Morgunblaðið - 06.03.2015, Side 16

Morgunblaðið - 06.03.2015, Side 16
16 | MORGUNBLAÐIÐ Skartgripur með táknræna merkingu, seldur til styrktar blindum og sjónskertum á Íslandi. Íslenskt handverk. Fæst um land allt. Þríkrossinn Stuðningur til sjálfstæðis Þ egar búið er að finna réttu fermingarfötin, sem oft get- ur tekið á taugarnar og verið tímafrekt, er næsta skref að finna réttu skóna, til að fullkomna heildarútkomuna. En það er ekki nóg að skórnir séu flottir og passi vel við fötin, allir skór þurfa að vera þægilegir og best er ef ferming- arskór eru þesslegir að auðvelt sé að nota þá áfram inn í vorið og sumarið, því fermingarbörn vaxa gjarnan hratt upp úr skóstærðum. Hagnýt- ing er því oft höfð til hliðsjónar því góðir skór eru ekki endilega ódýrir og því um að gera að vanda fjárfest- inguna. En tískan lætur ekki að sér hæða og almenn unglingatíska ræður mestu um hvernig skó ferming- arbörnin velja, að sögn Brynju Dan Gunnarsdóttur, markaðsstjóra hjá skóversluninni Kaupfélaginu. „Skótískan í ár er svipuð og í fyrra reyndar. Strigaskór eru enn mjög vinsælir og eins grófir og þykkir sól- ar, hvort sem er á sandölum, spari- skóm eða stígvélum. Svo er gaman að segja frá því að támjóir skór eru líka komnir aftur. Það er þá rétt sem sagt er að tískan fari í hringi því ég man vel eftir síðustu támjóu tísk- unni!“ Brynja segir að einnig séu Nike- skór vinsælir og „gömlu góðu Adidas Superstar- og Stansmith-skórnir eru að koma inn aftur svo fólk getur bara skellt sér niður í geymslu og fundið gamla parið því það er komið aftur í tísku“. En það er alltaf nokkur munur á stráka- og stelpuskónum, og Brynja viðurkennir að úrvalið sé oftast meira fyrir stelpur en stráka. Og þótt margar stelpur velji eflaust strigaskó eru einnig á boðstólum hinir klassísku hælaháu skór. „Fyrir stelpurnar eru mest fylltir hælar í boði en líka mikið af bæði opnum og lokuðum skóm með grófum sólum. Hvítir skór koma dálítið inn núna þegar fer að vora og eru tilvaldir fyr- ir fermingarnar, þeir eru þá til bæði úr taui og leðri.“ Fyrir ungherrana eru hefð- bundnir spariskór alltaf vinsælir og nýtast oft vel og lengi áfram. Brynja segir Kaupfélagið t.d. bjóða upp á flotta Vagabond-spariskó fyrir strákana „og svo eru að koma inn svona fínni lokaðir strigaskór með teygju (Vans-skór). Hins vegar held ég að það verði margir strákar sem velji sér strigaskó við ferming- arfötin, t.d. Air Force 1- og Adidas Superstar-skó en svo eru Converse- skórnir klassískir og klikka seint“. Grófir skór, fín föt Oft fylgist fata- og skótískan að á þann hátt að fínleg fermingarföt kalla á fínlega skó en Brynja segir að í ár, líkt og oft áður, stangist þetta tvennt á. „Fötin eru fínleg og skórnir grófir. Mikið af strigaskón- um er fyrir bæði kynin og það er alltaf eitthvað um að stelpur séu í strigaskóm á fermingardaginn en mikill meirihluti strákanna notar netta strigaskó við jakkaföt, það er bara töff!“ Það er ekki litagleðinni fyrir að fara í skótískunni, Brynja segir svarta og hvíta skó alltaf vinsælasta þótt pastellitir komi aðeins við sögu í skótískunni í vor. „En ég býst við að svarti liturinn verði ríkjandi hvað varðar leðurskó og hvíti liturinn í strigaskónum.“ Eins og áður sagði er eitt af mik- ilvægari atriðunum varðandi ferm- ingarskó að hægt sé að nýta þá áfram, enda um talsverða fjárfest- ingu að ræða fyrir flest heimili og því hagnýtari fermingarskór, því betra. „Það er það góða við þessa strigaskómenningu að það er ein- staklega þægilegt að nota þessa skó hvort sem er fínt eða hversdags. Það er hægt að klæða skóna upp eða nið- ur fyrir mismunandi tilefni. Vaga- bond- og 67-skórnir koma þar sterk- ir inn sem skór sem hægt er að nota meira en bara á fermingardaginn.“ Fjölskyldusamráð Væntanleg fermingarbörn fara gjarnan í verslunarleiðangur með mæðrum sínum til að finna ferming- arfötin og þegar kemur að vali á skóm eru mæðgin eða mæðgur ekki endilega alltaf sammála. „Mömmur stelpnanna eru vanalega að leita að skóm sem eru ekki of háir og ekki með of grófum sólum og vilja frekar pena, fínlegri skó en ég held nú að fermingarbarnið hafi alltaf lokaorðið eða þá að millivegur finnst sem báðir aðilar eru sáttir við. Strákarnir eru vanalega afslappaðri í skoðunum og því frekar auðvelt að finna fatnað sem bæði þeim og foreldrunum lík- ar. Ég gæti trúað því að sumir for- eldrar eigi erfitt með að sjá þá fyrir sér í strigaskóm við jakkafötin en þannig er bara tískan.“ Unglingar líta oft upp til fræga fólksins þegar kemur að tísku og þar sem ýmsar stjörnur auglýsa helstu strigaskómerkin telur Brynja að að- dáun á þeim gæti haft áhrif á val fermingarbarna á skóm. „Bæði tón- listarmaðurinn Pharrell Williams og fótboltagoðið David Beckham eru á samningi hjá Adidas og golfarinn Tiger Woods og fótboltakappinn Ronaldo auglýsa Nike. Kylie og Kendall Jenner eru líka mjög vin- sælar þegar kemur að tískunni en ég held samt að aðalinnblásturinn komi frá tískubloggurum eins og Victoriu Törnegren, Fanny Lickman og fleir- um.“ Ekki detta! Verslanir Kaupfélagsins eru bæði í Kringlunni og Smáralind og nú hafa fermingarskórnir verið teknir upp á báðum stöðum og búðirnar því troðfullar til að mæta eftirspurninni á næstunni en Brynja segir að þrátt fyrir að verslanirnar auki úrvalið og auki lagerinn á þessum árstíma sé ekki um að ræða þessi miklu og eig- inlegu fermingarskóinnkaup sem skóverslanir áður fyrr lögðu svo mikla áherslu á. Hún segir að nú til dags sé í raun dálítil tímaskekkja að tala sér- staklega um fermingarskótísku stúlkna því bilið á milli aldurs- skiptrar skótísku sé alltaf að minnka. „Áður var stórt bil á milli fermingarstúlkna og 20-30 ára kvenna og svo kannski 50 ára og eldri en í dag er fullt af skóm sem henta bæði 14 ára stelpum og fimm- tugum konum. Konur eru líka „yngri“ lengur en í gamla daga. Og konur á öllum aldri kaupa sér skó í Kaupfélaginu, ekkert síður sextugar og eldri.“ En skyldi Brynja luma á ráðlegg- ingum handa fermingarstúlkunum sem margar hverjar eru að kaupa sína fyrstu hælaháu skó? Hún hlær, „Já, „Go big or go home“-mottóið á alls ekki við! Ég myndi segja að það skipti mestu máli að skórnir væru þægilegir og stöðugir. Það er svo- sem ekki mikið um pinnahæla hvort eð er en ég mæli með aðeins lægri skóm og flottum „platform“-skóm eða þykkum sóla frekar en að detta á leiðinni upp að altarinu.“ ingibjorgrosa@gmail.com Fínir fermingarskór Það virðist af sem áður var að svartir lakkskór með reimum og hvítir lakkskór með slaufu gægist undan fermingarkyrtlunum, strigaskór og groddalegir sandalar fá nú frekar að njóta sín við kyrtilfaldinn. Morgunblaðið/Eggert Skótískan Flestir velja hagnýta skó sem geta nýst sem oftast, segir Brynja Dan Gunnarsdóttir, markaðsstjóri hjá Kaupfélaginu. Six Mix Svart er sígilt. Vans Flottir og þægilegir. Sixty Seven Hælar fyrir dömuna. Vagabond Alltaf vinsælir. Nike Air Force Það er nauðsynlegt að eiga hvíta skó. Converse Klassík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.