Morgunblaðið - 06.03.2015, Side 2

Morgunblaðið - 06.03.2015, Side 2
2 | MORGUNBLAÐIÐ 06.03.2015 „Jæja, til hamingju með að vera komin/-n í full- orðinna manna tölu.“ Þetta heyrði ég ítrekað daginn sem ég fermdist, rétt eins og ótal ferm- ingarbörn þar á undan og öll þau sem komu á eftir. Það er reyndar heilmikið til í því. Fermingin er líkast til algengur tímapunktur hjá mörgum þegar þeir fá fyrst að hafa afger- andi áhrif á fatakaupin – fermingargallinn er jú eitthvað sem hver og einn verður að fá að ráða í aðalatriðum enda foreldrar og forráðamenn iðulega glórulaus um það hvað er móðins hverju sinni í huga og heimi 14 ára unglinga. Annað nátengt atriði er að dömurnar halda oft upp á daginn með því að prófa að mála sig svolítið. Og eins og er með fatnaðinn, þá verður ekki aftur snúið þegar unga fólkið hefur einu sinni fengið að hafa vit fyrir sjálfu sér með frá- gang og fatnað. Loks má nefna að við fermingu fær maður oft í fyrsta sinn „fullorðinslegar“ gjafir, á borð við ritsöfn, alfræðiorðabækur, pennasett og þvíum- líkt. Ekki endilega vinsælast á fermingardaginn en eldist firnavel. Við fermingarbörn ársins segi ég því: verið velkomin í fullorðinna manna og kvenna tölu og njótið dagsins. Að verða fullorðinn Útgefandi Árvakur Umsjón Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is Blaðamenn Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Bergljót Friðriksdóttir beggo@mbl.is Auglýsingar Katrín Theodórsdóttir kata@mbl.is Forsíðumyndina tók Kristinn Ingvarsson Prentun Landsprent ehf. Lifun Fermingar 4 Simmi og Jói rifja upp ferming- ardaginn, hárið og fötin sem mamma keypti án þess að spyrja. 74 Solla Eiríks gefur ljúffeng- ar og bráðhollar upp- skriftir í veisluna. 54 Fermingarfötin á dömuna – tísku- þáttur. 16 Spariskórnir skiptast í svart og hvítt fyrir fermingarbörnin í vor. 56 Fermingarfötin á drengina – myndir. 24 Fermingarförðun með vörunum frá One Direction.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.