Morgunblaðið - 21.03.2015, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 21.03.2015, Qupperneq 59
MENNING 59 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MARS 2015 KYNNTU ÞÉR ÁSKRIFTARLEIÐIR Í SKJÁHEIMI – PAKKAR FRÁ AÐEINS 1.990 KR. Á MÁNUÐI. SKJÁRINN | WWW.SKJARINN.IS KRAFTUR, SNERPA OGEINBEITING Hjólreiðar, kappakstur, alpagreinar, MLS-deildin og bestu snókerspilarar heims munda kjuðana FrábærdagskrááEurosportogEurosport2 –eingöngu íSkjáHeimi. EUROSPORT / LAUGARDAGUR 11.15. Beint. Heimsbikarinn í alpagreinum í Merbel, Frakklandi. Þaðmá búast viðmikilli spennu í seinni umferð í svigi karla. EUROSPORT / SUNNUDAGUR 13.30. Beint. Milan-Sanremo keppnin í hjólreiðum. Á Ítalíu erumenn búnir að taka fram hjólin. Bein útsending fráMilan-San Remo keppninni. EUROSPORT 2 / LAUGARDAGUR 20.00. Beint. MLS-deildin í knattspyrnu. Bandaríska deildin í fótbolta fer vel af stað og hefur sjaldan verið sterkari. DavidVilla og félagar í NewYork Citymæta Colarado Rapids. EUROSPORT 2 / SUNNUDAGUR 09.30. Beint. Bifhjólakappaksturinn í Burima. Ógnarhraði í æsispennandi mótórhjóla- kappakstri á Tælandi. skjárheimur er fáanlegur bæði hjá vodafone og símanum Heimsmeistaramótið í snóker í apríl Dömukórinn Graduale Nobili held- ur tónleika í Langholtskirkju á morgun kl. 17. Í fyrra hélt kórinn tónleika með lögum fyrir karla- kóra sem vöktu mikla lukku og verða nokkur þeirra á tónleik- unum á morgun. Á seinni hluta tónleikanna verða m.a. sungin sex verk tileinkuð Maríu guðsmóður en borðunardagur Maríu er á morgun. Má þar nefna „Maríuljóð“ eftir Hildigunni Rúnarsdóttur, „Maríukvæði“ eftir Atla Heimi Sveinsson og „Ave Maria“ eftir Gustav Holst. Þá verður frumflutt „Magnificat“ sem breska tón- skáldið Christopher Field samdi fyrir kórinn. Stjórnandi kórsins er Jón Stefánsson. Stjórnandinn Jón Stefánsson. Dömukór frum- flytur Magnificat Sýningin Ertu tilbúin frú for- seti? sem lauk fyrir skömmu í Hönnunarsafni Íslands, hefur verið sett upp í Minjasafninu á Akureyri og verður opnuð í dag kl. 14. Á sýningunni er varpað ljósi á margþætt verkefni Vigdísar Finnbogadóttur í forseta- tíð hennar og fatnaður og ýmsir fylgihlutir Vigdísar leiða gesti inn í veröld þjóðarleiðtoga, fyrir- mennna og embættismanna ýmissa ríkja, eins og því er lýst í tilkynn- ingu. Sýning um Vigdísi opnuð á Akureyri Vigdís Finnbogadóttir Barnabókin Helgi skoðar heiminn kom út á frönsku og norsku í fyrsta sinn í síðustu viku. Þessi ást- sæla barnabók frá árinu 1976, eftir myndlistar- manninn Halldór Pétursson og rit- höfundinn Njörð P. Njarðvík rithöf- und, hefur nú verið gefin út á sex tungumálum. Sagan um Helga á frönsku og norsku Helgi skoðar heim- inn á frönsku. Rapparinn Kan- ye West virðist ekki eiga upp á pallborðið hjá öllum því um 80 þúsund manns hafa nú skrifað undir beiðni þess efnis að hann verði ekki eitt af aðalatr- iðum Glastonbury tónlistarhátíð- arinnar á Englandi í sumar. Neil nokkur Lonsdale hóf undir- skriftasöfnunina og greinilegt er að margir eru sammála honum. Lonsdale telur West fullan sjálfselsku og vitfirrtan og ekki eiga skilið að vera í öndvegi á hátíðinni. West hefur hlotið mik- ið lof fyrir plötur sínar en þótt fullhrokafullur á verðlaunahá- tíðum. Tugþúsundir vilja ekki Kanye West Kanye West Yfirborð, fyrsta einkasýning Ás- laugar Í. K. Friðjónsdóttur, verður opnuð í Hverfisgalleríi í dag kl. 16. Í verkum Áslaugar koma fram andstæður sem fólgnar eru í efnis- vali og persónulegu handbragði listamannsins, segir í tilkynningu. „Efniviður sýningarinnar, sem er gróf og iðnaðartengd efni eins og steypa, gólfdúkar, teppi og plast filma, fær nýtt gildi í samhengi listarinnar. Efnin bera með sér merki meðhöndlunar og endur- spegla athugun listamannsins á umhverfi sínu og efninu sjálfu sem er gjarnan kveikjan að sköpunar- verkinu. Hefðbundin viðfangsefni fagurfræðinnar eru fólgin í þess- um efnisheimi sem er stór þáttur í myndsköpun Áslaugar. Sýningin Yfirborð hefur sterkar skírskot- anir í mannlegt umhverfi og borgarlandslagið en býður þó ekki upp á eina túlkun,“ segir um sýn- inguna. Áslaug útskrifaðist frá Listahá- skóla Íslands árið 2006 og lauk meistaranámi frá School of Visual Arts, New York árið 2009. Hún hefur tekið þátt í samsýningum, heima og erlendis og auk þess komið að fjölbreyttum verkefnum, en þetta er hennar fyrsta einka- sýning. Vefsíða Hverfisgallerí er á slóð- inni hverfisgalleri.is. Yfirborð í Hverfisgalleríi Iðnaðartengd Áslaug notar iðnaðartengd efni í verk sín.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.