Morgunblaðið - 06.03.2015, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.03.2015, Blaðsíða 28
A ð sögn Óttars Sveinssonar halda Íslendingar fast í hefðirnar þegar kemur að vali á kökum fyrir ferm- ingarveisluna. Óttar er framleiðslustjóri Bakarameistarans og fer létt með að galdra fram kransakökur og „fermingarbækur“ þegar fermingatímabilið gengur í garð. Hann segir fermingarbækurnar svokölluðu alltaf jafn vinsælar. „Bæk- urnar eru mjög gömul hefð og ég hugsa að þær hafi fyrst komið fram á sjónarsviðið um það leyti sem ég var að byrja að baka, fyrir 30-35 árum.“ Handskrifað með gamla laginu Fermingarbókin er að uppistöð- unni til sú sama og áður, gerð úr svampbotni, með rjóma, og ávaxta- mauki, og skreytt með marsípani. Kakan er mótuð þannig að hún minn- ir á opna bók, og þar er skrifað með súkkulaðisprautu nafn ferming- arbarnsins, fermingardagurinn eða ritningartexti. „Fermingarbókin hef- ur aðeins breyst að því leyti að bak- arar bregða oftar á leik með liti í bakstrinum. Þá var stutt tímabil þar sem matarprentararnir voru notaðir til að setja textann á kökuna, en í dag er textinn aftur handskrifaður með gamla laginu.“ Kransakakan er líka fastur liður í fermingarveislum. Þessi ljúffenga kaka barst til landsins með danskri bakarahefð og fæst ýmist sem turn eða horn. „Mér virðist að fleiri séu farnir að sækja í hornið og er þá opið fyllt með kransakökubitum og súkku- laðikonfekti. Einnig færist í aukana að fólk velji rice-krispies turn í stað kransakökuturns. Er þá rice-krispies blandan mótuð í hringi rétt eins og gert er með kransakökuna og staflað upp.“ Sleppa styttunni Ein hefð virðist þó smám saman vera að hverfa og það er að setja styttu af fermingarbarni ofan á kransakökuna. „Ástæðan virðist að- allega vera sú að fallegar ferm- ingarbarnastyttur eru ekki á hverju strái og sumar stytturnar þannig að fermingarbarnið lítur frekar út eins og gam- all karl eða kerling. Í staðinn er toppurinn á kökunni prýddur fánum eða öðru skrauti.“ Bakarameistarinn býður upp á alhliða pakka fyrir fermingarveisluna og segir Óttar að auk kökuúrvals útbúi kokkar og mat- reiðslumenn fyrirtækisins heita og kalda rétti, snittur og annað ljúf- meti. „Kjúklinga- spjót hafa verið mjög vinsæll réttur og er ýmist hægt að borða köld eða hita upp á bakka. Þá vilja sumir bjóða upp á sushi í veislunni eða ta- pas. Klassísku snitturnar með smáá- leggi eiga líka alltaf vel við,“ segir hann. „Til viðbótar við fermingarbók- ina og kransakökuna er gaman að hafa franska súkkulaðiköku, hefð- bundna marsípantertu, ostkaköku, makkarónubakka og ekta íslenska brauðtertu.“ Passað upp á skammtana Verðlistinn er skýr og má finna verð og myndir á heimasíðu Bak- armeistarans. Starfsmenn bakarísins eru vitaskuld boðnir og búnir að að- stoða viðskiptavininn við að áætla rétt matarmagn fyrir veisluna. „Pakkarnir okkar þykja yfirleitt nokkuð vel útilátnir, en í þeim fjöl- skyldum þar sem finna má mikið mat- arfólk gæti verið ráðlegt að gera ráð fyrir fjórum eða fimm snittum á mann frekar en tveimur eða þremur,“ segir Óttar kíminn. Í eldhúsi Bakarameistarans er hægt að afkasta miklu en Óttar segir samt vissara að hafa samband tím- anlega, og sérstaklega áríðandi að hafa góðan fyrirvara á pöntunum sem afhenda þarf á miklum álagsdögum. „Allur maturinn er afhentur vandlega innpakkaður í box og plastöskjur. Kemur það sér vel ef ekki er pláss fyrir réttina í ísskápnum, en muna verður að láta viðkvæm matvæli ekki standa lengi við stofuhita og hafa t.d. úti á köldum svölum þar til styttist í veisluna, eða geyma inni í einu her- bergi sem haldið er köldu.“ ai@mbl.is Gömlu góðu kökurnar falla í kramið Landsmenn vilja hafa kransaköku og „ferming- arbók“ á veisluborðinu. Rice-Krispies-turnar eru farnir að verða algengari. Morgunblaðið/Sverrir BaksturÞað duga engin vettlingatök í stóru bakaríi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fagmennska Óttar Sveinsson, framleiðslustjóri Bakarameistarans, leggur áherslu rétt vinnubrögð. Augnakonfekt Fagurlega skreyttar veitingar gleðja augað. 28 | MORGUNBLAÐIÐ Óttar lumar á góðum ráðum handa þeim sem vilja gera eigin kransa- köku, en hann segir að mótun og bakstur kökunnar kalli á örlitla lagni og óvanir geti klikkað á mikilvægum smáatriðum. „Uppskriftin er einföld og veit ég ekki betur en að öll bakarí landsins kaupi kransakökumassa frá Odense og blandi svo sykri og eggjahvítum saman við. Hvítur sykur þykir mér henta betur en flórsykur, því flórsyk- urinn tekur í sig meiri raka og gefur kökunni þéttari og þurrari áferð.“ Þá eru hringirnir mótaðir koll af kolli. „Deigið er rúllað í lengju og skorið í bita. Hver biti ætti að vera um 2 cm lengri en næsti biti á und- an, til að mynda æ stærri hringi.“ Hringirnir fara svo inn í bak- araofninn, þar sem þeir eru „ristaðir frekar en bakaðir,“ eins og Óttar lýs- ir því. „Hringirnir mega ekki vera of lengi í ofninum, annars verða þeir of harðir, en heldur ekki svo stutt að neðstu hringirnir geti ekki bor- ið uppi þyngdina af hringj- unum fyrir ofan. Er ágætt að hafa neðstu hringina ögn lengur í ofninum svo þeir fái harðari skel, enda hvílir á þeim meiri þungi.“ Skraut og líming Þegar hringirnir hafa kólnað kem- ur að því að skreyta þá með flórsyk- urkremi. Hér segir Óttar að þurfi góða sprautu, og kremið megi ekki vera svo þunnt að hvítar sikk-sakk línurnar fari að leka og mynda dropa. Loks þarf að raða hringjunum upp í turn. Segir Óttar einfaldast að nota til þess bráðið súkkulaði. „Að nota sykurbráð er vandasamara, en ef sykurbráðin er notuð rétt þá getur verið auðveldara að losa bitana hvorn frá öðrum. Er samt hætta á að sykurbráðin verði of stökk og missir hún þá límeiginleika sína.“ Nú er kakan komin á borðið og gestir byrja að taka sér bita. Þegar líður á veisluna vill kransakakan stundum minna á hálfgerðar rústir, þar sem hringbitar eru á stangli og ekki allir jafnlystugir. „Það getur verið ágætis ráð að hafa disk og hníf við hliðina á kransakökunni. Gestir geta þá tekið af hringi í heilu lagi, lagt á diskinn og skorið sér hæfilega stóran bita frekar en að rífa með höndunum, og skilið eftir snyrtilega skorið stykki handa næsta manni.“ Listin að gera kransakökuKJÓLADAGAR 20–50% AFSLÁTTUR Skoðið laxdal.is/kjólar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.