Morgunblaðið - 06.03.2015, Síða 18

Morgunblaðið - 06.03.2015, Síða 18
18 | MORGUNBLAÐIÐ Fermingargjöf sem gefur Fermingarskeyti eða gjafabréf frá Hjálparstarfi kirkjunnar er gjöf sem heldur áfram að gefa. Fermingarbarnið fær skeytið eða bréfið í hendurnar en andvirðið rennur til jafnaldra fermingar- barnsins sem býr við fátækt. Sendu skeyti, það kostar 1.990 kr. Eða gefðu fermingargjafabréf að upphæð 5.000 kr. Þú færð skeytin og gjafabréfin á www.gjofsemgefur.is eða pantar þau á skrifstofunni okkar, 528 4400. Þú prentar út, sækir til okkar – eða við sendum fyrir þig. Einfalt og gleðilegt. Óskalistinn minn: Rúm Myndavél Svefnpoki iPod Vefmyndavél Teppi Orðabók Hálsmen Svo væri gaman að fá pening og „Gjöf sem gefur“. Mig langar til að einhver sem er ekki eins heppinn og ég fái að njóta með mér. www.gjofsemgefur.is Við systkinin erum munaðarlaus. 1.990 kr. fermingarskeyti á Íslandi dugar fyrir 3 hænum. Þær gefa okkur fullt af eggjum. 5.000 kr. gjafabréf á Íslandi myndi gefa okkur geit. Eða kannski reiðhjól. Þá kæmist ég á markað með uppskeruna okkar og við fengjum pening. Óskalistinn minn: PI PA R\ TB W A • SÍ A • 13 06 91 F ermingaraldurinn er merki- legur tími. Framtíðin er enn óráðin og framundan eru ár sem marka stefnuna sem lífið mun taka hjá unglingnum. Með rétta stuðningnum og hvatningunni er ekkert ómögulegt, og engin takmörk fyrir því hvað hægt er að afreka. Ein áhugaverð leið til að efla og styrkja barnið er að nýta náms- möguleikana sem í boði eru hjá AFS. Um langt skeið hefur AFS á Íslandi sent ungmenni út í heim til að kynn- ast framandi menningu, læra ný tungumál og vaxa sem einstaklingar. Nýlega hafa bæst við nýjar náms- leiðir sem vara í skemmri tíma, eru ódýrari og geta hentað yngri aldurs- hópum. Valdamiðstöð Evrópu Guðrún Hulda Eyþórsdóttir er fræðslustjóri AFS: „Árið 2013 hófum við að bjóða upp á þriggja mánaða Evrópuferðir. Rétt eins og í löngu AFS-skipt- inámsferðunum fer nemandinn út í heim, dvelur hjá fósturfjölskyldu og stundar nám við venjulegan skóla, nema hvað dvölin er styttri og lýkur ferðinni með heimsókn til Brussel. Þar safnast nemendurnir saman og verja nokkrum dögum í alþjóðlegum námsbúðum þar sem þeir læra um og heimsækja Evrópustofnanirnar. Er lagt af stað á haustin og börnin komin aftur heim í byrjun desem- ber, reynslunni ríkari, víðsýnni og búin að eignast nýja vini.“ Mörg lönd og borgir í Evrópu koma til greina en Guðrún segir ís- lensku nemendurna dreifast um alla álfuna. Eru þriggja mánaða ferð- irnar hugsaðar fyrir aldurshópinn frá 15 til 18 ára, og mögulegt að lengja dvölina ef þess er óskað. „Nemendurnir velja sér land sem þeim þykir menningarlega spenn- andi en það getur breyst eftir tísku og tíðaranda hvaða staðir eru vin- sælastir hverju sinni.“ Leiðtogahæfni og samskipti AFS á Íslandi er síðan nýbyrjað að bjóða upp á dvöl í alþjóðlegum sumarbúðum á Englandi annars vegar og Spáni hins vegar. „Al- þjóðlegu sumarbúðirnar eru ætlaðar ungmennum á aldrinum frá 13 til 18 ára og varir dvölin í tvær vikur á Englandi en fjórar vikur á Spáni. Fararstjóri fylgir nemendunum út og þar eru þeir undir leiðsögn fag- fólks allan tímann,“ útskýrir Guð- rún. Hópnum er skipt upp í yngri og eldri aldurshópa og fengist við margbreytileg verkefni sem miða að því bæði að þroska unglingana og styrkja. „Hluta tímans er varið í tungumálanám svo nemendurnir geta ýmist bætt þekkingu sína eða öðlast góðan grunn í nýju máli. Leið- togahæfni og sjálfstyrking leikur líka stórt hlutverk í námskránni. Einnig leggjum við ríka áherslu á að auka menningarvitund nemenda og þjálfa þá í samskiptum við fólk með ólíkan bakgrunn.“ Guðrún segir síðastnefnda þáttinn kannski verðmætasta veganestið sem nemendur taka með sér heim. „Atvinnulífið er í dag orðið alþjóð- legur vettvangur þar sem samstarfs- menn og viðskiptavinir eru af öllum toga. Það er mikilvægur og verð- mætur hæfileiki fyrir unga fólkið að bera skynbragð á hefðir, venjur og siði annarra þjóða og geta átt í já- kvæðum samskiptum sem byggjast á næmni fyrir ólíkum viðhorfum og reglum.“ Ævintýri í útlöndum Alþjóðlegu sumarbúðirnar geta, að sögn Guðrúnar, verið gott fyrsta skref í að móta unglinginn í að verða heimsborgari. Hann er þarna færð- ur í alþjóðlegt umhverfi en um leið með ákveðið öryggisnet, og tekinn út fyrir þægindarammann sem hann er vanur í sínu eigin heimalandi. „Þátttakendur sitja ekki aðeins námskeið og fyrirlestra heldur er farið með þá í borgarferðir til spenn- andi áfangastaða og þeir byrja að læra að fóta sig úti í hinum stóra heimi.“ Verðið á stuttu Evrópuferðunum og alþjóðlegu sumarbúðunum er töluvert lægra en hálfs- og heils- ársferðir AFS. Þannig kostar þriggja mánaða Evrópudvöl á bilinu 600-700.000 kr. og er þar allt innifal- ið, s.s. flug, húsnæði og skólavist. Al- þjóðlegu sumarbúðirnar kosta 345.000 kr. ef dvalið er í Bretlandi en 500.000 kr. á Spáni og er þá flug, fullt fæði, gisting, kennsla, ferðir og umsjón leiðbeinenda innifalið. ai@mbl.is Stíga fyrstu skrefin í átt að því að verða heimsborgarar AFS býður nú upp á styttri námsferðir til Evrópu með áherslu á stofnanir ESB, og alþjóðlegar sumarbúðir á Spáni og Englandi þar sem nemendurnir eru m.a. þjálfaðir í leiðtogafærni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ferðaúrval „Það getur breyst eftir tísku og tíðaranda hvaða staðir eru vinsælastir hverju sinni,“ segir Guðrún Hulda Eyþórsdóttir. AFP Áhrif Þriggja mánaða Evrópudvölin endar í hjarta Evrópusambandsins þar sem nemendurnir fræðast um stofnanirnar. Frá Evrópuþinginu. AFP Veraldarvön Gegnum AFS geta ungmennin byrjð að læra að fóta sig út í hinum stóra heimi. Refur á vappi við Downing-stræti 10 í London. Það er mikilvægur og verðmætur hæfileiki fyrir unga fólkið að bera skynbragð á hefðir, venjur og siði ann- arra þjóða og geta átt í jákvæðum samskiptum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.