Morgunblaðið - 06.03.2015, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 06.03.2015, Qupperneq 30
O ft hafa fermingar úti á landsbyggðinni á sér annað yfirbragð. Ferming- arbörnin koma úr minna samfélagi, hópurinn er fámennari og þá gjarnan þéttari og oft meiri nánd á milli prests og sóknarbarna en í stóru sóknunum á höfuðborg- arsvæðinu. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir er sóknarprestur í Kolfreyju- staðarprestakalli, Fáskrúðsfirði, en hún ólst upp á þessum sama stað. „Sem ung- lingur fór ég að heiman til að mennta mig og eftir að há- skólanáminu lauk vígðist ég sem farprestur í Nes- kaupstað og var þar í eitt ár. Síðan var ég skipuð sóknarprestur í Grindavík þar sem ég bjó í tæp tuttugu ár og starfaði í sautján ár sem prestur,“ segir Jóna Kristín, sem tók við sókninni á Fá- skrúðsfirði í desember 2009. Sjö til fjórtán börn Byggðin er ekki stór, og búa þar um 700 manns. Fermingarbarna- hópurinn er þó hlutfallslega stór og segir Jóna Kristín að undanfarin ár hafi á bilinu sjö til fjórtán börn fermst hjá henni ár hvert. Núna eru tíu börn í árganginum, níu í ferming- arundirbúningi og átta sem fermast saman á skírdag. Börnin búa öll í byggðarkjarn- anum og stunda þar nám sitt og tóm- stundir. „Við, sem komum að barna- og unglingastarfi hér, hittumst að hausti og setjum saman upp „tóm- stundatöflu“ til að reyna að gæta þess að tómstundirnar skarist sem minnst. Fermingarfræðsla er svo einu sinni í viku hverri yfir veturinn og ég styðst þar meðal annars við kennslubókina Con Dios. Eftir jólin höfum við lagt áherslu á að lesa eitt guðspjallanna og fara saman í gegn- um merkingu textans. Síðan halda börnin það sem við köllum „Bibl- íumaraþon“ og lesa þá guðspjallið fyrir gesti í safnaðarheimilinu og við sköpum þar skemmtilega kaffi- húsastemningu.“ Forn kirkjustaður Í dag kemur ekkert barn úr sveit- inni í kring og segir Jóna Kristín að það hafi breyst frá því sem var þeg- ar hún ólst upp á staðnum. Þá var ið- andi líf sveitinni og mörg börn á sumum sveitabæjunum. „Sum árin hafa þó börn, sem tengjast sveitinni, kosið að fermast í Kolfreyju- staðarkirkju. Kolfreyjustaður er mjög forn og einstaklega fallegur kirkjustaður yst í firðinum,“ bætir Jóna Kristín við. Fljótlega eftir að fermingarstarfið hefst að hausti fer hópurinn saman í fermingarbúðir í Kirkjumiðstöðinni á Eiðum. „Þar dveljum við í tvo sól- arhringa en í fermingarbúðunum koma saman krakkar úr öðrum prestaköllum á svæðinu og ræðst samsetningin af fjöldanum í árgang- inum á hverjum stað og hvað hús- rúmið leyfir.“ Þekkt er að fermingarbörn mæti oftast samviskusamlega í kirkju fyr- ir fermingardaginn, en draga úr kirkjusókninni þegar fermingin er afstaðin. Þetta virðist gilda jafnt um börnin á höfuðborgarsvæðinu og úti á landsbyggðinni. En þess má geta að aukin áhersla kirkjunnar á leið- toganám fyrir eldri ungmenni breyt- ir nokkuð þessari kunnugu þróun. „Nú eru fjórar stúlkur sem fermdust í fyrra í Farskóla leiðtogaefna hér fyrir austan og þær koma sterkari inn í starf kirkjunnar í framhaldinu. Það fylgir að vera virkur og sýni- legur í kirkjustarfinu.“ Jóna Kristín segir að ferming- arbörnin mæti vel í sunnudagaskól- ann, sem er alla sunnudaga. Einnig mæta þau við guðsþjónustur yfir veturinn og tóku virkan þátt í æsku- lýðssamkomu á æskulýðsdaginn, svo eitthvað sé nefnt. Flytja tónlistaratriði Börnin á Fáskrúðsfirði fermast yfirleitt öll saman. Segir Jóna Krist- ín að það hafi heppnast vel að ferm- ingarhópurinn taki virkan þátt í fermingarathöfninni, þau flytji tón- listaratriði fyrir kirkjugesti, s.s. með söng eða hljóðfæraleik. Þá er vaninn að foreldri einhvers barnsins úr hópnum lesi guðspjallið. Fermingardagur er fjöl- skyldudagur og á minni stöðum verður allur staðurinn hátíðlegur, fánar blakta víða við hún, veislur haldnar í heimahúsum og sölum og gestir streyma á staðinn. Jóna reyn- ir að heimsækja börnin öll eftir at- höfnina. „Mér hefur alltaf þótt vænt um að sjá hvernig dagurinn gengur hjá þeim, hvernig þeim líður og sjá þau umkringd sínu fólki. Mig langar ekki að sleppa alveg hendinni af krökkunum. Mér finnst þessi tími í undirbúningi líða allt of hratt, þetta er svo líflegur tími í kirkjustarfinu og ég fyllist alltaf eftirsjá þegar hann er liðinn að vori. Þessu starfi prestsins fylgja yfirleitt skemmti- legar minningar.“ ai@mbl.is 30 | MORGUNBLAÐIÐ Glæsilegur fatnaður fyrir fermingarnar Engjateigur 5 | Sími 581 2141 | www.hjahrafnhildi.is Ætli börnin séu öðruvísi úti á landi en í borginni? Eru spurningarnar sem brenna á þeim þær sömu og viðhorfið til tilverunnar eins hjá öllum unglingum? Jóna Kristín segir að í grunninn séu ungmenni örugglega ósköp svipuð hvar á landinu sem er. „Vitaskuld mótast þau þó nokkuð af sínu nærsamfélagi, eins og hér á Fáskrúðsfirði þar sem at- vinnulíf og bæjarlíf er mjög tengt sjávarútvegi. Svo er það oft raunin með smærri sam- félög að það munar meira um hvern einstakling, og andinn á meðal unglinganna er sá að það skipti miklu að allir séu með.“ Jóna segir fermingarbörn í dag mjög opna einstaklinga og fróðleiksfúsa. „Vegna tækninnar eru þau bók- staflega með allan heiminn í hendi sér, með aðgang að hafsjó upplýsinga um hvað sem þeim dettur í hug.“ Með heiminn í hendi sér Skemmtilegur tími sem líður alltof hratt Jóna Kristín segir stundum geta verið erfitt að sleppa hendinni af fermingarbörn- unum eftir að hafa átt ánægjulegan vetur saman. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir Samkoma „Eftir jólin höfum við lagt áherslu á að lesa eitt guðspjallanna og fara saman í gegnum merkingu textans. Síðan halda börnin það sem við köllum „Biblíumaraþon“ og lesa þá guðspjallið fyrir gesti í safnaðarheimilinu og við sköpum þar skemmtilega kaffihúsastemningu.“ Kirkja Fáskrúðsfirðinga er sérlega falleg þegar bærinn er snævi þakinn. Spræk Fermingarbarnahópurinn í ár samanstendur af hressu ungu fólki sem á framtíðina fyrir sér.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.