Morgunblaðið - 21.03.2015, Page 57

Morgunblaðið - 21.03.2015, Page 57
Einsöngvarar Tui Hirv sópran og Fjölnir Ólafsson baritón syngja einsöng í Sjávarsinfóníunni eftir Ralph Vaughan Williams í dag og á mánudaginn. 130 manna hópur ungmenna í Há- skólakórnum og Sinfóníuhljómsveit unga fólksins frumflytur hér á landi Sjávarsinfóníuna, A Sea Symphony, eftir Ralph Vaughan Williams í Langholtsskirkju í dag kl. 17 og á mánudaginn, 23. mars, kl. 20. Ein- söngvarar verða Tui Hirv sópran og Fjölnir Ólafsson baritón og stjórn- andi Gunnsteinn Ólafsson. „Sjávarsinfónían er eitt magnað- asta verk breska tónskáldsins. Það byggist á kvæði eftir Walt Whitman og lýsir baráttu sjómanna við hafið á magnaðan hátt,“ segir í tilkynningu um verkið og að Ralph Vaughan Williams (1872-1958) þyki eitt merk- asta tónskáld Englendinga á 20. öld. „Árið 1903, þegar Vaughan Williams var þrítugur að aldri, hóf hann að semja þessa fyrstu sinfóníu sína fyr- ir tvo einsöngvara, kór og hljómsveit og lauk smíðinni árið 1909,“ segir í tilkynningunni. Frumflytja Sjávarsinfóníuna MENNING 57 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MARS 2015 Pharrell og Thicke „Hey, ég veit! Stelum bara laginu hans Marvins Gaye …“ ur, slíkt er orðið að viðtekinni venju í dægurtónlistarheiminum, en dóm- urinn er þó nýstárlegur um margt og hefur vakið nokkuð hörð við- brögð, einkanlega frá popptónlist- armönnum. Það sem vekur m.a. furðu er að lögin tvö voru borin saman með því að bera þau saman á nótum, en slík aðferð þykir bera vott um lítinn skilning á eðli og eig- indum popptónlistar. Tónskalinn sem allra handa popp og rokk vinn- ur með er takmarkaður og það sem einatt skilur að lagasmíðar sem eru á pappír svo gott sem eins, er eitt- hvað sem hægt er að kalla tilfinn- ing, áferð, hljómur, þ.e. eitthvað sem hver og einn listamaður kemur með að borðinu í sjálfum flutningn- um. AC/DC spila afskaplega „ein- falda“ tónlist (en algerlega stór- kostlega, verð ég að fá að bæta við) en þú heyrir á fyrsta gítarslætti um hvaða sveit er að ræða. Sama gildir um ZZ Top og Status Quo og allt eru þetta hljómsveitir með einkenn- andi hljóm. En þær gætu kært hver aðra til eilífðarnóns með nótnaút- skriftir að vopni, hefðu þær nennu í það. Þá er við þetta að bæta að ýms- um hljóðversbrögðum er beitt í dag til að gefa lögum lit og sérkenni, eitthvað sem ekki er hægt að festa á nótnablöð. Þessi nálgun dómstól- anna er því út úr kú. Thicke og Pharrell ætla að áfrýja dómnum og vonandi verður hann að engu gerð- ur því að fordæmið er einstaklega vafasamt og í raun algjört rugl. Tengingar Aldrei tengdi ég t.a.m. „Blurr- ed Lines“ og Gaye-stemmuna sam- an (lagið er einmitt meiri stemma en lag). „Blurred Lines“ býr t.d. yf- ir nettum ska-takti sem er ekki fyr- ir að fara hjá Gaye. Ég kveikti ekki heldur á nýlegu dæmi, þegar Sam Smith var gert að hafa stolið lagi Tom Petty, „I Won’t Back Down“. Það eru svipaðar línur þarna, já, en andrúm laganna er afskaplega ólíkt. Það segir sig nefnilega sjálft að ef „Blurred Lines“-málið heldur þá geta ættingjar Bob Marley kært meira og minna alla reggítónlistar- menn sem á eftir Marley hafa kom- ið. Og sama á við um allflesta und- irgeira popptónlistarinnar. Ekkert kemur úr engu, fólk vinnur úr áhrifum, meðvitað sem ómeðvitað, og það er tilfellið, að mínu viti, með þetta mál. Og fleiri. Ekkert er nýtt undir sólinni. Ég hlusta t.d. mikið á dauðarokk og ég skil vel að fyrir þá sem standa utan við þá stefnu er þetta allt sama lag- ið. Blæbrigðin verða hins vegar ljós þeim sem eru á kafi í geiranum og á það við um allar undirstefnur dæg- urtónlistarinnar. En, ef menn hafa tímann fyrir sér og peninga er hægur vandi að búa til slatta af stefnum. Það verður því fjör á næstu árum, haldi þessi stórundar- legi dómur. Ég fagna því er honum verður hnekkt. Ég ætla að leyfa mér að hafa trú á mannkyninu í þetta skiptið. » Það segir sig nefni-lega sjálft að ef „Blurred Lines“-málið heldur þá geta ætt- ingjar Bobs Marley kært meira og minna alla reggítónlistarmenn sem á eftir Marley hafa komið. FORSÝND UM HELGINA Í 2D OG 3D Besta leikkona í aðalhlutverki ÍSLENSKUR TEXTI NÝ STUTTMYND VERÐUR SÝND Á UNDAN ÓDÝRT KL. 2 OG 5 800 KR. BARNAVERÐ FYRIR ALLA Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á LAUGARASBIO.IS, MIDI.IS OG EINNIG Á SÍÐUNNI HÉR VIÐ HLIÐINA Á - bara lúxus HÖRKUGÓÐ SPENNUMYND FRÁ LEIKSTJÓRA TAKEN ÓDÝRT kl: 2 og 5 800 kr barnaverð fyrir alla FORSÝND UM HELGINA Í 2D OG 3D François Hollande Frakklands- forseti hefur beðið stjórnendur Lo- uvre-safnsins í París að senda sér- fræðinga til Bagdad til að meta þær skemmdir sem hryðjuverkamenn IS- IS hafa valdið á merkilegum menn- ingarminjum. Þegar Hollande greindi frá ákvörðun sinni í Louvre sagði hann frönsk stjórnvöld gera hvað sem þau gætu til að stöðva árásir hryðju- verkamanna á menningarminjar. Um leið var tilkynnt að í útibúi Louvre í Lens verði á næsta ári opn- uð sýning um Mesópótamíu í sam- starfi við söfn í Írak. Þá hét Hol- lande því að frönsk stjórnvöld hjálpi til við að þjálfa unga íraska forn- leifafræðinga og að frönskum gögn- um um fornminjar á svæðinu, sem hefur verið safnað síðan snemma á 19. öld, verði komið í stafrænan bún- ing og þau afhent Írökum. AFP Stuðningur François Hollande skoðar minjar frá Mesópótamíu. Fordæma skemmdir á minjum Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.