist
var talið að veður versnaði eða
batnaði með komu hörpu og gef ég
mér í þessari gátu, að þá muni tíð
batna.
Þessi er lausn Hörpu á Hjarðar-
felli:
Það hljóðfæri er harpa
og Harpa vorið ber.
Þá hörpuskelin skarpa,
svo skírnarnafn mitt er.
Engilráð M. Sigurðardóttir,
Sauðárkróki, svarar:
Hörpunnar hljóma þú nýtur.
Á Hörpu grænkar um velli.
Hörpudisk brimið oft brýtur.
Bóndinn á Hjarðarfelli.
Ráðning Helga R. Einarssonar:
Harpa syngur hörpuljóð,
hörpudiskar finnast.
Harpa á Felli er harla góð,
því hinir og þessir kynnast.
Árni Blöndal:
Heimir strauk um hörpustrengi,
Harpa færir vor í varpa.
Að Hörpudiskum lékum lengi,
lausn á gátum sendir Harpa
Guðrún Bjarnadóttir:
Vísnanna hornið má varpa
vitinu fornu og skörpu
í prentvélar gróinna garpa.
Gátuskel þar faldi hörpu.
Í lokin er að venju ný gáta eftir
Guðmund Arnfinnsson:
Töðugresi grænt er hún.
Getur verið slegið tún.
Austanlands það svæði sá.
Sú er öllum hestum á.
Fleiri lausnir bárust en rúm er til
að birta.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Strokið um hörpustrengi
Í klípu
„TAKTU LJÓSMYND – HÚN ENDIST
LENGUR.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„EF ÞÚ ÆTLAR AÐ VERA Í ÞESSUM FRAKKA
VIÐ, HELD ÉG AÐ ÞÚ ÆTTIR AÐ FÁ ÞÉR
LJÓSARI SOKKABUXUR.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að skilja símana
ykkar eftir á víðavangi
því þið hafið ekkert að
fela.
ÉG ER MJÖG
SJÁLFSÖRUGGUR
SVONA EIGINLEGA... KANNSKI... NEMA
EINHVER SÉ ANDSNÚINN ÞVÍ.
HÆTTU AÐ
GRAFA
ÉG ER KOMINN HEIM, HELGA...
ÉG TAPAÐI ORUSTUNNI,
TAPAÐI FJÁRSJÓÐNUM OG
BÁTURINN MINN SÖKK!
{DÆS},
HVAÐ ANNAÐ
GÆTI FARIÐ
ÚRSKEIÐIS?
ÞÚ VILT KANNSKI SETJAST
ÁÐUR EN ÉG FER YFIR
LISTANN...
Tvær litlar flugur í glugga eru nógtil að vekja mikla kátínu. Þessi
gleði er þó bundin barni á leikskóla-
aldri en ekki Víkverja. Það þarf ekki
alltaf stórviðburði til að gleðja fólk.
Það er víst nóg að fylgjast með flug-
unum og reyna að koma fingrunum
eins nálægt þeim og hægt er til að
kitla hláturtaugarnar.
x x x
Að sjálfsögðu veltir Víkverji fyrirsér á hvaða stað hann er í lífinu,
fyrst hann getur ekki hlegið að jafn
hversdagslegum hlut og flugum í
glugga.
x x x
Sagan er þó ekki alveg öll sögð þvíþetta umrædda barn er tiltölu-
lega nýhætt að vera hreinlega skít-
hrætt við flugur. Það var því nokkuð
tryllingslegur glampi í augum
barnsins þegar það potaði nálægt
fluguskömminni sem flögraði af stað
um leið og feitur putti nálgaðist.
x x x
Kannski var það sigurinn yfir eiginótta og gleðin að ná að yfirstíga
hann sem kallaði fram hlátur barns-
ins. Hver veit? Víkverji gleymdi að
spyrja hvað væri svona ákaflega
fyndið.
x x x
Flugur í glugga eru þó vísbend-ingar um eitt sem er á næsta
leiti. Vorið. Já, vorið krakkar mínir
er alveg að koma. Víkverji er hand-
viss um það. Í það minnsta ætlar
hann að kaupa sáðmold í blómabúð
og byrja að forrækta blóm og ýmsar
ætijurtir. Betri helmingurinn á eftir
að byrsta sig um leið og ruslið her-
tekur stofugluggann en Víkverji læt-
ur það ekki á sig fá.
x x x
Mars er fullur af lífi. Í þaðminnsta rekur hver viðuburð-
urinn annan í lífi Víkverja og hann á
í stökustu vandræðum með að sinna
öllu því sem stendur til boða.
Kannski er þá bara kominn tími til
að forgangsraða. Það er sjaldan
hægt að neita sér um veisluhöld og
samgleðjast með öðrum. Lífið er
samverustundir með vinum og fjöl-
skyldu; þó pyngjan léttist þá fyllist
hjartað af gleði. víkverji@mbl.is
Víkverji
Varpið allri áhyggju ykkar á hann því
að hann ber umhyggju fyrir ykkur.
(Fyrra Pétursbréf 5:7)
mbl.is
alltaf - allstaðar
JEPPADEKK
Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | 540 4900 | www.arctictrucks.is
Vönduð og endingargóð
vetrardekk sem koma þér
örugglega hvert á land sem er