Morgunblaðið - 06.03.2015, Side 6

Morgunblaðið - 06.03.2015, Side 6
6 | MORGUNBLAÐIÐ Skarthúsið Laugavegi 44 • Sími 562 2466 Fermingarhárskraut Kristalsteinar kr. 290 stk. Fallegir krossar, semelíu- armbönd, fermingarhanskar og blómakransar í miklu úrvali. Sendum í póstkröfu Vertu vinur á Facebook S tutt er síðan íbúar Kóap- vogs eignuðust nýja kirkju, Lindakirkju. Sóknin er stór og fermingarbarnahópurinn ekki lítill skari. Guðmundur Karl Brynjarsson segir að þetta vorið fermist 190 börn í kirkjunni. Auk Guðmundar starfa þeir sr. Guðni Már Harð- arson og sr. Sveinn Alfreðsson í Lindakirkju og deila með sér að ferma þennan stóra hóp. „Þá eru fleiri en prestarnir sem koma að fermingarfræðslunni og rétt að nefna sérstaklega Áslaugu Helgu Hálfdánardóttur sem heldur utan um tónlistarmálin,“ segir Guð- mundur. Fermingarnar dreifast á tvær helgar auk skírdags. Eru þá tvær fermingarmessur á laugardögum, önnur kl. 10:30 og hin kl. 13:30, og svo kl. 13:30 á sunnudögum. „Við reynum að dreifa hópnum þannig að ekki fermist fleiri en 26-27 börn í hverri messu.“ Messur engin kvöð Fermingarfræðslan byrjar strax í ágúst og velja börnin sér þá vers úr Biblíunni til að fara með á ferming- ardaginn. Í Lindakirkju er ferming- arfræðslan á ýmsan hátt frábrugðin því sem gengur og gerist hjá öðr- um kirkjum. Þannig er t.d. engin kvöð lögð á börnin um að mæta í messu. Guðmundur segir þetta fyr- irkomulag hafa reynst vel. Í staðinn er sá háttur hafður á að önnur hver kennslustund í fermingarfræðslunni er helgistund. „Við skiptum ferm- ingarbarnahópnum í þrennt fyrir kennslu og umræður en sameinum hópinn í helgistundinni hálfsmán- aðarlega. Þar segjum við bibl- íusögur og leggjum áherslu á söng og tónlist. Hefur tekist ofboðslega vel að fá þau til að taka undir söng- inn og einstaklega gaman á þessum samkomum.“ Að mati Guðmundar sendir það ungmennunum betri skilaboð ef þau upplifa sig ekki tilneydd að mæta til messu, enda á messan að vera viðburður sem fólk á að njóta þess að sækja. Sígildar spurningar Fermingarfræðslan er gott tækifæri fyrir börnin til að spyrja prestinn út í lífið og tilveruna. Þar er rýnt í trúna, rætt um sam- félagið, eistaklinginn, sambönd og samskipti. Áhugavert er að skoða hvort umræðan hefur breyst, eða hvort spurningarnar eru aðrar, nú þegar börnin geta flett upp Wi- kipediu í snjallsímanum á auga- bragði. Á Guðmundi má heyra að tæknin hefur ekki breytt spurn- ingunum mikið og yfirleitt eru það sömu hlutirnir sem brenna á unga fólkinu, ár eftir ár. „Við leit- umst t.d. við að svara klassískum heimspekilegum og trúarlegum spurningum eins og hvort Guð geti, ef hann er almáttugur, skap- að svo stóran stein að hann geti ekki lyft honum sjálfur.“ Sem betur fer virðist ekki held- ur að kreppuárin hafi haft nei- kvæð áhrif á unga fólkið og þrátt fyrir að víða hafi verið þröngt í búi segist Guðmundur ekki greina að þessi mögru ár hafi lagst þungt á fermingarbörnin. Ef eitt- hvað er hefur andinn í þjóðfélag- inu og áherslurnar breyst til betri vegar: „Hann Guðni Már, kollegi minn hér í Lindakirkju, heyrði á tal tveggja ungra stráka þegar þessi ósköp voru nýdunin yfir, vorið 2009. Annar spurði hinn hvort hann væri að fermast út af gjöf- unum, eða út af trúnni. „Vegna trúarinnar, auðvitað, svaraði hinn. Það fermist enginn vegna gjaf- anna núna, því það er kreppa!““ ai@mbl.is Börnunum frjálst að koma í messu Áherslurnar í fermingarfræðslunni hjá Lindakirkju eru frjálslegri en víða annars staðar. Í stað messuskyldu er önnur hver kennslustund fermingarfræðslunnar helgi- stund þar sem börnin taka vel undir í söng. Morgunblaðið/Kristinn Velkomin Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson segir það senda ungmennunum röng skilaboð ef þau eru knúin til að mæta til messu. Í stað messuskyldu eru haldnar helgistundir í fermingarfræðslunni. Morgunblaðið/hag Veganesti Ýmsar spurrningar brenna á fermingarbörnunum enda margt í gangi í lífi þeirra. Wikipedia og Google virðast ekki getað svarað öllu. Myndin var tekin við fermingarathöfn í Grafarvogskirkju.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.